Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 Borgarbókasafninu valinn staður í nýja midbænum ? -Tillögur um nýtt Borgarbóka- safn lagðar fram í borgarráði FYRIR Borgarráðsfund fyrir skömmu var lögð fram greinar- gerð og tillögur borgarlögmanns, fræðslustjóra og borgarbóka- varðar um nýtt hús fyrir aðal- safn Borgarbókasafns Reykja- víkur. Þeir mæla með því, að húsinu verði valinn staður í hin- um nýja miðbæ, sem risa á samkv. skipulagi sunnan Miklu- brautar og austan Kringlumýr- arbrautar, enda komi það heim við þá stefnu, að bókasöfn séu sem mcst miðsvæðis. í greinargerðinni er fyrst rætt um þörfina á því, að nýtt bóka- safnshús verði byggt. Bent er á, að hús aðalsafnsins við Þing- holtsstræti sé svo lítið, að það rúmi tæplega þá starfsemi, sem þar er nú rekin, en umbætur eða aukin stai fsemi geti engin orðið. Viðbygging kemur heldur ekki til greina þar sem hún mundi strax verða ófullnægjandi með stækkandi borg, segir í greinargerðinni. Dularfullu flugslysin - Urval frásagna um frœgar slysagátur PRENTSMIÐJA Jóns Helgason- ar hefur sent frá sér bókkia „Dularfullu flugslysin" eftir Ralph Bariker. Eins og nafn bók- Amelia Earhart arinnar ber með sér fjallar hún uam ýmis flugslys sem fræg hafa orðið og mörg eru mönnuim gáta enn í dag. Bókin akiptist í fjórtán kafla og segir í hinum fyrsta þeirra frá Ameliu Earhart, sem týndist yfir Kyrrahafinu 2. júlí 1937 ásamt aðstoðanmanni sínum, Fred Noonan og greinir frá sögusögn- uim þeim sem uippi voru um ára- bil um að þau Amelia hefðu ekki farizt þá heldiur látið lífið löngu síðar í fangabúðuim Jap- ana á einni Kyrrahafseyja. Aðrir kaflar bókarinnar heita: Örlög „Lady Be Good“; Atlants- hafsprinsesisan; Heimur Alberts Voss; Leslie Howard og föru- nauitar hans; Hin langa þögn „Star Tiger“; Ray Hinehclitffe og Etsie Mackay; Skeik'kja á landa- bréfi; Rangar dyr; Glenn Miller; Corrig'an áttaviti; Hertoginn af Kent; Vítisvélin; Bill Lancasfer. „Dularfullu flugslysin" er 228 bls. og myndasíður sextán. Her- steinn Pálsson þýddi bakina en Prentsmiðja Jóns Heigasonar hf. nrentaði og atf út. —----------------------—----- - HITAVEITAN Framh. af bls. 2 fyrstu komu í vor og hafa ekki biilað síðan. Höfuim við þegar fengið betri reynslu af þeim en öðrum gerðum af bordælum. — Loks má geta þess, að það sem af er vetrinum, höfum við ekki haft til afnota nema ann- an ketil varastöðvarinnar við Elliðaár að hluta, þar sem hann hefur einnig orðið að gegna hlutverki rafmagnsveitunnar. Hinn ketillinn, en hann bilaði á ofanverðum síðasta vetri, hef- ur verið í viðgerð, en þess er vænzt, að hann verði aftur tek- in í notkun í miðjum þf»;sum mánuði. — Að þessum aðgerðum lokn- um mun ekki koma til þess, að skortur verði á heita vatninu, það sem eftir er veettrar. Þá segir um stærð væntan- legs safnhúss, að tvímælalaust beri að gera samsvarandi kröf- ur til almenningsbókasafns hér og í nágrannalöndunum. Hið nýja bókasafn eigi því að vera rúmgott og er áherzla lögð á það, að um gerð þess alla verði tekið fyllsta tillit til reynslu annarra þjóða í þessum efnum. Síðan er raút um það, að hús- ið verði byggt í áföngum og lagt til, að 1. áfangi verði full- gerður i árslok 1972. Gæti safn- ið þá tekið til starfa í apríl 1973, en þá eru 50 ár liðin síðan Bæjarbókasafn Reykjavíkur tók til starfa. - VOLVO Frarnh. af bls. 32 ' grindanna. Vegna gengislækkun- arinnar hækkaði verð á Volvo- grindunum meira en á Leyland- grindunum, en að sögn Torben Friðrikssonar, innkaupastjóra Reykjavíkurborgar, verður ekki hætt við kaupin á Volvo-grind- unum, þar sem verksmiðjurnar hefðu gripið til þess ráðs, að lækka verð á framleiðslu sinni til þeirra landa, sem hafa lækk- að gengið. Sagði Torben, að Volvo-bílar kostuðu það sama í Danmörku nú og fyrir gengislækkunina og hið sama gildir í Bretlandi. Bret- ar hafa hins vegar fellt niður 3% útflutningsbætur á sínum vörum, þannig að tilboð Ley- land mun hækka nokkuð við það. Einnig er afgreiðslufrestur Leylana-verksmiðjanna of lang- ur, eða tii apríl. Torben sagði, að endanlegt svar myndi berast frá Volvo- verksmiðjunum í vikulokin. - HLJÓMAR Framh. af bls. 2 me“. Bassagítarleikarinn Hljóma Rúnar Júlíusson, syngur lagið. Aðspurður sagði Gunnar Þórðarson, að hin r.ýja 12-laga hljómplala þeirra félaga hefði selzt mjög vel. Hann bætti því við, að í janúar n.k. mundi verða gefinn út ný tveggja laga plata, lögin samin atf Gunnari, hjá SG-þljómplötum. - SKIPT UM HJARTA Framh. atf bls. 1 stöðina í Brooklyn. Skýrði dr. Kantrowitz frá því, að bæði ungbörnin hefðu verið höfð í skurðaðgerðarstofunni, á meðan beðið var etftir því, að barnið meið heilaskem*ndina dæi og nokkrum mínútum eftir að það varð, hófst skurð áðgerðin. Bftiir að hún 'hafði verið framkvaemd, virtist allt ganga vel, að því er drenginn varðaði, sem uim hjarta hafði verið framkvæmd, virtdisit allt nýja hjarta að slá. Sagði dr. Kantrowitz, að drenguirinn hefði dáið mjög skyndilega og óvænt. Ásiæðan hefði ekki verið sú, að llíkaminn hefði neitað að samlagast hinum nýja líkamsvaf. Yrði nú ýtar- leg læknisrannsókn látin fara fraim, og síðan gefin út læknayfirlýsing. Úr Fatamiðstöðinni. Ný herrafataverzlun opnuð í Reykjavík NÝLEGA var opnuð ný herra- fataverzlun að Bankastræti 9 hér í borg, sem ber h'eitið Fata- miðstöðin. Hefur hún á boðstólum fatnað bæði innlendan úr enskuan efn- um og erlendan úr Terylene og ullarefnuim, fyrir karlmenn og drengi, að ógleymdium táningun- um. Auk þess aðrar herravörur. Við opnun kynnti Fatamið- stöðiin vetrartízkuna ’67/'88, sem er sniðin eftir tízku ársins 1890. Eigandi Fabamiðstöðvarinnar er Þórarinn Andrésson, en hann rekur einnig verzlunina Andrés, Laugavegi 3. Bílarnir eftir áreksturinn. (Ljós m. Mbl. K.Ben.). Viðbelnsbroin aði i árekstri ALLHARÐUR árekstur varð á mótum Laugavegar og Klappar- stígs laust fyrir hádegi i gær. Þar rákust á vörubíll og Volkswagen bill og viðbeinsbrotnaði ökumað- ur Volkswagenbílsins. ökumaður vörubílsins seglst hatfa komið að gatnamótunum á grænu ljósi og því hafi hann haldið viðstöðulaust áfram. Volks Forsetoskipti í Uruguoy Montievideo, 6. des. — NTB —- FORSETI Uruguay, Oscar Gest- ido, hershöfðingi, andaðist i gær, og nýr forseti, Pachero Ar- eco, vann embættiseið sinn í dag. Areco, sem er 47 ára gam- aU, var kjörinn varaforseti í fyrra og tók við forsetaembætt- inu sjálfkrafa. Gestido hershöfðingi fékk hjartaátfall á erfiðum stjórpar- fundi og lézt skömmu síðar á hersjúkrahúsi. Á fundinum hatfði 'hann sett ofan í við ung- an ráðhecra, sem vildi fá að yf- irgefa fundinn, þar sem hann var uppgefinn. Gestida vax kjör inn florseti í fyrra, en þá hafði þjóðarráð að svissneskri fyrir- mynd stýrt lándinu í 14 ár. Talið er að Areco forseti, sem er prótfessor, þlaðamaður og hnefaleikari í fnístundum, haldi áfram strangri stefnu fyrirrenn ara síns í efnalhagsmáhwn og reyni að hefta verðbólgu og draga úr skriiflfinnslku. Verðbólga og atvinnuleysi hefur aukizt í landinu og ótrygigt áistand ríkir á vinnumarkaðnum. f síðasta mánuði var gengið fel'lt um 50% og síðan hefur stjórnin reynt að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir aukinn fram- færsiukostnað. wagenbíllinn skemmdist nokkuð, en liíið sem ekkert sá á vöru- bílnum eftir áreksturinn. -------------:............- ..- Leiðrétting i f GREIN minni um Whitney- myndlistarsafnlð í New Yortk sl. sunnudag og var „prentvillipúk- in.n“ umsvifamikilil, rauf sam- henigi, felldi niður orð og breytti greinaskilum. Bar pú'ki þesisi sigurorð af viðleitni höfundar til að skipa efni þannig, að rétt orð- færi og hugblær næði til les- enda. Verður þó að treysta því, að lesendur hafi víðast fundið hinn rétta þráð — og því ein- ungis leiðrétt hið meinlegasta: 1. í upphafsdálki greinarinnar ruglast línur, Rétt er setningin þarnnig: „Að frú Whitney, rétt þrítug að aldri árið 1907, hag- nýtti endurbyggt gripahús við Mac Dougal götu í Greenwich Village, bar aðalsmerki hins sjálf stæða brautryðjanda". 2. Litlu neðar í sama dlálki á að lesast: „Þrátit fyrir að bygg- ingin sé en.ginn skýjakljúfur, einunigiis sjö hæðir frá grunni — — —“ 3. í þriðja dál'ki, lesist: „Nú- tímaiegt „naturalistisk.t“-mál- verk eftdr Jaok Beal-------“ 4. f sama dálki, litlu neðar, lesiist: „Varla gebur önnur viinnu- brögð færari þessum til að losa um nýjar hugmyndir----------“z Að öðru leyti fel éig velvilj - uðum leservdum að ráða í hið rétta. Bragi Asgeirsson. - WILSON Framhald af bls. 2 þurftu að gera. Aðgerðir þeirra höfðu ekki eins alvarlsg áhrif á farþegaflutninga og óttazt var, en útflutningsiðnaðuriun varð fyrir miklu tjóni. Útflutnings- fyrirtæki hafa reynt að hagnýta sér þá bættu aðstöðu sem geng- isfellingin hefur veitt, en seina- gangur eimreiðarstjóranna hindr aði það. Kvikmyndasýning á veg- um Stúdentafélags HÍ. STDENTAFÉLAG Háskóla fs- lands hefur sýningu á kvi'k- myndum Þorgeirs Þorgeirsson- ar n.k. laugardag (9. des.) klulkk an 3 e.ih. Sýningin er opin al- menningi og verður í Háskóla- bíói. Þetta er fyrsta sýningin á mynduim Þorgeirs í Reykjavík — en kvikmyndir þessar urðu tilefni allmi'kils umtals á dögun- um þs'gair þær voru frumsýnd- ar að Hlégarði i Mosfellssveit vegna þess að sýnmgaraðstaða baifði ekki fengizt með viðun- andi kjörum í Reykjavík eða Kópavogi. Sýningin næsta laugardag gæti orðið eina tækiifæri Reyk- ví'kinga Um sinn til að sjá þess ar myndir því ekki er fyrirhug- að að hafa fleiri sýningair á veg um Stúdentafélagsins — og enn situr við saroa varðandi þau kjör sem íslenzkum kvikimyndn verkum eru boðin í bíóhúsum Stór-Reykjavíkursvæðisins. Á undan sýningunni á laug- ardaginn flytur höfundur mynd anna inngangsorð og greinir frá hrakningum þessara kvikmynda og ræðir vandamál kvikmynda- dreifingarinnar hérlendis — einnig verður þá skýrt frá störfum ellefu manna nefndar, sem undanfarnar vilkur hefur unnið að því að kanna grund- völl fyrir nýrri Kvikmynda- stofnun, sem sinna mundi þörf- um íslenzkrar kvikmyndafram- leiðslu og annast sýningar er- lendra úrvalsverka að staðaídri, en hugmyndin um þörf slíkra'r stofnunar lcorn einmitt fyrst fram við fyrrgreinda frumsýn- ingu þessara mynda í Hlégarði á dögunum. Aðgangur er ölíum heimill sem fiyrr segir og 'kostar miðinn kr. 40.00. Forsala aðgöngumiða er hafin í bókaverziunum Lár- uisar Blöndal við Skólavörðu- stíg og í Vesturveri og hjá Sig- fúsi Eymundsen. Einnig verða miðar seldir í Háskólabíói eftir hádegi á laug- ardag verði eittthvað þá óselt. (Frá S.F.H.Í.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.