Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 Merkir íslendingar - Sjötta og síðasta bindið af nýjum flokki komið út KOMIÐ er út 6. og jafnframt síðasta bindi af Nýjum flokki Merkra íslendinga. „Vonandi verðUr þó framhald á þessari út- gáfu áður en langt um líður, því enn er til gnótt ævisagna merkra manna," segir Jón Guðnason, Jón Guðnason, skjalavörður skjalavörður, í formálsorðum, en hann hefur búið bókina til prentunar. „Ævisögur af þeirri gerð og stærð, sem birzt hafa í þessu ritsafnd, virðast einnig vera mjög vinsælt lestrarefni. Er það móla sannast, að í skýrlega rituðum ævisögum þeirra manna, sem framarlega stóðu í fylkingu á liðnum tímum, birtst oss horfn ar þjóðlífsmyndir, jafnframt því sem vér finnum þar í ýmsum efnum frumdrög þess, er síðar varð, aðdraganda þjóðfélags vors og þjóðlífs eins og vér þekkjum það á líðandi stundu.“ í þessum flokki ritsafnsins, sem nú er að ljúka, eru samtals 74 ævisögur frá ýmsum öldum íslandsbygðar, langflestar þó frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. f fimm fyrstu bindunum eru 12 Bursta-rruddtæki. Nokkur tæki enn fáanleg á gamla verðinu. Snyrtihúsið s.f. Austurstræti 9, uppi. Sími 15766. ævisögur í hverju, en 14 í þessu síðasta og engin þeirra eidri en frá 19. öid. Ævisögurnar í þessu bindi eru sem hér segir: Jósef Skaftason, læknir, eftir Pál V. G. Kolka, Pétur Guð- jónsson, organleikari, eftir Ein- ar Jónsson, Þóra Melsteð, for- stöðuikona, eftir Boga Th. Mel- st-eð, Valdimar Ásmundsson, rit- stjóri, eftir Jón Guðnason, Einar Jónsson, prófastur, Hofi, eftir Davíð Seh. Thorsteinsson, Sig- urður Stefánsson, prestur, Vigur, eftir Sigurð Kristjánsson, Briet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri, sjálfs ævisaga, Ólafur Davíðsson, fræði maður, eftir Steindór Steindórs- son frá Hlöðum, Jón Ólafsson, bankastjóri, eftir Þorstein Þor- steinsson, Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri, eftdr Pál Zophonías- son, Guðmundur G. Bárðarson, náttúrufræðingur, eftir Bjarna Sæmundsson, Magnús Sigurðs- son, bankastjóri, eftir Eirík Ein- arsson, Gunnlaugur Claessen, yfirlæknir, eftir Sigurjón Jóns- son og Steinþór Sigurðsson, niáittúrufræðingur, eftÍT Jón Ey- þórsson. Bóikin er 280 bls. að stærð, vönduð að frágangi. Útgefar.di er Bókfellsútgáfan. - ALÞINGI Framh. af bls. 12 sérfræðingur við rannsóknarstofn unina í uppeldis- og skólamálum í Berlín, en kemur öðru hvoru hingað til lands til ráðuneytis um þessi mál. Skal ég nú greina frá helztu störfum skólarann- sóknarmanna fram til þessa: í fyrsta lagi. Almenn könnun viðhorfa til skólakerfisins. Rætt hefur verið um skólakerfið við fjölmarga aðila, flesta skóla- menn. Eru þessar rannsóknir skráðar nákvæmlega .Niðurstað an er síðan skráð, sundurgreind efnislega, og verða niðurstöðurn ar lagðar til grundvallar spurn- ingaskrár. sem skólamönnum verður send innan skamms. 2) Tilraunir í skólum. Hafin er nokkur tilraunastarfsemi í skólum, sem skólarannsóknir hafa umsjón og eftirlit með í samráði við umsjónarkennara hverrar tilraunar, enn sem kom- ið er með tilraunirnar, raun- verulega við starf að nýjungum, þ.e.a.s. tilraunir með nýtt náms- efni eða kennslu ákveðinna náms greina á aldursstiganum, þar sem þær hafa litið sem ekkert verið kenndar áður. Hér skulu nefndar þær tilraunir, sem stærstar eru í sniðum. Greiða skólarannsóknirnar sem næst helming aukakostnaðar við þess- ar tilraunir. en hlutaðeigandi sveitarfélög hinn helminginn. í fyrsta lagi mengjastærðfræðiina 1. og 2. bekk barnaskóla. Umsjón arkennarar eru Kristinn Gísla- son og Kristján Sigtryggsson. í sambandi við þessar tilraunir var haldið kennaranámskeið um mán aðarmótin ágúst-sept. sl. og sóttu það yfir 80 kennarar. Þess skal getið, að í maímánuði sl. var haft sérstakt könnunarpróf fyrir þau börn, sem tóku þátt í til- rauninni sl. vetur, alls 7 bekki. Voru það álika mörg börn í tveim öðrum skólum sambærileg Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn í KR húsinu mánudaginn 11. desember n.k. kl. 20.30. , Fundarefni: Venjuleg aðalfundars'törf. STJÓRNIN. um. Auk þess tóku börnin, sem voru með í tilrauninni hið venju lega vorpróf 7 ára barna í reikn ingi sl. vor. Kristinn Gíslason hefur unnið talsvert úr niðurstöðum þessara prófa, og verður kjarni þeirra niðurstaðna sennilega birtur fljótlega. í öðru lagi danska í 5. og 6. bekk barnaskóla. Umsjónarkenn- ari er Ágúst Sigurðsson, náms- stjóri. Þessi tilraun hófst haust- ið 1966 í 3 barnaskólum í Reykja vík. Síðar á sl. skólaári sam- ræmdi barnaskóli Húsavíkur dönskúkennslu í 6. bekk tilraun þessari Tvö könnunarpróf voru lögð fyrir börnin. annað í fe- brúar. hitt i maí. Umsjónarkenn- ari vann ú;r niðurstöðum próf- anna og ritaði skýrslu um til- raunina sl. vor. Þessi tilraun held ur áfram á yfirstandandi skóla- ári með þátttöku þriggja barna- skóla í Reykjavík og barnaskóla Húsavíkur. Þriðia tilraunin. Það er enska í 4. og 5. bekk Langholtsskóla. Umsjónarkennari er Haukur Ágústsson. Þessi tilraun hófst í janúar 1967 og var þá miðuð við 4. bekk skólans einvörðungu. í vetur taka 4. og 5. bekkur skól- ans þátt i tilrauninni. Allar bekkjardeildir beggja árganga. Framfarir barnanna voru kannað ar með skyndiprófum og umsjón arkennari hefur ritað skýrslu um starfsemina sl. skólaár. Þetta var um þrjú mecHntil- raunaverkefnin, sem á döfinni eru. Þá er þriðja meeinverkefni skólarannsóknarinnar og lýtur að námsefni og námsskrá. Hér hafa tveir málaflokkar verið tekn ir fyrir. í fyrsta laei skipuð hef ur verið nefnd. til þess að semja námsskrárdrög fyrir eðlis- og efnafræðikennslu upn að gaen- fræðaprófi. Formaður nefndarinn ar er Sveinbjörn Björnsson eðlis fræðineur nefndin skal ge*n skil- a ðtillögum og greinargerð fyr- ir 1. maí 1968.. í öðru lagi. Tveir sérfróðir kennarar hafa verið fengnir til að rannsaka og gagnrýna tvær kennslubækur í félaesfræði sem motaðar eru í gagnfræðaskólan- um. Greinargerð og tillögum um nýskipun skal skila snemma á næsta ári. Fjórða meginverkefni skóla- rannsóknarmanna lýtur að próf- um og einkunnum. Hafinn er tals verður undirbúningur að athug- un þesa málaflokks, og hefur und irbúningurinn einkum miðast við eftirfarandi atriði: í fyrsta lagi. Tilgangur prófa að loknu kennslustarfi. f öðru lagi upp- lýsingaeildí einkanna. í þriðja lagi aukning á samræmi raun- gildi og áreiðanleika prófa og einkunna. Og fimmta og síðasta verkefn- ið, sem ég vildi nefna. lýtur að forskólanum. Hafinn er undirbúningur að at- hugun þessa málaflokks, einkum skólagöngu 6 ára barna: Undir- búningurinn hefur hingað til að mestu miðast við könnun erlendr ar reynslu. Af þeim verkefnum sem þeg- ar eru hafin, og verður haldið áfram. Ber fyrst að nefna viðhorfa- könnunina. Efnislegar niðurstöð- ur þeirra viðtala, sem tekin hafa verið við skólamenn og ýmsa fleiri. verða notaðar til að semja spurningaskrá um viðhorf til skóla og skólakerfis. Verður skrá in send stórum hópi skólamanna, svo og væntanlega nokkrum að ilum öðrum. Þá verður í þeim nýiungartil- raunum. sem ég nefndi áðan, hald ið áfram. Tilraunastarfsemin verð ur aukin. og byriað á nýjum til- raunum. Er undirbúningur að einni slíkri tilraun þegar hafinn. Fylgzt verður og með nokkrum tilraunum. sem þegar eru hafnar, og má í því sambandi nefna til- raun með staðrænt lesgreinanám í 4.. og 5. og 6. bekk Laugar- lækjarskóla svo að tungumála- stofu á Blönduósi. Samdar verði nákvæmari reglur um mat og og árangur tilrauna, bæði al- menn og í einstökum tilvikum. Þá mun haldið áfram að vinna að athugun á námsefni og náms- skrá. Rannsökuð verða álit nefnd ar þeirra og sérfræðinga, sem þegar eru að störfum, og ákvörð un tekin varðandi till. um fram- nefnda. Og ennfremur verðpr kvæmd, svo og skipun nýrra unnið að álitsgerð með till. um reglur og aðferðir sem 'heildar- endurskoðun námsskrár á íslandi mætti miða við. Aukin áherzla verður lögð á þær athuganir, sem fram hafa farið um gildi prófa og einkunna, og mun rannsóknin öll að líkindum taka bæði til barnanna — og gagnfræðastigs- ins. Að síðustu má svo geta þess, að rituð verður endanleg skýrsla um tilhögun forskólahalds í nokkrum nágrannalöndum. Unn ið verður síðan að frekari könn- un þessa vandamáls hérlendis og undirbúningi að tillögugerð um lausn þess. Hins vegar mun áætlun um framkvæmd og til- högun þeirrar könnunar ekki liggja fyrir, fyrr en að nokkr- um vikum liðnum. Meðal alveg nýrra rannsókn- arliða, sem teknir verða upþ á næsta ári er sérstaklega rétt að geta um tvo. Hinn fyrri er, að hafin verður athugun á ýmsum þáttum skólahalds í dreifbýl- inu, og er í ráði að vinna að þeirri rannsókn í samvinnu við nefnd þá, sem starfar að mennta áætlun á vegum Efnahagsstofn- unarinnar og fleiri stofnana, með styrk frá Efnahagssam- vinnnustofnuninni í París. Þessi athugun á skólahaldi í dreifbýli verður væntanlega þríþætt. í fyrsta lagi. Rituð verði skýrsla um tilhögun dreifbýlis- keonslu í nokkrum nágranna- löndum. Hefur þegar verið safnað þeim heimildum, sem lagðar eru til grundvallar skýrsl unni. í öðru lagi. Gerð verði áætl- un um tilraun, sem miða skal að því að bera saman sérstak- ar, ólíkar leiðir til þess að leysa skólavandræði í dreifbýli. Verð ur væntanlega reynt að hefja þessa tilraun þegar á árinu 1968. Þá verður hrundið í fram- kvæmd rannsókn á sambandi námsárangurs nemenda við fé- lagslegan uppruna þeirra. En þessi rannsókn hefur þegar ver ið undirbúin nokkuð. Að sjalfsögðu eru skólarann- sóknir á íslandi enn á byrjun- arstigi. Enn er verið að leita að heppilegum starfsaðferðum og er eflaust þörf á mun meiri samvinnu skólastjóra skilað tillögum og greinargerð fyrir 1. maí 1968. f öðru lagi. Tveir sérfróðir kennarar hafa verið fengnir til að rannsaka og gagnrýna tvær kennslubækur í félagsfræði, sem notaðar eru í gagnfræða- skólum. Gagnrýni og tillögur um nýskipan skal skila snemma á næsta ári. Fjórða meginverkefni skila- rannsóknanna lýtur að prófum og einkunnunnum. Hafinn er talsverður undirbúningur að at- hugun þessa málaflokks, og hef ur undirbúningurinn einkum miðazt við eftirfarandi atriði: í fyrsta lagi. Tilgangur prófa að loknu kennslustarfi. í öðru lagi upplýsingagildi einkunna. í þriðja lagi. Aukning á samræmi, raungildi og áreiðanleika prófa og einkunna. Og fimmta og síðasta verk- efnið, sem ég vildi nefna, lýtur að forskólanum. Hafinn er undirbúningur að athugun þessa málaflokks, eink um skólagöngu 6 ára barna. Undirbúningurinn hefur hingað til áð mestu miðazt við könnun erlendrar reynslu. Matthías A. Mathiesen þakk- aði svör ráðherra. Sagði hann að ef til vill þyrfti ekki miklar breytingar á fræðslulöggjöfinni og snerist gagnrýnin um fram- kvæmd fræðslukerfisins. Reynsl an væri sú að fjölmargir hefðu séð ástæðu til að gagnrýna þá framkvæmd. Sagðist Matthías geta tekið undir margt af því er komið hefði fram og væri vonandi að nauðsynleg endur- skoðun færi fram sem fyrst. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) ræddi um ástand fræðslumála á Austurlandi, sem hann sagði að væri miður gott. Dæmi væru þess að unglingar sem enn væru á fræðsluskyldustigi væri neit- að una skólavist í heimavistar- skólunum. Mætti telje þetta ákafleg* óæskilegt ástand, sem ráða þyrfti bót á hið fyrsta. Bjarni Guðbjörnsson (F) sagði að einkunina 5 þyrfti til þess að komast í menntaskóla. Óheppilegt væri að landsprófs- nefnd skyldi geta ákvarðað frá ári til árs hvaða einkunn þyrfti til inngöngu í menntaskóla. Ingvar Gíslason (F) sagði að í nútíma menningarþjóðfélagi væri stöðugt þörf á skólarann- sóknum, og kvaðst hann fagna því á hvaða stigi þau mál væru hér. Hitt væri svo annað mál, að fræðslulöggjöfin hefði alörei verið framkvæmd hér á landi. Hún hefði átt að taka gildi á 7—8 árum og megintilgangur hennar hefði verið að koma á 8 ára skólaskyldu. Langt væri frá því að svo væri og stór hluti barna hefði aðeins 4—5 ára fræðsluskyldu. Aðalorsakavald- ur þessa væri skortur á skóla- húsnæði, og stórátak þyrfti að gera í þeim málum, til þess að löggjöfin yrði framkvæmanleg, yrði framkvæmaanleg. Gylfi P. Gíslason menntamála ráðherra svaraði þeim atriðum er fram komu í ræðum þing- mannanna og gat þá m.a. að fyr ir tveim árum hefði farið fram nákvæm talning í tveimur landsfjórðunngum í því skyni að fylgjast með hverjum einasta nemanda, sem sótt hefði um vist í heimavistarskóla, en ver- ið synjað um hana. Komið hefði þá í ljós, að 90% þeirra sem sótt höfðu fengu skólavist annars staðar, en flestir af þeim er eftir voru höfðu snúið sér að öðru og hætt við fyrirætlun sína um skólagöngu. Einnig gat ráðherra þess að fyrir um 3 árum síðan hefði menntamálaráðuneytið, sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnar- innar, beint því til allra skóla- héraða í landinu, þar sem ekki var framkvæmd full fræðslu- skylda, að taka hana upp. í kjölfar þessa hefðu mörg skóla héruð tekið upp fulla fræðslu- skyldu hjá sér, en nokkur smá skólahéruð væru eftir og kæmi þar einkum til sem orsök, erfið aðstaða lítilla sveitarfélaga. Nauðsynlegt væri að finna einhverja úrlausn á þessum vanda hið fyrsta, svo 8 ára skólaskylda mætti verða um allt land. - KÍNA Framh. af bls. 1 byltingarnefndarinnar í Shang- hai og tveir menn sem engan titiil hafa, Chi Pen-ju og Jao Wen-chu. Blóðugir hardagar Að sögn sovézku fréttastof- unnar Tass, geysa nú blóðugir bardagar í strandhéraðiinu Fuk in og jafnframt hefur aftur sézt til ferða herflutningabíla hlöðn- um hermönnum og rauðum varð liðum í Pekiing. Fréttin er ódag- sett og ekki er getið heimilda. Að sögn Tass er einnig mikil spenna í Shanghai og nágrenni og að sögn blaða í Shanghai hafa stuðniingsmenn Maos átt í bardögum við bændur í ná- grenni borgarinnar. Annað blað hermir, að þessi átök eigi rætur að rekja til kolaskorts 1 borg- inni. í Peking eru hermenn á verði. Slegið hefur verið upp veggspjöldum, þar sem fólk er hvatt til að slá skjaldborg um „Öreigamiðstöð Maos formanns". Á öðrum veggspjöldum er skor- að á fólk að verja Lin Piao landvarnaráðherra „með blóði sínu“. Tveir sovézkir fréttaritarar eru enn í Peeking, en frétttir Tass um ástandið í Kína að und anförnu hafa ekki verið eignað- ar þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.