Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 18
18
FIMM
LOÐNUR
í PLAST-
POKA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1974
VEKJARAKLUKKAN hringdi
í herbergi númer 9 á efstu hæð
ísfélagsins og stuttu seinna
hringdi vekjaraklukka í næsta
herbergi. Ég hugsaði: Fyrsti
\innudagurinn á fyrstu vertíð-
inni.
Næstum galvösk settist ég upp
í rúminu, því ég á afskaplega
erfitt með að rísa úr rekkju
fyrir klukkan ellefu að morgni
Þegar ég sá að konningi Éva
var risin upp, kunni ég ekki við
annað en að gera slíkt hið sama.
Þegar við erum alklæddar
göngum við til morgun-
verðar og fáum okkur væn-
an skammt af hafra-
graut, hlupum niður tvo stiga
og aðra tvo i æðisgenginni
leii að stimpilkiukkunni. Eilt-
hvað varð Evu á i messunni, ég
rataði ekki, þvi við lentum úti á
götu. Þá var ekki um annað að
ræða en þeysa aftur af stað,
upp alla stígana. Loksins fund-
urri við klukkuræfilinn, tvær
mínútur yfír átta.
Þegar við eftir dúk og disk
mættum í vinnusalinn, stóð
Siggi verkstjóri þar og af
hreinni góðsemi fengum
við, ég og konninginn, að
vera við sama borð.
Fyrsta mál á dagskrá var
ýsa. Þegar við höfðum snyrt og
skorið í klukkutíma fannst
okkur við eiga skilið smáfrí.
Við kölluðum fram, aftur til
baka og erum í óðaönn að víg-
búast gegn ýsunni, þegar Siggi
kemur askvaðandi: Þið stelpur.
Ég hugsaði: Núætlar hann að
reka okkur og við bara búnar
að vinna í klukkutima. Þetta
var mátulegt á þig. Hver kærir
sig lika um fólk i vinnu sem
getur ekki unnið lengur en
klukkutima í einu.
En Siggi er hinn ljúfasti og
leiðir okkur inn í annan sal,
fyrir ofan dyrnar stendur:
Öskastaðir. Hann færði okkur
til piltungs og bað okkur að
koma okkur fyrir við færi-
bandið, við áttum sum sé að
flokka loðnu. Eg hugsaði:
Hvernig í ósköpunúm á að
greina þessi kríli, þau eru öll
nákvæmlega eins kvikindin.
Piltungurinn tók tvö stykki
og hampaði framan í okkur:
Sjáiði, þetta er kvenfiskurinn
og þetta er karlfiskurinn.
Karlinn getið þið þekkt á því,
að hann hefur enga ugga hérna
við gotraufina.
Ég stóð opinmynt og full-
vissaði sjálfa mig um i hljóði,
að þetta gæti ég aldrei, en ekki
sakaði að reyna. Síðan mændi
ég á loðnuna, sem rann eftir
færibandinu, týndi eina og
eina, og til að vera alveg viss þá
spurði ég Evu í annað hvert
skipti, hvort þetta væri nú ekki
örugglega karlfiskur. Sjálfs-
traust mitt óx til muna, þegar
ég hafði getið mér rétt til um
kynferðið sex sinnum í röð og
hamaðist nú sem óð. Eftir smá-
stund var færibandið hætt að
hreyfast og ég komin á fulla
ferð. Til að stöðvaþessa tilfinn-
ingu leit ég á vegginn, en hann
var líka á hreyfingu. Þar sem
mér var ómögulegt að flokka
loðnu mænandi á hvítan vegg,
neyddist ég til að hafa augun
límd á færibandinu og halda
áfram ferðinni.
Það var komið hádegi. Til að
fá hreyfingu hlupum við út í
búð og keyptum kaffibrúsa,
hafandi i huga að skipta við
mötuneytisstjóra á einum kaffi-
brúsa gegn einum kaffimiða.
Við nánari athugun sáum við
fram á, að gerðum við það,
færum við halloka í viðskipt-
unum, svo málið var saltað
fram að kaffi, og við fengum
okkur hádegismat, þrátt fyrir
góðan ásetning að láta hafra-
grautinn duga fram á kvöld.
Það voru sviptingar í vinnu-
tilhöguninni og vorum við
látnar í ýsusnyrtingu á ný.
Þegar kaffitíminn kom,
þeystum við upp í herbergi
þrifum grænköflóttan kaffi-
brúsann og héldum í matsal. I
mogunkaffinu reyndi ég að fá
mötuneytisstjóra til að selja
mér kaffibolla á fimm krónur,
hann neitaði því góða boði, en
gaf mér bolla um leið og hann
stakk upp á því, að við keyptum
okkur kaffibrúsa, þá vorum við
mættar á staðinn með títt-
nefndan brúsa. Um leið og ég
læði kaffimiðanum upp á
borðið, sem er svo hátt, að ég
get látið hökuna hvíla á því,
sýndi kaffimiðann og spurði
stúlkuna, hvort ég gæti fengið
kaffi á brúsann ásamt meðlæti
fyrir miðann. Stúlkan setti upp
undrunarsvip, en gaf jáyrði og
hirti miðann. Kampakátar
héldum við Eva í áttina að
hlöðnu matarborðinu, fengum
okkur brauð á disk, tvö glös af
kaffi, fylltum brúsann,
trítluðum að borði upp við vegg
og settumst. Eg sagði við Evu,
að mér fyndist við vera eins og
stórglæpamenn, þar sem við
sátum með fullan kaffibrúsa,
tvö glös af kaffi og meðlæti,
með andlitið upp að vegg, rétt
eins og við biðúm eftir því að
verða skotnar í bakið.
En þar sannaðist gamla mál-
tækið, illur fengur illa for-
gengur. Kaffibrúsinn er sér í
lagi lítill, nánast dvergur; svo
þegar við vorum búnar að fá
okkur kvöldkaffið, sinn bollann
hvor og ætluðum að gæða
okkur á kaffi eftir vinnu, þá
var einungis hálfur bolli á
mann.
Allir í loðnu, var mottóið
klukkan sex. Það átti að vinna
til tólf og ljúka við loðnuna.
Það var sama sagan, uppstilling
við færibandið og stöðugt gláp
á loðnuna. Við notuðum aðferð-
ina frá því um morguninn, en
eitthvað vorum við seinar til
verka, því stúlkan gegnt mér
við bandið sagði, að bezt væri
að þekkja karlkynið á gulu
röndinni heldur en tína upp
hverja einstaka loðnu og kíkja
eftir raufugga.
Kvöldmaturinn kom og fór,
við héldum áfram loðnuglápi,
kvöldkaffi kom og fór og enn
var haldið áfram að glápa. Það
var sama sagan og um morgun-
inn, ég fór á fulla ferð, færi-
bandið var kyrrt, og á hverri
stundu bjóst ég við að lenda
harkalega utan í vegginn og
dauðrotast, þá væri mín
vertíðarsaga búin.
Ringulreiðin var i
algleymingi og ég gleymdi að
hverju ég var að leita. Ég
hugsaði : Ég er að leita að karl-
peningi með gulum röndum.
Eftir stutta stund var ég farin
að leita að loðnu með grænni
rönd. Þvílíkt ógrynni af loðnu,
stöðugur straumur, ég hélt ég
væri að drukkna í loðnu á
fleygiferð. Þá staulaðist ég
fram með sjóriðu, settist í tíu
mínútur og safnaði þreki, svo
e'g gat gengið skammlaust inn
aftur og tekið mér stöðu. Fimm
mínútum seinna var loðnan
búin.
Örþreyttar gengum við upp
stigana tvo með fimm loðnur i
plastpoka sem átti að rannsaka.
Sem rannsóknarstofu notuðum
við salernið. Þar var enginn
gluggi og gluggalaus kompa var
nauðsynleg, ætlunin var að
athuga, hvort loðnan lýsti í
myrkrí, sem hún að sjálfsögðu
gerði ekki. Þá kveiktum við
ljósið, glenntum upp kjaftinn á
loðnunní, athuguðum innrétt-
inguna og sáum alla leið ofan í
maga. Það var hræðileg sjón
sem ég gleymi aldrei. Því næst
veltum við loðnunni, sem ekki
er loðin, milli handanna og
grandskoðuðum. Allt i einu
litum við, konninginn og ég,
hvor á aðra og skiljum ekkert í
því, hvað við vorum eiginlega
að gera inni á salerni um miðja
nótt með fimm loðnur i plast-
poka.
Myndir og texti: Valdís