Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974 Jóhann Hafstein: Sandurínn rennur úr stundaglasinu o.s.frv. Allt er þetta rétt, en rétt- lætir þetta tvöföldun á skuldum í góðæri, i svo miklu góðæri, að á sama tíma hefur stóraukizt og stundum allt að tvöfaldazt verð- mæti útflutningsafurða okkar ís- lendinga? Því segja ekki kommúnistarnir af sér ráðherraembættum í ríkis- stjörninni vegna varnarmálanna? Þeir eru þar algjörlega á öndverð- um meiði við aðra ráðherra og það eru engar líkur til þess, að stjórn- in fylgi þeirra stefnu. Það er aug- ljóst svarið við þessari spurningu: Þessir menn eru ekki sjálfráðir. Þeim hefur verið sagt að sitja meðan sætt er í ríkisstjórninni og láta ekkert á sig fá. Þau skilaboð hafa sennilega komið í gegnum rússneska sendiráðið frá Moskvu. Þau eru byggð á því, að áfram- haldandi seta þeirra í núverandi ríkisstjórn sé miklu þýðingar- meiri fyrir kommúnismann,, heldur en það þótt Lúðvík og Magnús segi af sér. En hvað meinar þá Magnús, gætu menn spurt. Hann skrifar grein eftir grein i Þjóðviljann, þar sem hann segir, að það komi ekki til málá að vera áfram upp á þau býti, sem við blasa i ríkis- stjórninni. Hann veit sjálfur, að hann meinar ekki orð af þessu og stendur ekki við orð af þessu, hann á að hlýða öðru og hann mun hlýða öðru. — En það er hægt að reka kommúnistana úr ríkisstjórninni eða veita þeim lausn frá embætti, það getur fórsætisráðherra gert. En þá er önnur spurning og hún er í sjálfu sér alvarlegri og ein- læg. Hún er þessi: Því segir ekki Einar Agústsson, utanríkisráð- herra lausu sinu embætti? Einar Ágústsson er drengur góður. Það er ekki i samræmi við eðli hans að eiga samneyti né sjá við pólitísk- um refum eins og Magnúsi og Lúðvík. Mérer persónulega kunn- ugt um, að hann hefur margt vel gert, enda þótt árangur hafi ekki orðið sem skyldi. Menn geta haft mismunandi skoðanir á hæfileik- um Eínars sem utanríkisráðherra, en hann getur lika haft marga aðra hæfileika; sem mundu gera þjóð hans meira gagn, ef hann ætti að sinna öðrum verkum. Ef Einar Ágústsson segði lausu utan- ríkisráðherraembættinu og i stað hans fengist maður með mikla staðfestu og skapfestu á sviði varnar- og öryggismála landsins, væri sjálfsagt að fá Einari Agústs- syni virðulegt og sómasamlegt embætti við hans hæfi. Það ætti að stefna að þvi með einurð, að hlutur hans yrði á engan hátt til vansæmdar honum. Við íslendingar urðum strax að viðundri í hinum vestræna lýð- ræðisheimi með yfirlýsingu stjórnarsáttmálans f varnar- og öryggismálum landsins. Því var lýst yfir, þegar þessi stjórn tók við völdum, að það væri ágrein- ingur milli stjórnarflokkanna um sjálf öryggis- og varnarmálin. Kommúnistarnir vildu fara úr NATO, en fyrst um sinn yrði látið við það sitja að vera í NATO. Aumara gat þetta ekki verið, og aumari var ekki hægt að gera okkur i augum þjóða, sem þekkja af alvöru til þessara mála og hafa þurft að fórna heilum kynslóðum í banvænu stríði gegn böli komm- únismans. Hvar í hinum vestræna heimi gæti það yfir höfuð gerzt, að samstjórn fleiri flokka settist á laggirnar með yfirlýsingu um það, að hún væri ósammála í öryggis- og varnarmálum lands- ins? Málin eru nú að kristaliserast. Loddaraleikurinn getur ekki lengur haldið áfram. Kommúnist ar fara aldrei úr ríkisstjórninni ótilneyddir. Þeir munu sitja þar áfram, enda þótt þeir semji um það við aðra ráðherra, að hér skulu halda áfram að vera varnir, „lítil herstöð“, eða jafnvel alveg sams konar herstöð eða varnar- stöð og hér hefur verið. Kommún- istarnir í Moskvu segja þeim, að vitaskuld geri þeir þeim miklu meira gagn innan ríkisstjórnar, þótt áfram haldist svipuð skipan varnarmála á Islandi og verið hefur. Slík skipan sé kommún- ismanum ekki hættuleg. Þá sé von á Nixon forseta Bandaríkj- anna bráðlega í heimsókn til Moskvu, og friðsamlega verði tal- að og skálaræður fluttar, en þar muni enginn minnast á litla ísland. Menn hugsa bara, hvað yrði um ísland eftir að búið væri að hrekja siðasta varnarliðsmann- inn þaðan. Lýðræðisflokkarnir verða allir að taka höndum saman, eins og áður var í varnar- og öryggismál- Jóhann Hafstein um landsins. Það er kominn timi til þess að leika sér ekki að eld- inum lengur. Við getum endur- reist traustið, sem við höfðum skapað okkur í hinum vestræna lýðræðisheimi og þar er okkur að vænta skjóls til öryggis og varnar. Siðan þurfum við að takast alvarlega á við hin erfiðu við- fangsefni i efnahagsmálum lands- ins. Það ótrúlega hefur gerzt, að i mestu góðærum, sem yfir ísland hafa gengið, hafa tvöfaldazt ríkis- skuldir landsmanna út á við. Hverju má þetta sæta? Jú, það hafa verið keyptir skuttogarar. kannski ein eða tvær flugvélai Ríkisstjórnin getur lafað áfram eftir ösk guðföður hennar, Eysteins Jónssonar, forseta Sam- einaðs Alþingis enn um nokkra stund, en henni er markaður aldurtili. Kosningar á íslandi verða ekki umf lúnar og þær verða ekki síðar en i júní-mánuði 1975. Við, sem höfum þurft að Iifa öll þau ósköp, sem yfir okkur hafa dunið meðan núverandi ríkis- stjórn hefur farið með völd, höf- um næga þolinmæði til þess að þrauka enn um hríð og bíða jafn- vel fram að kosningum. Lengur verður hins vegar ekki beðið. Þá mun kjósandinn taka völdin á þessum eina degi, sem hann hefur völdin á Islandi, það er kjördegi. Eftir kjördag skapast nýir tímar. Þá verðum yið að súpa seyðið af óstjórninni, sem yfir okkur hefur dunið. Þá megum við ekki vera að því að eyða timanum í það að rifast um gamlar væringar, þá verða aiíir góðir menn að leggjast á eitt. Sá, sem hefur i fávizku sinni og gáleysi anað út í vökina verður að koma sér upp úr henni sjálfur. Sjálfir verðum við að bjarga okkur, sjálfs er höndin hollust. Electrolux m Frystikista 410 Itr 4 3? Electrelux Fr> «tlklsta TC 14S 410 lítra, Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. margfaldar marhad yðar CITROEN GS Til sölu Citroen GS '71 ekinn 37 þús. km. Upplýsingar í síma 1 5579 á skrifstorutíma. 3 stykki löndunarkrabbar til sölu Upplýsingar í síma 50437. Til leigu Glæsilegt skrifstofu- og vörugeymsluhúsnæði til leigu í húseign Heildar h/f, Sundaborg við Klettagarða, samtals 375 fermetrar. Húsnæðið er tilbúið til notkunar. Upplýsingar hjá Kr. Þorvaldsson & Co heildverzlun, Grettisgötu 6, símar 24478 — 24730 Laust starf Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfs- mann í innheimtudeild, til lokunaraðgerða (lokunar- mann). Umsækjendur þurfa að hafa bifreið til umráða. Umsókna- eyðublöð og nánari uppl í skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu 4. hæð. RAFMAGNS VEITA REYKJAVÍKUR Lltið Iðnaðarhúsnæðl óskast til leigu, Þarf að vera með niðurföllum. Fiskbúð kemur vel til greina. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Matvælavinnsla — 658". fyrir miðvikudag. Elnbýllshús - Laugarás 200 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr á bezta stað i Laugarásnum. Fullfrágengin lóð. Fasteignasalan Norðurveri, Hátúni 4a. Símar 21870 og 20998. Seltjarnarneshreppur óskar eftir að ráða bygglngatæknlfræðing til starfa nú þegar. Aðalverkefni, eftirlit með byggingu nýs gagnfræðaskóla og verklegum framkvæmdum hreppsins ásamt hönnun gatna. Góð kjör. Fjölbreytt starfssvið. Upplýsingar veita sveitarstjóri og verkfræðingur í síma 18088 og 18707. Æskulýðsráð Reykjavíkur Staða forstöðumanns í félagsmiðstöð Æskulýðsráðs Reykjavíkur í Fellahverfi (Breiðholti III) er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfresturertil 25. febrúar. Umsóknareyðublöð ásamt starfslýsingu liggja frammi á skrifstofu ráðsins að Fríkirkjuvegi 1 1, sem jafnframt veitir mánari upplýsinga. ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.