Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. IM7 Hljómar gera garðinn frœgan TÁNINGAHLJÓMSVEITIN Hljómar gera líklega garðinn frægari en margir aðrir. Hljóm- plata þeirra „Show me you like me“ er komin á vinsældarlist- ann í Bandaríkjunum og í fylk- inu Michigan er þessi plata nr. 6 á listanum. Columbia hljóm- plötufyrirtækið gaf út þessa hljómplötu, en á hinni hliðinni er dægurlag, sem fjórmenning- arnir syngja einnig á ensku og heitir „Stay“. í viðtali við Mbl. sagði Gunn- ar Þórðarson, lagasmiður Hljóma, að undirleik í fyrr- greindri plötu hefðu annazt bandarískir hljómlistarmenn. Gunnar sagði, að allir meðlim- ir Hljóma hefðu samið lagið og textann við „Show me you like Framh. á bls. 31 Hitaveitan gelur ylir- leitt engan alslátt sagði hitaveitustjóri í viðtali við Mbl. í gœr VEGNA fréttar í einu dagblað- anna í gær um það, að hitaveit- an gæfi 20% afslátt á heitu vatni, ef skortur yrði á þvi, sneri Mbl. sér til hitaveitustjóra. Jóbannesar Zoéga, og gaf hann eftirfarandi upplýsingar: Yfirleitt gefur hitaveitan eng- an afslátt. Ef við gerum það, er það í sérstökum tilvikum, sem metin eru hverju sinni og stand'? ekki í beinu sambandi við al- mennan vatnsskort ' kuiducn. Hins vegar höáum við reynt að bæta upp þann skort sem orðið hefur á góðri þjónustu, sem komið hefur fram í vatnsskorti í gamla bænum, með því að haekka hitastig vatnsins á veturna um 10 stig. Frá aðalfundinum flytur ræðu. Aðaifundur L.I.U. hófst í gær AÐALFUNDUR LÍÚ hófst í gær í Tjarnarbúð. Hófst fundurinn með því, að Sverrir Júlíusson, formaður sambandsins, flutti ræðu. Hann sagði m.a. í ræðu sinni, að enn væri óljóst, hvaða ávinn- ingur útgerðinni sé ætlaður af gengifebreytingunni. I>ó virtist Ijóst, að reiknað væri með því, að bættur hagur hennar yrði m.a. að byggjast á þvi, að laun sjómanna hækkuðu ekki hlut- fallslega umfram laun annarna miðað við afbamagn. Sagði Sverrir, að þetta sjónar- 18. oldur mól verk fyrir 4,8 milljónir London, 6. desember NTB. LISTASAFN í London keypti í dag málverk eftir franska listmálarann Jean-Honoré Fragonard fyrir 30.500 pund, eða um það bil 4.8 milljónir íslenzkra króna. Fragonard var uppi á 18. öld og stærð máiverksins er 20x30 sentímetrar. Kaupand- inn var Hallborough Gallery. Á sama uppboði var litið mál- verk eftir ítalskan málara frá 15. öld selt fyrir 25.500 pund. Titfinnanlegur skortur á heitu vatni í gamla bænum Varanlegar úrbœtur þegar í nœstu viku TILFINNANLEGS skorts á heitu vatni hefur orðið vart á vissum svæðum í gamla bæn- um. I Miðbæjarskólanum féll kennsla t.d. að mestu leyti nið- ur í gær af þeim sökum. Er nú unnið að því að ráða þarna bót á, eftir þvi sem Jó- hannes Zoéga hitaveitustjóri tjáði Mbl. í gær. Þar eru þessi atriði helzt: Ný kyndistöð verður tekin I notknn í vikuiokin. Fjórar nýjar borholudælur verða teknar í notkun í næstu viku, fsem munu auka vatns- magnið í Reykjavíkurholunnm að mun. Annar ketill varastöðvarinn- ar við Elliðaárnar hefur verið bilaður, en viðgerð mun ljúka nú um miðjan mánuðinn. Ekki mun koma til þess, að aftur verði skortur á heita vatn- inu í vetur. Hitaveitustjóra fórust orð á Maður handtekinn vegna barnsráns í Frakklandi Sjö ára drengur týndur í þrjá daga. Faðirinn hafnar sam- vinnu við lögregluna. Chartres, Frakklandi, 6. desember. NTB. LÖGREGLAN í Frakklandi handtók í dag mann sem þyk- ist vera einkaleynilögreglu- maður í sambandi við rán á veiklulegum sjö ára gömlum dreng, Emmanuel Malliart að nafni. Að sögn lögreglunnar hefur hinn handtekni, sem heitir Jean Claude Mansion, hringt í foreldra Emmanuels í Ver- sölum skammt frá París. Kona sem annast dyravörzlu í pósthúsi í Bailleau-e-Pin skammt frá Chartres gaf ná- kvæma lýsingu á manninum. Að sögn lögreglunnar sagði Mansion, sem er 33 ára að aldri, að hann hefði hringt í föður Emmanuels, en hann starfar í landvarnarráðuneyt- inu, til þess að bjóða honum aðstoð sína. Mansion var yf- irheyrður í kvöld og upplýs- ingar hans bornar saman við framburð föður Emmanuels. Dyravörzlukonan í pósthús- inu ræddi lengi í gær í síma við Jacques Malliart, föður Emmanuels og segir, að hann hafi tjáð sig fúsan tíl að greiða 20.000 franka (um það bil 180 þús. ísl. krónur) í lausn argjald fyrir drenginn eins og krafizt var í nafnlausu bréfi sem honum var sent. Dyra- vörzlukonan er eitt mikilvæg- asta vitni lögreglunnar í mál- inu . f dag bárust lögreglunni hundruð ábendinga hvaðan- æva að úr landinu. Lögreglan lokaðj heilu hverfi í Versölum þegar tvær nunnur tilkynntu, að þær hefðu séð Emmanuel aka í bifreið ásamt dökkhærðum manni, en leit að bílnum bar ekki árangur. Faðir drengsins neitar að hafa samstarf við lögregluna, þar sem hann heldur að hún hafi látið síazt út upplýsingar um staðinn þar sem hann hafði ákveðið að hitta bams ræningjann og greiða honum lausnargjaldið. Barnsræninginn kom ekki. en stór hópur blaðamanna fór á staðinn. Foreldrar drengsins telja, að strangasta gætni og leynd sé nú eina vonin ttil þess að þau fái barnið aftur lifandi. Síðat 1 kvöld var ekkert vit að hvað orðið hefði um dreng inn, en hann hvarf um hádegi á mánudag, þegar hann var á leið heim úr skóla í mat. Einn af vinum Emmanuels sagði lögreglunni, að hann hefði séð hánn fara eitthvað með ó- þekktum dreng skömmu áð- ur en hann hvarf. Sporhund- ar röktu slóð Emmanuels að sælgætisbúð, en þar hvarf slóðin. Foreldrar Emmanuels ótt- ast að drengurinn hafi veikzt vegna þess, að veður hefur ver ið kalt að undanförnu og þoka legið yfir, en Emmanuel þjá- ist af andateppu. Faðir drengs ins fékk nafnlausa bréfið um lausnargjaldið síðdegis á mánudag og tjáði sig strax fúsan til að greiða það. Þeg- ar honum tókst ekki að hafa samband við barnsræningjann í gærkvöldi, bað hann hann um að afhenda drenginn presti eða munk. er gæti kom ið boðum á milli um þau skil yrði sem glæpamaðurinn set- ur fyrir því, að skila drengn- um aftur til foreldranna. þessa leið: — í vetur höfum við sloppið við vatnsskort að mestu leyti fram unidir mánaðaimót, hann hefur hvorki verið áberandi né tilfinnanlegur fyrr en núna. Síðustu daga hefur vatnfcskorts hins vegar gætt á vissum svæð- um í gamla bænum eins og venjulega og hefur verið unnið að því að ráða þar bót á. Og eru þetta þá helztu atriðin: — Hitaveitan hefur haft nýja kyndistöð í smíðum í Árbæ á þessu ári og verður hún tekiin í notkun nú í vikulokin. — Víð eigum von á fjórum nýjum borholudælum í byrjun næstu viku og verða þær sett- ar í holurnar strax og þær koma, þannig að væntanlega verður þeim aðgerðum lokið í næstu viku. Við þetta eykst vatnsmagnið í Reykjavíkurhol- unum að mun. — Þetta er ný gerð af dæl- um, en hún er byggð á margra ára tilraunum hitaveitunnar í samvinnu við bandarískt fyrir- tæki, sem smíðar dælurnar. Seinustu dælurnar af þessari gerð koma síðar í vetur, en þær Framh. á bls. 31 mið væri eðlilegt með tillilti til þess að í fyrsta lagi væri ólík- legt, að aðrar stéttir féllust á að réttmætt væri að laun sjó- manna hækkuðiu umfram þá hækkun, sem þæT sjállfar fengju með vísitöluhæk'kuniinni 1. des- ember. í öðru lagi væri óihjá- kvæmilegt að genigisbreytingin leiddi til mikil'lar hækikunar á ýmsusn rekstrarútgjöldum út gerðárinnar, t. d. hækkuðu verð skipa, hækkun á olíunn, veiðar- færum, tryggingariðgjölidium o. fl., sem óeðlilegt væri að útgerð- in tæki ein á sig, án hlutdeildar sjómannanna, en þeitita hefði þó átt sér stað í alltof ríkurn mæli undanfarin ár, ekki sízit á síid- veiðiflotanum. Ræða Svenris er biirt í heiid á öðrum stað í blaðinu. Að lokinni ræðu formanns var flutt skýrsl'a sambandisistjórnar fyrÍT sl. ár, en að því búnu voru kiosnar nefndir, sem störfuðu í gærkveldi. Fundinum verður framhaldið í dag og hefst kl. 14. Mun sjávar- út veg.sm álará ðherra, Eggert G. Þorsteinsson, ávarpa fundinn kl. 3. Wilson leysti vinnudeiluna London, 6. desemiber. AP-NTB. EIMREIÐARSTJÓRAR í Bret- landi ákváffn í dag, aff hætt * viff að fara sér hægt við vinna sina og tef ja járnbrautarferffir, þar er þeir fengu kröfum sínum fram- gengt í sáttatillögum er Harold Wilson, forsætisráffherra, lagði fyrir þá. Eimreiðastjórarnir hófu þessar aðgerðir á miðnætti á laugardag og fólust þær í því, að þeir gerðu ekkert fram yfir það sem þeir Framh. á bls. 31 Jökulieílin u hiekkisi á í Horn aiirði JÖKULFELLINU hlekktist lítil- lega á í innsiglingunni til Horna fjarðar á laugardaginn, og tafff- ist viff þaff um tvo sólarhringa. Skipið var að kom til hafn- ar með fóðurbæti og til að sækja þangað fisk. Skuggsýnt var þeg ar skipið kom, og vildi þá svo óheppilsga til, að það lenti utan í sandeyri, sem þarna er, og strandaði. Losnaði skipið af eyr inni með eigin vélaraifli, en naut þó aðstoðar jarðýtu. Yar sikipið fast á eyrinni í tvo daga, en engar skemmdir munu hafa komið fram á því. Ekkert nthugnvert við hreyiilmötorinn UNNIÐ var að rannsókh óhapps- ins, ér flugvélin nauðlenti skammt frá Norrænahúsinu í fyrradag. Var allur mótorinn rannsakaður, eri ekkert kom í ljós, er gaif néina vísbendingu um orsöik þess, að hreyfillinn missti afl. I fyrstu yar jafnvel talið að tregða í benzín'rennsli hefði valdið þessu, en nú þyk- ir það fremur ósennilegt. Rann- sóknin heldur áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.