Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 2
2 I fyrradag kom síðari hópur bandarísku norr- ænustúdentanna tii landsins, alls um 100 manns. Stúdentarnir hafa hér viðdvöl á leið til Kaupmannahafnar, þar sem þeir sitja námskeið í norrænum fræðum á vegum Hafnarháskóla. Hér eru það Háskóli ís- land$ og Kennaraháskól- inn, sem taka á móti Bandaríkjamönnunum, og í gær var til að mynda sameiginleg kvöldvaka að Hótel Loftleiðum. 2 umsækjendur Fyrir nokkru var embætti lög- reglustjóra á Keflavikurflugvelli auglýst laust til umsóknar. Tveir hafa nú sótt um embættið og eru þeir Þorgeir Þorsteinsson, fulÞ trúi lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli, og Héðinn Finnbjörns- son, lögfræðingur hjá Trygginga- stofnun ríkisins. — Staðleysur um þvinganir Rússa okkur hættulegar Framhald af hls. 48 á heimsmarkaðsverði, sem hefði hækkað gífurlega á undanförnum árum. og teldum því ekki óeðli- legt, að Rússar keyptu af okkur fiskafurðir á sem næst heims- markaðsverði, sem einnig hefði hækkað gífurlega. Sá hængur væri þó þar á, að ekki væru eins skýrar línur um heimsmarkaðs- verð á fiski og t.d. olíu og timbri, og okkar verðhækkunarkröfur miðuðust því fyrst og fremst við Bandaríkjamarkað, sem er, eins og allir víta, mjög hár um þessar mundir. Sagði viðskiptaráðherra, að Sovétrikin hefðu boðið umtals- verðar hækkanir á fiskkaupum sínum frá íslandi, en þær væru þó ekki nógu háar að okkar dómi. Hann taldi því fráleitt að setja verðtregðu Rússa á nokkurn hátt í samband við það, að þeir vildu þvinga okkur til að láta varnar- liðið hverfa af landi brott. Að síðustu sagði viðskiptaráð- herra, að töluvert bæri á milli okkar krafa um verðhækkanir á fiski og tilboðs Sovétmanna og sagði, að þar af leiðandi væri mikil óvissa um fisksölur okkar til Rússlands á þessu ári. Fyrirsjá- anlegur væri mikill halli á vöru- skiptunum við Sovétríkin á þessu ári. Hann var okkur mjög óhag- stæður á síðasta ári — greiðslu- hallinn var 800 milljónir og vöru- skiptajöfnuðurinn neikvæður um 1100 milljónir sagði viðskiptaráð- herra, að fyrirsjáanlegt væri, að hallinn yrði töluvert meiri í ár. Alvarleg bil- un hiá Vigra Heiðursfélagi Hringsins Á 60 ára afmæli Kvenfélagsins Hringsins þann 26. janúar sl. var frú Sigþrúður (iuðjónsdóttir gerð að heiðursfélaga, en hún var for- maður félagsins um 10 ára skeið, eðaá árunum 1961—‘71. Við þetta tækifæri opnuðu Hringskonur félagsheimili að As- vallagötu 1, og hefur húsnæðið verið endurbætt og þannig úr garði gert, að starísaðstaða þar er nú eins og bezt verður á kosið. Hringskonur hafa allt frá upp- hafi látið mjög til sfn taka við margs kónar góðgerðastarfsemi, og erþess skemmst aðminnast.að árið 1971 var tekin í notkun geð- deild Barnaspítalá Hringsins, en konurnar höfðu búið deildina öllum nauðsynlegum tækjum. Áður höfðu þær af dæmafáum dugnaði komið upp Barnaspítala Hringsins, sem hefur verið starf- ræktur frá árinu 1957. Þann 15. febrúar halda Hrings- konur hóf fyrir félagskonur og aðra velunnara félagsins að Hótel Borg. Þar verður framreiddur góður matur á vægu verði, ýmis skemmtiatriði verða og hljóm- sveit mun leika fyrir dansi. Ragnheiður Einarsdóttir (t.v.) og SigþrúðurGuðjónsdóttir (t.h.). Hlustendum fækkaði um þriðjung — Kvöldfréttatíma breytt að nýju tJTVARPSRAH ákvað á síðast- liðnu hausti að gera tilraun með breyttan k völdfréttatíma hljóð- varpsins, færa hann fram um hálfa klst. Ekki mæltist þessi tilraun vel fyrir og á fundi sínum í fyrradag ákvað (Jtvarps- ráð að taka aftur upp hinn fyrri fréttatíma. Um miðjan þennan mánuð verður því aftur byrjað að lesa kvöldfréttir klukkan 19.00, en ekki klukkan 18.30 eins og undanfarna mánuði. Akvörðun sfna tók Útvarpsráð, þegar fyrir lágu niðurstöður úr könnun meðal hlustenda á frétta- tíma útvarpsins. Hlustendakönn- un þessa önnuðust þeir dr. Ólafur Ragnar Grímsson og Erlendur Lárusson í samvinnu við nemend- ur í Þjóðfélagsfræði við Háskól- ann og fleiri. Könnunin var fram- Innbrot BROTIZT var inn í læknahúsið Domus Medica við Egilsgötu aðfararnótt laugardags. Þykkar glerrúður í útihurð og forstofu- hurð voru brotnar, en ekki varð séð, að nokkru hefði verið stolið i húsinu. r Akvörðunin tekin í gær FORRAÐAMENN fiskimjöls- verksmiðjanna á Suður- og Vesturlandi héldu með sér annan fund í gærdag, þar sem taka átti endanlega ákvörðun um, hvort verksmiðjurnar hætti loðnumót- töku vegna yfirvofandi verkfalls Alþýðusambandsins. Fundinum var ekki lokið, þegar Morgun- blaðið fékk síðast fréttir. kvæmd á grundvelli úrtaks er náði til 55. hvers manns á aldrin- um 18 — 75 ára, samkvæmt þjóð- skránni. Endanlega úrtakið nam því 2276 manns og voru höfð við- töl við 70% af þessum hópi, eða 1579 Könnunin leiddi í ljós, að um þriðjungur fullorðinna hætti að hiusta á kvöldfréttir hljóðvarps- ins, eða 32,6%. Þessi skerðing á hlustun kom mismunandi niður á stéttum, um 40% verkamanna, iðnaðarmanna, æðri menntunar- starfa, forstjóra og nemenda, sem áður hlustuðu, hættu nú að hlusta. Húsmæður voru hins veg- ar sá hópur, sem mest hélt áfram að hlutsta þrátt fyrir breyting- una. Samkvæmt úrtaki hætti um helmingur Vestfirðinga, sem áður hlustuðu á kvöldfréttir, að hlusta við breytinguna, eða 49,2%, en aðeins um þriðjungur Sunnlend- inga. Sé litið á aldursflokka og kyn, kemur í ljós, að samkvæmt úrtakinu hættu karlar meira að hlusta en konur, 40,6% á móti 31,8%. Karlar og konur í efsta aldursflokki (66—75) héldu hins vegar mest áfram að hlusta. Ástæðan fyrir því, að fólk hætti að hlusta á kvöldfréttir hljóð- varpsins, er, samkvæmt könnun- inni, hinn langi vinnutími þjóðar- innar. Þegar kannað var sérstak- lega hvers vegna fólk hlustaði ekki á fréttir klukkan 18.30, reyndist tæpur helmingur þeirra, sem ekki hlustuðu, ekki geta það vegna vinnu sinnar. Séu ástæður raktar eftir þéttbýlisstigum, kem- ur greinilega í ljós, að langur vinnutimi er mun ríkari ástæða utan Reykjavíkursvæðisins. 1 könnuninni var spurt hvenær fólk vildi helzt hafa fréttatimann og voru gefnir fimm valkostir. Timinn klukkan 19.00 skar sig úr með tæpan helming 47,7%, en 13% vildu hafa fréttirnar klukk- an 18.30 eða klukkan 19.30. Sú stefna að færa fréttatíma hljóð- TOGARINN Vigri liggur nú í Reykjavfkurhöfn vegna alvar- legrar bilunar, og getur farið svo, að hann verði frá veiðum svo mánuðum skipti. Að sögn Gísla J. Hermanns- sonar framkvæmdastjóra ögur- víkur, sem gerir út Vigra og Ögra, hefur gírinn, sem tengir aðalvél við skrúfu og rafal, brotnað. Hann á einmitt að vera einn öruggasti og traustasti hluti í vélarbúnaði skipa, og taldi Gísli vafasamt, að hann væri til í varahlutum, en bjóst við að smíða þyrfti þetta stykki aftur. Er nú verið að vinna að því að fá hingað til lands sér- fræðing — annaðhvort frá Pól- landi, þar sem togarinn er smíð- aður, eða Þýzkalandi, þar sem varps og sjónvarps fjær hvor öðr- um með því að flýta kvöldfréttum hljóðvarps hefur greinilega ekki hljómgrunn. Þetta sést m.a. af því, að svipaður hluti vill fréttir kl. 19.30 og 18.30. Könnunin á hlustun á kvöld- fréttatíma hljóðvarpsins eraðeins hluti af mikilli hlustendakönnun, sem gerð var á hlustun á hljóð- varp og sjónvarp. Niðurstöður könnunarinnar í heild verða væntanlega birtar í lok þessa mánaðar. Leiðrétting í GREIN i Mbl á laugardag um veiðiferð með skuttogaranum Björgvin frá Dalvík var Stefán Jónsson, starfsmaður Simrad- fyrirtækisins, sagður frá Isafirði, en hann erfrá Flateyri. AÐALVANDAMALIÐ í sam- bandi við loðnulöndun í gær var það, að vegna óveðurs var ekki hægt að senda skip til löndunar f Siglufirði, Vopnafirði og á Raufarhiifn. Norðanáttin með stórsjó og hörku frosti hamlaöi því, að loðnuskipin gætu siglt norður fyrir, en segja má að loðnuflotinn bíði víðast hvar löndunar. Að undanfiirnu hafa loðnuskip eins og t.d. Eldborg, Súlan, Loftur Baldvinsson og fleiri verið eins konar flutninga- skip, því að þau hafa sigltlangar leiðir með alfa sinn. Þrær voru vlðast hvar fullar í höfuðstöðvar vélarframleið- andans eru. Gísli þorði engu að spá um, hversu langan tíma við- gerðin tæki, en kvað ljóst, að skip- ið yrði lengi frá veiðum. Vigri er hinn fjórði af nýju skuttogurunum, þar sem vart verður álvarlegrar bilunar; hinir eru Spánartogararnir Bjarni Benediktsson og Júní og Stál- víkurtogarinn Stálvík á Siglu- firði. Snjóbíll í Blá- fjöll og kennsla í Hveradölum MIKIÐ hefur verið um að vera á skíðasvæðunum I nágrenni Reykjavlkur undanfarna daga, enda skíðafærið verið með ein- dæmum gott. Ekki hefur verið fært I skíðalandið í Bláfjöllum vegna snjóþyngsla, en 1 dag verður bætt úr þvl. I sambandi við ferðir frá Umferðarmiðstöð- inni klukkan 10 og 14 1 dag verður snjóbfll og tekur hann við fólkinu, þegar fólksflutningabíl- arnar komust ekki lengra. Á morgun hefst í Hveradölum skíðaskóli á vegum Skíðasam- bands íslands og verða kennarar Frakkinn Gilbert, sem hér hefur að undanförnu þjálfað skíðafólk, og Hannes Tómasson. Kennt verður í tveggja tíma önnum og komast 15 nemendur í hvem hóp, fyrsti hópurinn byrjar klukkan 10.30, sá næsti kL 14.00, þá kl. 17 og síðasti hópurinn klukkan 20. Ferðir verða frá Umferðarmið- stöðinni og geta þeir, sem ætla sér að taka þátt í skíðanáminu, skráð sig þar. Þetta námskeið stendur alla vikuna fram á laugardag og er ætlað 16 ára og eldri, en nám- skeið fyrir yngra skíðafólkið verð- ur líklega seinna í vetur. ' gær á öðrum stöðum en fyrr getur um, þó losnar alltaf af og til í Eyjum og á Austfjörðum. Bræðsla gengur mjög vel á Austfjörðum Og er þar um mun betri gang að ræða en verið hefur áður. Þá gengur sérstklega vel að bræða hjá Gúanóinu í Eyjum, en þar losnar 2500 tonna þróarrými í dag, en hins vegar bíða þar skip með 2800 tonn. Gúanóið bræðir 1200 lestir á sólarhring og er afkastamestaverksmiðja landsins. Loðnuaflinn síðasta sólarhring var 8300 lestir, en frá miðnætti í fyrrakvöld til hádegis í gær var hann 3500 lestir. Norðanáttin stöðv- ar loðnnflutningana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.