Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DES. 1967 Sveinn Benediktsson: FÉLAGSLÍF AÐAL- íbúðir óskast Ekki má gleyma aðalatriiinu EINUM af ritstjórum Morgunbl., Eyjólfi Konráði Jónssyni, hefur tekist að skrifa heilsíðu- grein í blaðið um flutning á að- alskrifstofu Síldarútvegsnefndar fyrir Norður- og Austurland frá Siglufirði til Rvíkur án þess að geta aðalatriðis málsins með einu einasta orði, en það er hverjir það eru, sem bera fram óskina um þennan flutning. í stað þess beinir hann skeytum sínum að mér persónulega og að Síldarútvegsnefnd. Ritstjórinn æsir sig upp í að segja: „Þessi áform mega ekki takast. Ef Nefndin yrði flutt suð ur mundu skrifstofur Verksmiðj- anna fylgja á eftir, og þá hefðu þeir menn, sem vilja byggja ís- land allt, beðið slíkan ósigur, að ólíklegt er, að vörn yrði úr því snúið í sókn. Það er hér og ein- mitt hér, sem sköpum skiptir". Hvaða ósköp ganga hér á? Þó hefur ekki annað skeð en að síldarsaltendur á Norður- og Austurlandi hafa sjálfir sam- þykkt með samhljóða atkvæðum á síðasta aðalfundi Féla.gs síldar saltenda á Norður- og Austur- landi svofellda ályktun: „Aðalfundur FSNA. telur nauð synlegt að skrifstofu Síldarútvegs nefndar í Reykjavík verði falin yfirumsjón með söltun Norður- og Austurlandssíldar, en skrif- stofur verði áfram á Siglufirði og Austurlandi". Síldarútvegsnefnd hefur ekki annað til saka unnið í þessu sam bandi, en að vilja verða við þess ari ósk síldarsaltendanna. Síldarútvegsnefnd er skipuð sjö eftirtöldum mönnum: Þremur kjörnum af Alþingi þeim: Jóni L. Þórðarsyni, fram- kv.stjóra, Jóni Skaftasyni, alþing ismanni og Erlendi Þorsteinssyni formanni nefndarinnar. Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður er tilnefndur af Landssamabndi ísl. útvegsmanna, Hannibal Valdi- marsson er tilnefndur af Alþýðu HÖRÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður Löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur (enska). Austurstr. 14 - Sími 10332 og 35673. AUGLÝSINGAR Sirvil 22*4*BO sambandi Islands, Ólafur Jóns- son af Félagi síldarsaltenda Sunn an- og Vestanlands og Sveinn Benediktsson af Félagi síldarsalt enda á Norður- og Austurlandi. Allir þessir nefndarmenn greiddu því atkvæði í nefndinni að verða vió þessari ósk Félags síldarsaltenda. Hverjir eru líklegri en síldar- saltendur sjálfir og sjö fulltrúar í Síldarútvegsnefnd til þess að geta dæmt um það, hvað bezt henti í þessu efni? Er þessi ritstjóri Morgunblaðs- ins fær urn það? Hann er svo ókunnugur málavöxtum, að hann telur allt í voða um byggð landsins og „sköpum skipti“, „ef Nefndin yrði flutt suður". Hann virðist ekki vita, eða vilja vita, að nefndin hefur ekki komið til Siglufjarðar eða haldið þar fundi áxum saman, en fjöldi nefndar- funda verið haldnir í Reykja- vík, oft með mjög ófullnægjandi tengslum við aðalskrifstofuna fyr ir Norður- og Austurland á Siglu firði, m.a. vegna þess hve illa gengur oft á tíðum að ná síma- sambandi við skrifstofuna, þrátt fyrir sjálfvirkt símasam-band. Ég get ómögulega fallizt á það sjónarmið, að þeir sem vilja verða við óskum síldarsaltenda í hinum dreifðu kauptúnum og kaupstöðum á NorðuT- og Aust- urlandl vilji þar landauðn, en sá sem vill ekki taká tillit til óska þeirra, sé bjargvætturinn. Mér virðist hinn góði ritstjóri Mor-gunblaðsins h-afi í þessarí rit- smíð sinni gerzt full keimlíkur sum-um öðrum í málflutningi sín- um. þegar hann telur að sjálf- sagðar ráðstafanir, s-em g-erðar eru eftir ósk þeirra, siem hlut eiga að máli, horfi til niðurrifs og landauðnar, einungis ef Reykjavík er viðurkennd sem miðstöð viðskipta og verzlunar landsins. Hið einkennilegasta við þetta er, að þeir sem hæst gala um að þeir óttist að allt og allir flytjist til Reykjavíkur og annarsstaðar horfi til landauðnar, vilja sjálfir hvergi vera nema þar. Þett-a virðist mjér að eigi meira skylt við átkvæðaveiðar en síld veiðar eða sölu saltsíldar. Þessum málum verður bezt borgið með því, að yfirstjórnin sé samhent, nefnd og aðalskrif- stofa á sama stað, þeim stað sem félag síldarsaltenda sjálfra telur hentugastan, en það er í Reykjavík, en hinsvegar verði skrifstofur áfram á Siglu- firði og Austfjörðum. Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku í Sigtúni fimmtudaginn 7. des. kl. 20,30. Húsið opnað kl. 20,00. FUNDAREFNI: 1. Þeir taka til máls og flytja sjálfvalið efni: Sigurður Jóhannsson, vega- málastjóri, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfr. Hallgrímur Jónasson, Jóhannes úr Kötlum. 2. Sýnd litkvikmyndin „Heyr. ið vella á heiðum hveri“, tekin af Ósvaldi Knudsen. 3. Myndagetraun, verðlaun veitt. 4. Dans til kl. 24,00. Aðgöngumiðar seldir í bóka verzlunum SigfúsaT Eymunds- sonar og ísafoldar. Verð kr. 60.0000. FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3 A. 2. hæð Simar 22911 og 19255. Til sölu m.a. 2ja herb. vönduð íbúð í há- hýsi. 2ja herb. íbúðarhæð við Rauð- arárstíg og eitt herb: í kjall ara. 3ja herb. kjallaraíbúð í Hlíð- unum. 3ja herb. risíbúð í Hlíðunum. 4ra herb. íbúðarhæð við Ljós- h-eima. 4ra herb. íbúðarhæð við Álf- heima. (Þrjú svefnherb.). 4ra herb. kjallaraibúð við Há- teigsveg. 5 herb. íbúðarhæð við Hvassa leiti, ásamt bílskúr. 5 herb. íbúðarhæð í Vestur- bænum. 5 herb. íbúðarhæð við Eski- hlíð, 1. og 2. veðréttir lausir. 6 herb. íbúðarhæð við Eski- hlíð. Endaíbúð. Jón Arason hdl. Sölumaður fasteigna Torfi Ásgeirsson Kvöldsími 200 37. * SKUGGSJÁ • SKUGGSJÁ • SKUGGSJÁ • SKUGGSJA • SKUGGSJA • HANNA KRISTJÓNSDÓTTIR SKUGGSJÁ Guðrún er Reykjavíkurstúlka, sem ekki er vön að gera sér grillur út af smámunum. Þess vegna fœr það ekki á hana þá foreldrar hennar skilji, meðan hún er í fimmta bekk Menntaskólans. Hún heldur áfram námi eins og ekkert hafi í skorizt, 'hún á áfram í ástarœvintýrum með jafnöldrum sínum og tekur lífinu létt. Hún er af ríku fólki og hefur alltaf getað veitt sér það, sem hugurinn girnist. Hún er hœnd að föður sínum, en ber takmarkaða virðingu fyrir móður sinni, duttlungafullri og glœsilegri konu, sem eftir skilnaðinn tekur upp samband við gamlan unnusta sinn. Það er einmitt þessi tilvonandi stjúpi Guðrúnar, sem raskar öllu lífi hennar, kemur róti á hug hennar. Guðrún kemst að raun um, að lífið er ekki leikur, leyniþrœðir hjartans eru flóknari en hún hugði. Hún kemst líka að raun um, að ástin er ekki að sama skapi langvinn sem hún er djúp og heit. Fyrri bœkur Hönnu eru „Ást á rauðu Ijósi" og „Segðu engum". • SKUGGSJÁ • SKUGGSJÁ • SKUGGSJÁ * SKUGGSJA • SKUGGSJA • Mióiirnii' vorii prír fasteignasalan Laugavegi 96 - Sími 20780 Til sölu Við Drápuhlíð, 2ja herb. kjall araíbúð í góðu standi, um 80 ferm. Við Brekkulæk, 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð. Falleg íbúð um 110 ferm. Bílskúrsrétt- ur. Við Gnoðavog, 3ja—4ra herb. jarðhæð, um 95 ferm. Mjög góð íbúð. Teppalögð, góður garður. Við Stóragerði 4ra—5 herb. íbúð á 1. hæð í blokk, suð- ursvalir, teppi á gólfum. — Skipti á góðri íbúð í Laug- arneshverfi koma til greina. Við Háaleitisbraut, 5 herb. íbúð á 4. hæð í blokk. Enda- íbúð. Mjög falleg íbúð með harðviðarinnréttingum. Fal- legt útsýni. Við Eskihlíð, 6 herb. íbúð á 4. hæð. Glæsileg ibúð. Ibúðir óskast Höfum kaupendur að íbúðum í Laugarneshverfi, Hlíðun- um og víðar. AÐAL fasteignasalan Laugavegi 96 - Sími 20780 Kvöldsími 38291. FÁSTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 Símar 24647 - 15221 Til sölu 2ja herb. rúmgóð og vönduð íbúð á 3. hæð við Rauða- læk. 3ja herb. kjallaraíbúð við Sig- tún. 3ja herb. íbúð á 4. hæð við Sólheima. 4ra herb. íbúðir við Brekku- stíg og Bræðraborgarstíg. 5 herb. falleg hæð við Háa- leitisbraut. Einbýlishús í Austurborginni, 6—7 herb., laust strax, bíl- skúr, góð lóð. Við Digranesveg. Nýtt tvíbýl- ishús æskileg eignaskipti á 3ja til 4ra herb. íbúð. íbúðir óskast Höfum kaupendur að: 2ja herb. íbúð í Hlíðunum, má vera í kj-allara eða risíbúð. 3ja herb. íbúð, helzt í Háa- leitishverfinu, góð útborg- un. íbúðin þarf ekki að vera laus strax. Raðhús við Háaleitishverfi. Árni Guðjónsson, hrl. Þorsteinn Geirsson, hdl. Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsímj 40647. 2ja—3ja herb. íbúð, helzt í nágrenni Borgarspítalans. 2ja—3ja herb. íbúð, helzt í háhýsi. 3ja—4ra herb. hæðir með alit sér. 1 mörgum tilfellúm mjög miklar útborganir. Til sölu m.a. 2ja herb. ný og rúmgóð kjall- araíbúð með sérhitaveitu við Hjarðarhaga. 2ja herb. stór og góð kjallara- íbúð við Kirkjuteig. 2ja herb. kjallaraíbúð við Skipasund. Rúmgóð með sér hitaveitu. Útb. aðeins kr. 250 þús. 3ja herb. lítil rishæð í gamla Vesturbænum. Teppalögð og vel um gengin. Útb. aðeins kr. 200 þús. 3ja herb. íbúðir við Lindargötu, Ásvallagötu, Leifsgötu. Skipasund, Efsta- sund, Safamýri, Ásrbaut, Njálsgötu, Laugarnesveg, Laugaveg, Hringbraut, Lang hoitsveg, Kaplaskjólsveg og víðar. 4ra herb. íbúðir við Skólagerði, Víðihvamm, Framnesveg, Miðtún, Meist- aravelli, Álfheima, Klepps- veg, Stóragerði, Ljósheima, Sólheima og víðar. 5 herbergja glæsileg íbúð í smíðum í Fossvogi með sérþvottahúsi á hæðinni. Glæsileg efri hæð í smíðum í gamla Austurbænum með stórum svölum 160 ferm. — Allt sér. 140 ferm. glæsilegar hæðir í smíðum í Kópavogi. Lúxuseinbýlishús i Austur- borginni. Stórt og glæsilegt raðhús í Fossvogi, nú fokhelt. Mosfellssveit Einbýlishús, 110 ferm. með 4ra til 5 herb. íbúð. 3.800 ferm. lóð. Uppl. á skrifstofunni. Verzlun í fullum rekstri ásamt verzl unar- og íbúðarhúsi til sölu í einu af elztu kauptúnum norðanlands. Einstakt tæki- færi fyrir duglegan verzlun- ar mann. ALMENNA FASTEIGNASAUN UNDARGATA 9 SÍMI 21150 Ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Upplýsingar kl. 11—12 f.h. og 8—9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. Símar 22714 og 15385. Víðsjá — kvikmyndagerð Sjónvarpsaugiýsingar Vér viljum vekja athygli auglýsenda á að nú eru síðustu forvöð að undirbúa auglýsingakvikmyndir til sýninga í sjónvarpi fyrir jól. Fullkomin tæki og sérþjálfaðir kvikmyndagerðar- menn tryggja góðan árangur. Víðsjá — kvikmyndagerð Vogatungu 24 — Sími 41550. (Símaviðtalstími 10—12 f.h.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.