Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚÁR1974
12
Minningarsýning
□ I Bogasal Þjóðminjasafnsins
stendur nú yfir yfirlitssýning á
myndverkum eftir Gísla heitinn
Kolbeinsson, er lézt á liðnu sumri
aðeins fjörutíu og sex ára að aldri.
Æviferill þessa manns mun hafa
manns mun hafa verið all litríkur
að því er marka má af inngangi í
sýningarskrá og myndir hans
segja manní, að hér hefur verið á
ferð stemningamaður, róman-
tíker með útþrá í blóðinu og þær
staðfesta einnig, að listfengið hef-
ur verið honum meðfætt. 1 stórum
dráttum var lífssaga hans þessi:
P’æddur 6. júni 1927, sonur Kol-
beins Sigurðssonar skipstjóra og
Ingileifar Gísladóttur. Kvæntur
Dagmar Guðnadóttur. Litir freist-
uðu Gísla snemma en fyrstu til-
sagnar naut hann hjá Jóhanni
Briem, fór svo í Handíðaskólann
en þaðan lá leið hans í Lástahá-
skólann I Kaupmannahöfn. Hann
var þá um tvítugt og málaði tals-
vert á þessum árum. Flestar
myndir hans munu þó hafa
orðið til á árunum 1955—1965.
Þessar upplýsingar, sem
sóttar eru í sýningarskrá,
sýna, að hann átti skammt
að sækja útþrána en hvaðan list-
fengið er komið veit ég ekki því
að maðurinn var mér alls ókunn-
ur og ég mi nnist þess ekki að hafa
séð myndir eftir hann áður, þótt
það sé ekki útilokað. Myndir hans
segja manni þó allnokkuð um
manninn og persónuna, virðist
hafa verið um að ræða togstreitu
milli tveggja ólíkra höfuðþátta í
skapgerð hans, annars vegar var
það tjáningar- og sköpunarþörfin
en hins vegar útþráin hvikul og
eggjandi enda varð farmennska
ævistarf hans og brauðstrit og síð-
ustu árin var hann stýrimaður á
erlendum skipum og málaði þá
lítið en, fann tjáningarþörf sinni
þá farveg í skrifum og liggja eftir
hann fjölmargar smásögur, sem
út hafa komið, og ein skáldsaga:
Rauði kötturinn. Það er ekkert
nýtt, að myndlistarmenn hafi til-
finningu fyrir málinu og séu vel
ritfærir enda geymir sagan margt
stórvel gert á því sviði frá þeirra
hendi og margir heimsþekktir rit-
höfundar hafa byrjað feril sinn á
myndlistarsviðinu eða verið á ein-
hvern hátt tengdir myndlist, en
það undarlega er, að miklu færri,
sem byrjað hafa sem rithöfunar,
hafa endað sem málarar. Þetta
staðfestir það, hve myndlistar-
sviðið er víðfeðmt, upprunalegt
og auðugt af þroskandi atriðum
enda er vettvangur hennar fram-
ar öðru að skynja umhverfi sittog
lífræn fyrirbæri og auka við hinn
almenna skilning. Það er ekki nóg
að skilja fyrirbærin því að ef til-
finninguna vantar, verður útkom-
an ófrjó, skortir þá grómagn.
Gísli Kolbeinsson hefur verið
óvenju hlédrægur maður hvað
Myndlist
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
myndlistina áhrærir, sem er
sennilega vegna þess, að hann
hefur skynjað það hve miklu bet-
ur hann gat gert, — en þetta var
að mínu viti óþarflega mikil hlé-
drægni, því að með því svipti
hann sjálfan sig þeirri uppörvun
og andlegum stuðningi, sem eru
hverjum skapandi listamanni
nauðsynleg. Það kann að hafa ráð-
ið nokkru um eigið vanmat, að á
þeim tíma, er hann málaði hvað
mest, var vegur hinnar hörðu
geometríu hvað mestur hérlendis
og flestir útskúfaðir, sem ekki
máluðu þannig, væri þá ekki um
gróna listamenn að ræða og er hér
um að ræða erfiðan kafla í ís-
lenzkri myndlist.
Prófessor Gísla í Kaupmanna-
höf, Kræstén Iversen
(1886—1955), mun hafa haft gott
álit á hæfileikum hans, einnig
kennarar hans hér heima, en Gísli
stundaði ekki námið af hörku, var
nokkuð laus við. Þetta hafa mér
sagt félagar hans og einn kennari.
Á þeim árum, er Gísli var í Höfn,
var aðstreymi íslendinga að lista-
háskólanum hvað mest og sópaði
mikið að þeim bæði innan skóla
og utan enda mun félagslífið inn-
byrðis hafa verið fjörugt en um
leið glepjandi, — þess guldu ýms-
ir enda munu þeir nokkrir hæfi-
leikamennirnir i hópnum, sem lit-
ið hefur kveðið að síðan, en slík
hefur verið saga alltof margra Is-
lendinga á Hafnarslóðum á liðn-
um öldum. Ýmis ytri atvik hafa
sitt að segja. Á sýningunni i Boga-
sal koma fram nokkur ex-
pressjónísk áhrif enda var
Jóhann Briem fyrsti leiðbein-
andi Gísla sem fyrr segir, en
greinilegt er, að Gísli hefur haft
góða og upprunalega tilfinningu
fyrir lit, það sanna nokkrar
myndir á sýningunni og eink-
um olíulitamyndirnar, en þar
var hann tvímælalaust á sínu
rétta sviði. Litirnir eru furðu
grónir ínn í léreftið, sem sýnir, að
Gisli hefur skynjað innri lifæðar
litarins. Máli mfnu til stuðnings
vil ég benda á myndir líkt og nr.
26, 28, 30, 32, 33, 34, 38 og 54, sem
allar eru áberandi litrænar og
málaðar af fágaðri myndvísi. Eng-
inn vafi er á að sýning á slíkum
myndum hefði vakið athygli hve-
nær sem hún hefði verið sett upp
og orðið Gisla til vegsauka og að
þessum myndum hefði ýmsum
honum þekktari málurum verið
sómi að. Listasafnið mætti gjarn-
an falast eftir einni af þessum
myndum til að rækta þennan
kafla innan íslenzkrar mynd-
listar. Mig langar til að benda
á, að litirnir í einstaka mynd-
um eru farnir að brotna og
slíkt Jiarfnast viðgerðar og
væri slíkt ómáksins vert, gæði
þeirra standa undir slíku.
Myndirnar á sýningunni eru mjög
misjafnar sem vonlegt er, þegar
um jafn ósamfelld vinnubrögð er
að ræða, en beztu olíumálverkin
og olíukrítarmyndirnar (t.d. nr.
12 og 26) standa fyrir sínu og
sýningin í heild er vissulega vel
þess virði, að henni sé gaumur
gefinn. Hún sannar það, að ís-
lendingar hafa átt og eiga margt
hæfileikamanna, sem hefðu getað
og geta náð enn lengra, fái þeir
notið sin rétt og ef hlúð er að
þeim gróðri. Sem slík hefur þessi
sýning mikinn tilgang.
Eg þakka svo þeim, sem stuðl-
uðu að sýningunni, hún nær
lengra en að vera hinzta kveðja
fjölmargra vina og aðdáenda
Gísla Kolbeinssonar, sjóarans,
sem hlotið hafði náðargáfu list-
fengisins i vöggugjöf, því að hún
stuðlar að varðveizlu nafns hans
og minningar.
Bragi Ásgeirsson.
Hljómplötur
eftir HAUK
INGIBERGSSON
Matthías Johannessen:
Sókrates Leikstjóri: Helgi
Skúlason Tónlist: Magnús
Blöndal Jóhannsson Mono,
LP Fálkinn
Þetta mun vera fimmta plat-
an, sem út kemur hjá Fálkan-
um á tiltölulega fáum árum,
sem hefur að geyma leikrit. Er
þetta framtak Fálkans mjög
virðingarvert, þar sem þessar
útgáfur rnunu tæpast skila
ágóða og eru tilkomnar vegna
áhuga Haralds Olafssonar, for-
stjóra Fálkans, á bókmenntum
og fslenskri menningu.
Nýjasta útgáfa Fálkans er
leikritið Sókrates eftir Matthi-
as Johannessen, sem var frum-
flutt í útvarpið í nóvember
1971, en áður hafði leikritið
Fjaðrafok og einþáttungarnir
Eins og þér sáið og Jón gamli
verið fluttir í Þjóðleikhúsinu,
en fram til þessa hefur höfund-
ur eingöngu stundað leikritun í
hjáverkum.
í leikritinu Sókrates er sú
spurning lögð til grundvallar,
hvað sé veruleiki og hvað sé
óraunverulegt, hvað sé líf og
hvað sé dauði, og áhersla er
lögð á hið ótrygga; allt er í
heiminum hverfult. Leikritið
er lítt staðbundið, utan hvað
umhverfi Reykjavíkur skýtur
nokkrum sinnum upp kollin-
um, og timasetning leikur á
tugum alda, þótt hugtök og hug-
myndir eigi við nútímann.
Þessi óákveðni um stað og
stund fellur þó fyllilega að efn-
inu og undirstrikar grund-
vallarspurningu leiksins. Lifi
er blásið í ýmsar hetjur mann-
kynssögunnar og er þar
fremstur Sókrates, sem leikinn
er á eftirminnilegan hátt af Val
Gíslasyni. Einnig koma við sögu
Van Gogh, Darwin, Galileo,
Sölvi Helgason auk Loðvíks 14.
og frillu sonarsonarsonar hans,
Madame de Pompadour.
Að loknu forspjalli höfundar
hefst leikritið með mikilli ræðu
Darwins um, hversu „kerfið“sé
óréttlátt, og siðan koma persón-
urnar hver af annarri til sög-
unnar, og er líður á leikritið
verða tími og staður stöðugt
ógleggri. Þó að leikritið fjalli
um jafn alvarlegan hlut og líf
og dauða, er það þó launfyndið,
þar sem höfundur hefur skotið
alls konar hugdettum og sögu-
skýringum inn í umræðurnar
um grundvallarspurningúna.
Til þess að njóta fyndninnar að
fullu þurfa hlustendur þó trú-
lega að kunna einhver skil á lífi
og starfi persónanna, eins og
sögubækur telja að það hafi
verið.
Tónlistin, sem er eftir Magn-
ús Blöndal Jóhannsson, fellur
einkar vel að anda leikritsins
og skiptir því niður í þætti.
Höfundur mun hafa skrifað
þetta leikrit upp úr stærra
verki og er þetta alvarleg til-
raun til ljóðrænnar leikritunar,
sem er vel þess virði, að hlustað
sé á og ættu t.d. skólar að geta
gert sér töluverðan mat úr því.
Persónu-
saga
og sagn-
fræði
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JONSSON
Jón R. Hjálmarsson:
BRAUTRYÐJENDUR. 251 bls.
Suðurlandsútgáfan. Skógum
1973.
l) JÓN R. Hjálmarsson er bæði
sagnfræðingur og skólamaður.
Með hvort tveggja að leiðarljósi
veit hann, hvernig láta má ungt
fólk meðtaka sögulegan fróðleik.
Ungt fólk er í eðli sínu stjörnu-
dýrkendur, hefur gaman af
persónusögu, frásögnum af af-
reksverkum og öðru, sem óvenju-
legt getur talist, en lætur sig litlu
varða þá sögu, sem er ekki tengd
mannanöfnum og þar með ger-
sneydd dramatískri spennu, eng-
in met slegin. Nafnlaus saga er
fyrir sjónum þess engin saga. Sið-
ar kemst það svo að raun um — út
frá persónusögunni — að fleira
skiptir máli í sagnfræðinni en af-
rek einstakra manna: að íslensk
bókaútgáfa var grundvölluð af
fleirum en Guðbrandi biskupi,
Reykjavík byggð upp af fleirum
en Skúla fógeta, að ár landsins
hefðu að lokum verið brúaðar, þó
Tryggva Gunnarssonar hefði ekki
notið við og þar fram eftir götun-
um.
I Brautryðjendum Jóns R.
Hjálmarssonar er I stuttu máli
skráð saga sextíu „merkra íslend-
inga á síðari öldum“, eins og segir
á titilblaði, hver þáttur þrjár til
Jón R. Hjálmarsson
fjórar síður. Voru þættir þessir í
fyrstunni fluttir i útvarp, ef ég
man rétt, og þá ætlaðir börnum og
unglingum sérstaklega, en þó
býsna gagnlegir fyrir hvern, sem
á hlýddi.
í fyrsta þættinum er sagt frá
Guðbrandi biskupi Þorlákssyni.
Lestina rekur Sveinn Björnsson
forseti. Þar á milli gefur svo að
líta nöfn flestra einstaklinga, sem
verulegan svip settu á íslandssög-
una frá sextándu til tuttugustu
aldar.
.Jlugmynd mín með þessum
þáttum," segir höfundur í for-
mála, „er að segja í örstuttu máli
frá einstökum afreksmönnum, er
verið hafa brautryðjendur í ýms-
um greinum, og bregða jafnframt
ljósi yfir ýmis svið sögu okkar á
siðari öldum.“
Þetta hefur að minni hyggju
tekist. Val ,,afreksmannanna“ er
vitanlega umdeilanlegt. Lang-
mest ber þarna á skáldum og öðr-
um andans mönnum, og er það
eðlilegt, því þau stóðu helst upp
úr á þeim öldum, sem bo'kin
spannar, þar eð erfitt reyndist að
finna kröftum sínum viðnám á
öðrum sviðum. Sakni ég þarna
nafna, kemur mér helst i hug
Einar Benediktsson, sem var ein-