Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 11 Enn okkur íýsir að sjá meira. Hvernig hafa þessir út lendingar komið sér fyrir og hvernig er aðbúnaður þeirra. Við bregðum okkur því upp í „þýzku nýlenduna“, ef við megum segja svo, en hún er þyrping nokkurra snoturra húsa, sem sett hafa verið nið- ur í gróðurlausu hrauninu skammt austan Reykjanes- brautarinnar, handan fram- kvæmdasvæðisins. Þarna hafa verið reist hús, sem flutt voru hingað til lands frá Þýzka- landi í flekum og þau sett nið ur á steyptar undirstöður. Við hittum fyrir eina hús- mæðranna, sem er að þvo þvott sinn í sjálfvirkri þvotta vél í sérstöku þvottahúsi, sem er sameiginlegt fyrir öll íbúð arhúsin. Hún lætur vel yfir dvöl sinni, hún frú Kunze, en maður hennar er birgðastjóri, eða „lager“-stjóri, eins og við könnumst einnig við, að þeir menn eru nefndir, sem sjá um birgðir af öllu tagi smáu og stóru, sem til verksins þarf. Húsin eru fremur lítil, en eink ar snotur, vel búm þýzkum húsgögnum og þar eru ísskáp ur, eldavél og hitadunkur, allt rafknúið, en húsin eru hituð upp með olíukynntri miðstöð, sem er sameiginleg fyrir þau öll. Það eina íslenzka, Sem við sjáum, er fallegt gæruskinn af flekkóttu lambi, sem prýðir mitt stofugólfið. Á ísskápnum í eldhúsinu sjáum við fyrsta tákn jólanna, fagurlega skreytt kerti. Fjölskyldurnar, sem þarna búa, verða allar hér á fslandi um jólin. Aftur á móti vinna nokkrir einstakl ingar, sem fara heim til Þýzka lands um miðjan desember og koma aftur laust eftir nýár. En hafnargerðin í Straums vík er ekki nema nokkur hluti af hinum miklu framkvæmd- Röver verkfræðingur, t.v., o g Bar verkstæðisstjóri. um, sem þarna er unnið að. Aðalverkið er raunar bygging hins mikla aluminvers. Og nú höldum við í hinar stóru skrif stofubyggingar þess nokkru of ar á svæðinu. Þar hittum við fyrir Svisslendingana Philipp Miiller framkvæmdastjóra ISAL (Icelandic Aluminium Company Ltd.), sem er hið er lenda eða alþjóðlega nafn á álbræðslunni, og Edwin Sch- utz yfirverkfræðing hjá Swiss Aluminium Ltd. Þessir forystumenn fram- kvæmdanna við byggingu sjálfrar álverksmiðjunnar fara með okkur í dálitla gönguför um athafnasvæðið. Með þeim er eftirlitsmaður, íslenzkur, Ragnar Jóhannsson að nafni. Þeir fræða okkur um það, hve margir vinni nú við fram kvæmdirnar allar, þar með tal ið höfnina. Alls eru það 375 manns, af þeim 62 verkfræð- ingar og stjórnendur. Af yfir- mönnum eru 82% íslendingar, en 18% útlendingar, en af verkamönnum eru 87% fslen. ingar en 13% útlendingar. Athafnasvæðið er stórt og þegar hefir mikið verið fram- kvæmt. 640 m langar undir- stöður undir sjálft aðalverk- smiðjuhúsið hafa verið byggð ar. Feiknastór neðanjarðar- gangur einnig, þar sem lagðar verða allar leiðslur, heitt, vatn, olía og hverskonar aor- ar leiðslur og lagnir, sem þarf í hinar miklu byggiiigar, sem þarna verða. Við komum að þar sem verið er að reisa stál grindarhús og menn eru klifr andi í svimandi hæð eins og línudansarar og láta það ekk- ert á sig fá, þótt norðan blási. Þeir eru í sínum gulu stökk- um, sem verja þá gegn regni, stormi og snjó og vel búnir undir þeim. Muller framkvæmdastjóri bendir okkur á tvo, sem eru að taka á móti járnbita og koma honum fyrir hátt uppi. — Annar þeirra er ítali, hinn Svisslendingur og þeir láta veðrið ekkert aftra sér. Þeir voru þarna í rokinu og stórhríðinni nú á dögunum. Þeir ætla að standa við að Ijúka ákveðnu verki sem fyrst svo þeir komist heim vel fyrir jól, þar sem þeir ætla að vera heima fram yfir áramót, seg- ir hann. Við höldum áfram og sjáum hvar verið er að byggja lítil stálgrindaskýli, sem eiga að vera plastklædd. Þetta eru skýli, sem vinna á undir í vondu veðri, þegar verður að verja sig fyrir ágangi veðurs. — Áætlanirnar verða að standast, segja þeir Schútz og Múller og þær hafa gert það fram til þessa. Veturinn má í engu hindra okkur í því að halda áfram. Enn höldum við að stóru bárujárnsskýli. Þar inni vinna menn við járnabindingar, en síðan eru járnin flutt saman- tengd á þá staði, þar sem þau eiga að koma, hvort sem er í veggi, undirstöður eða annað það er reisa þarf í þessu mikla iðjuveri. Loks sjáum við hvar verið er að bora fyrir geysimiklum stimpli, sem á að vera við þjöppun einhverskonar, er ál vinnslan hefst. Þessi stimpill þarf að geta gengið tólf metra í jörð niður og hann er mik- ill ummáls og það er erfitt að vinna sig niður í Reykjanes- hraunið. Á leiðinni heim að hinni stóru kanadisku skrifstofu- byggingu (hún er flekabygg- ing flutt frá Kanada) röbbum við Múller saman um stóriðju. Hann kveðst vel skilja að hér uppi á Islandi kunni sumir að líta nokkuð efablandnir til þessara framkvæmda. Hitt sé svo aftur á móti nauðsyn og krafa tímans, að við rennum fleiri stoðum undir atvinnu- reksturinn hér á landi og þar sé stóriðján mikilvæg. Hann kvað sömu efasemdirnar mæta nýjungunum í heimalandi hans, Sviss, þar sem orkuver eru byggð upp um alla dali, þar sem áður bjó einangrað fólk, og leit miður hýrum aug um til nýbreytninnar. En allt er þetta framkvæmt og efi fólksins og tortryggni hverf- ur smátt og smátt. Allir öðl- ast að lokum skilning á þeim miklu þörfum, sem eru fyrir framþróun tækninnar. Eftir þessa skyndiheimsókn í framtíðar álverið við Straumsvík höldum við á brott nokkru fróðari en áður, eftir vingjarnlegar og upplýs- andi móttökur og vonum að við getum með þessu brugðið upp ofurlitlum skyndimynd- um fyrir lesendurna. — vig. Frú Kunze í eldhúsi sínu. Aðventukranzar af ýmsum gerðum. Aðventublómvendir. Skreytingar í myndrænu formi. • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • Hér er aS finna safn sagna fró fyrri tíð. Uppistaða safnsins er úr Sögum af Snœfelisnesi, sem út kom fyrir meira en 30 árum og er fyrir löngu ófáaniegt. Við það safn hefur verið aukið „Sögum Asu á Svalbarði" og veigamiklum þœtti af Hrappsey- ingum, œttmönnum Boga Benediktssonar, þess er samdi Sýslu- mannaœvir. Hér kennir margra grasa og margir kynlegir kvistir eru hér leiddir fram á sjónarsviðið. Sagnir eru hér um bátstapa og skipsströnd, um mannabein ( Hafursfjarðarey og hundrað ára gamalt brennivínsmál og langur þáttur er um hinn gagnmerka Þorleif ( Bjarnarhöfn, sem landskunnur var fyrir skyggni sína og lœkniskunnáttu. • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • SKUGGSJA • Hjónin Elísabet Helgadóttir og Thor J. Brand voru um skeið húsráðendur á Þingvöllum. Frú Elísabet er fadd og uppalin í Kanada og hafði ekki ísland séð fytr en hún fluttist hingað með manni sínum fyrir 30 árum. Sjálfur er Thor uppalinn á Austfjörðum, en fluttist vestur um haf rúmlega tvítugur og dvaldist þar i rúman aldarfjórðung, allt frá Klettafjöllum norður að Hudsonflóa. Þetta er síðasta bókin, sem Vilhj. S. Vilhjálmsson skrifaði, og hefur að geyma endurminningar hjónanna Elísabetar Helgadóttur og Thor J. Brand. ©AUGLÝSINGASTOFAN HEIM TIL VILHJALMUR S. TQT A A7T)Q VILHJALMSSON 1ÖJLj/±1\UÖ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.