Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEÆRUAR 1974
35
Helga Þ. Smári
— Minningarorð
Frú Helga Þorkelsdóttir Smári,
ekkja Jakobs Jóh. Smára skálds
og rithöfundar, andaSist þann 1.
þ.m. á Borgarspítalanum. Er þar
merk kona fallin frá, og langar
mig til að minnast hennar með
nokkrum orðum.
Helga var fædd í Lykkju á
Kjalamesi 20. nóv. 1884 og hefði
þvi orðið niræð á komandi hausti.
Stóð að henni vel gefið og dug-
andi fólk, sem margt entist vel
eins og hún, ef ekki komu slys til
Foreldrar hennar voru Þorkell
Ingjaldsson óðalsbo'ndi i Alfsnesi
á Kjalarnesi, en ættaður úr
Árnessýslu, frá Miðdal í Laugar-
dal, og kona hans, Björg Sigurðar-
dóttir formanns úr Þerney á
Kollafirði. Sigurður var ættaður
frá Kalastöðum í Borgarfirði, _og
kona hans, Guðrún Sigríður Þor-
steinsdóttir, frá Stokkahlöðum i
Eyjafirði. Guðrún var alsystir
Dómhildar Briem, móður séra
Valdimars og þeirra systkina.
Helga átti fjögur systkini, þrjár
systur og einn bróður, og ólst hún
upp á Kjalarnesi í höpi foreldra
og systkina fram yfir fermingar-
aldur, en þá varð fjölskyldan fyr-
ir þvi þunga áfalli, að heimilisfað-
irinn lézt af~ slysförum. Björg
ekkja hans brá þá búi og fluttist
til Reykjavíkur með börn sín.
Mun Helga dóttir hennar hafa
verið liðlega tvítug, er hún lagði
leið sína til Kaupmannahafnar til
náms og dvaldist þar í nokkur ár
við nám og störf.
1 Kaupinannahöfn kynntist
Helga manni sinum, Jakobi Jóh.
Smára, sem var um þær mundir
við norrænunám i Kaupmanna-
hafnarháskóla, og gengu þau í
hjónaband 1910. Þegar Jakob lézt
nú fyrir einu og hálfu ári, höfðu
þau búið saman í farsælu hjóna-
bandi í 62 ár. Heim til Reykjavík-
ur fluttust þau 1914, er Jakob
hafði lokið magisterprófi i norr-
ænum fræðum. Þeim varð tveggja
barna auðið, sem bæði eru á lífi,
en þau eru frú Kartín Smári cand.
phil. og Bergþór Smári læknir.
Fimm barnabörn áttu Helga og
Jakob, er þau önduðust. Þau eru:
dr. Jakob Yngvason eðlisfræðing-
ur, starfandi við háskólann i Gött-
ingen, Helga Björg Yngvadóttir
stúdent, húsfreyja á Akureyri,
Jakob B. Smári, við háskólanám i
sálarfræði í Aix í Frakklandi,
Erla B. Smári stúdent, við há-
skólanám í Reykjavik, og Júlíus
B. Smári barn. Áttu hin eldri af
barnabörnunum því láni að fagna
að mega njóta í æsku ástúðlegra
samvista við afa og ömmu, sem ég
veit, að þau minnast öll með gleði.
Eg kynntist Helgu mágkonu
minni fyrst verulega sumarið
1917, en það ár dvöldust þau hjón-
in nokkuð sumars á Kvenna-
brekku með Katrinu dóttur sina.
Þá voru ekki bílasamgöngurnar,
tækniöldin naumast hafin hér á
landi, og minnist ég þess, að ég
hafði þá ánægju að útvega þeim
hesta til ferðar úr Borgarnesi
jr
Stefanía Olafsdóttir,
Hofi, Höfðaströnd
Þakkarkveðja
Þegar ég heyrði, að Stefanía
væri dáin, rifjuðust upp mörg at-
vik frá þeim tíma, er ég 9 ára kom
í sveit að Hofi að vorlagi og hafði
ekki farið að heiman áður. Ég var
ekki búinn að vera lengi, þegarég
var farin að kunna vel við mig.
Allir voru mér svo góðir og ekki
sízt Stefanía, og áður en langt um
leið var ég farin að kalla hana
ömmu eins og aðrir á bænum.
Hún var svo hlý og góð við alla,
ekki sízt okkur börnin. Alltaf var
hún að hlynna að okkur, stinga að
okkur kandísmola eða brjóst-
sykri, tína af okkur blaut föt, sem
við skildum eftir hér og þar og
þurrka. Athuga hvort við værum
vel búin og okkur væri ekki kalt.
Þegar henni var gefið eitthvað
var hún um leið búin að gefa það
aftur og hennar mesta unun var
að gleðja aðra. Ég man eftir
mörgum ferðum hennar til að
færa einhverjum eitthvað, sem
hún hélt að kæmi sér vel. Henni
fannst alltaf, að sjálf ætti hún nóg
en aðra vantaði.
hjálpa mömmu minni. A þessum
árum, sem ég var á Hofi, var
amma milli sjötugs og áttræðs.
Hún var mjög heilsugóð og sivinn-
andi, fylgdist með öllu, skrifaði
mörg bréf og hélt dagbækur í tugi
ára. Það er margs að minnast, en
allt eru það góðar minningar um
góða konu.
Lóa.
vestur i Dalí. Koma þeirra og dvöl
vestra var öllum til ánægju, ekki
sízt mér. Mér geðjaðist strax mjög
vel að hinni prúðu og friðu ungu
konu og litlu dóttur hennar, og
það var eins og þau flyttu með sér
blæ nýs og skáldlegri veruleika.
Tel ég mig heppinn að hafa alla
tið átt þau að einlægum vinum.
Átti ég næstu árin á eftir þessu
atviki mikilsverðan stuðning hjá
þeim, boðinn fram af riku hjarta,
þótt fátæk væru þau þá efnislega.
Helga var vinsæl meðal allra,
sem kynntust henni. Hún var fjöl-
hæf og smekkvís kona og lék allt í
höndum hennar, sem hún snerti
á. Hafa án efa búið með henni
verulegir hæfileikar til áþreifan-
legrar og sýnilegrar listar ef næg
tækifæri hefðu gefizt til að þjálfa
þá. En hún bjó einnig yfir hæfi-
leikum til skáldskapar og ritlist-
ar, enda gæti ég trúað, að Jakob
hafi fremur uppörvað hana i því
efni. Mun ýmislegt vera til eftir
hana í handriti, en eitt smásaga-
safn eftir hana kom út 1939, sem
nefnist „Hljóðlátir hugir". Er það
eftirtektarvert, enda ýmsar frá-
sagnirnar,.m.a. af dularfullum til-
vikum, byggðar á raunveruleika.
Blærinn kannski nokkuð dapur,
en fróðlegt, hversu hann minnir
á, að á Islendi ná miðaldirnar að
ýmsu leyti fram á æskuár okkar,
sem nú erum aldurhnigin.
Þau Helga og Jakob voru að
minni hyggju all-ólik, en ekki á
þann hátt, sem leiðir til árekstra,
heldur á hinn veg, að tvær ólikar
persónugerðir verða saman auð-
Steinunn Þórðardóttir
frá Skáleyjum -Minning
A morgun, mánudaginn 11.
febr., verður til moldar borin
Steinunn Þórðardóttir, er andað-
ist að Hrafnistu þann 30. jan. sl.
Hún fæddist aðLangabotni íGeir-
þjófsfirði við Amarfjörð þann 17.
febr. 1886, og hefði því orðið 88
ára á sínum komandi afmælis-
degi.
Foreldrar hennar voru þau
Þórður Þórðarson og Ingibjörg
Gísladóttir. 6 mánaða gömul flutt-
ist hún svo að Auðshaugi á Hjarð-
arnesi til Jóns Þórðarsonar föður-
bróður síns, sem þar bjó þá með
systur sinni Pálinu. Jón kvæntist
svo Hólmfrfði Ebeneserdóttur,
hjá þeim ólst Steinunn upp til
fullorðins ára að Skálmanesmúla
i Múlasveit. Föður sinn hafði hún
misst. er hún var eins árs gömul.
Sem ung kona fluttist hún siðan
að Skáleyjum á Breiðafirði til
móðursystur sinnar, Maríu Gísla-
dóttur. Þar kynntist hún manni
sinum, Hafliða Pjeturssyni, og
giftust þau 26. nóv. 1911.
Þau bjuggu síðan i Skáleyjum í
20 ár, og þar eignuðust þau börn
sín þrjú: Þórhildi, Jón Þórð, og
Maríu. Siðan fluttust þau hjónin
að Þerney á Kollafirði og nokkru
siðar að Víðinesi á Kjalarnesi, þar
sem þau bjuggu í 10 ár. Seinasti
búferlaflutningur þeirra hjón-
anna saman var, er þau fluttust til
Reykjavíkur, og þá fljótlega að
Hverfisgötu 94, en þar andaðist
Hafliði árið 1956. Arið 1944 höfðu
þau misst son sinn, Jón Þórð, en
hann fórst með togaranum Max
Pemberton 11. jan. það ár. Var
það þeim mikill og sár missir.
Síðar fluttist Steinunn svo að
Snekkjuvogi 3 hér í borg, og síðan
að Hrafnistu, þar sem hún eyddi
siðustu æviárunum, lengst af við
erfiða heilsu.
Það fyrsta, sem mér, er þetta
rita, kemur í hug, er ég vil minn-
ast hennar ömmu minnar, er
þakklæti. Þakklæti fyrir það fyrst
og fremst að hafa átt slika ömmu,
og þakklæti fyrir allt það, er hún
af kærleika sínum og göfuglyndi
hefur miðlað mér og minum alla
sína ævi. Hún lærði það ung, að
lifið er enginn leikur, og með
henni þroskaðist sá lífsskilning-
ur, að það að létta undir með
öðrum, hjálpa til, þegar á bjátaði,
hugga í sorg og gleðja i raunum,
væru ásamt bjargfastri Guðstrú,
þau atriði, sem, þegar á reyndi,
veittu lifinu hvað mest gildi. Sam-
kvæmt þessum grundvallaratrið-
um lifði hún allt sitt lif, og þetta
ásamt næmum smekk fyrir því,
sem fagurt er, hjálpaðist að að
skapa þann persónuleika, sem
seint mun gleymast þeim, er
henni kynntust. Eg hygg, að
ekki muni ofmælt, að sér-
hver manneskja, sem kynntist
henni eitthvað, fengi af kynn-
unum nokkra reynslu. Við,
sem þekktum hana bezt, höf-
um eflaust tekið sívakandi um-
hyggju hennar sem sjálfsagðan
hlut og því betur finnum við nú,
hvað við höfum misst. Börnin
hennar, barnabörnin og nú siðast
barnabarnabörnin, — öll fundum
við þann frið og þá góðvild, sem
ætið geislaði út frá henni. I raun
og veru má orða það svo, að hún
hafi lifað lifi sínu fyrir aðra. Auð-
vitað átti hún margar gleði- og
ánægjustundir, en þá voru þær í
Gestur Pálsson
—Minningarorð
Amma var einstaklega góð við
þá, sem minna máttu sín og man
ég sérstaklega eftir rosknum
manni, sem kom að Hofi og var
líklega bilaður á geði, þó að ég
sem barn gerði mér það ekki ljóst.
Hann var ömannblendinn og tal-
aði ekki við neinn. Hann fékkst
ekki til að sofa inni, bara i útihús-
um, en mikið var amma góð við
þennan mann. Hún færði honum
mat og drykk og lagaði i kringum
hann eins og hún fékk fyrir
honum.
Á Hofi er afar fallegt og einstök
kvöldfegurð er sólin er að setjast.
Þessi fegurð fannst ömmu aldrei
sjálfsögð heldur dýrð, sem hún
naut og lofsamaði qg kenndi mér
að njóta. Mörg bréf fékk ég frá
henni á vetrum og þá sagði hún
mér fréttir af heimilisfólkinu, tíð-
arfarinu og skepnunum, sérstak-
lega af kúnum, þvi okkur þötti
báðum vænt. um þær. Hún var
mikill dýravinur. Og svo lauk hún
bréfunum með fyrirbænum fyrir
mér og fjölskyldu minni og
minnti mig á að vera duglega að
GESTUR Pálsson verður til mold-
ar borinn mánudaginn 11. febrú-
ar klukkan 1.30 frá Hallgrims-
kirkju. Hann lézt sunnudaginn 3.
febrúar í Heilsuverndarstöðinni
eftir langa sjúkdómslegu heima
og á sjúkrahúsum. Hann vissi
sjálfur, að endalokin voru
skammt undan, en tók því með
hógværð og karlmennsku og
heyrðist aldrei kvarta.
Gestur Pálsson var prúðmenni
mikið í allri framkomu, vel
greindur, en ekki gefinn fyri að
láta mikið á sér bera eða þrengja
skoðunum sínum upp á aðra.
Hann var ávallt málsvari litil-
magnans, orðheppinn og spaug-
samur og menn hlustuðu á það,
sem hann þurfti að segja.
Ævistarfið var fjölbreytt, aðal-
lega þó sjómennskustörf, var í
áraraðir í siglingum landa á milli,
en einnig á ýmsum fiskiskipum. A
sinum sjómannsferli gegndi hann
ýmsum störfum því hann vargóð-
ur liðsmaður að hverju, sem geng-
ið var, og kunni vel til verka og
sérstaklega skyldurækinn í öllu,
sem hann tók sér fyrir hendur. Þá
var hann og leigubilstjóri i nokk-
ur ár og keyrði frá Hreyfli.
Hann var kvæntur Benónýju
Bjarnadóttur og lifir hún mann
sinn ásamt tveim börnum þeirra,
sem bæði eru gift: Valgeir Bjarni
rafvirki, búsettur hér i Reykja-
vik, og Guðrún Helga, búsett I
Ameriku, sem komin er langan
veg til að fylgja föður sínum sið-
ustu sporin.
Benónýja var manni sínum
styrk stoð i hans löngu veikindum
og annaðist hann af ástúð og um-
hyggju heima og i sjúkrahúsun-
um til síðustu stundar.
Ég, sem þessár línur skrifa,
starfaði með Gesti á sjó og I landi
um langt árabil. Þá var ég ungur
að árum og lítt hertur i skóla
lífsins. Þá var gott að eiga hauk i
horni þar sem Gestur var, með
tilsögn og stuðning. Ég þakka
kærum vini og félaga samfylgd-
ina yfir langan, farinn veg. S.B.
ugri, ekki aðeins samanlagt held-
ur lika hvor fyrir sig en tvær
líkar. Veit ég, að þau hafa bæði
talið sig heppin, og gagnkvæm ást
þeirra og umhyggja alla tíð verið i
þeim öruggu tengslum við tryggð-
ina, sem kannski er ekki orðin
alveg eins sjálfsögð nú á timum,
þvi að
,,á alfaraleið er ást að finna,
afskekkt býr hið trygga þel.
Ástin kemur, ör til kynna,
en að tryggð má leita ve!."
Er það þó ekki ætlun min með
þessu að álasa nútímanum; hann
er likur glæsilegum, en óreyndum
unglingi, sem margt þarf að prófa
til þess að læra af þvi. Að minnsta
kosti trúi ég ekki á lokuð sund:
„Við eigum ætið opið hlið, örlög
og forsjón taka þar við.“
Ég biðst afsökunar á útúrdúr.
Hugur minn leitar til Helgu vin-
konu minnar. Hún var mér kær
vinur og einnig konu minni og
fjölskyldu, sem ásamt mér senda
henni hlýar kveðjur. Helga þráði
Jakob sinn í banalegunni, og
þeim báðum óskum við til
hamingju, að hafa nú hitzt aftur.
Yngvi Jóhannesson.
hennar augum beztar, ef fleiri
deildu þeim með henni.
Skrifað stendur: — þeir, sem
guðirnir elska, deyja ungir. —
Undir þau orð vil ég sannarlega
taka, þvi að þeir, sem með nær-
veru sinni deila meðal okkargleði
og eru ætíð reiðubúnir að bera
klæði á vopnin er i odda skerst,
þeir eru síungir i huga og hjarta,
hversu mörg sem æviárin annars
verða.
Og um leið og ég og fjölskylda
inín kveðjum hana ömmu mína,
þá þökkum við henni þau spor, er
saman hafa legið, og gleðjumst i
vissu þess, að er yfir móðuna
miklu kemur bíða hennar \inirog
vandamenn, með eiginmann og
son í broddi fylkingar, og leiða
hana fagnandi inn i nýtt líf í ríki
Hans, er hún mat svo mikils.
H.Sn.
JSL.Worflunblaba,
Wjemóiaja,,.
ODCLECR