Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 19 Egill Vilhjálmsson forstjóri MEÐ Agli Vilhjálmssyni er horf- inn merkur fulltrúi í atvinnu- sögu þjóðarinnar, sem með ó- venjulegri skapfestu, hagsýni, þrautseigju og dugnaði tókst að brjótast áfram úr sárri fátækt til brautryðjanda og eins mesta atvinnurekanda á sviði bifreiða- verzlunar og bílainnflutnings hér á landi. Hér hefir því sannarlega gerzt æfintýrið um fátæka dreng inn, sem endar sem framámaður stéttar sinnar. Egill Vilhjálmsson var fæddur í Hafnarfirði, elzta barn hjón- anna Önnu Magneu Egilsdóttur og Vilhjálms Gunnars Gunnars- sonar, en gatan Gunnarssund í Hafnarfirði er kennd við Gunn- ar, afa Egils. Fjögra ára að aldri fluttist hann með foreldrum sín- um til Bíldudals, sem þá var í miklum uppgangi og atvinnu- horfur góðar, vegna hinnar miklu útgerðar og fiskverkunar, sem Pétur Thorsteinsson kaup- maður rak þar um þær mundir, enda fluttu þá þangafS margir Sunnlendingar eða dvöldu þar lengi eða skemmri tíma í at- vinnuleit. Á Bíldudalsárunum hófst hin bezta vinátta með for- eldrum mínum og foreldrum hans. Bar þar aldrei neinn skugga á, og ekki heyrði ég í foreldrahúsum hlýrra talað um neina vini fjölskyldu okkar. Er mér minnisstæð eftirvæntingin að kynnast þessu vinafólki, þeg- ar ég kom í fyrsta skipti til Reykjavíkur, innan fermingar- aldurs. Skemmst er af því að segja að mér fannst ég kominn til eigin fjölskyldu, og fór svo að ég bjó hjá þeim hjónum, Agli og Helgu og börnum þeirra, háskólaár mín í Reykjavík. Margt hefi ég þeim hjónum fyr- ir að þakka, en ekki hvað minnst fyrir þann tíma er ég þurfti mest á að halda öruggum sta’ð og regluheimili. Átján ára að aldri fluttist Egill til Reykjavíkur og síðar til Hafnarfjarðar, en þangað flutt- ust foreldrar hans ári síðar. Á Bíldudal var Agli falið eftirlits- starf með fjögurra hestafla vél, sem dældi sjó í fiskþvottahúsið þar. Segist honum svo sjálfum frá, að þetta hafi orðið örlaga- ríkt fyrir ævistarf sitt, og hafi áhugi hans mest beinzt að vél- um og véltækni upp frá því. Árið 1913 lauk hann prófi í vélfræði og hlaut þar með rétt- indi til vélgæzlu á stærri vélbát- um, sem þá voru. Mun hann hafa verið einn þeirra fyrstu, sem var veitt slík réttindi hér- lendis. Sama árið komu þeir Sveinn Oddsson og Jón Sig- mundsson með fyrstu Ford- bifreiðina til landsins og aug- lýstu kennslu í meðhöndlun bifreiðarinnar. Lauk Egill því prófi í ársbyrjun 1914. Fyrstu bifreiðalög voru samþykkt á Alþingi sumarið 1914, en fyrstu bifreiðastjóraskírteinin voru gef- in út 17. júní 1915. Voru þrír, sem hlutu þau, og var skírteini Egils nr. 3. Næsta ár- ið annaðist hann bifreiða- aktur í Reykjavík og ná- grenni, aðallega til Eyrarbakka, en seinni hluta árs 1916 rak hann bifreið í áætlunarferðum milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur. Hann nam fyrstur Islend- inga bílaviðgerðir í Bandaríkj- unum 1917. Algjörlega án kunn- áttu í ensku og öllum ókunnur þar um slóðir dreif hann sig gegnum námið. Honum var ljóst á undan flestum öðrum, hve mikil samgöngubót bilarnir mundu verða hér á landi. Nokkrum árum eftir heimkom una var hann méðal stofnanda að Bifreiðastöð Reykjavíkur og síðar annar af /forstjórunum. Eftir að hafa selt það fyrirtæki stofnaði hann sitt eigið með bif- reiða- og varahlutaverzlun og viðgerðaverkstæði í Reykjavík 1929, sem í fyrstu var til húsa að Grettisgötu 18, en verzlunin blómgaðist svo ört, að 1932 hóf Egill bygglngu á verzlunarhúsi að Laugavegi 118 og vi’ð Rauð- arárstíg. Þar með var hann orð- inn einn af rpestu iðjuhöldum höfuðborgarinnar og alþjóð er kunnugt, að h.ann hefur nú byggt stórhýsi sín milli Lauga- vegs, Grettisgötu, Rauðarárstígs og Snorrabrautar. Á síðustu 2 til 3 árunum hefur hann lok- ið síðasta stórhýsinu við Grettis- götu og eins og hann komst einu sinni að orði við mig: „Ég er nú að dunda við a’ð koma þessu húsi upp“. Fáir munu þeir einstakl- ingar, ef þá nokkur, sem lætur eftir sig slíkar byggingar til at- vinnúreksturs, sem Egill Vil- hjálmsson gerir, og standa munu sem óbrotgjarn minnisvarði um framsýni hans og dugnað. Þjóð okkar stendur því í ómældri þakkarskuld við slíkan atorku- mann. Egill Vilhjálmsson hefur kom- ið víða við sögu varðandi stofn- un og rekstuf' fyrirtækja. Má þar til nefna Strætisvagna Reykjavíkur, en hann var þar forstjóri, og rak það hlutafélag með miklum myndarbrag þar til það var selt Reykjavíkurborg. Hann var og einn af aðalstofn- endum Hvals hf. og hefur setið þar í stjórn um árabil. Rak um nokkur ár kjörbúð að nafni „Egilskjör“ í byggingu sinni vi'ð Laugaveg og var einn af þeim fyrstu til að koma á slíku verzl- unarfyrirkomulagi, sem nú virð- ist ráðandi í öllum stórum mat- vöruverzlunum borgarinnar. Sýn ir þetta atriði ekki sýzt snerpu hans og dugnað við að kanna nýja verzlunarháttu á öðrum sviðum en hann átti að venjast. Hann var stofnandi og fyrsti formaður Sambands bílaverk- stæða á íslandi. Sat í stjórn Vinnuveitendafélags íslands um árabil. Hann var Riddari af Fálkaorðunni og heiðursfélagi Leikfélags Reykjavikur. Egill var tæplega meðalmaður á hæð, kvikur og léttur í hreyf- ingum, fram eftir aldri méð hrafnsvart, þykkt hár og liðað, hátt enni, stór, brún og gáfuleg augu, athugul og snör, sem gjarna urðu hvöss kæmi til and- svara, því að maðurinn var skjót ur til orðs og athafna, nef var beint og andlit með festulegum dráttum og hreinum. Framkom- an var öll hin hispurslausasta, en yfirbragð allt mótaðist af festu og sterkri skapgerð, sem enn betur kom í ljós. þegar hann talaði. Ekki var langri skóla- göngu fyrir að fara heldur hin- um harða skóla lífsins, sem Egill nam af meira en flestir þeir sem ég þekki. Hann var skjótráður og heilráður og loforð hans stóðu, sem stafur á bók. Hann blandaði ekki geði við marga, en var þeim mun vinfastari, þar sem hann tók því. Aldrei vildi hann blanda sér í opinber mál, slíkt var honum fjarri skapi, þótt hann hefði fastmótaðar skoð anir á landsmálum, sem og öðr- um málum. Þótt Egill Vilhjálmsson teljist í efnahagslegu tilliti til þeirra, sem mest upp úr standa, var hann hófsmaður um alla hluti alla ævi. Hann hvorki reykti né neytti áfengis, og barst persónu- lega lítið á. Hann notaði efni sín til annars, eins og bezt sést á þeim eignum, sem han lætur eftir sig. Ótaldar eru þær ríf- legu fjárupphæðir, sem hann gaf til mennta-, menningar- og heilbrigðismála, sem ekki skal rakið hér, enda mun það sízt honum að skapi. Hinsvegar álit ég, að velgjörðir þessar bregði eigi síður birtu á nafn hans en hin miklu umsvif í verzlunar- málum hans. Að svip og í fasi líktist Egill mjög mó'ður sinni, sem var ó- venjulega tápmikil og glæsileg kona. Hann var heitinn eftir móðurafa sínum, Agli Gunn- laugssyni, kenndur við Arabæ í Grjótaþorpinu, sem var einn af landpóstunum, en til þeirra starfa völdust aðeins hinir vösk- ustu menn, svo að Agli yngra virðist hafa kippt í kynið hvað dugnað snerti. Egill var kvæntur Helgu Sig- urðardóttur og eiga þau þrjú börn: Sigurð og Egil, sem báðir eru fulltrúar í fyrirtækinu Egill Vilhjálmsson hf., og dóttur, Ing- unni, en maður hennar, Matthías Guðmundsson, er einnig fulltrúi þar. Mestan hluta ævi sinnar naut Egill góðrar heilsu. Var á yngri árum leikfimis- og glímumaður góður. Síðustu rösk 30 árin átti hann ásamt vini sínum Eggerti heitnum Kristjánssyni, stórkaup- manni, mikinn hluta veiðirétt- inda í Laxá í Kjós. Dvaldi hann þar með fjölskyldu sinni lang- dvölum í sumarbústað sínum í hinu fagra umhverfi og lét það óspart í ljós við vini sína, að þangað sækti hann endurnær- ingu og aukinn lífsþrótt. Fyrir 9 árum kenndi hann þess sjúk- dóms, sem leiddi hann til dauða. Margs er að minnast og þakka eftir margra áratuga órofa tryggð og vináttu, sem í byrjun var sem föðurleg umhyggja og síðan þróaðist í trausta gagn- kvæma vináttu Þar var ég þiggj andinn. Ótaldar eru þær ánægju- og unaðsstundir, sem við höfum notið saman við vei’ðar í Laxá í Kjós og seinni árin við veiðar í Laxá í Aðaldal. Þegar hinn mjög skarði veiðimannahópur mætist að sumri komanda norð- ur þar, mun hann með trega minnast þessa látna félaga og þakka með hlýhug allar skemmti legar frásagnir hans og hve vel hann að öllu leiti féll í okkar hóp. Eg færi eiginkonu og fjöl- skyldu hans alúðarfyllstu samúð arkveðjur og honum sjálfum dýpsta þakklæti fyrir langa og góða samfylgd, vináttu og vel- gjörðir mér og mínum til handa Sigurðnr Samúelsson læknir. BGILL VILHJÁLMSSON and- aðist ;hinn 29. nóvember sl. að Landsspítalanum í Reykjavík, 74 ára að aldri. Hann hafði hin síðustu ár átt við vanheils;u að búa. Með Agli er fallin frá, einn af mestu athafnamör.num íslensk um á þessari öld. Egill var elstur níu barna hjónanna Önnu Magneu Egils- dóttur og Vilhjálms Gunnarsson- ar sjómanns. Hann fæddist í Hafnarfirði 28. júní 1893, og flutt ist með foreldrum sínum til Bíldudals fjögurra ára gamall árið 1897. Hóf faðir hans vinnu hjá Pétri Thorsteinssyni, sem þá rak þar mikla útgerð, verzlun, fiskverk un og fiskútflutning allt með hin um mesta myndarbrag, eins og kunnugt er. Þótt Vilhjálmur faðir Egils væri dugnaðarmaður, þá var hann fátækur, enda almenn fá- tækt í landinu á þeim tím- um, og börnin mörg. Anna Magnea móðir Egils var hin mesta myndarkona döklk yfirlitum og falleg, en ekki mikil vexti. Hún var dugmikil og féll aldrei verk úr hendi. Hún var listhneigð, spilaði og söng og kunni fjölda kvæða, sem hún kenndi börnum sínum Hún hafði dálæti á þjóðskáldunum Stein- grími og Matthíasi Oft varð Anna Magnea að leggja svo hart að sér við heimilisstörfin og í þjónustustörfum fyrir .sjómenn á vegum útgerðarinr.ar, að Agli syni hennar ofbauð. Sagði hann svo frá sjálfur að hann hefði heitstrengt, þegar hann var enn í æsku að hann skyldi þegar honum yxi fiskur um hrygg, létta af móður sinni er.fiðinu, og gera henni lífið iéttara. Þessa heitstrengingu tókst honum að uppfylla. Ég sem rita þessi fátæklegu minningarorð, er fimm árum yngri en Egill heitinn, kynntist ég honum mjög vel í uppvexti hans á Bíldudal, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Einnig lágu leiðir okkar saman síðar á lífs- leiðinni. Frá æsku minni minnist ég Egils, sem hins gjörfúlega og giftudrjúga æskumanns. Sannaðist á honum að snemma beygist krókurinn, til þess sem verða vilL Pétur Thorsteinsson, réði Egil til að vera gæslumaður fjögurra hesta sjódækimótors, sem not- aður var til að dæla sjó í fisk- 'þvottakör. Voru þetta fyrstu kynni Egils af vélamenningunni, og var hann þá aðeins tólf ára gamall. Uppfrá þessu fékik hann brennandi áhuga á vélum og vél- gæslu, og varð á ungHngsáruim „motoristi" á vélbátum. Ég minist þess að Egill var mjög fengsæll á litlum árabát, sem við rérum á með afa Egils AgH frá Arabæ í Reykjavík fyrr verandi pósti. Var stundum legið á flyðrumiðum og vai Egill yngri jafnan fengsælastur. Einnig man ég að Egill fékk slóran sjóbirt- ing á færi við bryggjuna á Bíldu dal og var það stærsti sjóbirt- ingurinn sem menn mundu til að þar hefði veiðst. Færði Egill móð ur sinni fiskinn í soðið, þótt hon um væri boðið hátt verð í hann Egill fór að heiman átján ára gamall og réðst til Milljóna- félagsins i Viðey. Var verkstjóri þar föðurbróðir hans, Sigurjón Gunnarsson. Síðan varð hann vél gæzlumaður á „rammbukka“ við byggingu hafskipabryggjunar í Hafnarfirði og bjó þá hjá Sigur jóni frænda sínum. Allt kaup sitt að frádregnum brýnustu nauðsynjum, sendi hann til for- eldra sinna á Bíldudal, og að hans ráði fluttu þau aftur til Hafnarfjarðar árið 1912. Egills taldi það hafa vaidið straum- hvörfum í lífi sínu er hann sá í Hafnarfirði, Bookles-bílinn af Austingerð, einn fyrsta bílinn sem til landsins kom. Bílinn átti Bookles fiskkaupmaður. Árið 1913 sótti Egill námskeið í vélfræði og öðlaðist með prófi réttindi til að vera vélamaður á stærstu vélbátum á þeirri tíð. í febrúarmánuði 1914, tóik hann bílpróf og hafði lært hjá þeim Sveini Oddsyni og Jóni Sigmund syni, sem hingað komu fyrstir með ameríska bifreið 1913. Egill var meðal þeirra þriggja fyrstu sem fengu ökuskírteini til bifreiðaraksturs, og var skírt- eini hans nr. 3, gefið út 17. júni 1915. Næstu tvö árin stundaði hann bifreiðaakstur en réðst 1917 til vesturfarar á vegum Jónatans Þorsteinssonar, þáver- andi umboðsmanns Overland- verksmiðjanna. Dvöl hans vestra varð styttri en ætlað hafði verið vegna styrjaldarinnar, og fór Egill heim eftir nokkra mánaða dvöl vestra. Hann taldi sig þó hafa lært mikið af þessari náms dvöl sinni, varðandi viðgerðir véla og í enskri tungu. Hann var fyrstur Íslendinga, búsettur hér á landi til þess að læra bílavið- gerðir í Vestuúheimi. Löngu seinna varð hann um- boðsmaður fyrir Willy Overland verksmiðjurnar hér á landi. Ég tel óþarft að rekja sögu Egils, sem meðstofnanda Bifreiða stöðvar Reykjaví'kur, og Strætis vagna Reykjaví'kur, en segja má að hann hafi ekki stofnað til stór- reksturs á eigin spýtur, fyrr en h. inn byggði viðgerðaverkstæði sitt og verzlun við Hlemmtorg á horni Laugavegs og Rauðarár- stígs árið 1932. Þessi bygging óx á tveimur áratugum í heilt húsa nverfi því að Egill færði út kvíarnar svo að segja árlega, þar til fyrirtæki hans var orðið hin stærsta bílaverzlun og bíla- verkstæði í öllu landinu ásamt stórri kjörbúð. Hinn snjalli rit- höfundur Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson, skrifaði ritgerð um Egil Vilhjálmsson í ritgerðar- safni sínu „Við sem byggðum þessa borg“. Nefndi hann rit- gerðina „Frá roðskónum til bif- reiðanna". Þar segir hann meðals annars: „Egill Vilhjálmsson er meðalmað ur á hæð, samsvarar sér vel og er liðlega vaxinn. Hann er held ur dökkur á hár og hörund, aug un dökk og athugul allt að því snareygður, festulegir andlits- drættir og örugg framkoma. Hon- um liggur heldur 'ágt rómur en ■hann er ákveðinn í máli, eins og hann þurfti ekki að leita lengi til orðanna, sem túlka skoðanir hans. Hann er mikið snyrtimenni í klæðaburði án þess þó á nokkurn hátt að vera tilgerða- legur, hann býr yfir hugarró, sem smitar eins og hann viti alltaf fótum sínum forráð og sé aldrei í neinum vafa. Hann stundar skrifstofu sína betur en flestir eða allir forstjórar, sem ég þekki og virðist hafa þar alla þræði í höndum, þó að hann njóti samstarfs við marga menn. Hann gengui rólegur um vinnu- stofurnar athugull og þögull, maður sér ékki hvort honum líkar betur eða verr þó að nemar eða sveinar standi ef til vill í hóp og ræðist við með vindling milli varanna þegar hann birtist. Þegar hann tekur ákvarðanir, jafnvel á stundinni um leið og mál krefst úrlausnar gerir hann það hiklaust eins og hann hafi þaulhugsað þær, og þó hefur hann ekki haft tækifæri til þess. Hann virðist aldrei vera að flýta sér eins og hann hafi alltaf nógan tíma, og þó er hann ætið mjög önnum kafinn“. Egill hafði jafnan langan vinnudag og sannaðist á honum að „morgunstund gefur gull í mund“. Þegar hann tók sér frí var 'hann að jafnaði við laxveiðar í Laxá í Kjós, þar sem hann byggði sér sumarbústað, en veiði réttindi hafði hann keypt í fé- lagi við Eggert heitinn Kristjáns son stórkaupmann. Egill var hinn slyngasti laxveiðimaður. Hann hafði sömu ánægju af að veiða laxinn, og forðum af að veiða flyðrur og ^tóra sjóbirt- inginn á Bíldudal. Hann var listhneigður og hafði ánægju af söng og hljómlist. Leiklist unni hann mjög, og studdi hann starfsemi Leikfélags Reykjaví'kur og var kjörinn heiðursfélagi þess. Egill var meðal stofnenda hval veiðifélagsins Hvals hf. og átti sæti i stjórn félagsms frá upp- hafi í full tuttugu ár, allt til dauðadags. Var hann mjög tillögu góður og ánægjulegt að eiga við hann samstarf. Egill kvæntist árið 1919 Helgu Sigurðardóttur og varð þeiim þriggja barna auðið, þeirra Sig- urðar, Ingunnar og Egils, sem öll eru uppkomin og gift, og búsett í Reykjavík. Það er ánægjulegt að minnast þess, hvað íslenzka þjóðin hefur eignast marga mæta syni og dætur frá því aftur fór að rofa til í lífi þjóðarinnar, sem hafist hafa úr sárustu fátækt og um- komuleysi, til veimegunar og forustustarfa í frjálsu nútírna þjóðfélagi. Eitt merkilegasta dæmið um þetta er líf og starf Egils Vil- hjálmssonar, sem nú hverfur sjónum vorum eftir að hafa um margra áratuga skeið verið meðal merkustu athafna og fram kvæmdamanna þjóðarinnar. Mikill fjöldi manna hefur notið góðs af starfi hans og þakka honum samfylgdina. Að lokum votta ág ekkju Egils börnum þeirra tengdabörnum, barnabörnum og systkinum, inni lega samúð mína við fráfall hans. Loftur Bjarnason. í DAG er Egill Vilhjálmsson kvaddur. Hér skal ekki rætt um hinn Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.