Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Líklega er það eins- dæmi, að verkalýðsfé- lög samþykki yfir sig skattahækkun. En það gerðist um síðustu helgi á Hótel Loftleiðum eftir að þrír ráðherrar höfðu í sól- arhring legið yfir skoðaná- samninganefndar ASÍ fall- izt á. Verður ekki annað sagt, en að mikil umskipti hafa orðið hjá ýmsum for- ingjum verkalýðshreyfing- arinnar frá því, sem áður var. Að vonum ríkti ekki eining í 30 manna nefnd hefur samþykkt. Það hefur verið staðfest með rithönd Lúðvfks Jósepssonar sjálfs, sem lofaði því, að þessi skattahækkun skyldi koma fram í kaupgjaldsvísitölu. En hvenær? Einhvern tíma á næsta ári! Og hvað skyldu launþegar þá hafa tapað miklu fé. Launþegasamtökin féll- ust á, að söluskattshækk- unin kæmi ekki fram í vísi- tölu. Þau samþykktu einn- ig að taka áfengi og tóbak út úr vísitölu. Öllum þeim, sem hafa árum saman haft áhyggjur af vísitöluvitleys- unni hlýtur að vera hinn nýi skilningur ASÍ-foryst unnar á þessu máli fagnað- arefni. En þegar haft er í huga, að þessir sömu verkalýðsleiðtogar sökuðu ASI SAMÞYKKIR SKATTAHÆKKUN bræðrum sínum í verka- lýðsfélögunum. Að því loknu féllst meirihluti 30 manna nefndar ASl á til- lögur ríkisstjórnarinnar, sem fela í sér lækkun beinna tekjuskatta um 2600 milljónir en hækkun söluskatts um a.m.k. 3700 milljónir. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að 500 milljón- ir af þessum mismun gangi til tekjutilfærslu svokall- aðrar, er Ijóst, að um nettó- skattahækkun er að ræða og hana hefur meirihluti ASl um þessa skattahækk- un. Aðeins 19 fulltrúar af 30 fengust til að samþykkja hana, 3 greiddu atkvæði á móti en 6 sátu hjá. Formað- ur Verkamannafélagsins Hlífar, sem af tilviljun var fjarstaddur atvkæða- greiðsluna, hefur lýst því yfir, að hann hefði greitt atkvæði gegn tillögunni. Ekki er hægt að draga í efa, að um raunverulega skattahækkun er að ræða á launþega með þeim breyt- ingum, sem meirihluti ASÍ ríkisstjórn Jóhanns Haf- stein um vísitölurán haust- ið 1970, þegar áfengi og tóbak var tekið út úr vísi- tölunni, hlýtur sú sþurning að vakna, hvort hér er um varanleg skoðanaskipti að ræða eða einungis tíma- bundin. Það á eftir að koma í Ijós. Auk þess að samþykkja yfir launþega skattahækk- un vekur það einnig at- hygli, að ASÍ hefur lagt blessun sína yfir tillögur ríkisstjórnarinnar í hús- næðismálum, sem í raun þýða lækkun húsnæðis- málastjórnarlána. Talið er, að lán Húsnæðismála- stjórnar verði hækkuð f eina milljón króna með framlagi úr lífeyrissjóðum og hækkun launaskatts. Ef hins vegar þessi lán ættu að halda sama hlutfalli af byggingarkostnaði og áður var, þyrftu þau nú að hækka í 1260 þúsund krón- ur. Þegar Björn Jónsson tók við embætti félags- málaráðherra höfðu menn vissulega vænzt þess, að hann mundi láta hendur standa fram úr ermum og tryggja nauðsynlega hækk- un húsnæðislána, en sú von hefur ekki rætzt. Hins veg- ar er alveg með ólíkindum, að verkalýðssamtökin sam- þykki aðgerðir í húsnæðis- málum, sem þýða raun- verulega lækkun lánanna. En það er kannski ekki skrýtnara en margt annað, sem gerzt hefur í þessum samningaviðræðum. Ráðherrar töfðu viðræður Framkoma ríkisstjórn- arinnar í samningavið- ræðunum um helgina var með endemum. Enda þótt mikið væri ógert í viðræð- um aðila og verkfall yfir- vofandi, ruddust þrír ráð- herrar inn á samninga- fundi og kröfðust þess, að afgreiddar yrðu tillögur stjórnarinnar í skattamál- um og húsnæðismálum. Þetta þýddi a.m.k. sólar- hringstöf í samningavið- ræðum vinnuveitenda og ASl meðan ráðherrarnir voru að fá sín mál afgreidd. Það eru alveg furðuleg vinnubrögð, að ráðherr- arnir skuli koma fram með þessi mál á síðustu stundu. I þrjá mánuði hafa þeir ekkert gert til þess að sinna skattamálunum og húsnæðismálunum, en þeg- ar allt er komið í eindaga taka þeir dýrmætan tíma frá samningamönnum til þess að knýja fram tillögur sfnar. Þegar svo vinnuveit- endur fóru að skoða hvað tillögur ríkisstjórnarinnar um hækkun söluskatts og launaskatts mundu þýða fyrir atvinnuvegina, kom í ljós, að þarna var um 500 milljón króna bagga að ræða, sem hafa mundi hin- ar alvarlegustu afleiðing- ar, sérstaklega fyrir iðnað- inn. Hækkun söluskatts f 18% þýðir nefnilega, að iðnaðurinn stendur mun verr að vígi við vélakaup en samkeppnisaðilar er- lendis. En út í þetta hafði að sjálfsögðu ekki verið hugsað. HROSSALETUR til Hannesar Péturssonar Frændi og vinur. — Skelfing var ég gálaus að fara að svara þér, þegar þú sendir mér tóninn i útvarpinu á dög- unum. Ég mátti vita, að þú fær- ir á stúfana í annað sinn, og siðan yrði ég kannski að leika við þig sleitulausan borðtennis, meðan báðum entist örindi. Þú kallar svo, að ég einblini á hégómaskapinn að baki silfur- hestinum, sem hafi fengið svo mjög á heilann. Auðvitað situr hégómaskapurinn við sinn keip; hitt skiptir þó miklu meira máli, að veiting slíkra verðlauna er í mínum augum siðleysi og víðs fjarri því að vera svo meinlaust grín, sem þú vilti öðru orðinu vera láta. Það er út af fyrir sig skolli hart, að mönnum skuli gert að játast undir hlálegan ósið, ef þeir eigi að komast hjá gapa- stokki fyrir uppskafningshátt. En slíkir úrslitakostir fylgja veitingu silfurhestsins. Og þar duga engar bænir um miskunn, karl minn. Svokölluð heiðurs- merki fá menn að afþakka í kyrrþey; en silfurhestur skal i þig, hversu vandlega sem hann er afþakkaður, og síðan skal hin afþakkaða veiting opin- beruð, hvað sem tautar, eins þótt veitendur séu sárbeðnir að láta með öllu kyrrt liggja. Eg hefði víst ekki láð þér að taka við þessum hesti þegjandi og hljóðalaust, heldur en lenda í ógöngum fyrir að hafna hon- um og fá svo kannski hross á heilann upp úr öllu saman; já, taka við honum þegjandi, og bölva i hljóði, í stað þess að brjótast í að koma þér upp ein- hverju lipru siðgæði, sem gæti boðið hann velkominn f alvöru, leggjast^undir feld, og spretta síðan upp forkláraður og stíga á bak samkvæmt þaulhugsaðri niðurstöðu, sem að vísu var leyndarmál þegar til kom, að öðru leyti en því, að ég hafði á sínum táma farið með vont raus. Nú lætur þú í það skína, að þú sért hestinum feginn sem „viðurkenningu“. Að vísu hafi það vafizt þér um stund, „að hve miklu leyti“ hann væri það, síðan hann fór að tölta á fjórum fótum í stað fimm áður. Kannski hafði óskeikulu spori hans förlað um tuttugu prósent. En þar kom, að rofaði til, og þú varst ekki lengur í vafa. Og nú verð ég, vinur sæll, að trúa þér fyrir litilræði. Fyrst þú á annað borð lagðir í að velta því fyrir þér, hvort þú ættir að þiggja eða hafna, þá er mér óskiljanlegt, hvernig þú gazt umflúið sfðari kostinn, hvernig þú gazt, að vandlega yfirlögðu ráði, fallizt á dómsúrskurð, sem allir mega sjá, að ekki er annað en fullyrðing í lausu lofti, ekki hótinu merkari en fullyrðing mín um að Rauðamyrkur sé betri bók en Ljóðabréf. Þú seg- ir, að ónefndur norðlendingur hafi þar á hausavíxl, og því miður getir þú ekkert gert með þann skoðanamun, því að svo sé margt sinnið sem skinnið. Þarna hitturðu reyndar nagl- ann á höfuðið. Umsagnir manna um skáldskap geta aldrei orðið annað en sérgilt mat, því að algild viðmiðun, sem marktækur dómur yrði á reistur, er ekki til. Þó snýr annað upp, þegar þú átt orðastað við þá Silfrunga. Þá fagnar þú gæðingi þeirra sem „viðurkenningu". Viður- kenningu á hverju? Þeirri stað- reynd, vitaskuld, að Ljóðabréf var bezta bók ársins. Já, þá veit Helgi Hálfdánarson maður það; nú get ég farið rak- leitt og beðið bókavörðinn að lána mér Ljóðabréf og sparað mér lestur á öðru rusli, sem nær ekki máli. Eg þarf ekki einu sinni að standa í því að skoða minn eigin hug um gæði bókarinnar; ég veit fyrirfram, að hún er bezta bók ársins. Viðurkennd úrvals-fæða, prófuð og gæðamerk af sjálfu matvæla-eftirlitinu; það er nú líkast til. Hitt veit ég er spaug, að þér hafi svo mjög hrosið hugur við að verða Mogganum sammála, að það hafi riðið baggamuninn. Eins læt ég það vera, að þú stríðir mér á Morgunblaðinu. Þó að ég hafi aðra skoðun á flestum málum en sjálfstæðis- menn, þá er ég að vísu ekki svo heilsteyptur persóna, að ég yrði blindur á fegurð Esjunnar um leið og borgarstjórinn í Reykja- vík segðist hafa búið hana til. Og fyrst þér er svo gífurlegt kappsmál að fá að misskilja augljós ummæli mln um höfundarleysi Njálu, þá hef ég ekki brjóst i mér að amast við því oftar. Að sjálfsögðu dreg ég ekki í efa, að kjör þeirra fjórmenn- inga hafi fram farið eftir beztu sannfæringu. Enda dytti mér aldrei í hug að lasta Ljóðabréf, þó að ég telji aðrar af bókum þínum miklu betri, einnig Rauðamyrkur, og má þá einu gilda hvað þú kallar ljóð i gær og lausamál í dag; það er önnur saga. Vel er þér um það kunnugt, hve mikils ég met bækur þínar, allar með tölu. Og mér þykja þær engu ómerkari, þótt ég kalli bæði hlægilegt og skaðlegt að verðlauna þær. Og þó að þú afneitir stefnu okkar Morgun- blaðsmanna og notir opinbera hátíðaræðu til að senda mér ádrepu, þá mun ég framvegis hafa á þér sama óbilandi dálætið og jafnan áður og Iofa guð fyrir að þú skulir vera til. En víst gaztu, þrjóturinn, valið okkur skemmtilegra umræðu- efni en þennan blessaðan silfurhest og fremur annars staðar en á almennafæri. Þinn einlægur Heigi Hálfdánarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.