Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 5
) MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 5 Ekki óvenjulegt ís- magn fyrir Norðurlandi ísinn sundraður og dreifður MIÐVIKUDAGINN 6. desem- ber kl. 09:14 fór gæzluflugvélin TF-SIF í ískönnunarflug. Flogið var fyrir Snæifellisniee og Bjarg og komið í þéttan ís, 7-9/10, 49 sjómíLur í r/v 315° frá Barða. Þaðan virtist Lsbreið- an liggja í r/v 220°. Fylgt var ísröndinni norður með að stað r/v343° 57 sjómíLur frá Horni. Síðan var flogið SA og A yfir Húnaflóa og var þar dreitfður, sundudaus ís og ísspangiji’, að stað 330° r/v 40 sjómílur frá Skaga. Þaðan var flogdð norður fyrir Grímsey meðtfram gisnu ísh rafli, sam var þéttast 1-3/10. íshrafl þetta var næst Skaga í um það bil 40 sjómílna fjarlaegð. Nokkuð þéttur ís, 4-6/10, og var í 50 sjómílna fjarlægð norð- ur af Grímsey og íshrafl þaðan í ausur og suður. Gisið íshrafl og ísrastir liggja þaðan, að stað um það bil 20 sjómílur norður af Rauðunúpum, en þaðan virðist ísinn beygja í niorðaustlæga stetfnu. Smá íshrafll og jakar sáust kringum Mánáreyjar og suður af Grímsey. Nokkrir smá jakar og íshi'afl voru norður atf Gjögr- um og Eyjafirði og geetu þeir verið hættulegir skipurn í dimm- viðri. Fyrir Norðurlandi virði&t is- inn tættur og dreifður og ek'kert óvenjulegt ísmagn á þessum tíma árs. Leiðrétting í VIÐTALI við Jón Kjartansson, aðalræðismann Finna á ísliandi, sem birtist í Mbl. í gær, var m.a. j-ætt um verk islenzkra höfunda, sem þýtt hafa verið á finnsku. Þar gleymdist að geta þess, að átta bækur etftir Kristmann Guð- mundsison og nokkrar smásögur etftir Guðlmund Hagalin hafa verið þýddar á finnsku. Þetta leiðréttist hér með. íbúð óskast fbúð með húsgögnum óskast til leigu frá áramótum, fyrir sænska fjölskyldu. Upplýsingar í síma 52485. HLIN ársrit islenzkra kvenna 44. árgangur Ritstjóri: Frú HALLDÓRA BJARNADÓTTIR Um þessar mundir er verið að prenta 44. árganginn af „Hlín“ og er þetta síðasti árgangur sem út kemur af þessu gagnmerka ársriti. Heftið er stórt og myndar- legt, um 240 blaðsíður, en kostar þó aðeins kr. 100. Til áskrifenda „Heinta er bezt“: Þau mistök hafa orðið í prentun Bókaskrár HEB 1967, að þar er umrætt hefti ,,Hlínar“ talið vera 160 blaðsíð- ur og verð til áskrifenda HEB kr. 70.00. Þetta eru mis- tök, sem vér biðjum væntanlega kaupendur ,,Hlinar“ velvirðingar á. „Hlín“, 44. árg., 1967, kostar kr. 100.00, og er áreiðanlega ódýrasta bók sem út kemur í ár, miðað við stærð. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR. Miklar netalagnir við laxeldisstöðvar - og breytingar á lögum um lax- og silungs- veiði rœddar á aðalfundi stjórnar L.Í.5. Á AÐALFUNDI stjórnar Lands- sambands íslenzkra Stangaveiði- manna, sem haldinn var í Borg- arnesi 11. nóv. sl., sagði Guð- munidur F. Kristjánsson, for- maður, m.a. eitt alvarlegt vanda- mál hefði skapazt á síðastliðnu suimri, það væri mikil aukning á netalögnum fyrir ströndum landsins. í daglegu talá væri þetta nefnt ýsuilagnir, en það væri mjög áberandi hvað netin eru mikið iögð á stöðum þar sem von er á laxi frá hinuim nýju eldisstöðvum. Guðmundur sagði að stjórn sambanidsins hefði átt viðræður við veiðimálastjóra um þessá mál í sumar, oig hefði hann þá þegar verið búin að taka þau til athugunar. Eftirlit hefðd verið auikið við strendurnar uindan þeim landssvæðum sem eldis- stöðvar eru staðsettar á. í nokkr uim tilvikum hefðu verið borniar fram kæi-ur vegna ólöglegs veiði úbúnaðar, og væru þær kærur í rannsó'kn hjá viðkomandi yfir- völduím. Guðmundur gat þess að verð- lag á veiðitám- og vöhnum hefði i heiád lækkað nokkuð á síðasta ári, og tal'di það góða þróun. búnaðarráðuneytið hefði nú j sKipað nefnd til að endurskoðaj iögm u«n lax- og silungisveiði í heilid. Næst tók Guðmundur fyrir stjórnarfund Norræna spont- j veiðimannasambandsins sem haldinn var á ísáandi í haust. Þann fund sóttu gestir frá Dan- mörkiu, Noregi og Svíþjóð og til uimræðu voru im.a. laxveiði í sjó, laxamerkingar og fiskirækt. Þá var einnig nokkuð fjallað um framleiðslu sportveiðitækja, veiðieftiiiTLt og möguleikum á að koma á gagnkvæmum upplýs- imgum um reynslu og nýjungar í þróun fiskiræktar. Þá voru ýmis önnur mál á dagski’á. Guðmundur KriStjáns- son, hafði raunar verið búinn að ákveða að láta af fonmanns- stönfum, en það kom að litlu haldi því að hann var einróma endurkjördnn. Jólafundor kvennadeiSdar SVFÍ KVENNADEILD Slysavarnafé- lagsins heldur jolafund að Hótel Sögu, niánudaginn 11. desember. Séra Óskar J. Þorláksson, flytur Jólahugvek.ju, og Magnús Jóns- son, óperusöngvari, syngur ein- söng við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Þá verða kaffiveit- ingar og fleira. Sir Edward Sbepherd. Fyrrum sendiherru Bretu ú íslundi lútinn Hann drap á frumvarpið um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, sem landbúnaðar- ráðlherra lagði frám í marz 1966, og vísað var til landbúnaðar- nefndar neðri deildar Alþingiis. Sagði hann að sér væri ekki alveg ljóst hvað Þorsteinn Sig- urðsson, form. Bún. fél. ísl. átti við þegar hann sagði að fruim- varpið væri mjög neikvætt í garð bænda og að með þvi virtist stetfnt að því, að draga hiunn- indi úr höndum þeinra yfir í hendur sport- og peningamanna þjóðfélagsins. Guðm-unduT kvaðst harma það að þessar breytinga- tillögur skyldu ekki fá af- greiðslu á sl. vori þ.e.a.s. að þær skyldu draga upp í lamdbúnaðar- nefnd n. d. Aiþingis. Hinsvegar Kvaðst hann fagna því að land- LÁTINN er í sjúkrahúsi í Tor- onto í Kanada Sir Edward Henry Gerald Shepherd, sem var sendi- herra Breta á tslandi á ánmuxn 1943—'47 og sérlegur sendimaður Georgs VI, Bretakonungs við lýð veldisstofnunina 1944. Sir Edward fæddist í Torquay t Suður-Englandi árið 1886. Hann hlaut menntun sina í Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi, en gekk í utanrikisþjónustu Breta 1913, er hann var skipaður vara- ræðismaður Breta í New York. f Bandarikjunum dvaldist hann tii ársins 1920, en síðan starfaði hann viða um heim. var m.a. að- al ræðismaður Breta í Am.ster- dam 1939—’'40. Sir Edward Shepherd var skip- aður sérlegur sendiherra við lýð veldishátíðina 1944, en hér á landi var hann sendiheirra á ár- unum 1943—’47, en þá lét hann af störfum i utanríkisþjónustunni og fluttist til Bermuda, þar setn hann bjó í nokkur ár. Hann hef- ur búið í Kanada (R. R. 1, Ric- hmond Hill, Ontario) um nokkra ára skeið, ásamt konu sinni Lady Militza Shepherd, fædd Meyer, er hann kvæntist fyrir 40 árum. Sir Edward iézt 11. fyrra mán- aðar. Húsbyggendur Höfum fyrirliggjandí góðan lager að milliveggjaplötum, 5, 7 oð 10 cm. Greiðsluskilmálar, sendum heim. Hellu og steinsteypan sf. Bústaðabletti 8 við Breiðholts veg. Sími 30322. Fokheld 3ja herbergja íhúð á 2. hæð með sérinngangi, og verður sérhitaveita við Sæviðarsund til sölu. í kjallara fylgir bifreiða- geymsla, vinnuherb. geymsla og þvottahús. Ekkert áhvílandi. Æskileg skipti á 2ja eða 3ja herb. ný- tízku íbúð í Háaleitishvei;fi eða þar í grennd. NÝJA FASTEIGNASALAN, Laugavegi 12 — Sími 24300. MODELSAiVIT ÖKIN kynna starfsemi sína að Hótel Sögu, Súlnasal n.k. föstudagskvöld 8. desember kl. 21.15. Sýndur verður alls konar innlendur og erlendur fatn- aður frá 25 fyrirtækjum. Aðeins þjálfað sýningarfólk er í samtökunum. Aðgöngumiðar seldir í verzluninni Mallý, Hafnar- stræti 1, á fimmtudag og föstudag, og við inngang- inn á föstudaginn eftir kl. 17.00. Verð kr. 75.00. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.