Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974 31 í kvöld, sunnudagskvöld, verð- ur frumsýnt nýtt íslenzkt leik- rit í Þjóðleikhúsinu, ,J)ansleik- ur“ eftir Odd Björnsson. Leik- ritið er í fimm þáttum og gerist allt eina og sömu nótt; eftir brúðkaup Lucretiu Borgiu og Attendolos fursta, öðru nafni Beljuhertogans, — vegna þess hve mikið dálæti hann hef- ur á kúm — en Lucretia er dóttir Alexanders VI páfa, sem átti þessa dóttur sína og tvo sonu með frillu sinni áður en hann varð heilagur maður. Við sögu koma einnig ofurstar, skáld, gleðikonur og „drukkin dama“ eins og viðkomandi kall- ar sig, að ógleymdri Salóme, sem páfinn kallar að vísu Gulliettu öðru hverju, sem komin er úr Afríku og er páfan- um, sem gerist nú gamlaður, til afþreyingar og upplyftingar. Oddur Björnsson höfundur Dansleiks sagði blaðam. Mbl. á æfingu leiksins nú á dögunum, að hann hefði lokið við verkið að mestu fyrir tveimur árum. Síðan hefði hann unnið að nokkrum breytingum á því og fengið mikla hvatningu og upp- örvun frá Sveini Einarssyni Þjóðleikhússtjóra, sem stjórnar verkinu nú á sviði. Hann sagði, að Ivan Török leikmyndateikn- ari hefði og orðið sér mikil hjálparhella í sambandi við sviðsgerð, bæði áður og eftir að farið var að æfa leikritið. — Éfe kalla þetta sjónleik, sagði Oddur. — Það er tónlist í verkinu, en þó ekki svo, að það flokkist undir „músíkal“. Ég veit ekki, hvort á að kalla þetta dramatiskt verk, kannski myndu sumir kalla það svarta kómedíu. Það er enginn guð- dómlegur boðskapur i þvi, það er ekki sögulegt í ströngum skilningi, en þótt ótrúlegt sé þá er mórall i þvi. Sá mórall er fólginn í því að bregða upp mynd af því ástandi, sem var á Ítaliu, þegar þessi páfi var uppi. Hvort menn finni ein- hverja likingu við samtímann? Ef svo verður, þá býst ég við, að ég hafi náð tilgangi mínum. Kannski má segja, að leikritið snúist um hömlulaust frelsi — og eins og annað má misnota frelsið. Hömluleysi er mér ógeðfellt i hvaða mynd sem er. Þarna er græðgin rikjandi, nautnagræðgi, framagræðgi; slíkt ástand er athyglisvert, því að þá kemur margt i ljós, sem annars er haldið niðri eða breitt yfir. Og er þetta ástand ekki ríkjandi í nútimanum líka? Kannski sumir telji þetta persónulega harmsögu páfans, þar sem hann ræður ekki leng- ur við þau öfl, sem hann ber ábyrgð á. Ég er mjög ánægður með sýn- ingu leikhússins, því að hún kemur mínum hugmyndum á flestan hátt ákaflega vel til skila. Það hefði verið auðvelt að missa það leikrit niður. En ég Helga Jónsdóttir f hlutverki Lucretiu Borgiu held, að sýningin sé mjög skorinorð og skýr og ég hef verið heppinn með alla, sem að sýningunni hafa starfað, leik- endur, leikstjóra, leikmynda- teiknara og ekki má gleyma þætti Alans Carters ballett- meistara. — Heldurðu, að þetta verk falli áhorfendum í geð? — Um það er ég auðvitað ekki fær að dæma. En ég held, að áhorfandi að þessu leikriti verði óhjákvæmilega fyrir nokkurri reynslu, ég skal ekki segja um, hvernig hún verkar. En ég held, að sýningin láti áhorfandann ekki afskiptalaus- an. Dansleikur er í fimm þáttur, 2 miiliþættir, sem höfundur kallar „nocturne", gerast úti í garðinum við bústað páfa. Odd- ur hefur fylgzt vel með æfing- unum á verkinu og sagði þau ein vandkvæði með sýningarn- ar, að Róbert Arnfinnsson, sem leikur páfann, burðarhlutverk leiksins, er á förum til Þýzka- lands um næstu mánaðamót, svo að sýningar geta ekki orðið mjög margar. Geta má þess, að auk Róberts leika stór hlutverk Guðmundur Magnússon — soninn Sesar Borgia, Sigríður Þorvaldsdóttir leikur Salóme úr Afríku, Bessi Bjarnason Beljufurstann, Sig- mundur örn Arngrímsson leik- ur Jóhann Borgia og Helga Jónsdóttir Lucretiu Borgiu. Fjöldi annarra leikara kemur fram i leiknum. Tónlist samdi Atli Heimir Sveinsson og áður eru nefndir leikstjóri og leik- myndateiknari. h.k. „Dansleikur” Odds Björnssonar frumsýndur í Þióðleikhúsinu í kvöld Salóme frá Afrfku og keisarinn leika á als oddi. Sigrfður Þorvaldsdóttir leikur Salóme. A myndinni eru leikararnir Klemenz Jónsson, Arni Tryggvason, Þorsteinn Hannesson, Róbert og Guðmundur Magnússon f hlutverkum sfnum Sesar og Jóhann Borgia með föður sfnum. Guðmundur Magnússon leikur Sesar og Sigmundur Örn Arngrfmsson Jóhann Keisarinn Alexander VI. Með hans hlutverk fer Róbert Arn- finnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.