Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1987 jMtogtiitfrlfifrifr ■CTtgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ ótt uppbygging atvinnu- veganna hafi verið með eindæmum ör frá árinu 1960 er því ekki að leyna að tvö sl. ár hafa verið átvinnuveg- unum erfið. Sjávarútvegur og fiskiðnaður hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna verð- falls og aflabrests, iðnaður hefur á undanförnum árum talið sig eiga í vök að verj- ast, vegna frjáls innflutnings, aukins vöruframboðs og hækkandi tilkostnaðar innan- lands, og í einstökum lands- hlutum hefur landbúnaður orðið fyrir töluverðum búsífj um vegna erfiðs árferðis. Gengislækkunin mun mjög bæta hag útflutningsfram- leiðslunnar og iðnaðarins og einníg stuðla að hagkvæm- ari útkomu á útfluttum land- búnaðarvörum. Sú aukna starfsemi atvinnuveganna, sem fylgja mun smátt og smátt í kjölfar hennar, mun einnig koma verzluninni til góða í auknum viðskiptum. Allt bendir því til þess, að nú íé hagstætt tækifæri fyrir at- vinnufyrirtækin til þess að styrkja stöðu sína, auka hag- kvæmni í rekstri og taka upp margvíslegar nýjungar í starf semi sinni. Öllum er ljóst, að sú mikla uppbygging, sem orðið hefur í atvinnuvegunum sl. sjö ár, er fyrst og fremst verk einka- framtaksins, dugandi manna víðs vegar um landið, sem af djörfung og dugnaði hafa ráð izt í framkvæmdir, sem kom- ið hafa öllum landsmönnum til góða. Einkaframtakið hef- ur oft átt erfitt uppdráttar hérlendis og' að því hefur oft og lengi verið kreppt af póli- tískum ástæðum. Svo hefur þó ekki verið í tíð núverandi ríkisstjórnar, enda hefur þetta tímabil verið einka- framtakinu hagstætt. Vissulega er ekkert við það að athuga, þótt atvinnufyrir- tæki hagnist vel í góðum ár- um. Það er einmitt forsenda þess, að atvinnulífið í land- inu haldi áfram að eflast og framleiðslan að vaxa. En með sama hætti verða atvinnu- fyrirtækin einnig að vera reiðubúin til þess að taka á sig einhver áföll, án þess að kalla strax á hjálp ríkisvalds ins, ef eitthvað bregður út af. Nú hafa aðstæðúr verið skapaðar til nýrrar framfara- sóknar og uppbyggingar í ís- lenzkum atvinnuvegum, Á miklu ríður að það tækifæri verði notað til hins ítrasta. Aukin framleiðsla, aukin hag- kvæmni í rekstri og vaxandi þátttaka almennings í at- vinnurekstrinum eiga að verða undirstaða þess nýja uppbyggingartímabils í at- vinnuvegunum, sem nú getur hafizt, ef rétt er að staðið SAGAN ENDUR- TEKUR SIG /Yrlög Héðins Valdimarsson- ^ ar voru ráðin aðeins fá- um mánuðum eftir að hann gekk til samstarfs við komm- únista um stoínun Sósíalista- flokksins. Pólitískum ferli hans lauk með því að hann gekk af fundi miðstjómar Sósíalistaflokksins við sjötta mann. Hannibal Valdimarsson hef ^ir verið lífseigari í samvinn- unni við kommúnista. — í þrettán ár hefur hann setið við sama borð og þeir og bar- izt hart fyrir pólitísku sjálf- stæði sínu. Nú hefur hann einnig gengið út af miðstjórn arfundi, að þessu sinni Al- þýðubandalagsins, með einn tug manna með sér. Verða ör- ’ög hans hin sömu og Héðins? Um það skal engu spáð á þessu stigi. Hitt er ljóst að kommúnistar hafa endanlega náð öllum völdum í Alþýðu- bandalaginu. — Hannibal og hans menn eiga sér þar ekki viðreisnarvon. Það er sjálfs- blekking ein, ef þeir telja sig enn hafa möguleika á að breyta stöðunni sér í hag. ATHYGUSVERT VIÐTAL Viðtal sem franskt kvöld- blað birti við Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakka, um hugsanlega aðild Breta að Efnahagsbandalag- inu hlýtur að vekja mikla at- hygli. Franski utanríkisráð- herrann lýsir því þar yfir, að hann sé fylgjandi aðild Breta að Efnahagsbandalag- inu, en segir um leið að sú afstaða sé ekki í ósamræmi við stefnu de Gaulle, Frakk- landsforseta. Annað hvort er hér um að ræða viðleitni undirmanna de Gaulle til þess að taka að ein- hverju leyti ráðin af forsetan um, eins ólíklegt og það er að slíkt takist, eða vandlega yfir vegað skref til þess að rjúfa þá einangrun, sem Frakkar hafa kallað yfir sig með af- stöðu sinni til aðildar Breta að EBE og til stefnunnar í hinum alþjóðlegu peninga- málum. Hvort sem um er að ræða hlýtur viðtalið við franska útanríkisráðherrann að vekja mikla athygli og auka vonir ll^al 111 mrn 2 1 AN IÍR HFIMI \ii»V U 1 n 1» UH V1LIIVM S0NARS0NUR STALÍNS SAGDUR BÚA Á ÍTALfU TIL þessa hefur verið sagt að Yakov Stalin, sonur sov- ézka einræðisherrans; hafi verið skotinn til bana í fanga búðum nazista í heimsstyrj- öldinni síðari. Nú er komin fram á sjónarsviðið ítölsk kona, frú Paola Liessi Zamh- on, sem heldur þvi fram að Giorgio sonur hennar sé son- ur Yakovs, og þess vegna son- arsonur Stalins einræðis- herra. Frú Paola býr í Novara, skamm frá Milano, og er nú- verandi eiginmaður hennar veitingahúseigandi þar. Áður en hún gitftist hafði hún kynnzt rússraeskum her- manni, sem barðist með ítölsk um skæruliðuim gegn sveitum nazista, og átt með honum soninn. Hermaður þeissi kom til Ítalíu eftir flótta úr þýzk- um fangabúðum, og gekk undir nafninu Giongio höf- uðsmaður. Frú Paola kveðst hafa séð skilríki hans og var hann skráður sem Giorgio Vorazoscili, en hann sagði henni sjálífur að það væri ekki hans rétta nafn, og að hún yrði furðu lostin ef hún vissi hvað hann héti í raun Og veru. Fréttamenn ræddu nýlega við frú Paolu, og sagði hún þeim sög-u sína og afdrif rúss neska hermannsins „Giorgio“, eða hvað sem hanm rét réttu nafni. Giorgio strauík við þriðja mann úr fangabúðum Þjóðverja, og voru félagar hans einnig rússneskir. Gengu þeir í lið með sveit skæruliða, sem herjaði á svæð irau við Feneyjar. í þeirri sveit var m.a Giovararai, bróð ir Paolu, og Paola færði skaeruliðum oft mat upp í sumir að hann hafi ekki vilj- að láta Þjóðverjana ná sér lif andi og tekið haradsprengju og sprengt hana við brjóet Yakov Stalin Frú Paola Liessi Zambon fjallaskála þar sem þeir höfð ust við. Segir hún að félagar Giorgios hafi jafnan kallað hann Yakov. Skömmu eftir að þau hitt- ust í fyrsta sinn tófcust ást- ir með þeim Paolu og Giorgio, og eitt sinn sýndi hann henirai mynd af sys'tur sinni og sagði: „Er hún ekki falleg? Ef barnið okkar verður stúlka verðum við að skíra hana í hlöfuðið á benni og láta hana heita Svetlana." Giiorgio var oftast uppi í fjöllum að berjast við Þjóð- verja, og þar kom að Þjóð- verjum tófcst að umkriragja sveit skæruliða, sem hann var með. Ber ekki sögum saman um endalok Giorgios. Segja Giorgio Zambon sitt. Aðrir segja að hann hafi tekið nokkrar handsprengjur og gert áhlaup á Þjóðverj ana, og varpað að þeim sprengjum þar til þeirn tókst að skjóta hanra til bana. Sonur þeirra Paoliu og Gi- orgios fæddiist í okitóber 1945, og ábvað Paola að gefa honum nafn föðurins, Giorg- io. Segir hún að nokkrum mánuðum seinna hafi komið til hennar fulltrúar sovézku ræðismannsskrifstofunnar og boðizt ti)l að táka barn henn- ar og greiða henni fé. Þessu boði neitaði hún, og hefur ekkert heyrt úr þeirri átt síð an. Paola var liöngu hætt að velta því fyrir sér hver elsk- hugi hennar hefði verið í rauninni, en nýlega kom eiran af fyrri samberjum Giorgios úr skæruliðasveitunum til Paolu með ítalsfct vikublað, sem birti útdrátt úr nýútkom- inni bók Svetlönu Stalinsdótt ur, og þar var mynd af Yak- ov. Telja þau Paola og Gio- vanni bróðir hennar sig þar þekkja elskhuga Paoilu. Gi- orgio yngri er nú 22 áira og múrari að atvinnu. Kynna nýja skemmtikrafta FORRÁÐAMENN veitingahúss- ins Lidó eru að fara að kynna nýjung í skemmtanalífi Reykja- víkur. Þar er um að ræða kynn- ingu á nýjum skemmtikröftum. Auglýst var eftir fólki, sem hefði hæfileika til að syngja, lesa upp, dansa, flytja gaman- vísur, eða eftirhermur, og einn- ig eftir söngflokkum eða hljóm- sveitum, sem hefðu hug á að manna um að Bretar og fleiri þjóðir, sem eftir því hafa leitað, fái inngöngu í EBE. " kynna sig með því að koma fram í Lidó. Þegar hafa fjölmargir gefið sig fram og ef fleiri hafa áhuga, geta þeir haft samband við Ró- bert Kristjónsson, veítingamann, í. síma 35936. Fyrsta kynningar- kvöldið verður svo sunnudaginn 10. desember og þar koma fram m.a. Vilhjálm/ur H. Gíslason, sem flytur eftirhermuþátt, Ásta Sig- urðardóttir, sem sýnir jazzball- et, Eiríkur Hansen, sem syngur lög úr söngleiknum fræga „The Sound of Music' ‘og Bergþóra Árnadóttir, sem flytur lög eftir móður síraa, Aðalbjörgu Jóhanns- dóttur, og leikur sjálf undír á gítar. Sextett Ólafs Gauks, að- stoðar svo í þeim atriðum, sem undirleiks er þörf. Á þessum kynn-ingarkvöldum er að sjálf- sögðu dansað til klukkan eitt, og leikur Sextett Ólafs Gauks fyrir dansi. Erlendis er það víða siður, að kynna nýja skemmtikrafta í veitingahúsum og hafa margir frægir menn og konur hafið glæsilegan feril upp úr því. Slík tækífæri hafa venð frem'ur fá hér á íslandi og gæti því þessi framtakssemi forráðamanna Lidós orðið mikil uppörvun ungu listafólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.