Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1974
Kristinn Ármannsson um borð f Frey ásamt tveimur pe.vjum, sem
fylgjast dags daglega með bátunum, eins og peyjum í sjávarplássum
ber.
Keflavíkurbátur á miðunum. Ljósm. Mbl.: Sigurgeir í Eyjum.
„Eins og handverk
hannyrðakonu
í fískibát”
Freyr er árs gamall bátur 105
tonn, smíðaður i Stálsmiðjunni og
Einar kvað fleytuna listagóða.
Hann hefur ekki verið á trolli
áður en 100 tonn á þessum tíma í
leiðindatíð er mjög góður afli.
Einar kvað hljóðið í mannskapn-
um gott og þeim hefði dottið í hug
að fiska í sig og sigla með aflann
ef verkfall skylli á. Hásetahlutur-
inn á 100 tonn eryfir 100 þús. kr.,
en það er mikil og bindandi vinna
að baki. Það getur verið skjóttek-
inn peningur á sjónum, en það
kostar líka langa vinnudaga.
Strákarnir á Frey eru viða að,
en þó eru flestir úr Keflavik.
„Strákarnir eru ailir þrælvanir
sjómenn," sagði Einar, og annars
væri ekki heldur hægt að stunda
trollið."
Löndun var nú að ljúka og þá
var að dytta að trollinu og einu og
öðru og aldrei þessu vant áttu
þeir að fá nótt i landi.
19 ára útgerðarmaður
og háseti
Um borð í Frey hittum við
Kristin Armannsson, 19 ára frá
Isafirði, háseta á Frey, en út-
gerðarmann fyrir vestan. ,,Eg er
búinn að vera 4 ár samfleytt á
sjónum," sagði Kristinn, ,,en
þetta er fyrsta vertíðin min syðra.
Mér likar vel hérna, það er stutt
að sækja, meira en helmingi
styttra á miðin en heima. Það er
aldrei minna en 6—7 tíma stím
með trollið á miðin, sen er
skemmst að sækja á, en hér eru
þetta rétt tveir tímar."
„Ferðu vestur aftur í vertíðar-
lok?“
„Já, já, ég fer heim aftur og þá
fer ég með pabba á færin.“
„Eigið þið bát?“
„Já, við eigum 28 tonna bát,
Sigga Gunna IS III. Við erum
búnir að eiga hann í þrjú ár og
höfum gert það mjög gott. Bátur-
inn er gamall, smíðaður 1943 í
Njarðvikum."
„Ertu ánægður með kjörin?"
Einar skipstjóri áFrey. Seiglan
leynir sér ekki.
Við brugðum
okkur til Keflavík-
ur og Sandgerðis
um miðja vikuna
og hittum sjómenn
að máli. 1 flestum
bátum, sem lágu í
höfn, voru menn
að vinna, dytta að
einu og öðru, landa
og gera klárt eins
og gengur við
höfnina. Það eru
sjaldan ögurstund-
ir á bryggjunum
og í bátunum þótt
liggjandinn komi
alltaf milli flóðs og
fjöru. Það var gal-
vaskt hljóð í mann-
skapnum þótt
slatti af norðan-
gjólu stæði í skegg
og bönd og birðing-
ar klepraðir af ís,
enda hafa sjómenn
ekki tíma til að
láta sér leiðast.
Það hefst ekki í
sókninni nema
með vinnu, vinnu
og aftur vinnu. Fer
rabbið við sjó-
mennina hér á
eftir.
Rabbað við sjómenn
í Keflavík og Sandgerði
„Aðallega falleg ýsa“
„Við erum búnir að vera á trolli
síðan 10. janúar“, sagði Einar
Daníelsson skipstjóri á Frey KE,
þar sem við röbbuðum við hann í
brúnni. „Við erum með 20 tonn
núna,“ svaraði hann, „aðallega
ýsu, sem við fengum norðvestur
af Skaganum, úti af Stafnesinu.
Þetta var liðlega tveggja sólar-
hringa túr.“
„Hvað eru þið margir á?“
„Við erum 8.“
„Tíðin og aflinn?“
„Við erum komnir með 100
tonn, aðallega ýsu, fallega ýsu.
Það sést ekki þorskur í þessu. En
það hefur verið leiðinda tíð, hel-
vítis bræla.“
„20 tonn, seigur kallinn,“ sagði
einn, sem kom inn í brúna.
„Það eru verri kjör hérna en
fyrir vestan. Kauptryggingin hér
er lægri, ég held að það muni 6—7
þús. kr. á mánuði vegna sérsamn-
inga en það er góður hlutur hjá
okkur núna, svo það kemur ekki
til tryggingarinnar."
Ægir um borð í Haföldunni.
Við gömlu bryggjuna I Keflavík.