Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 Eitt erf iöasta ár í íslenzkum sjávarútvegi á þessari öld - Rœða Sverris Júlíussonar við setningu aðalfundar Landssambands íslenzkra útvegsmanna í gœr ÞEGAR litið er yfir þetta ár, sem nú hefir senn runnið skeið sitt á enda, blasir við útvegnum ‘eng- an veginn glæsileg mynd. Er það í mörgu tilliti eitt hið erfiðasta, sem yfir íslenzkan sjávarútveg hefir gengið á þegsari öld. Veðurfar á vetrarvertíð var svo slæmt og gæftir á sjó að sama skapi, að leita verður allt aftur til ársins 1914 til saman- burðar. Gæftir nú í haust og það sem af er vetri, hafa um land allt verið fádæma stirðar, og hef ir það komið það hart niður á þorskveiðiflotanum og ekki hvað sízt síldveiðiflotanum fyrir Aust ur- og Suðurl., að jaðrar við hall æri. Jafnframt skeði það nú, að síldin hélt sig fram eftir öllu sumri og hausti mörg hundruð sjó mílna undan landinu, þannig að afköst í sókn og aflamagni urðu miklu minni en ella hefði orðið. Loks hefir orðið stórfellt verðfall erlendis á ýmsum helztu sjávarafurðum, svo sem freðfiski og þó einkum bræðslusíldaraf- urðum, svo stórfellt, að ekki verð ur jafnað til neins á undanförn um áratugum allar götur til heimskreppunnar upp úr 1930. Menn skyldi því ekki undra, þótt sjávarútvegurinn standi höll um fæti nú, þrátt fyrir góðæri undanfarinna ára á sumum svið- um og afleiðingin sé sú, að grípa þurfti til alvarlegra aðgerða í efnahagsmálum til stuðnings þess um atvinnuvegi, sem hefir skap að svo til alla aukningu þjóðar- tekna undangengin ár, og á rúm lega hálfri öld breytt þjóðfélag- inu úr fátæklegu bændaþjóðfé- lagi í velferðarríki á við ríkustu þjóðir Evrópu og Ameríku, a.m.k. ef borin er saman einka- neyzla þjóðanna. Má nærri geta, að þetta slæma árferði hefði fyrir mörgum mán uðum leitt til mjög róttækra að- gerða í innflutnings- og við- skiptamálum, sem komið hefðu niður á öllum landslíð, ef þess hefði ekki verið gætt í góðæri áranna á undan að skapa þann gjaldeyrisvarasjóð, sem fram að þessu hefir gert það mögulegt að halda uppi eðlilegum viðskipta- háttum. Veigamestu þættirnir í sjávar útveginum eru þorskveiðarnar og síldveiðarnar. Varðandi þorsk- veiðarnar munar langmest um vetrarvertíðina. Sézt þetta t.d. af árinu 1966, er heildarþorskafli báta var 278.500 tonn og vertíð- araflinn þar af 206.700 tonn. Uggvænlegur samdráttur í þorskafla. Uggvænlegur samdráttur hefir orðið í þorskafla á vetrarvertíð- um undanfarinna ára. Sézt það á eftirfarandi töflu fyrir árin 1964—1967. » líka, er þess að geta, að þá jókst vertíðarafli mikið vegna þorsk- veiða í nót, tæpl. 41 þús. tonn fyrra árið og 35.700 tonn seinna árið. En megin skýringin á sam drættiinum á þessu ári er þorsk- veiðar í nót námu 5.900 tonnum, eru ógæftir. En menn minnast þó þess, að það var álit margra sjómanna, að fiskigöngur á síð- ustu vetrarvertíð hafi verið meiri en oft áður, þótt ekki feng izt úr því skorið vegna ógæft- anna. Samt held ég, að ástæðnanna fyrir minnl:andi þorskafla á undanförnum vetrarvertíðum sé ekki að öllu leyti að leita í ó- hagstæðu tíðarfari eða minnk- andi fiskigengd. Ég tel engan vafa leika á því, að þetta verði að nokkru leyti skýrt með því, að þorskveiðarnar hafa ekki ver ið stundaðar af þeim þrótti, sem þurft hefði. Við vitum vel, að fjármagn og atorka, jafnt út- gerðarmanna sem sjómanna, hef ir beinzt í vaxandi mæli að síld veiðunum. Þær hafa krafizt svo mikils fjármagns og ástundunar svo mikinn hluta ársins, að kom ið hefir niður á þorskveiðunum. Lengi undanfarið hefir það þótt viðburður, er frétzt hefir af : ý smíði fiskibáta fyrir þorskveiðar Skipting vertíðaraflans eftir veiðarfærum: 1964 1965 1966 1967 lestir lestir lestir lestir Lína 39.732 21.967 24.117 27.542 Net 175.378 157.886 152.170 119.329 Botnvarpa 7.944 8.695 13.138 20.016 Handfæri 4.294 4.576 3.828 2.788 Samtals 227.348 193.124 193.253 169.675 Nót 40.808 35.696 13.464 5.905 Samtals 268.156 228.820 206.717 175.580 Af þessu sézt, að aflinn 1965 aðallega. Og að síldveiðum lokn minnkar um 39.300 tonn frá ár- inu á undan, 1966 um 22.100 tonn og á þessu ári um 31.100 tonn. Um árið 1964, og raunar 1965 Til borgarfulltrúanna í Reykjavík: Köldu hverfin á um hafa menn í mörgum tilfell- um ýmist ekki gefið sér tóm til eða eygt úrræði til að gera stóru síldarbátana út af krafti til þorsk veiða á vetrarvertíð, nema þá helzt með nótum. Loðnuveiðarn ar undangengin ár hafa og sjálf- sagt haft hér einhver áhrif, en þær gefa sorglega lítið í aðra hönd, ekki sízt þegar lýsis- og mjölverð er svo lágt sem nú er. Þrátt fyrir þetta má ekki gleyma því, að sífellt meira hefir verið kostað til búnaðar hitaveitusvæðinu 1 dag kemur borgarstjórn Reykjavíkur væntanlega saman til reglulegs fundar. Nota ég því tækifærið til að vekja athygli borgarfulltrúanna á gömlu og nýju vandamáli hundruð heimila í Gamla bænum, en þar skeður það ískyggilega oft að fólk fær ekki heitt vatn til húshitunar eða til afnota við heimilisstörf. Sannleikurinn er sá að í þess- um hverfum ríkir nú algjört neyðarástand. Strax eftir að hausta tekur, jafnvel í frostlausu veðri bregzt hitaveitan. Nú í haust hefur fólk orðið að norpa í köldum heimilum sínum di_g eftir dag, en þeir sem þekkja til húskulda vita, að hann hefur í för með sér andlega og líkam- lega vanlíðan. Þetta ástand hefur ekki farið framhiá borgarfulltrúunum, en þeir hafa látið nægja þá skýr- ingu, að hítaveitukerfið í Gamla bænum sé gamalt og í alla staði ófullkomið, þó það á sínum tfma þætti svo frábært að hita- sveitunotendum var sagt að veitan myndi tryggja nægan hita í allt að 15 stiga frosti. Það hefur verið sagt aC end- urnýja þurfi kerfið, — líka í mörg ár, en það virðist bara aldrei vera til króna til þess að leggja í það verk — þó nægir peningar virðast til þess að þenja hitaveitukerffð út um allt. Þetta gengur þeim illa að skilja sem árum saman hafa búið við kulda í Gamla bænum. Mælirinn sýnist fullur. Ástand ið er nú orðið svo alvarlegt að senda verður blessuð börnin heim sem eiga að stunda nám í Míðbæjarbarnaskólanum, eins og gera varð í gær, vegna hús- kuldans þar. Það minnti mig á sögu sem eldri kona sagði mér er ég var drengur, en hún var í Miðbæ j arbarn askólanum f rosta- veturinn mikla. Þá varð að íella þar nfður kennslu vegna kulda. Nú veturinn 1967, endurtekur þetta sig í þessum sama skóla, en þó er hér enginn frostavetur enn. Borgarstjórnin verður að gera þá kröfu til hitaveitunnar að gamla bænum verði séð fyrir nægu vatni svo að ástandið frá frostavetrinum mikla endurtaki sig ekki í Miðbæjarbarnaskólan- um meðan vetrarharðindin eru ekki meiri en raun ber vitni. Hinir langþreyttu íbúar Köldu- hverfanna á hitaveitusvæðinu hafa fullan rétt á að heimta taf- arlausar úrbætur, því svo lengi er búið að draga raunhæfar að- gerðir til að bæta úr ríkjandi stórvandræðum. Með beztu kvéðjum, Sverrir Þórðarson. fiskibátanna í öryggis- og leit- artækjum og dýrari veiðarfær- um og hefir sá kostnaður allur lent á útgerðinni einni, án þess að sjómenn tækju nokkurn hlut þar í á undanförnum árum. Nú þegar enn einu sinni sést, hversu stopull er síldaraflinn, og í ljósi þess, að fram að þessu ári hefir hlutur þorsk- og skel- fiskafurða verið töluvert yfir helmingur af andvirði útfluttra sjávarafurða, þrátt fyrir upp- gripaafla á sildveiðunum og hag stætt verðlag á síldarafurðum, ög verður það í enn ríkara mæli á þessu ári en áður, er nauðsyn legt að útvegsmenn og raunar sjómenn líka skoði rækilega hug sinn og kanni alla möguleika á að nýta betur en áður hinn mikla og glæsilega, nýja fiski- skipastól til þorskveiða en gert hefir verið. Ef það tækist myndi það alveg vafalaust vera heilla- vænleg leið til að bæta afkomu sjávarútvegsins alls, þar með fiskiðnaðarine og þá um leið gera honum kleift að greiða hærra hráefnisverð en ella. Stórfellt verðfall á sjávarafurðum Svo að vikið sé aftur að af- komu ársins, sem er að líða, skulu hér raktar nokkrir niður- stöður, sem kunnar eru um að- alþættina, síldveiðar og þorsk- veiðar. Ég hefi ekki undir hönduim sundurliðun á freðfisktfraxn- leiðslunni, enda eru þær tölur Sverrir Júlíusson margbrotnar. En andvirði þess- arar framleiðslu nemur um 1050 —1100 millj. króna það sem af er árinu, og er þá aðeins um að ræða þorskafurðirnar, hví að þær einar eru tryggðar fyr- ir verðfalli, en hins vegar ekki fryst síld eða humar. Eins og kunnugt er, hefir orð- ið verulegt verðfall á freðfiski austanhafs og vestan, og er tal- ið að það nemi um 15% af þess- ari framleiðslu, eða um 160 millj. króna. Jafnframt þessu hefir orðið verulegt verðfall á hraðfrystri síld. Þótt þetta verðfall komi ekki niður á útgerðinni á þessu ári, nema að því leyti sem verðfalls var farið að gæta um síðustu áramót, þar sem fiskverð var þá ákveðið fyrir allt árið, er þetta mikið áfall fyrir sjávar- útveginn í heild og segir að sjálfsögðu til sín. Erfitt er að spá fyrir um verðþróunina á næsta ári, en eins og sakir standa hefir verið um að ræða nokkum bata á markaðnum í Bandaríkjunnum og er vonandi að þeirri þróun haldi áfram og hún hafi áhrif á öðrum mörk- uðum. Við þetta bætist svo aflabrest urinn á vetrarvertíðinni, sem fyrr er rætt um og ennfremur mikill samdráttur í humarafla, sérstaklega stórs humars, og er það þeim mun bagalegra sem verðlag á stórum humar hefir verið mjög hagstætt undanfar- ið. Loks kemur svo að því áfalli, sem nýlega hefir verið rakið rækilega í blöðum í sambandi við aðalfund Samlags skreiðar- framleiðenda, sem eru söluerfið leikar á skreið til Nigeríu vegna borgarastyrjaldar þar. Upplýst er, að birgðir af skreið, sem þangað hefði þegar átt að vera, a.m.k. að mestu, seldar, ef allt hefði verið með felldu, eru rúm- lega 6 þúsund tonn, að verð- mæti um 200 millj. króna. Um þetta vandamál er svip- að að segja og um verðfallið á freðfiskinum, að það bitnar ekki beint á útgerðinni og sjó- mönnunum á þessu ári. En á næsta ári er líklegt að það hafi mjög alvarlegar afleiðingar. Eins og kunnugt er hefir kappið og afköstin í veiðum með þorékanetum undangeng- ar vertíðir byggst að mjög veru legu leyti á þeim möguleikum, sem verið hafa á því að setja tiltölulega lélegt hráefni í skreið og hægt hefir verið að hefja skreiðarverkun áður en frost- hætta hefir verið um garð geng in þar sem það varnar ekki markaðshæfni skreiðarinnar fyr ir Nigeríu, þótt hún frjósi. Eins og nú standa sakir virðist ein- sýnt að niður falli með öllu eitt framleiðsluár skreiðar fyrir Nigeríumarkað, þannig að þótt friður komist á þar í landi fljót lega, eru ársbirgðir til fyrir þann markað, þannig að ekki er líklegt að þar megi bæta við neinu sem nemur á næsta ári. Hér má geta þess, að birgðir af Nigeríuskreið hér og í Noreegi eru nú um 25 þús. tonn, en sú hefir einmitt verið meðalneyzl- an í Nigeríu undanfarin 5 ár. Þetta ástand leiðir væntan- lega til þess, að skreiðarfram- leiðsla á næsta ári dregst stór- lega saman og að ekki verði hægt að hefja vinnslu skreiðar fyrr en í aprílmánuði, er frost- hætta er að mestu liðiin hjá. Og sú skreið, sem framleidd yrði, myndi þá eingöngu ætluð mörkuðum í Evrópu, aðallega á ftalíu. Af þessu leiðir svo ann- að tveggja, að veiðar með net- um dragist stórlega saman eða að þær verður að stunda með allt öðrum hætti en áður, þann- ig að fiskigæðin, þegar að landi kemur, verði miklum mun betri en verið hefir. Veðráttan ræð- ur þó hér miklu um. Fljótt á litið sýnist helzta úr- ræðið vera það að auka stórlega veiðar með línu og e.t.v. togveið ar og stunda þær út marzmán- uð. Én þá rís sá mikli vandi að skapa alhliða rekstrargrundvöll fyrir báðar þessar veiðiaðferð- ir. Líklegt er, að stóraukið magn af línufiski geti stuðlað svo mjög að bættri afkomu frystihúsanna, að þau gætu hækkað verð á fyrsta flokks fiski og þannig stuðiað að betri afkomu við þennan veiðiskap. Jafnframt þarf að tryggja það eftir föng- um, að línuveiðarnar verði ekki hornreka á fiskimiðunum, held- ur verði hægt að stunda þær þar sem aflavon er mest. Einn- ig tel ég nauðssynlegt að Verð- lagsráð geri í framtíðinni meiri verðmun á gæðaflokkuim fisks en gert hefir verið hingað til. Um togveiðarnar er það aft- ur á móti að segja, að þær verða aldrei stundaðar með við- unandi árangri við þær aðstæð- ur, sem nú ríkja. Engin líkindi eru til þess, að verulegur árang ur náist í togveiðum á fiskibát- um utan núverandi fiskveiði- marka. Á sama hátt eru engin líkindi til þess, að fiskimenn njóti sín við veiðarnar, ef þeir freistast til lögbrjóta og veiða innan markanna. Það ástand, sem nú ríkir í þessum efnum, er alveg óþolandi, bæði af því að lögbrotin ná engri átt og af því að enginn vafi er á því, að hægt er að styrkja stöðu fisk- veiðanna með því að hagnýta betur en gert er nú fiskimiðin umhverfis landið með botn- vörpuveiðum. Það er allra hag- ur, en þó sjálfsagt að vel *é Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.