Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974 Þeir aÖilar, sem rekið hafa dagvistunarheimili (leikskóla, dagheimili og skóladagheimili) á árinu 1973 og falla undir lög nr. 29/1973 um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistunarheimila, eru beðnir að skila rekstrarreikning- um til menntamálaráðuneytisins fyrir lok febrúar. Enn- fremur eru þeir sem eigi hafa sent ráðuneytinu fullkomin gögn um stofnkostnað dagvistunarheimila á árunum 1 973 og '74 beðnir að skila þeim fyrir sama tíma. 6.2. 1973 MenntamálaráðuneytiS Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem eru skemmdar eftir árekstra: árgerð Dodge Charger 1971 Peugeot 204 1970 Cítroén ID 1 9 1963 Taunus 1 7 m 1966 Saab 96 1 962 Morris Mini 1962 Chevrolet pick up 1965 Bifreiðarnar verða til sýnis á Kársnesbraut 104, Kópa- vogi, mánudaginn 1 1. þ.m. Tilboð sendist á skrifstofu vora Laugavegi 178 fyrir kl. 1 7:00 sama dag. Trygging h.f. Datsun unnendur ath. Vegna endurnýjunnar, er þessi Datsun (diesel) árgerð ' 71 til sölu. Bílnum hefur ávallt verið vel við haldið og fengið góða meðferð Nánari upplýsingar eru gefnar í símum 72671, 13324 og 86683, næstu daga. Bifreiðin verður til sýnis eftir umtali. Alberta Albertsdóttir, ísafirði, 75 ára Síðustu áratugirnir hafa verið timar umbrota og breytinga. Yfir- gnæfandi meiri hluti fólks, sem vaxið hefur úr grasi í þeim héruð- um, sem oft eru kölluð útkjálkar á máli þéttbýlisfólks, hefur, þegar aldur hefur færzt yfir, flutzt til þéttbýlisins frá sínum heimahög- um. En það er einnig til fólk, sem ekki getur hugsað til þess að hverfa frá heimabyggð sinni, hvað sem í boði er. Það er fólk, sem er bundið órjúfanlegri tryggð við þáljyggð, sem hefur fætt það og alið, og getur engan veginn hugsað sér að festa rætur í fjar- lægum byggðum. Ein slík mann- eskja á 75 ára afmæli á morgun, frú Alberta Albertsdóttir, kona Marselliusar Bernharðssonar skipasmiðameistara á ísafirði. Eg hygg, að fátt myndi koma mér meira á óvart en það, ef ég frétti, að þau hjón hefðu í hyggju að flytjast frá isafirði, svo fjarstæð er sú tilhugsun í huga mínum. Þessi ágætu hjón hafa sett svip sinn á höfuðstað Vestfjarða í marga áratugi. Hann sem einn mesti athafnamaður og stjórnandi eins stærsta atvinnufyrirtækisins í bænum og bæjarfulltrúi í hart- nær þrjá áratugi og hún sem eiginkona hans, sem staðið hefur fyrir einu fjölmennasta og gestrisnasta heimili í bæjarfélag- inu í tæpa hálfa öld. Alberta Albertsdóttir er borinn og barnfæddur ísfirðingur, og á ísafirði hefur hún dvalið allan sinn aldur. Foreldrar hennar voru hjónin Messíana Sæmunds- dóttir og Albert Bjarnason skip- stjóri. Þau hjón eignuðust ellefu. börn og féll faðir hennar frá, þeg- ar elzta barnið var á 12. ári. Það var erfitt hlutskipti, sem þá beið móður hennar, en hún var þrek- kona, sem barðist harðri baráttu í lifinu og bognaði aldrei. Eins og að líkum lætur, þá fóru þau systkinin að vinna um leið og þrek þeirra leyfði, til þess að hjálpa móður sinni og sjá heimil- inu farborða. Þar lét Alberta ekki sinn hlut eftir liggja. Nú eru aðeins tvö systkini hennar eftir á lífi, en þau eru Jóna, gift Stefáni Þorkelssyni bifreiðastjóra f Reykjavík, og Brynjólfur, kvæntur Kristínu Halldórsdóttur, og eru þau búsett í Keflavík. Alberta Albertsdóttir er barn þeirra ára, sem buðu fólki þrot- lausa vinnu og erfiði til þess að hafa i sig og á. Hún ólst upp í hinum harða skóla lífsins og lærði barn að aldri, að dugnaður og vinna voru undirstaða þess, að fólk kæmist áfram. Hún vann mikið og komst vei áfram og ávann sér traust og virðingu þeirra, sem henni kynntust. Ung að árum giftist hún Kristjáni Stefánssyni stýrimanni, en hann fórst með vélbátnum Gissuri hvíta á árinu 1924, Þau áttu þrjú börn. Stóð hún nú hálf þrítug að aldri uppi með þrjú ung börn. Þann 3. júní 1927 giftist hún Marselliusi Bernharðssyni og var það mikil gæfa fyrir þau bæði. Hann gekk börnum hennar í föðurstað og hefur alla tíð síðan reynzt þeim sem hinn bezti faðir. Þau hjón eignuðust 10 börn og dóu tvö þeirra í æsku. Barnabörn- in eru orðin 45 og barnabarna- börnin 6. Það er mikið starf, sem liggur eftir Albertu. Hún hefur með myndarskap og stórhug stjórnað stóru heimili. Þareru allir hlutir i reglu og til þeirra hjóna er alltaf gott og gaman að koma. Alberta er kona, sem fylgist vel með þeim máium, sem efst eru á baugi, og er ákveðin og hreinskilin f sam- skiptum við fólk. Hún kann vel að meta það, sem er skemrritilegt, og getur glaðzt með glöðum. Þó að árin séu orðin mörg, er hún ung í anda og kann vel við sig með ungu fólki. Alberta hefur tekið nokkurn þátt í félagsmálum, og er í kvenfélaginu Ösk, kvennadeild Slysavarnafélagsirts og sjálf- stæðiskvenfélagi ísafjarðar. Lífs- braut þessarar ágætu konu hefur ekki verið dans á rósum. Hún hefur orðið að þola margt mótlæti í lífinu. Þvi hefur hún tekið á likan hátt og hennar stórbrotna móðir gerði og vaxið við hverja raun. En hún hefur líka verið hamingjumanneskja og búið í hjónabandi i 47 ár með manni, sem hún ber virðingu fyrir, og hann ekki síður fyrir henni. Á milli þeirra hjóna ríkir sönn vinátta og djúpur skilning- ur. Þau líta yfirfarinn veg liðinna áratuga og mega sannarlega gleðjast yfir mörgu. Þó að skipzt hafi á skin og skúrir, þá er barna- hópurinn og barnabörnin ánægju- legt lífsstarf að líta yfir. Sigrar þerra hjóna i starfi þeirra eru miklir og margir, sem þau mega verastolt yfir. Á þessum tímamótum í ævi Al- bertu er mér bæði ljúft og skylt að þakka henni fyrir vináttu og tryggð frá okkar fyrstu kynnum. Henni og manni hennar var mér hollt að kynnast og eiga að vinum í öll þessi ár. Sú vinátta hefur aldrei brugðizt og fyrir þeim mun ég hér eftir sem hingað til bera mikla virðingu og meta að verð- leikum þeirra mikla starf og mannkosti. Gæfan fylgi þér góða gamla vin- kona og ykkur hjónum báðum, börnum ykkar og öllu skylduliði, með þakklæti okkar hjóna fyrir örofa tryggð og fölskvalausa vin- áttu. Margt eigum við sameigin- legt, en sennilega ekkert nær en að óska þess, að vestfírzk byggð, frægð og saga megi eflast og dafna, og hamingja og velferð megi sitja í öndvegi á hverju heimili. Isfirðingar og allir aðrir Vest- firðingar, sem kynnzt hafa Al- bertu Albertsdóttur og hennar ágæta manni, senda þeim á þessum degi hjartanlegar hamingjuóskir með þakklæti fyrir liðna daga og óskir um heill og hamingju á ókomnum ævidög- um. Matthías Bjarnason. Á þessum tímamótum í lífi Al- bertu Albertsdóttur er mér bæði ljúft og skylt að rifja upp og þakka kynni mín við hana og fjöl- skyldu hennar. Þau hófust á önd- verðum vetri 1962, er ég fluttist aftur til míns gamla fæðingarbæj- ar og hóf störf þar. Var ég til húsa hjá þeim heiðurshjónum, Albertu og Marselliusi, langa hríð og minnist traustra og góðra kynna, sem snerust til einlægrar vináttu milli fjölskyldu þeirra og minnar. Alberta er hin vænsta kona til orðs og æðis, handtak h-ennar hlýtt og raungæði og hjálpsemi móta far hennar allt. • í umróti langrar ævi hefur hún kynnzt gleði og sorgum og orðið að þola margvíslegt mótlæti, en hún hefur ekki kiknað undir þeim byrðum, en staðið af sér sérhvert hret- viðri af þeim manndömi og þeirri sterku skapgerð, sem hún er búin. Manni sínum, börnum og fjöl- mennum hópi afkomenda, hefur hún reynzt frábærlega vel og ver- ið þeirra kjölfesta í lífinu. Heimili þeirra heiðurshjóna liggur um þjóðbraut þvera, ef svo mætti að orði komast, hefur ævin- lega verið mjög gestkvæmt þar, og er gestrisni og rausn þeirra hjóna slik, að í annála mætti færa. Fjölskylda mín og ég viljum nota þetta tækifæri til þess að senda afmælisbarninu heilla- og hamingjuóskir og um leið einlæg- ar þakkir til fjölskyldunnar allrar á Austurvegi 7 fyrir ljúf kynni og samfylgd á liðnum árum. llögni Torfason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.