Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1974 7 Kvikmyndir Eftír Bjöm Vigni Sigurpálsson Fjandinn er KLUKKAN er ekki nema sjö að morgni í Beverly Hills i Holly- wood, en þá þegar hefur mynd- azt biðröð fyrir framan Fine Arts kvikmyndahúsið. Það er sama, hvernig viðrar, biðröðin mun halda áfram að lengjast eftir því sem á daginn liður unz hún nær umhverfis alla bygg- inguna. Seinna kemur lögregl- an á vettvang til að koma ein- hverri skipan á röðina, lög- reglumenn gefa fyrirskipanir í gegnum gjallarhorn og reyna aðgreiða úr umferðarhnútum á nálægum götum. Inni í kvik- myndahúsinu og 24 öðrum um öll Bandaríkin, þar sem sýning- ar eru allan daginn fram yfir miðnætti, falla fullhraustir karlmenn í yfirlið og er komið til meðvitundar af hópi hjúkrunarkvenna, sem bera amóniak að vitum þeirra, kven- fólkið veinar og litil börn sitja stirðnuð í sætum sínum, augun stjörf af ótta. Hér hefur djöfull- inn haldið innreið sína og næst- um allir vilja kynnast honum. Djöfullinn er kominn fram í sviðsljósið með svo eftirminni- legum hætti fyrir tilstilli kvik- myndarinnar The Exorcist, eða Særingin. Hún er byggð á sam- nefndri sögu William Blatty, en hann sótti aftur efnivið sinn i sannsögulega atburði, sem jafn- vel má finna í skrám kirkjunn- ar og fjöldi virðulegra borgara varð vitni að — um barn, sem var haldið illum anda. Þetta bar til í Georgetown í Washington árið 1949, en Blatty var þá þar við háskólanám. Særingin hef- ur valdið firna miklu uppþoti vestan hafs — innan kirkju, læknis- og sálarfræði og meðal menntamanna, þar sem nú fara fram heitar umræður um djöflatrú, hið yfirnáttúrulega og eðli góðs og ills. Fyrir utan- aðkomandi hljóma þessar um ræður nánast sem félagsfræði- legt furðufyrirbæri, því að sum innleggin í þessar umræður hafa á sér sannkallað miðalda- yfirbragð. Myndin hefur þó nær undantekningalaust verið rökkuð niður af gagnrýnend- um, en það hefur engu breytt um það, að áhorfendur streyma í kvikmyndahúsin, þar sem myndin er sýnd. laus Hins vegar stendur læknum og sálfræðingum vaxandi stugg- ur af móðursýkislegum við- brögðum vegna myndarinnar, þvf að fjöldi fólks, sem séð hef- ur myndina, er nú tekinn að leita liðsinnis presta, guðspek- inga og hvítasunnuprédikara með það fyrir augum að láta særa djöfulinn úr sér eða skyld- mennum sínum. Hafa þessir guðsmenn jafnvel sett á lagg- irnar sérstakar stofnanir i þessu skyni. Abyrgir kirkjunn- ar menn eru algjörlega klofnir í afstöðu til myndarinnar. Sumir virðast álíta, að myndin sé til þess fallin að vekja almenning aftur til umhugsunar um hin eilifu átök góðs og ills meðan aðrir telja, að með henni sé verið að hverfa frá upplýsingu aftur til miðaldaguðsótta og spilað á frumstæðustu tilfinn- ingar mannsins — hjátrúna. I Særingunni er djöfullinn látinn ná tökum á 12 ára stúlku, sem ku vera leikin af hreinni snilld af 14 ára stúlku að nafni Linda Blair. Að öðrum þræði mun myndin vera ósköp ómerkilegt sambland af pornógrafíu og kvalalosta, en það, sem gerir hana frábrugðna öðrum slíkum, er æsispennandi söguþráður, hugmyndarík leik- stjórn og sú staðreynd, að guð fer með sigur af hölmi i lokin. Þar er höfðað jöfnum höndum til samúðar og lægstu hvata áhorfenda — i fyrstu birtist þeim aðlaðandi stúlka, sem fyr- ir tilstilli illra afla umbreytist i æpandi ófreskju, sem m.a. not- ar blóðugan kross til sjálfsfró- unar, reynir að tæla fullorðna karlmenn til lags við sig, hreyt- ir út úr sér verstu klámsyrðum og spýtir grænni ælu á klerka, sem vilja nálgast hana. Leikstjóri þessarar myndar er William Friedkin, sem á sín- um tima fékk Óskarsverðlaunin fyrir The French Connection. Hann var tvö ár að fullgera Særinguna og fór 2,5 milljónir dala fram úr fjárhagsáætlun, sem stafaði að verulegu leyti af alls kyns óvæntum og furðuleg- um óhöppum, sem töfðu gerð myndarinnar. Leikarar fengu dularfulla kvilla, starfsfólk varð fyrir mótorhjólum, einn missti framan af fingri, írski leikarinn Jack McGowran lézt i þann mund sem tökunni lauk, og leikmunir hurfu með óskýr- anlegum hætti. Friedkin staðhæfir, að hann og Blatty fylgi i myndinni svo til alveg hinni raunverulegu fyrirmynd, en þar sem viki frá henni sé það gert til að vernda fólkið, sem hér kom við sögu. I veruleikanum var fórnarlamb- ið drengur, og djöfulæði hans lýsti sér, samkvæmt skilgrein- ingu kaþólsku kirkjunnar, — i fjórum meginatriðum: í fyrsta lagi talaði hann tung- um, með röddu, sem var ólik hans eigin. i öðru lagi fóru hlutir á hreyfingu i kringum hann, alltént hristist rúmið hans upp og niður og fólk, sem reyndi að halda því kyrru, kast- aðist frá þvi. í þriðja lagi bjó hann yfir ómennsku afli, hafði það m.a. af að handleggsbrjóta prest nokkurn, og í fjórða lagi átti hann til skyggnigáfu, sá og vissi hluti, sem barn á hans aldri átti ekki að bera neitt skynbragð á. Læknar og sálfræðingar stóðu ráðþrota frammi fyrir þessum undrum, og ef drengur- inn þjáðist af einhverjum sjúk- dómi, kunnu þeir engin skil á honum. Ættingjar drengsins, sem Friedkin átti sjálfur tal við, bera að samfara djöfulæð- inu hafi fylgt alls konar yfir- náttúruleg fyrirbæri, eins og það, að hlutir svifu í lausu lofti húsgögn voru á stöðugri hreyf- ingu. Einn dag bar það til tíð- inda, að orðin „Farið til St. Louis“ komu fram í rauðum rákum á læri hans. Þá var fjöl- skyldu hans nóg boðið og fór með drenginn til jesúita við St. Louis-háskólann, þar sem sær- ing var framkvæmd. Drengur- inn náði sér siðan algjörlega og lifir nú í hamingjusömu hjóna- bandi, 38 ára að aldri. Hann man ekkert eftir þessum at- burðum. En fjaðrafokið, sem myndin veldur, kemur framleiðamda hennar, The Warner Brothers, ekki illa. Fýrirtækið býst við um 20% tekjuaukningu á þessu ári og þakkar það Særingunni fyrst og siðast. Mesta furðu vek- ur þó, að myndin skuli vera sýnd um öll Bandaríkin án þess að vera bönnuð börnum, og er næsta óskiijanlegt, hvernig hún komst i gegnum kvikmyndaeft- irlitið þar, sem hefur orð á sér fyrir fordóma og íhaldssemi af flestu tagi. Aðeins á einum stað hefur hún verið bönnuð börn- um — er það í höfuðborginni Washington, en þar þurfti til sérstakan úrskurð dómsstóla. SCANIA VORUBÍLL Scania L 80 super 1971, vörubíll til sölu. Upplýsingar í síma 51576. ' TILLEIGU 3ja herbergja íbúð i Hraunbæ Upplýsingar i sima 86165 eftir kl 18 GAMALT ÚTVARP i góðu lagi óskast til kaups. Upplýsingar í sima 38720 BRONCO ÁRG. 1967 mjög góður til sýnis og sölu Sam- komulag með greiðslu. Sir . 16- 289 — 1 9032. TRÉSMÍÐI Smíða klæðaskápa, set upp skil- rúm. Set i húrðir og annast breytingar Simi 35974 VOLGAÁRG 1973 keyrður 18.000 km til sýnis og sölu i dag. Samkomulag með greiðslu. Sími 1 6289 — 1 9032 Áteiknuð PUNTHANDKLÆÐI hvit og mislit, gömlu mynstrin Hillurnar komnar aftur. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. HORNETÁRG. 1972 Mjög fallegur einkabill Skoðaður 1974 Vökvast , útv Má borga með 3ja — 4ra ára skuldabréfi, eða eftir samkomulagi. Simi 16289 — 1 9032 FALLEGU ANTIK FLAUELSDÚKARNIR komnir i mörgum litum og stærð- um Heklugarn og Heklubækur i miklu úrvali. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. BRONCOÁRG. 1966. Öll bretti ný, litið keyrður til sölu. Samkomulag með greiðslu. Simi 16289 — 1 9032. VÖRUBÍLAR — VARAHLUTIR Get útvegað beint frá Sviþjóð vörubíla Volvo FB — 88 og F — 88. Einnig alla varahluti i Volvo og Scania Vabis. Upplýsingar í sima 42001. HÚSEIGENDUR Viljum leigja íbúð, helzt í efra- Breiðholti. Upplýsingar i síma 19337. VIL KAUPA VOLKSWAGEN árg 6 5 — 66 í góðu standi á vetrardekkjum. Upplýsingar í síma 371 26. HÁSETA VANTAR á nýlegan 65 tonna bát. sem er að byrja netaveiðar frá Sandgerði. Upplýsingar í sima 92-71 26 GÓÐUR BÍLL — INNFLUTTIR BÍLAR Til söluToyota Corona station, árg. árg. '67, fasteignatryggt skulda- bréf (3 — 5 ára). Getum útvegað frá Þýzkalandi notaða bíla Hag- kvæm viðskipti. Uppl. i s 81 301 KEFLAVÍK Menn vantar nú þegar við bflarétt- ingar og fleira. Bílasprautun Suðurnesja, simi 1081. ÓSKA EFTIR ÍBUÐ Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Simi 26246 KVÖLDVINNA 1 7 ára stúlka óskar eftir vinnu á kvöldin Upplýsingar i síma 19854 HÚSVAGN óskast keyptur. Upplýsingar í sima 21485 og 15738 TIL LEIGU 4ra herb. íbúð til leigu i háhýsi i Heimahverfi, nú þegar. Upp- lýsingar i sima 36273 TOYOTA CELICA óskast til kaups. Góð útborgun Upplýsingar i síma 86281 BRÚNN PELS sem nýr, til sölu á Barónsstiq 49, 2 hæð OPEL RECORD ÁRG. 1971 Fallegur bill. Til sýnis og sölu i dag. Samkomulag með greiðslu Slmi19032og16289 MARKS HEKLU- OG PRJÓNABLÖÐ nr. 50. 52, 54, 55, 57, 58. 61 og 64 Hannyrðabúðin, Linnetsstig 6, Hafnarfirði, simi 51314. STÚLKA ÓSKAR eftir atvinnu strax Hef verið við afgreiðslu Með bil- próf. Vinsamlegast hringið i síma 10861 milli kl 1 —3 MARKS HEKLUBLÖÐIN KOMIN AFTUR Hannyrðaverzlunin Minerva, Hrísateig 47. ÞORRAMATUR — VEIZLUMATUR Matarbúðin, Hafnarfirði. sér um þorrmatinn í þorrablótin, 16 tegundir innifaldar Einnig köld borð og annan veizlumat Matar- búðin, Hafnarfirði S. 51 186. NÝKOMIÐ úrval af hannyrðavörum Strengir, púðar og reflar með góbelín-saum frá Gunnari Pedersen Hannyrðaverzlunin Minerva, Hrísateig 47. Til leigu Til leigu er 30 — 40 fm húsnæði fyrir skrifstofu eða hliðstæðan rekstur á 3. hæð við Austurstræti. Upp- lýsingar í sima 1 2644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.