Morgunblaðið - 07.02.1968, Síða 1

Morgunblaðið - 07.02.1968, Síða 1
32 SSÐUR Þessi mynd birtist í Lundúnablaðinu „The Sunday Times“ sl. sunnudag og með henni svohljóðandi texti: Faðir þessa drengs var á St. Romanus, Hulltogaranum sem talið er að hafi farizt, en annars togara er saknað. Á hverju flóði bíður drengurinn við fiskhöfnina með hundi num sínum til að gá hvort faðir hans sé kominn. Meðan konur fiskimannanna hafa verið að sýna reiði sína fram mi fyrir sjónvarpsvélunum, gerir drengurinn ekki annað en bíða. Hann hefur ekki viðurkennt fyrir sjálfum sér að faðir hans sé horfinn. Wilson styður Johnson London 6. febr. AP. WIL.SON, forssetisróðfherra Breta, sagði í gær, að Bretar styddi eftir sem áður tilraunir Johnsons Bandaríkjaforseta ti'l að koma á friði í Vietnam, þrátt fyrir hina áköfu bardaga, sem háðir ttiafa verið í Vietnam sdð- ustu viku, Wilson endurtók fyrri yfirlýs- Framttiald á bls. 3 Ég vissi að ef ég settist mundi ég deyja - segir Harry Eddam, er komst í land á gúmbáti og hímdi svo heila nótt undir húsvegg EINN skipverja af togar- anum Ross Cleveland komst lifandi á land í Seyðisfirði vestra í gúm- báti með tveimur látn- um félögum sínum. — Hann er nú kominn heill á húfi til ísafjarðar, eftir giftusamlega björgun. — Fréttamaður Mbl. á ísa- firði, Högni Torfason, átti við hann eftirfarandi sam- tal: — Ég veit ekki bvernig þetta gerðist. Skipið valt á hliðina og við gátum með engu móti náð því upp aftur. Einhvern veginn skaut mér frá borði og út í gúmibjörgun- arbát, en meira veit ég ekki. Fná þessu segir eini maður- inn, sem komst lífs af af brezka togaranum Ross Cleve land, 1. stýrimaður, 26 ára piltur frá Grimsby, Harry Eddam. — Ég var uppi á stýrishúsi að ber,ja klaka aif ratsjánni kl. 23.30. Ég var ekki fyrr kominn nið<ur í brúna en skip- ið byrjaði að hallast og eins og hendi væri veifað lagðist skipið á hliðina og sökk. Mér er hulin ráðgáta hvernig ég komist frá skipinu. Ég hefi grun um að gúmbjörgunarbát ur hafi verið látinn frá borði og hann hafi komizt frá skip- inu. En ég hefi ekki hugmynd um það hvernig ég kornist í þennan bát. Þeir hinir hljóta að hafa dregið mig upp. Þeg- ar ég vissi af mér, gerði ég mér grein fyrir því að við vorum þrír í þessum báti. Bátsmaðurinn Wally Hewi.tt og vaktarféiagi minn, sem hét Harry. Ég man ekki hvað eftirnafn hans var. Við kom- umst þarna í bátinn. Okkur rak og rak. Aldan gekk yfir okkur og við reyndum að ausa. Ég vissi ekki hvert okk- ur var að reka. Gerði mér þó grein fyrir því, að okkur rak að landi, en ekki út á haf. Harry dó eftir nokkra tíma, en ég veit ekki hvenær Wally dó. — Þú spyrð mig um klukk- una. Ég hef ekki hugmynd um tím>a í þessu sambandi. Ég leit aldrei á kiukku. Ég fann a-ð bátinn hafði rekið á land. Ég vissi það mikið um staðhætti hér á ísiandi, að ég vissi að við vorum koimnir inn í einlhvern eyðifjörð. Ég dró flekann á iand, eins langt og ég hafði getu til að koma honum. Ég leit eftir félögum mínurn, og sá að fyrir þá gat ég ekkert gert. Siðan fór ég áfram inn í fjörðinn og sá þar hús. Ég gekk að húsinu. Þetta reyndist vera, eftir því sem mér er sagt sumarbústaður (dr. Jóns Gíslasonar). Ég reyndi að Skipbrotsmaðurinn Harry Eddam á tsafirði. Ljósm. H.T. sparka upp hurðinni á þessu húsi, en gat það ekki, hafði ekki krafta til þess. Þegar ég gerði mér grein fyrir þessu, þá fór ég á bak við húsið, því þar var ég í skjóli og þar stóð ég upp á endann alla nóttina. Ég vissi að ef ég settist niður, þá mundi ég deyja. Hvernig? Jú, ég hímdi fyrir utan og ég beið og vissi ekki hvað ég átti að gera. Þá sá ég hvar dreng ur var að reka kindur til fjalla. Hann sá mig ekki. Ég kallaði. Hann heyrði til mín. Hann kunni lítið í ensku. Ég reyni samt sem áður að segja honum hvernig þetta hafði ailt borið að. Hann tekur mig sér við hönd og hjálpar mér í áttina að bænum. Þegar við áttum stutt eftir þangað kem- ur bóndinn á móti okkur og þá vissi ég að mér hafði ver- ið bjargað. Fólikið á bænum tók yndis- lega vel á móti mér, háttaði mig í rúm og gaf mér heitt að drekka, Og í morgun kom bátur að sækja mig og mína látnu félaga. Mín síðustu orð verða þessi: — Ég er af hjarta þakklátur öllu því góða fóiiki sem hefur reynzt mér betri en bræður. Harry Eddam er kvæntur og á 8 mánaða dóttur. Hann hringdi strax til konu sinnar frá ísafirði. Hún kemur til íslands í dag og fer til ísa- fjarðar, því maður hennar verður að liggja í sjúkrahús- inu um tíma, Framhaid á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.