Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 21 - RÆÐA SVERRIS Framih. af bls. 15 ráð sjávarútvegsins ákvað um síðustu áraimót. Eins og fram kem or í skýrslu nefndarinnar, álítur hún að meðalafli í róðri þurfi að vera 6.4—8.7 tonn í haust- og vetrarróðrum með línu, og er þá reiknað með meðalverð línu- fisks sé 5 kr. hvert kg., sam- kvæmt ákvörðun Verðlagsráðs, án sérstakra bóta. Sér hver mað- ur, að mikla bjartsýni þarf til að gera sér vonir um slikan afla, enda held ég að það geri enginn. Það er því alveg Ijóst, að fyrrgreind verðuppbót er alls ófullnægjandi, en eins og allt er í pottinn búið, verður að ætla að erfitt muni reynast að fá leiðréttingu hér á. — f þessu sambandi kemur mér í hug Afla tryggingarsjóðurinn. Han-i er gagnmerk stofnun, sem sjálfsagt er að athugað sé að stórefla. Þótt honum sé ekki ætlað að bæta aflatjón nema að hluta, liefir starfsemi hans frá uppbafi og fram til þessa dags, orðið fjölda útvegsmanna hin mesta hjálpar- hella og líklegt er, að á það reyni einmitt nú eftir haustút- haldið. Vart hefir orðið úr ýms- um áttum gagnrýni á bótaskipt- ingu úr sjóðnum. Skal ekki út í hana farið hér, en það er alveg ljóst, að erfitt og líklega ókleift er að setja um þetta reglur, sem öllum líki. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum og reglu- gerð um sjóðinn, og að henni vinna fuUtrúar, sem tilnefndir eru af sömu aðilum og tilnefna menn í stjórn sjóðsins. Vonandi er, að féist framgengt reglum, sem allir geta við unað. Eitt höfuðverkefni nefndarinn ar var að vinna að öruggum starfsgrundvelli sjávarútvegsins á næsta ári. f sambandi við það mál og til að auðvelda lausn þes.s', hófst nefndin strax handa um að fá létt af útgerðinni margs konar álögum, sem ég drap á hér áður, og um að vaxta byrðin yrði gerð léttari. Frá upp hiafi var Ijóst, að þar fyrir utan þyrfti að gera stórfelldar ráð- stafanir, — auk þeirra ráðstaf- ana, sem þegar lágu fyrir tillög- ur um. Það mátti líka ljóst vera, að atburðarásin yrði sú, að fyrst yrðu fjárlög afgreidd, en síðan yrði snúizt við vandanum að öðru leyti. Jafnframt varð að ætla, að þessar ráðstafanir yrðu meira og minna bundnar við ákvörðun Verðlagsráðs um fiskverð um áramótin og reistar á könnun og margvíslegum athugunum í sam bandi við hana. Það var því æfíð ólíklegt að nefndin gæti lagt fyr- ir þennan fund úrslitaupplýsing ar um þetta stóra mál. Eins og kemur fram í skýrslu nefndarinnar og fyrr er á drep- ið, fiefir hún ekki átt að mæta jákvæðum undirteictum undir máalleitanir sinar að öðru ’eyti en því, að stjórn Fiskveiðasj Sðs hefur fallizt á að veita eins árs gjaldfrest á afborgunum af ián- um vegna fiskibáta yfir 120 rúml., og lengja lánstímann að sama skapi, en áður hafði stjórn sjóðsins ákveðið hliðstæðar og raunar víðtækari ráðstafanir varðandi báta undir 120 rúml. að stærð. Jafnframt var það á- kveðið af yfirnefnd Verðlags- ráðs, að vísu áður an nefndir. hóf störf sín, að verð á síld til bræðslu norðan- og austanlands, skyldi haldast óbreytt frá 1. október til áramóta, eins og aukafundurinn fór fram á. Breitt viðhorf vegna gengisfell- ingarinnar Eins og ég hef áður sagt, hefir lítið orðið um stö'rf nefndannn- ar eftir 19. nóvember, er frétt- ist um gengisfellingu sterlings- pundsins. Þá breyttust viðhorfin í efnahagsmálum okkar íslend- inga skyndilega. Fram að þeim tírna miðuðust allar áætlanir við það að leysa, eftir sömu leiðum og undanfarin ár, þann efna- hagsvanda, sem átti mestmegn- is rætur að rekja iil þess, að sjávarútvegurinn hafði orðið fyr ir óvenjulegum skikkaföllum, og að honum hafði ekki auðn- ast í undanförnu góðæri að safna sjóðnum til að standast hann, þar sem þjóðin gerði kröfur til að fá í sinn hlut þann ávinning, sem skapaðist af auknum afla- brögðum og hækkuðu verðlagi erlendis undangengin ár, og raunar meira til. Þegar viðhorfin breyttust svo snögglega og til greina kom að leysa efnahagsvandann með geng isbreytingu, sem algerlega var ó- undirbúin, batt það helztu starfs krafta ríkisstjórnarinnar, og ekki sízt þá menn, sem tilnefndir höfðu verið til að eiga viðræður við nefnd L.Í.Ú. Leitaðist nefnd- in við að fylgjast með framvindu mála, en undirbúningur undir gengisbreytinguna, sem ákveðin var 24. nóvember, eða viku eftir breytinguna í Bretlandi, mark- aðist mjög af viðræðum rikis- stjórnarinnar við fulltrúa A.S.f. og viðleitninni til að koma í veg fyrir allsherjar vinnustöðvun, er boðuð hafði verið 1. des. Þrátt fyrip þetta fengu fulltrúar L.Í.Ú. að kynna sér, sem algert trúnað- armál, drög að tillögum um geng isbreytingu, sem samíbandstjórnin fjallaði um á fundi 23. nóvember. Þær tölur, sem þá lágu fyrir, voru ekki sundurliðaðar þannig að úr þeirn mætti lesa, hver yrði hagur fiskveiðanna annars vegar og fiskiðnaðarins hins vegar af þeirri gengisbreytingu, sem geng ið var út frá. Taldi stjórnin nauðsynlegt að fá frekari upp- lýsingar um þessi mál og fól 8 manna nefndinni það til með- ferðar og jafnframt að gæta hagsmúna útgerðarinnar varð- andi þau. Nú var það vitað, að í kjölfar gengisbreytingarinnar hlutu að fylgja ýmsar "áðstafanir aðrar, og bom m.a. fram í fru’nvarpi, sem lagt var fram á Alþingi sarna dag og breytingin var é- kveðin og síðar samþykkt, að gjaldeyrir fyrir afurðir fram- leiddar fram til ársloka 1967 skuli greiddar á gamla genginu- en gengismun eða gengislhagnaði af afurðum, sem þegar voru til í landinu og afurðum, sem fram leiddar yrðu til áramóta, skyldi verið í þágu sjávarútvegsins sam kvæmt nánari ákvæðum þar um í sérstökum lögum, sem síðar verði sett. Jafnframt var boðað að fram yrðu lögð frumvörp um ýmsar aðrar aðgerðir í efnahags málum, og þyrftu þessi mál öll mikils imdirbúnings við. Ég vil strax taka fram, að á fundi 8 manna nefndarinnar 23. nóv., var ábveðið að leggja fynr ríkisstjórnina tillögur um ráð- stötfun á hluta af gengismismun- inum og koma þær fram í bréfi til ríkisstjórnarinnar, sem birt er í skýrislu nefndarinnar, sem flutt verður síðar á fundinuin, eins og fyrr segir. Umfram þær tillögur, sem fram koma í umræddu bréfi, hlýt ur sjávarútivegurinn að gera kröfu til þess, að sú aukning rekstrarkostnaðar, sem af geng- isbreytingunni leiðir fram til næstu áramóta, verði greidd af þeim tekjum, sem skapast af gengismismuninum. Daginn eftir að fyrrgreint frumvarp var lagt fram á Al- þingi, var lagt fram frumvarp um verðlagsuppbót á laun o.fL Á grundvelli fyrirheits ríkis- stjórnarinnar um þá lausn, sem í þessu frumvarpi fólst, nafði stjóm A.S.f. á fundi sama dag samþykkt að leggja til við sam- bandsfélögin, að þau aflýstu boð- uðum verkföllum 1. des. Frum- varp þetta, sem nú er orðið að lögum, leiðir til þess, að 1. des- ember hækka vísitölubundin laun um tæplega 3.9 stig en jafnframt er vísitölubundin hækkun launa framvegis afnumin, en lagt á vald samtaka launþega og vinnu- veitenda að semja um, hvort þess háttar hækkanir skuli framvegis eiga sér stað eða ekki. Jafnframt þessari ákvörðun virðist ljóst, að reiknað sé með því, að sjómenn fái svipaða launahækkun, miðað við afla- magn, og kem ég að því síðar. Auk þessa er gert ráð fyrir því, að löggjafarvaldið fjalli um ýmis önnur atriði í samhengi við gengisbreytinguna. Það er ’jóst að allar þessar aðgerðir krefjast mikils undirbúnings og hann hlýt ur að mæða mikið á helztu starfs mönnum og ráðunautum ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum og ekki sízt á ríkisstjórninni sjálfri. Þegar ég undanfarið hefi geng- ið ríkt eftir því, að L.Í.Ú. fái strax sem gleggstar upplýsingar um áihrif gengisbreytingarinnar á afkomu útgerðarinnar á næsta ári og framvegis, hefir það kom- ið fram, að vegna þess hversu brátt bar að, að fara þá leið að breyta gengi íslenzku krónunnar, hafi enn ekki unnizt tími til að átta sig til hlítar á áhrifum geng- isbreytingarinnar og þeirra ráð- stafana, sem gera þarf í sam- bandi við hana, á afkomu fi.sk- veiðanna annars vegar og fiski- iðnaðarins hins vegar. Enn óljóst hvort lausn fáist á vandamálum útvegsins. Hins vegar höfum við úfcvegs- menn enn ekki verið sannfærðir um, að hún sé einhlít til lausnar á vandamálum okkar. Og við get- um að sjálfsögðu ekki sært okk- ur við annað en að svo verði. Á sama hátt tel ég, að við getum ekki gert kröfu til þess, eða hefðum getað gert kröfu til þess að eins og þróun mála varð seinustu vikur, að fyrir iægju nú, er þessi fundur er haldinn, niðurstöður um rekstnrgrund- vöHinn á næsta árL Ég tel því eðlilegt að á þessum fundi verði lokið venjulegum aðalfundar- störfum, þ.á.m. lagabreytmgum, sem tillögur hafa komið fiam um, svo og afgreiðslu annarra máía, sem ekki ráða úrslitum um afkomu útvegsins á næsta ári, en síðan verði fundinum frestað þar til í janúarbyrjun. Þá ætti að liggja fyrir ákvörðun um f;sk- verð á næsta ári og horfur um lyktir samninga við sjómannafé- lögin, sem nú standa fyrir dyr- um, vegna uppsagna sjómanna- félaganna á samninguin við út- vegsmannafélögin víða utn iand, svo og uppsagna útvegsmanna sjálfra, Laun sjómanna Eins og ég hef bent á, er enn óljóst, hvaða ávinningur útgerð- inni er ætlaður af gengisbreyt- ingurmi. Þó virðist Ijóst, að reikn að sé með því, að bættur hag- ur hennar verði m.a. að byggj- ast á því, að laun sjómanna hækki ekki hlutfallslega umfram laun annarra miðað við afla- magn. Þetta sjónarmið er eðli- legt með tilliti til þess í fyrsta lagi, að ólíklegt er að aðrar stétt ir fallist á að réttmætt sé að laun sjómanna hækki umfram þá hækkun sem þær fá sjálfar með vísitöluhækkuninni 1. des., og í öðru lagL að óhjákvæmilegt er að gengisbreytingin leiði til mikillar hækkunar á ýmsum rekstrarútgjöldum útgerðarinnar. t.d. hækkuðu verði skipa, hækk- un á olíum, veiðarfærum, trygg- ingariðgjöldum o.fl., sem óeðli- legt er að útgerðin taki á sig ein, án hlutdeildar sjómanna, en þetta hefir þó átt sér stað í allt- of ríkum mæli undanfarin ar, ekki sízt á síldveiðiflotanum. Þegar fiskverð verður hækkað um næstu áramót verður sú fisk ▼erðhækkun ákveðin ekki sízt til þess að mæta þessari hækkun rekstrarútgjalda, en einnig til þess að jafna þann hallarekstur á útgerðinni, sem verið hefir und anfarið. Okkur útvegsmönnum er það að sjálfsögðu kært, að geta skap að starfsmönnum okkar, sjó- mönnunum, sem bezt kjör, en auðvitað verður sá gjaldaliður að vera innan þeirra marka, sem getan leyfir. Það hefir lengið leg ið í landi, að krefjast af atvinnu vegi okkar meira en hann getur látið í té. Menn hafa ekki ætíð gætt þess, a<5 ekki er hægt að skipta upp meiru en aflað er. Þetta hefir þó margoft verið reynt, en alltaf gefið slæma raun, ekki aðeins fyrir sjávarút veginn sem slíkan, heldiur og fyr ir þjóðarheildina. Kjararýrunu óhjákvæmileg í bili. Enginn vafi er á því, hver svo sem niðurstaðan verður um það, hvort gengisbreytingin sé full- nægjandj fyrir sjávarútveginn eða ekki byggist árangurinn af henni algerlega á því, að laun- þegar sætti sig við þá kjararýrn- un sem er óhjákvæmilega afleið ing af þeim áföllum, sem sjáv- arúvegurinn hefir nú orðið fyr- ir. Það er grundvallarskilyrði fyr ir góðri afkomu þjóðarinnar, að áhrif þeirra efnahagsaðgerða, sem nú haf a verið gerðar og ráð gerðar eru, fái að þróast í þá átt, að atvinnuvegirnir ekki sízt sjávarútvegurinn, fái risið við á ný og verði sá aflgjafi ,sem áfram fái viðhaldið góðiun lífskjörum með þjóðinnL Ég leyfi mér að vona að samtök launþega sýni fyllstu ábyrgðartilfinningu í þess um efnunu Þessi ræða mín er nú orðin lengri en ég ætlaði í upphafi. Áður en ég lýk máli mínu, vil ég ekkj láta hjá líða að minnast merkilegs áfanga, sem náðist á þessu ári, er við íslendingar eign uðumst okkar fyrsti fiskleitar- og rannsóknarskip „Árna Frið- riksson“, sem kom til landsins í sl. septembermánuði, og er bein línis keypt og smíðað i þessu skyni. Við getum minnzt þess með mikilli ánægju, að aðalhvatn ingin til smíði þessa skips, a.m.k. svo fljótt sem ra-un varð á, kom frá aðalfundi þessara samtaka ár- ið 1965. Það hlýtur að vera von okkar allra að þetta skip megi verða til eflingar íslenzkum sjáv- arútvegi um langa framtíð. Jafn framt hljótum við að fylgjast af áhuga með undirbúningi að smíði nýs og stærra hafrannsókn arskips, sem þegar er ákveðið að keypt verði til landsins mjög bráðlega. Séra Sveinn Víkingur Myndir daganna III. bindi. Prestsárin. Með þessari bók lýkur séra Sveinn endurminningum sínum. Áður hafa komið tvær bækur Æskuárin og Skólaárin. í þessari bók segir séra Sveinn frá að- stoðarprestsárum í Þing- eyjarsýslu, búskapnum á Dvergasteini, trúmála- skoðunum sínum o. fl. Allir ritdómendur hafa verið á einu máli um að fyrri bækur séra Sveins væru skemmtilegar, en þessi bók er vafalaust sú skemmtilegasta. Verð kr. 340.— án söluskatts. Kvöldvökuútgáfan Leikföng Seljum amerísk leikföng til þeirra, sem hafa við- skiptaspjöld, á sérstaklega góðu verði. Mikið úrval. qkaup Miklatorgi. Hitabakkar Hitaborð Sérlega þægilegir til að halda heitum mat. Grandagarði — Sími 20 300. Næg bílastæði. Laugavegi 10 — Sími 20 301.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.