Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAI. 1974 Minning: Jórunn Jónsdóttir Innri-Njarðvík Að koma, vera og fara, það er hið sígilda lögmál allra lifandi vera á þessari jarðkúlu okkar, en tímalengdin er misjöfn á hérvist- arstundunum. Allt hefir sinn tima hjá hverju og hverjum, sem lifir. Það var og er ennþá, að sumum þeirra, sem hafa lifað langa ævi við góða heilsu og mikla starfsorku, finnst, þegar þessar góðu Guðsgjafir eru uppeyddar og ellihrumleikinn með sinum vankostum og veikleika tekur yf- irhöndina, að þá megi skaparínn strax skipta yfir til sin í betri heima. Jórunn frænka mín var ein af þeim fremur fáu mannsekjum, er fengu að njóta þeirra miklu gæða að lifa heilbrigð með afburða mikla lífsorku til sálar og líkama nær alla sína löngu ævi. Það var aðeins allra síðusju árin, sem hún gat ekki gert það, sem vilji hennai' vildi. Hún, sem gat svo lengi gert svo mikið. Allt lék í höndum hennar úti sem inni. Starfiðvar hennar líf og líf henn- ar var starf fyrir hennar eigið heimili og þarfir, eftir því, sem með þurfti. Það var því ekki að furða, þótt viðbrigðin yrðu mikil, þegar starfsþrekið var búið og vanlíðan- in tók við. Jórunn beið eftir og þráði þann dag, er hún fengi að fara héðan til vina og ættingja, er áður voru farnir af þessum heimi. Oft sagði hún við mig: ,,Ég vildi, að blessað- ur himnafaðirinn færi nú sem alira fyrst að taka mig til sín." Máltækið segir: Seint koma suinir dagar, en koma þó. Og nú er hann kominn dagurinn hennar Jórunn- ai', 4. febrúar, 1974 og nú er hún horfin frá válegri veröld til þeirra ljóssins heima, er hún þráði og trú hennar stefndi að. Æviár Jórunnar voru orðín mörg og þegar dagarnir eru tald- ir, eru þeir 89 ár, 3 mánuðir og nær þrjár vikur. Hún hafði um langt árabil og til hinztu stundar verið hinn virðulegi aldursforseti Njarðvíkurhrepps. Jórunn Jónsdóttir var fædd að Hópi í Grindavík 17. október, 1884. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson og Guðrún Guð- brandsdóttir, hjón er þar bjuggu saman nær hálfan annan áratug. Þau gengu í hjónaband 25. nóv- ) ember, 1881. Jón dó á bezta aldri, 30. marz, árið 1894. Höfðu þau hjón þá eignazt 12 börn, 5 syni og sjö dætur. I þessum barnahópi voru einir tvíburar. Einn sonur- inn dó í bernsku, en hin 11 börntn komust öll upp til fullorðinsára. Af þeim náðu 5 áttræðisaldri. Nú er aðeins eftir yngsta systirin Dagbjört, sem varð 80 ára á síðast- liðnu hausti. Yngsti bróðirinn Baldvin dó í nóvember s.l. Þau hjónin Jón Guðmundsson og Guðrún Guðbrandsdóttir á Hópi áttu ættir sínar að rekja í Rangárvalla- og Skaftafellssýsl- 1 ur. Foreldrar Jóns voru Guð- mundur Bjarnason bóndi á Ulfs- stöðum og Álftárhóli í Landeyj- um og hans kona Jórunn Jóns- dóttir Ijósmóðir. Foreldrar Guð- rúnar voru Guðbrandur Jónsson frá Gaddstöðum á Rangárvöllum og Elin Jónsdóttir Þorsteinssonar frá Sólheimum í Mýrdal. Kona Jóns Þorsteinssonar og móðir El- inar var Valgerður Sigurðardóttir frá Steig í Mýrdal, en hún varð síðar kona Lofts Guðmundssonar á Geldingalæk. Ættir þeirra Hópshjónanna, Jóns og Guðrúnar, verða ekki j lengra raktar hér, þó svo að það hefði verið vel þess vert, þegar Jórunnar i Njarðvík er minnzt. Jórunnar nafnið hennar má finna í ætinni, t.d. Jórunni dóttur Steins biskups Jónssonar á Hól- um, eins má nefna það, að þær húsfreyjurnar í Innri-Narðvík, Ljótunn Sigurðardóttir, móðir Jóns Thorkilli Skálholtsrektors og Jórunn Jónsdóttir, áttu til sömu forfeðra að telja, má þar til nefna Einar Sigurðsson prest og sálmaskáld i Heydölum. Jórunn átti sín fyrstu bernsku- ár í foreldrahúsum og naut þar föður- og móðurhlýju, en skjótt dró ský fyrir sólu, þegar faðir hennar dó í blóma lífsins, en þá var Jórunn á tíunda árinu. Það var henni sem barni mikið áfall og alla tíð minntist hún þeirra gleði- og hamingjustunda, er hún faldi litla andlitið sitt i skegginu hans pabba síns. Og frá sinni hlýju og hjartnæmu móður varð hún að fara sem fleiri systkini hennar. Þar með var lokið hinum björtu hamingjudögum bernsku- áranna og önnur veröld tekin við. Ung að árum fluttist Jórunn frá Grindavík norður yfir skagann að Innri-Narðvík á heimili Helga As- björnssonar bónda, er þá hafði tekið þar við búsforráðum eftir föður sinn Iátinn, hinn merka óð- alsbónda og hreppstjóra Ásbjörn Ólafsson. Ingveldur Jafetsdóttir, ekkja Ásbjarnar var þá enn á lífi. Lifði hún fyrstu þrjá ársfjórðung- ana, sem Jórunn átti þar heima. Ásbjörn dó þann 5. ágúst árið 1900, en Ingveldur þann 6. marz, árið 1904. Átján ára gömul tekur Jórunn við húsfreyjustöðu á þess- um stóra stað, sem Innri-Njarðvík ur heimilið hafði verið um aldabil og var ennþá'að nokkru leýti, þó svo að mikið væri þá umbreytt með fólkshald og sjávarútveg til hins minna frá því á blömaskeiði þeirra Ásbjarnar og Ingveldar. Jórunn og Helgi voru gefin saman í hjónaband í heimakirkj- unni þann 20. jariúar, 1905. Er tíminn því nú að renna á sjötug- asta árið frá þeim degi og margt hefur á dagana drifið hjá henni Jórunni frænku í Njarðvík á öll- um þessum árum, og væri löng saga að segja frá því til hlítar. Nóg voru verkefni ungu húsfreyj- unnar. Helgi sótti sjóinn af kappi á sexmanna farinu sínu, heppinn að fiska og lipur sjómaður. Heima við voru kýrnar og kindurnar, sem þurftu sinna muna með. Gestagangurinn var að mestu hinn sami og verið hafði um langa tíð, en nú var ekki margt um vinnuhjú hjá þeim ungu hjónun- um, því kom það sér nú aldeilis vel að konan var meira en nafnið eitt, þegar á reyndi. Það mátti nú segja um hana Jórunni, að hún var sannarlega kraftamanneskja til allra verka úti sem inni, enda þurfti hún á þeim kostum að halda. Þá var andlegi krafturinn hennar ekki síður á ferð og ekki var hans siður þörf með til þeirra stórræða, er hún mátti oft standa í á heimiiinu, til dæmis þegar mikið var þar um gesti og gang- andi i ýmsu ástandi. Jafnvel næt- ur sem daga þurfti Jórunn að taka á móti slíkum gestum og veita þeim aðhlynningu með mat og næturgreiða og oft á tíðum lag- færði hún fatnað þeirra, er á ferð- t Bróðir okkar, GUNNAR KRISTINN HANSEN, andaðist 30. jan. s.l. Útförin hefir farið fram. Olav Hansen, Geir Hansen, Rúnar Hansen. t Bróðir minn, KRISTJÁN VALDIMARSSON frá Hnífsdal, sem andaðist að kveldi 3. febrúar verður jarðsettur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 2. febrúarkl. 10:30að morgni. Valdimar Björn Valdimarsson. t Eiginmaður minn ELLERTK. MAGNÚSSON, Snorrabraut 73, Reykjavík, andaðist á heimili okkar 8. febrúar '74 Guðríður Þorkelsdóttir. t Móðir okkar oa fósturmóðir SIGURRÓS BÖÐVARSDÓTTIR, Óðinsgötu 5, lézt.í Borqarspítalanum 8 febrúar 1 974. Jósefína Björgvinsdóttir, Hermann Björgvinsson, Hulda Björgvinsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Marteinn Björgvinsson, Björgvin Hermannsson. Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Hlaðbrekku 22, Kópavoqi. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 2. febrúar kl. 1 30 e.h. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ebba Jörundsdóttir. t Móðir min, tengdamóðir og amma, ELlNBORG KVARAN, verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. febrúar kl, 3.0CT e.h. Böðvar Kvaran, Guðrún Kvaran og börn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma HELGA Þ. SMÁRI verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11 febrúar kl. t Hugheilar þakkir til allra nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför, mannsins míns, föður okkar, tepgdaföður, afa, sonar, bróður okkar og tengdabróður, HARÐAR SIGFÚSSONAR, Barðavogi 26. Jóhanna Guðmundsdóttir, Jóna S. Harðardóttir Guðjón Ingi Sigurðsson, og börn, Halldór Harðarson, Hólmfriður Sigurjónsdóttir, Jóna S. Jónsdóttir, systkiníog tengdasystkini. t Innilegar þakkir til allra vina okkar og vandamanna fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu. VALGERÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Hverfisgötu 1 2, Reykjavík. Leifur Hannesson, Áslaug Stefánsdóttir, Valgerður Hannesdóttir ó(afur ólafsson, Lína Lilja Hannesdóttir, Hilmar Pálsson, Helga Hannesdóttir, Jón Stefánsson og barnabörn. inni voru. Þetta voru hennar aukastörf, þó æþið stór væru. Þó margt væri ólíkt með þeim hjónum Jórunni og Helga áttu þau það einatt sameiginlegt að vera bæði höfðingjar í gestrisn- inni og áreiðanlega líkaði þeim aldrei betur sitt heimilishald, en þegar hópa af góðum gestum bar að garði, er allir gátu með ánægju notið þeirra höfðinglegu veitinga, sem fram voru bornar. Þá var hún Jórunn sannkölluð drottning í ríki sinu. Þær voru æði margar veizlurnar á því rausnarlega heimili tilheyrandi messugjörð- um í kirkjunni og þar komu marg- ir lærðir sem leikir að borðum. Var það svo lengi vel fyrstu bu- skaparár Jórunnar og þá ekki síð- ur eftir að kirkjan var endurvígð 1944. í röskan aldarfjórðung þar frá hafa veizluborð Jórunnar staðið til boða kirkjugestum, sem það vildu þiggja. Þetta var einn þáttur i hennar lífi og starfi til vegs og virðingar kirkjunni sinni, en þeir voru miklu fleiri þættirn- ir hennar, sem lágu að kirkjunni, þó þeir verði ekki hér upp taldir. Og eftir að ég fór að starfa fyrir kirkjuna var Jórunn, frænka mín, mér sannarlega máttarstólpi og aflgjafi, þegar mest á reyndi. Bænarorð hennar og blessunaróskir eru mér ógleym- anleg og þegar bygging safn- aðarheimilisins hófst með hennar fyrstu skóflustungu, voru bæn- arorð Jórunnar um blessun Guðs og brautargengi þess heimil- is fyrir kirkju og söfnuð byggðar- lagsins einn stærsti hornsteinn- inn að byggingunni. Þegar reisu- fagnaður safnaðarheimilisins var haldinn á afmælisdegi Jórunnar fjórum og hálfum mánuði síðar, þann 17. október, 1970, kom áreið- anlega engum í hug, sem þar voru staddir, að fyrsta athöfnin á veg- um kirkjunnar ætti eftir að verða erfisdrykkjan hennar, Svona hafa dagarnir og minnisstæðu atburð- irnir í starfi og stöðu kirkjunnar komið heim og saman við stóru dagana hennar, og gæti ég nefnt fleiri dæmi þess. Áður en þessum línum lýkur vil ég minnast móður minnar og sam- veru þeirra systra hér í Njarðvík- um. Þorkelína móðir mín kom ung stúlka árið 1905 á heimili Jórunnar systur sinnar í Njarðvík og var þar til heimilis, þangað til hún giftist Finnboga föður mín- um og þau hófu búskap í Tjarnar- koti árið 1910. Eftir það sátu þær systur sín ,á hvoru heimilinu með Tjörnina á milli sín, en þar var hvorki fjörður milli frænda, né vík milli vina. 1 góðu veðri var kallfæri á milli þeirra systra og gat það með réttu heitið systra- samband. I öllþau nær 58 ár, sem komu til viðbótar þeim 5, sem fyrr voru heima í Njarðvík, vissi ég ekki til, að samband rofnaði. Það sama má segja um allan systkinahópinn, að gagnkvæm vinátta og virðing væri þeirra meðfæddir hæfileikar og eðlis- kostir, sem aldrei þrutu á meðan ævin entist. Þó að þau hjónin Jörunn og Helgi ættu sjálf ekkert barn ann- að en fóstursoninn Arna Jónsson, var heimili þeirra samt oft á tið- um barna- og unglingaheimili. Þar var líf og fjör á ferð úti og inni. Heyskapurinn á túninu, þaraþyrsklingurinn i víkinni og nógur sandmaðkur í Stórasandi og Seylunni. Ekki má gleyma hon- um Skarphéðni blessuðum, þegar hennar Jórunnar er minnzt, en það er nú saga fyrir sig að segja frá því, hvernig hún reyndist hon- um sem góð móðir og verndar- vættur í næstúm heilan áratug, er hann dvaldi þar á heimilinu. Og víst er það, að þegar hún Jórunn stóð í sínum daglegu önnum var hún engu að síður drottning í sínu ríki heldur en við veizluborð- ið sítt. Svo að lokum þetta: Hjart- ans þakkir flyt ég frænku minni fyrir alla hennar tryggð og það gott, sem hún gerði mér og minni fjölskyldu, foreldrum mínum og systkinum. Og síðast en ekki sizt fyrir allan hennar skörungsskap og óeigingjörnu umhyggju til verndar og viðgangs kirkjunni okkar. I Ijóssins heiin þig leiði inn lífsins konungur minn og þinn, friðarhöfðingi, Frelsarinn faðininn út þér breiði sinn. Guðinundur A. Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.