Morgunblaðið - 08.02.1974, Síða 22

Morgunblaðið - 08.02.1974, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR 1974 Eimreiðin komin út — fjölbreytt að efni TÍMARITIÐ Eiinreiðin 2,—3. (öiublað 1973 er nýlega komin út. Ritstjóri þess er iYIagnús Gunn- arsson, en útgefandi er Hilinir hf. Tfinaritið er fjölbreytt að efni. I>ar birtist viðtal við Sigurð Lín- • I il prófessor, og ber yfirskriftina F. • hinn þögli meirihluti á íslandi mesta byltingaraflið. Þá eru þar birtar fjúrar sögur eftir Matthías Johannessen; Þráinn Eggertsson hagfræðingur skrifar ritgerð sem nefníst Mannauður; birt er bréf Alexanders Solzhenitsvns til Pimens kirkjuföður; Hjörleifur Sigurðsson listmáíari ritar um Gunnlaug Scheving og Árdis Þiirðardóttir viðskiptafræðinemi fjallar um atvinnulýðræði. Þá birtist f tímaritinu fyrri hluti greinar eftir brezka ljóðskáldið og listfræðinginn Herbert Reed, sem hann kallar Heimspeki stjórnleysis. Bylting í Jórdaníu ? Beirut, London, 7. febrúar, AP—NTB. BLÖI) í Beirut í Líbanon halda áfram að birta fréttir um að herinn i Jórdaníu liafi gert upp- reisn. Hussein konungur, sem var í heimsókn í Bretlandi, fór í skyndingu heíin til sín, en sendiráð Jórdaníu í London hefur lýst því vfir, að allar fréttir uin uppreisn hersins séu hreinn þvættingur. Engar áreiðanlegar fréttir hafa borizt um hvort eitthvað sé í raun- inni að gerast i Jórdaníu en margir telja það fremur ölíklegt, að herinn geri uppreisn gegn kon- ungi. Hussein hefur alltaf verið í miklum metum hjá hernuin og haft við hann goti samkomulag enda hafa hermenmrnir hingað ul a.m.k. verið dyggir stuðnings- memi hans. Óvirða Búdda SEX bandarískir unglingar voru handteknir, þegar þeir klifruðu upp stórt Búddhaiíkneski í Thai- landi til þess að taka þaðan ljós- myndir. Eiga þeir yfir höfði sér þriggja ára fangelsisdóm fyrir vikið, en í Thailandi eru það helgispjöll að snerta við höfði Búddhalíkneskju. — ASI DHGLEDH Framhald af bls. 40 áfangahækkanir allar væru komnar til framkvæmda. Áður hafði VSÍ boðið 9,5% á lægstu laun, sem, þegar allar áfanga- hækkanir hefðu verið komnar til framkvæmda, hefði gert 12,78%. Hefur þvf kauphækkunarboð VSÍ hækkað um tæplega 4 prósentu- stíg. I boðinu voru áfangahækk- anirnarþrjár 10,6 + 3+3 prósent og er miðhækkunin á árinu 1975, en hin síðasta á árinu 1976 — bæði árin í marzmánuði. S kattat i llögur ríkisstjórnarinn- ar spila talsvert inn í samninga- gerðina og í fyrradag var fundað um þær og aftur verður á morgun lagður umræðugrundvöllur frá ríkisstjórninní um skattamál fyr- ir samningsaðilá. Gerir ríkis- stjórnin ráð fyrir því, að unnt verði að lækka tekjuskatt um 2,5 KOPAVOGSBIO Islenzkur Texti Litir /Panavision Sýnd kl. 5 og 9 Stranglega bönnuð innan 16 ára Nafnskfrteina krafist milljarða með því að hækka persónufrádrátt, lækka skatt- prósentuna í skattstiganum og jafnframt hækka krónutölu hans. En ríkisstjórnin þarf að bæta sér upp þennan tekjumissi. Það telur hún bezt gert með því að hækka söluskatt um allt að 5 stig eða upp í allt að 18%, auk þess sem hún hugsar sér einnig að taka út úr vísitölunni alla þá liði, sem Vinnuveitendasamband íslands gerði kröfu um að teknir yrðu úr vísitölunni þegar í haust. Er þar áfengi og töbak, sem ríkisstjórnin setti sjálf inn í vísitöluna skömmu eftir að hún kom til valda, rekstur eigin bifreiðar, óbeinir skattar o.fl. Aðeins tveir liðir eru ekki teknir út samkvæmt tillögunum og eru það liðirnir oliuverð og víxlhækkanir verðlags. Eins og áður sagði, mun tekju- skattslækkunin rýra tekjur ríkis'- sjóðs um nálega 2,5 milljarða króna. Fimm söluskattsstig munu liins vegar gefa ríkissjóði um þrjá milljarða króna, þannig að tekj- urnar aukast um 500 milljónir króna. Næsti samningafundur milli deiluaðila hefst hjá sáttasemjara ríkisins í dag klukkan 14. — Kosningar Framhald af bls. 1 sem hefur verið harður í stjórnar- andstöðu mun hamra á því hvern- ig ástandið í landinu er orðið og hvetja fólk til að kjósa sig til að koma hlutunum i lag. íhaldsflokkurinn mun hins vegar að öllum líkindum setja það ofarlega á blað hjá sér, að verið sé að kjósa um hvort brezka þingið og ríkisstjórnin eigi að stjórna Bretlandi eða hvort verkalýðs- hreyfingarnar eigi að gera það. — Sterkar sveitir Framhald af bls. 1 myndi það raska valdajafn- væginu. Hann sagði, að ekki kæmi til mála að hafa einhvérjar mála- myndasveitir bandarískra her- manna í Evrópu til að varna því, að Varsjárbandalagsríkin reyndu innrás í eitthvert Vestur-Evrópu- ríki. Ef þar yrðu á annað borð bandarískar sveitir.þyrftu þær að vera það sterkar að þær gætu beitt sér að einhverju marki í orrustum, eða þá að þær hefðu ekkert þar aðgera. — Samkomulag Framhald af bls. 1 nema rúmum milljarði danskra króna. Hann verður reiknaður af skattskyldum tekjum fyrir árið 1973 og verður þrjú prósent af tekjum yfir 50 þúsund krónur, sex prósent af tekjum yfir 80 þús- und krónur og níu prósent af tekj- um yfir 120 þúsund krónur. Þessi skyldusparnaður skal vera bund- ínn í þrjú ár. A bak við þetta samkomulag standa alls 90 af 179 þingmönnum danska þingsins, þar sem kristilegir demókratar og ,,mið-demókratar" (Sentrums- demokrater) styðja það einnig. Þeir hafa sjö og fjórtán sæti á þinginu. — Fæðingar- deild Framhald af bls. 2 Eldurinn kom upp í tauskúr, sem stóð við fæðingardeildina, en frá honum lágu rennur upp á aðra og þriðju hæð fæðingardei ldarinn- ar, þar sem óhreint tau var látið falla niður í skúrinn. Skúrínn varð fljdtlega alelda og eftir rennunum barst eldurinn upp í glugga á annarri og þriðju hæð fæðingardeildarinnar. Sprungu þar rúður og reykur barst inn á deildina. Þar fyrir innan voru sængurkonur og kornabörn, og voru þau óðar fluttar þaðan yfirí hina nýju álmu fæðingardeildar- innar. Varð engri þeirra meint af. Skúrinn brann hins vegar til kaldra kola og eins rennurnar frá hónum. Þá urðu töluverðar skemmdir á gluggum og eins í þakbrún á einum stað. — Concorde Framhald af bls. 3 vilja borga þessa aukaþóknun fyrir hraða, Coneorde er aðeins byrjunin. Það eiga eftir að koma stærri og enn hraðfleyg- ari þotur á markaðinn. Kannski ekki á næsta ári, en það líður ekki á löngu. Flug með hljóð- fráum farþegaþotum á allavega mikla framtíð fyrir sér. Það átti aðeins að hafa tveggja tíma viðdvöl i Keflavík þannig að Toucas flugstjóri og áhöfn hans þurfti að fá tíma til að fá sér i svanginn. Við glugga flugstöðvarbyggingarinnar stóð fólk og rýndi á „galdratækið" sem stóð fyrir utan. Margir þeirra hafa eflaust staðið svona og horft á fyrstu DC-6 vélina, sem kom til landsins, sannfærð- ir um að þarna áorfðu þeir á framtið flugsins. Þeir hafa þá líka horft á fyrstu Viscount- skrúfuþotuna, þegar hún kom og svo á fyrstu Boeing-þotuna, þegar hún lenti í Reykjavík. Á milli fyrsta flugs DC-6 og fyrsta flugs Concorde eru ekki tveir áratugir. Það gæti gefið til kynna, að neikvæðir spádómar um framtíð og þróun flugsins eigi sér harla litla stoð. — Öli Tynes. - Vá fyrir dyrum Framhald af bls. 40 verkalýðsforingja og vinnuveit- endur. Fyrir verkalýðshreyfing- una hefðu verið lagðar hugmynd- ir um breytingar á skattalögunum og nefnd beggja aðila ynni nú að athugun á þeim hugmyndum. Ölafur sagði, að stjórnin hefði skipað sáttanefnd ríkissátta- semjara til aðstoðar og sérstakan aðstoðarsáttasemjara vegna veik- indafrís varasáttasemjara. Kvaðst hann gera ráð fyrir, að aðstoðar- sáttasemjarinn hefði sérstök af- skiptí í sjómannasamningunum, og kvaðst vona, að gért yrði sér- stakt átak í samningamálunum um helgina. Ef Iaglega væri að staðiS, vantaði aðeins herzlumun- inn á að ná samningum. Geir Hallgrímsson benti á, að launþegasamtökin hefðu sagzt myndu meta skattalækkun til jafns við aðrar kjarabætur. Ríkis- stjórnin hefði komið með skatta- tillögur fyrir jól, en siðan ekki söguna meir. Samningsaðilar hefðu haldið að sér höndum í bið eftir breytingum af hálfu stjörnarinnar og í 3'A mánuð hefði ríkt aðgerðaleysi i samn- ingamálunum vegna þessa. Það væri ábyrgðarhluti af hálfu stjórnarinnar að gefa í skyn, að hún myndi gera breytingar, en gera þær svo ekki. ,,Það er ábyrgðarhluti, ef verkfall skellur á á hábjargræðistima þjóðarinn- ar,“ sagði Geir, ,,og sú ábyrgð hvílir á herðum ríkisstjórnarinn- ar nú." Ilalldór E. Sigurösson fjármála- ráðherra kvað stjórnina hafa lagt nýjar skattabreytingatillögur í formí lagafrumvarps fyrir verka- lýðshreyfinguna í síðustu viku og nú væri nefnd beggja aðila að kanna þær. Pétur Sigurðsson kvaðst óttast, að ekki yrði komizt hjá allsherjar- verkfalli, nema heildarsamningar næðust. Taldi hann varhugavert, að stjórnin beindi athygli sinni allri að einum þætti samningsmál- anna. Gylfi Þ. Gíslason sagðí, að óskir launþegasamtakanna um breyt- ingar á skattlagningu og úrbætur í húsnæðismálum væru óskir um löggjafaratriði, en rikisstjórnin hefði enn ekki sýnt vilja til lausn- ar á þeim málum. Ólafur Jóhannesson kvað ekki hafa staðið á ríkisstjórninni í þessum efnum, en því aðeins væri um lausn að ræða, að breytingar væru gerðar í samráði við laun- þegasamtökin. Ekkert svar hefði enn komið frá þeim, en nefnd starfaði í málinu. Geir Hallgrímsson sagðist hafa féngið upplýsingar um, að skatta- breytingatillögur stjórnarinnar fyrir jól hefðu gert ráð fyrir 2.500 milljóna kr. lækkun tekjuskatts, en jafnframt fimm stiga hækkun söluskatts, sem gæfi í staðinn á fjórða milljarð króna í tekjur. Slíkar tillögur væru að vonum ekki samþykktar og það væri ábyrgðarhluti af hálfu ríkis- stjórnarinnar að leggja slíkar til- lögur fram og einnig að háfa ekki haldið áfram að vinna að lausn vandans. Annars væri vitað mál, að við byggjum við óviðunandi kerfi beinna skatta og það hefði stjórnin átt að vera búin að lag- færa. Það hefðu hins vegar verið sjálfstæðismenn, sem hefðu borið fram tillögur um skattalagabreyt- ingar; þær tillögur væru nú í nefnd og hann skoraði á þá þing- nefnd að flýta afgreiðslu sinni á þeim. Halldór Blöndal sagði, að það hefði sýnt sig, að frá því að þessi ríkisstjórn tók við völdum, hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið eini flokkurinn, sem hefði i raun stutt launþega. Hann kvað aðalatriðið nú að létta skattabyrðunum af fólkinu; lykilorðin nú væru „lækka skattana". Auk þessara þingmanna tók Karvel Pálmason tilmáls. — Vilja Rússar Framhald af bls. 40 sérstaka áherzlu lagt á sölur til Sovétrikjanna. I fyrra keyptu t.d. ‘Sovétmenn gaffalbita á 27,50 doll- ara hvern kassa, en i samningun- um nú voru samningamenn Rússa búnir að bjóða 35 dollara. 41 doll- ar var hins vegar það algjöra lág- mark, sem iðnaðurinn hér gat komizt af með. Munaði því enn 6 dollurum, þegar staðið var upp frá samningaborðum í Moskvu. Örn Erlendsson, framkvæmda- stjóri Sölustofnunar lagmetisins, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann liti ekki svo á, að samningar væru strandaðir, þar sem þeir tækju langan tíma. Haldið yrði áfram samningaumleitunum hér- lendis og myndi verzlunarfulltrúi sovézka sendiráðsins í Reykjavík annast samningagerðina af hálfu Rússa. Eyjólfur ísfeld, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, vildi ekkert um þetta mál segja. Samningamennirnir, sem komnir væru frá Moskvu, ættu eftir að gefa skýrslu um málið og fyrr gæti hann ekkert um það sagt. — Hljómskála- hlaup Framhald af bls. 39 Björnsson í flokki drengja f. 1966 á 4,10 mín., Ölafur As- berg í flokki drengja f. 1967 á 5,20 mín. og Lárus Ólafsson i flokki drengja f. 1968 á 5,09 mín. í stúlknaflokki náði Dagný Björk Pétursdóttir (f. 1959) beztum tíma 3,36 min. Aðrar sem hlupu á betri tíma en 4 mín. voru þær Bára Grímsdótt- ir (f. 1960), Sigríður Ölafsdótt- ir (f. 1962) og Sólveig Páls- dóttir (f. 1962). Beztþátítaka i stúlknaflokki var hjá stúlkum fæddum 1965, en þar sigraði Margrét Björgvinsdóttir á 4,21 mín., og Hrafnhildur Ósk Eiríksdóttir varð önnur á 5,00 mfn. — Valur — Haukar Framhald af bls. 39 Einarsson varði vitakast frá Her- manni Gunnarssyni á 32. mín og Gísla Blöndal á 54. mín. Gísli Blöndal skaut framhjá úr víta- kasti á 43. mín. Dómarar: Kristján Örn Ingi- bergsson og Gunnar Kjartansson. Um þá hefur verið fjallað. — Lítt hrifnir Framhald af bls. 19 að fylla þau skörð í Asiu, sem inyndazt hafi með minnkandi afskiptum Bandarikjamanna þar og hugmynd Brezhnevs um sam- eiginlegt öryggiskerfi Asíuþjóða hafi ekki fengið neinn hljóm- grunn meðal þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.