Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 23
MOEGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 23 Guðrún Árnadóttir Minning ÞAÐ voru sorglegar fréttir, sem bárust þann 1. desember síðast- liðinn, þegar ég frétti lát vin- koau minnar, Guðrúnar Árna- dóttur. Gunnu man ég frá því ég man fyrst eftir mér og þannig fannst mér ávallt, að við mætt- um hafa hana hjá okkur, syngj- andi og glaða. Þannig sögðu mamma og pabbi, að hún hefði verið syngjandi sólargeislinn á Keykjarfirði. Mér fannst móðir mín -lýsa eiginleikum Gunnu vel, er hún sagði við mig, eftir a’ð við frétt- um lát hennar: „Hún vann hugi okkar, áður en þið fæddust, syst- kinin, og átti þá, þótt þið kæm- uð, börnin okkar“. Þannig man ég Gunnu líka. Hún vann hugi fólks og átti þá alla tíð. Þó hugur minn sé dapur nú, er ég skrifa þessar fáu línur, koma samt í huga minn allar þær ánægjustundir, sem við átt- um saman heima á Djúpavík. Það var alveg óhugsandi að hafa Gunnu ekki með, ef eitt- hvað var að ske. Þannig var það þó Gunna væri komin með börn og heimili, a'ð komið var saman hjá henni eða hún fengin til skrafs og ráðagerða út af heimil- inu. Þá nutum við oft þess, hversu blessuð Ólöf mín, sem Gunna hafði alizt upp hjá, skildi okkur vel og þarfir okkar fyrir tilbreytingu, sem oft var ekki mikil á okkar yngri árum á Djúpavík. Við Gunna eigum blessaðri Ólófu svo margt að þakka og vona ég og óska, að það megi verða Ólöfu huggun í þessari miklu sorg að vita, að vinir Gunnu voru og eru hennar vinir í sorgum og gleði. Þrátt fyrir fábreytileika og ýmsa erfiðleika nobður á Djúpa- vík, átti Gunna sinar sælustund- ir þar. Þar giftist hún eftirlif- andi éiginmanni sínum, Ingibirni Hallbertssyni, elskulegum manni og hvers manns hugljúfa. Með honum hefur hún átt yndislega daga alla tíð. Ég man aldrei eftir því, að Ingi æðraðist eða skipti skapi, þótt erfitt væri um at- vinnu og margt annað, meðan verið var að stofna heimili, sem brátt varð fjölmennt. Það var líka auður að eignast góða konu og me’ð henni efnileg börn. Eg bið þess, Ingi minn, að þér gefist styrkur í sorgum þínum og minningum um góða konu og móður, megi lýsa þér og börnun- um i þeim skugga, sem nú hefur yfir borið. Ég vil með þessum línum bera hinztú kveðjur og þakklæti fyrir allar sameiginlegu stundirnar, frá foreldrum mínum og syst- kinum. Við trúum því, að seinna eigum við eftir að byggja aftur sama staðinn. Til eftirlifandi eiginmanns, barna, móður, ömmu, systkina og annarra ættingja sendum við vináttúkveðjur og treystum því, að björt minning hinnar látnu muni veita ykkur styrk á þess- ari erffðu stund. Sissa. Tókum upp í gær dömublússur og barnakjóia. Otrúíega lágt verð G. S. búðin, Traðarkotssundi 3. Gerið hagstæð kaup Seljum næstu daga raðsófagrindur óbólstrað á lágu verði. Einnig iítið gallaða borðstofustóla (grindur). NÝVIRKI H.F., Síðumúla 11. Símar 30909 og 33430. Lausar lögregluþjónsstöður 2 lögregluþjónsstöður í lögregluliði Hafnarfjarðar og Gullbringul og Kjósarsýslu eru lausar til um- sóknar. Byrjunarlaun samkv. 18. fl. launasamnings opin- berra starfsmanna auk 33% álags á nætur- og helgidagavinnu. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður eða yfirlögregluþjónn og skulp umsóknir hafa borizt embættinu fyrir 20. des. n.k. Bæjarfógetinn í Ilafnarfirði, Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 30. nóv. 1967. Einar Ingimundarson. ísleikur Þorsteinsson -Minning Kveðja frá Bræðrafélagi Óháða safnaðarins ÞANN 28. nó'vember andaðist að EUilheimilinu Grund, ísleikur Þorsteinsson söðlasmiður, eftir langa og stranga sjú'kdcimslegu. ísleikur var Rangæingur að ætt og uppruna fæddur 18. júní 1878 og aldurinn orðinn æði hár. Ekki er ég fróð.ur um æskuár Isleiks því leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en 1950 og tel ég það mikla gæfu fyrir mig að fá að njóta vináttu hans öll þau ár sem síðan eru liðin. Það var þegar Óháði fríkirkjusöfnuðurinn var stofn aður, en þar var hann einn aðal hvatamaður og brennandi í and anum til 'hinztu stundar. Hann var kirkjunnar maður af lífi og sál og beytni hans öll í samraemi við það. Hann var í stjórn Óháða safnaðarins alla tíð meðan heilsa entist og star.faði þar mjög mitkið svo og í Bræðrafélagi kirkjunar þar sem hann varafor.roaður í 15 ár oig heiðursfélagi eftir það. Margar hugljúfar minningar geymast hjá o'kkur sem sátum fundi með ísleiki því mörgu miðlaði hann okkur a.f sinni trú arreynslu og fór ekki dult með það að framhaldslíf væri til og því bæri að búa sig undir það meðan við lifum hér á jörðinni, enda get ég varla hugsað mér grandvarari mann til orðs og æðis en ísleikur var. Okkur sem störfuðum með hon um væri vissulega gott að taka hann til fyrirmiyndar. það er það sem svo maiga vantar nú tii dags það er trúartraustið en það er undirstaða gæ.fu og gengis. Við flyijum þér kæri bróðir -allar okkar beztu óskir, þegar þú nú leggur upp í förina beim, við vitum hvað heimkoman verður góð og unaðsleg nú þegar jólin nálgast og allt er bjart. Að endingu færi ég eiginkonu þinni börn.um svo og öllum ást- vinum þínum ísleikur minn okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeiim guðs biessunar uon alla framtíð. Hafðu hjartans þök'k fyrir vináttu þína og tryggð alla tíð. Við í Bræðrafél- aginu okkar munum ávalt minn- ast þin þegar góðs rnanns er get ið. Guð blessi sál þ:na um alla eilífð. S. H. Atvinna óskasl Rúmlega fertugan mann vant- ar einhvers konar vinnu. Hef- ur verið vélstjóri í rúm 20 ár (minna vélstjórapróf). Hefur góðan bíl. Uppl. í síma 17684 milli kl. 6—8 næstu kvöld. Gjöfirt sem gleéur.. Kodak Instamatic 104 með innbyggðum flashkubb, sem tekur 4 myndir án þess að skipta þurfti um peru. kr. 877.00. Kodak Super 8 kvikmyndatökuvélar í miklu úrvali. Verð frá kr. 4.465.00. Kodak Instamatic myndavél er jólagjöfin sem vekur gleði og heldur áfram að gleðja löngu eftir að hún er gefin. Instamatic myndavélar geta allir farið með — börn sem fullorðnir. Gefið myndavélina sem er 100% sjálfvirk, með innbyggðum flashlampa og tekur jafnt lit sem svart/hvítar myndir. Kodak Instamatic 25 kr. 433.00. Kodak Instamatic 204 kr. 1.150.00 Kodak Instamatic 104 kr. 877.00 Kodak Instamatic 224 kr. 1.500.00 HANS PETERSENf SiMI 20313 - BANKASTRÆTI 4 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.