Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Þetta samþykkti ASI: 2600 millj. lækkun tekjuskatts 3700 millj. hækkun söluskatts Skattabreytingar þær, sem nkisstjórnin iagði fyrir samn- inganefnd ASÍ og samþykktar voru þar me5 19 atkvæðum af 30, (þrír voru á móti og 6 sátu hjá) þýða í raun skattahækkun, sem nemur a.m.k. 600 milijónum króna og ekki ólíklegt, að nettó skattahækkun verði meiri, þegar öll kurl koma til grafar. Ríkis- 168 romm- flöskum stolið BORTÍZT var inn í vöru- skemmur Hafskips við Eiðis- granda aðfararnótt þriðjudags og stolið 14 kössum, eða 168 þriggja pela flöskum, af Negrita-rommi og nokkrum Dual-plötuspilurum. Verð- mæti þýfisins er, miðað við útsöluverð, yfir þrjú hundruð þúsund krónur. stjórnin hyggst samkvæmt þessu beita sér fyrir: □ Lækkun tekjuskatts um 2500—2700 milljónir. □ 5%-stiga hækkun söluskatts eða hækkun um tæplega 3700 milljónir. □ Um 500 milljónir eiga að ganga til baka til þeirra laun- þegahópa, sem mest verða fyrir barðinu á söluskatts- hækkuninni. Til þess að ná fram tekjuskatts- lækkun um ofangreinda upphæð hyggst ríkisstjórnin beita sér fyr- ir eftirfarandi breytingu á skatta- kerfinu: □ Persónufrádráttur hjóna verði 425 þúsund, einhleyp- inga 280 þúsund og fyrir hvert barn 58 þúsund. □ Skattstiginn breytist þannig, að 20% verði tekin af tekjum að 100 þúsund krónum, 30% af næstu hundrað þúsund krónum og 40% af því, sem umfram 200 þúsund krónur Eyglóarfundur í Eyjum Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló i Vestmannaeyjum heldur fund í Hótel Vestmannaeyjum n.k. fimmtudagskvöld 21. feb. kl. 20. Fundurinn hefst með borðhaldi og ýmis mál verða rædd. Skorað er á félagskonur að fjölmenna á þennan fyrsta fund vetrarins og nýjar félagskonur eru velkomnar. Þá er ráðgert i tillögum ríkis- stjórnarinnar og samþykkt af meirihluta samninganefndar ASÍ, að söluskattshækkunin komi ekki fram í kaupgjaldsvísitölu. Hins vegar er sérstakt ákvæði um, að á árinu 1975 verði metið, hvað 5%- stiga hækkun söluskatts gefi í tekjum yfir árið og hve lækkun beinna skatta nemi þá miklu sam- kvæmt nýjum skattstiga. Síðan segir í þessu ákvæði, að nemi söluskattsupphæð á því ári hærri upphæð en tekjuskattslækkun skuli mismunurinn koma fram í kaupgjaldsvísitölu. í tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir sérstöku skattaf- sláttarkerfi, en ætlunin með því mun vera sú að jafna óhagstæð áhrif þessarar skattabreytingar á Framhald á bls. 18 DAGBLOÐIN KOMA ÚT VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur ákvað í gærmorgun að veita undanþágu til þess, að útgáfa dagblaðanna gæti haldið áfram, en starfsfólk í afgreiðslu blaðanna, auglýsingadeildum og bókhaldi er í VR. Magnús L. Sveinsson skrifstofustjóri VR sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að VR hefði talíð eðlilegt, að almenningur fengi að fylgjast með gangi kjaramálanna eins og sakir stæðu og þess vegna hefði ekki verið talið rétt að stöðva út- gáfu blaðanna á þessu stigi. 7500 lesta veiði í gær GÓÐ loðnuveiði hefur verið sfðan um hádegi í gær, en þá var veður aftur orðið gott á miðunum. Veiðisvæðin eru nú einkum tvö, annað austan við Ingólfshöfða, hitt í Faxaflóa. Fram eftir degi í gær var ekkert hægt að afhafast í Faxaflóanum vegna veðurs, en þegar leiðT á daginn batnaði veðr- ið og skipin fóru að kasta. Um kl. 18.30 í gær höfðu 34 skip tilkynnt um afla til Loðnunefndar síðan kl. 18 í fyrrakvöld, al Is 7570 lestir og var Guðmundur RE með mest- an afla, 650 lestir. Eftir talin skip tilkynntu um afla: Isleifur 4. VE með 70 lestir, Pétur Jónsson KÓ, 230, Guðmund- ur RE, 650, Sveinn Sveinbjörns- son NK, 250, Sæberg SU, 270, Magnús NK, 270, Björg NK, 160,. Þórður Jónasson EA, 360, Hilmir STJORN og trúnaðarmannaráð Félags járniðnaðarmanna, Reykjavík, voru f gær boðuð til Námskeið um stofnun og rekstur heimilis ANNAÐ KVÖLD fimmtudag, hefst hjá Kvenfélagasambandi tslands fjögurra kvölda námskeið fyrir fólk, sem hyggur á heimilis- stofnun eða vill afla sér fræðslu um þær greinar, sem námskeiðið Aðeins trúnaðarmannaráð hafa vald til frestunar fundar, þar sem samþykkt var sú frestun verkfalls, sem 30 manna nefnd ASl tók ákvörðun um f fyrrinótt. Fundurinn samþykkti einnig ályktun, þar sem hann á- taldi mjög þau vinnubrögð, sem viðhöfð hefðu verið, er trúnaðar- mannaráð var ekki sjálft látið taka ákvörðun um frestunina þeg- ar á mánudag. t ályktuninni segir eitthvað á þá leið, að því er Guð- jón Jónsson formaður félagsins tjáði Mbl., að ráðið telji sig eitt geta tekið ákvörðun um verkföll og frestun þeirra. Það sé ekki á valdi stórra nefnda innan sam- taka verkalýðshreyfingarinnar. SU, 230, Skírnir AK, 290, Arn Kristjánsson IS, 180, Gísli Árn RE, 380, Ölafur Magnússon EA 170, Loftur Baldvinsson EA, 50 Tungufell BA, 230, Skógey SF 180, Ásgeir RE, 370, Sigurbjörg ÓF, 270, Arni Magnússon SU, 190 Hrönn VE, 130, Guðrún GK, 160 Ottó Wathne NS, 50, Oddgeir ÞH 100, Helga Guðmundsdóttir BA 350, Ársæll Sigurðsson GK, 120 Vörður ÞH, 230, Þórkatla 2. GK 100, Grindvíkingur GK, 300, Von in KE, 140, Keflvíkingur KE, 50 og Lundi VE, 70Iestir. lengur eingöngu starfsvettvangur kvenna, því að konur vinna í vaxandi mæli utan heimilis, og því er námskeiðið bæði fyrir kon- ur og karla.“ Símabilun I GÆR bilaði símastrengur í Hafnarfirði, þannig að 300 simar á Álfaskeiði og í nágrenni urðu sambandslausir. Er Mbl. hafði samband við Bæjarsímann í gær- kvöldi, var búizt við, að viðgerð lyki ekki fyrr en um nóttina. Starfsmaður Bæjarsímans hafði ekki frétt um orsakir bilunar- Björn Ólafs- son einleik- ari með S.I. TtUNDU reglulegu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar í vetur verða haldnir í Háskólsbíói annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Stjórnandi er Karsten Andersen og einleikari Björn Ólafsson. A efnisskránni er fiðlukonsert í D- dúr op. 61 eftir Ludwig van Beethoven og sinfónfa í d-moll eftir Cæsar Franck. í fréttatilkynningu S. í. segir um Björn Ólafsson: Björn er borinn og barnfæddur Reykvík- ingur, sonur Ölafs Björnssonar ritstjóra og konu hans, Borg- hildar Pétursdóttur Thorsteins- son. Hann byrjaði snemma að læra á fiðlu hjá Þórarni Guð- mundssyni fiðluleikara, en eftir að Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1930 innritað- ist Björn í hann og brautskráðist þaðan árið 1934. Hélt hann síðan til framhaldsnáms til Vínar- borgar og stundaði nám við Tón- listarháskólann þar og útskrifað- ist frá honum árið 1939. Þá kom Björn beint heim og gerðist kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík auk þess sem hann hóf umfangsmikla tónlistarstarfsemi sem einleikari og samleikari í ýmiss konar hljóðfæraflokkum. Björn dvaldist í Bandarfkjunum á árunum 1947—1948 við nám og tónlistarstörf með Adolf Busch og gerðist konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar íslands, er föst starfsemi hennar byrjaði árið 1950, starfi sem hann hefur allttil þessa. Jafnframt hefur hann sinnt umfangsmiklum kennslu- störfum, sem seint verða full- metin, þar sem m.a. segja má, að flestir fiðluleikarar Sinfóníu- hljómsveitarinnar séu nemendur hans. Björn hefur einnig víða komið fram á hljómleikum í Evrópu og Ameríku auk þess að koma fram í útvarpi og leika inn á hljómplötur. Ríkisstjórnin og húsnæðismálin: Lánin þurfa að hækka í 1260 þúsund krónur — Hækka aðeins 1 eina milljón fjal lar um. Dagskráin er þannig, að annað kvöld, kl. 20.30, flytur Hólmfríður Snæbjörnsdóttír fulltrúi borgar- dómara erindi um lög um stofnun og slit hjúskapar og lög um fjár- mál hjóna. Fyrirspurnir og umræður verða að erindinu loknu. Næsta fimmtudagskvöld, 28. febr., kennir Sigriður Haralds- dóttir forstöðumaður Leið- beiningastöðvar húsmæðra gerð fjárhagsáætlunar fyrir heimilis- rekstur. 7. marz verða sýnd bús- áhöld og lín til heimilis og 14. marz flytur Sigríður erindi um nútíma manneldi. Þátttökugjald er 100 kr. fyrir parið. Námskeiðið verður að Hallveigarstöðum. Þátt- töku skal tilkynna kl. 1—3 á dag- inn í síma 12335. I fréttatilkynningu frá Kven- félagasamband Islands um námskeiðið segir m.a.: ,,Til þess að heimilið verði ánægjulegt, þarf rekstur þess að byggjast á hag- sýni og þekkingu. Það er ekki Fundur lögfræðinga í kvöld, fimmtudag, heldur Lög- fræðingafélag íslands fund í Lög- bergi, og hefst hann kl. 8.30. Þar verða ræddar þær hug- myndir, sem fram hafa komið um embætti umboðsmanns Alþingis. Framsögumaður verður Sigurður Q Gizurarson, hrl. í YFIRLÝSINGU þeirri, sem rikisstjórnin mun gefa um að- gerðir í húsnæðismálum við gerð kjarasamninganna, er ekkert ákvæði um hækkun lána Húsnæðismálastjórnar. Til þess að fylgja hækkun byggingar- kostnaðar er talið, að lán Hús- næðismálastjórnar þurfi að hækka í 1260 þúsund krónur. Hins vegar er talið víst, að þau muni ekki hækka nema upp í eina milljón króna. Það þýðir, í raun, hlutfalIslega lækkun lána Húsnæðismálastjórnar af bygg- ingarkostnaði. 1 yfirlýsingu rfkisstjórnarinnar mun eftirfarandi koma fram: □ Launaskattur, sem rennur í Byggingarsjóð hækkar í 2% (var 1% en að auki rennur 1!4% launaskattur í ríkissjóð, þannig að hann verður samtals 3>A%). Ríkisstjórnin treystir því, að lífeyrissjóðirnir leggi fram 20% af ráðstöfunarfé sínu á ári hverju til fjármögnunar félagslegra bygginga. n A árunum 1976—1980 verði framhald á byggingu hentugra íbúða fyrir efnalftið fólk f stéttarfélögum innan ASÍ og hliðstæðra samtaka um Iand allt. Skal að því stefnt, að þriðjungur af áætlaðri íbúða- þörf landsmanna á þessu tíma- bili verði leyst á þessum grundvelli. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar hefur enn ekki verið birt en Morgunblaðið hefur hana undir höndum og er hún svohljóðandi: „í sambandi við samninga verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda um kjaramálin og í fram- haldi af undangengnum viðræð- um fulltrúa rfkisstjórnarinnar við fulltrúa frá Alþýðusambandi íslands um húsnæðismál, lýsir nkisstjórnin yfir því, að hún mun beita sér fyrir eftirfarandi: 1. að á árunum 1976—1980 verði framhald á byggingu hentugra íbuða fyrir efnalítið fólk í stéttarfélögum innan Alþýðu- sambands íslands og hlið- stæðra samtaka um land allt, og skal að því stefnt, að eigi minna en þriðjungur af áætlaðri íbúðaþörf lands- manna á þessu timabili verði leyst á þessum grundvelli, sbr. 2. tl. 2. ibúðir þessar yrðu ýmist: a. verkamannabústaðir, b. söluíbdðir eins og íbúðir þær, sem reistar hafa verið á vegum Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar í Reykjavík, c. leiguíbúðir t.d. á vegum sveitarfélaga eða serstakra samtaka, sem mynduð yrðu í þessu skyni á vegum verka- lýðssamtakanna eða lifeyris- sjóða þeirra. 3. Lánakjör vegna íbúða þeirra, sem um getur í 2. tl. verði eigi lakari en nú gilda. Þó skal heimilt að stytta lánstímann með hliðsjón af hækkun bygg- ingavísitölu, sbr. þó 5. lið. 4. Stefnt skal að þvi, þar sem því verður viðkomið, að hver bygg- ingaráfangi verði það stór, að kostir fjöldaframleiðslu verði nýttir svo sem frekast er unnt. Gerð ibúða og frágangur verði staðlaður, hvort sem um verð- ur að tefla einbýlis- eða fjöl- býlishús, þannig að hagnýta megi teikningar og útboðs- gögn, hvar sem ibúðirnar verða reistar. Lögð verði meg- ináherzla á byggingu hag- kvæmra og smekklegra íbúða ásamt nauðsynlegri félagslegri aðstöðu. 5. Haft verður fullt samráð við verkalýðsfélögin um fram- kvæmd þessa samkomulags og verði settar nánari reglur um, hvernig því verður háttað. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.