Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐÍÐ, ,\IIÐVIKUDAGUR.20. FKKRUAR 19,4 Einar Jóhannsson Mýrarkoti - Minning Fæddur 19. apríl 1877, Dáinn 2. febrúar 1974. Einar Jóhannsson fæddist að Höfða a Höfðaströnd, en fluttíst ungur að Mýrarkoti, Hofshreppi, Skagaf irði. Sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Jöhanns Einarssonar. Ölst hann þar upp ásamt fleiri systkinum við gott atlæti. Því þótt jörðin væri ekki stór I þá daga, skorti aldrei mat í Mýrarkoti, og hægt að miðla öðr- um ef með þurfti. Allt var nýtt, eggin og fuglinn úr Drangey, og silungurinn úr Höfðavatni sem nágránnarnir voru ósparir á að senda bæði fyrr. og síðar, en Mýrarkot átti ekki land að vatni. Einar átti góða nágranna og veit ég nú að hann mundi vilja að leiðarlokum þakka þeim alla þeirra alúð og hlýju í sinn garð. Einar stundaði búskap um 50 ára skeið allt frá árinu 1910. En þá er hann minnkaði við sig bú- skap settist í búið Konráð Ás- grímsson og Guðrún Þorsteins- dóttir sem bjuggu þar i nokkur ár. Síðan tóku við búinu Jón Þor- steinsson og Ragnheiður Jóns- dóttir, en Jón var bróðursonur Hólmfríðar seinni konu Einars og áttu þau hjónin þar öruggt skjól. Einar gat aldrei hugsað sér að fara frá jörðinni sinni, sem hon- um þótti svo vænt um, þar hafði hann alist upp og starfað langa ævi, og þar vildi hann deyja, hon- um varð að þeirri ósk. Þökk sé þeim hjónum Jóni og Ragnheiði sem alla tíð umvöfðu hann kær- leika sem væri hann þeirra eigin faðir. Einar Jóhannsson vartvíkvænt- ur. Fyrri konu sína Geirlaugu Gunnlaugsdóttir missti hann árið 1922 frá ungum börnum og varð það honum mikið áfall, syrgði hann hana alla ævi. Þeim varð t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi JÓHANN TRYGGVI ÓLAFSSON, frá Krossum. lézt í Landspltalanum að morgni 1 2. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl 15 00 Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd Guðný Gunnarsdóttir, Erla Jóhannsdóttir, Friðgeir Olgeirsson, Jóhann Sigurjón Friðgeirsson. t Móðir mín, ÞURÍÐUR KÁRADÓTTIR, Kvisthaga 11, Reykjavik, andaðist 1 8. þ.m. Páll Pálsson. t Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu, móður, tengdamömmu og ömmu, GUÐMUNDU EIRÍKSDÓTTUR, Hverfisgötu 101, einnig þökkum við læknum og hjúkrunarliði Borgarspitalans góða umönnun í hennar löngu og erfiðu legu. Ingimundur Guðmundsson, HelgiG. Ingimundarson, Birna Þórðardóttir, Rósa E. Ingimundardóttir, Halldór Þorsteinsson og barnabörn. fjögurra barna auðið og komust þrjú þeirra til fullorðins ára. Þau eru Gunnlaugur húsgagnabólstr- ari á Akureyri, Elín húsfrú i Hafnarfirði og Sigurður útvarps- virki f Kópavogi. Nikólína lést barn að aldri. Seinni konu sína Hólmfríði Helgadóttir missti Einar 1966, þá orðinn gamall maður og var hon- um þá mikils virði að vera hjá góðu fólki sem létti honum byrð- ina. Þegar Einar var ungur maður réðst hann í það að fara til Akur- eyrar og læra þar bókband, minntist hann þess tíma ávallt með gleði. Alla tíð vann hann að bókbandi jafnframt búskapnum og þeir eru ófáir sem eiga bækur bundnar af Einari frá Mýrarkoti. Þótt Einar hafi hlotið það hlut- skipti f lífinu að verða bóndi og yrkja jörðina hygg ég að bækur hafi staðið mjög nærri huga hans. Hann var víðlesinn og kunni góð skil á mönnum og málefnum. Ein- ar var frekar heilsugóður um æv- ina og vann við bókband þar til fyrir nokkrum árum að hann varð að hætta. Einar hefði orðið 97 ára 19. aprfl n.k. svo starfsævin var orðin löng og ég veit að honum hefir þótt gott að sofna og hverfa til ástvinanna sem á undan voru farnir. Að endingu kveð ég kæran tengdaföður með þessum orðum: P'ar þú í friði, friðurG uðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Tengdadóttir. Spánn og Marokkó ná sam- komulagi í FRETT, sem borizt hefur frá Kanaríeyjum, segir, að útfærsla Jiskveiðilögsögu Marokko í 70 mflur hafi valdið því að takmörk- in náðu nær því að strönd Kanarí- eyja, sem eru næst Afríku og þar með voru útilokaðar fiskveið- ar eyjaskeggja. Þar eru einmitt beztu sardínumið þeirra. Kom til alls konar árekstra, en nú hafa Spánn og Marokkó gert milliríkja- samning, og á að leyfa um 200 spænskum fiskibátum að veiða innan Iandhelgi Marokkós. Spánskir og marokkanskir fiski- menn hafa einnig myndað nokk- urs konar sameiginlegt útvegsfyr- irtæki í sambandi við löndun og sölu. t Móðir okkar tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR frá Uppsölum Hrefnugötu 8, sem andaðist 12 febr. s.l verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21 þ.m., klukkan 1.30 e b Börn, barnabörn og tengdabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA TÓMASDÓTTIR, Hátelgsvegi 32, • verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Reykjavik, laugardaginn 23. febrúar kl. 10 30. B. Óli Pálsson Tómas Grétar Ólason Guðlaug Gisladóttir og börn Pálmar Ólason Sigurveig Sveinsdóttir og börn. Smári Ólason t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður bg ömmu, LAUFEYJAR ÓSK JÓNSDÓTTUR, Krókatúni 5, Akranesi. Kristín Magnúsdóttir, Svanberg Ólafsson, Ingibjartur Þórjónsson og dætur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi SIGURMUNDUR RUNÓLFSSON, Vestmannabraut 25 Vestmannaeyjum sem lézt á St. Josefsspítalanum í Hafnarfirði 16 febrúar sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. febrúarkl.2 , , Isey Skaftadottir Guðrún Jóhannsdóttir Heiðmundur Sigurmundsson Emilía Jónasdóttir Ingólfur Sigurmundsson María Vilhjálmsdóttir Arnar Sigurmundsson Svanhildur Gísladóttir Guðjón Róbert Sigurmundsson og barnabörn t Minningarathöfn um móður okkar og tengdamóður AÐALBJORGU SIGURÐARDÓTTUR, verður haldin í safnaðarkirkju hennar í Reykjavík, Kirkju óháða safnaðarins við Háteigsveg, laugardaginn 23. febrúar kl, 2 e.h Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. febrúar kl 2 e.h Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Elliheimili Akureyrar njóta þess í Reykjavík fást minningarkort Elliheimilisins í íslenzkum heimilis- iðnaði, Hafnarstræti 3, og Bókabúð Glæsibæjar Bergljót og Bjarni Rafnar Guðrún og Jónas H. Haralz. Gjafir til Arbæjar- safnaðar A síðastliðnu ári bárust Ár- bæjarsöfnuði margar verðmætar og veglegar gjafir, bæði kirkju- munir og lausafé. Aður hefur þess verið getið hér í blaðinu, að á páskum í fyrravor voru vfgðir tveir fagrir altaris- kertastjakar úr kopar og gáfu þrenn hjón i söfnuðinum þá væntanlegri kirkju og safnaðar- heimili. Á fimm ára afmælisfundi Kven- félags Árbæjarsóknar hinn 3. desember síðastliðinn færði for- maður félagsins, frú Margrét Einarsdóttir, söfnuðinum að gjöf frá félaginu í tilefni afmælisins, kaleik og patinu úr silfri, hina fegurstu gripi, sem bættu úr brýnni þörf, því að enn á söfnuðurinn fátt kirkjulegra muna. Rétt fyrir jól gaf kona ein í söfnuðinum vandað sýningartjald til afnota fyrir félagsstarf unga fólksins í sókninni. Á kirkjubyggingardaginn 26. ágúst í fyrra, bárust byggingar- sjóði safnaðarins höfðinglegar gjafir: Frá Kvenfélagi Árbæjar- sóknar kr. 300.000, frá Bræðra- félagi Arbæjarsafnaðar kr. 240.000 og Framfarafélag Ár- bæjar- og Selássókna afhenti söfnuðinum afsalsbréf fyrir eign- um félagsins, er renna skulu til safnaðarheimilisins nýja, en þar fær félagið síðar aðstoðu fyrir starfsemi sína. Aðrar gjafir, sem borizt hafa í byggingarsjóð safnaðarins eru þessar: Frá Þ J. kr. 5.000—, H. Þ. kr. 1.000—, B. ð. kr. 5.000—, N. N. kr. 1.000—, A. C. kr. 1.000—, E. J. kr. 1.000—, H. K. kr. 1.000—, H. S. kr. 1.000—. Auk þess rann í byggingarsjóð- inn andvirði seldra bóka og fé í samskotabauk að upphæð kr. 22.000. Þá hafa mangir, bæði ein- staklingar, fyrirtæki og félög, styrkt fjáröflunarstarfsemi safnaðarins með góðum gjöfum, og fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi. Þessar mörgu og miklu gjafir eru vissulega fagnaðarefni félitlum söfnuði, sem á mikil verkefni framundan við að koma sér upp aðstöðu fyrir kirkjulegt starf í sókninni og verður í ríkum mæli að treysta á góðhug og fórnarlund safnaðarmanna og annarra vina kirkjunnar. í nafni safnaðarins flyt ég gef- endum heilshugar þakkir og bið þeim öllum blessunar Guðs. Guðmundur Þorsteinsson (sóknarprestur) EKIÐ A KYRR- STÆÐA BÍLA Föstudaginn 15. febr. sl., kl. 09—11:30, var ekið á ljósdrapp- lita Fiat-bifreið, R-35647, á stæði við Suðurlandsbraut 4 og hurðin hægra megin mjög dælduð. — Frá kl. 19 á laugardagskvöld 16 febr. til kl. 16:30 á sunnudag var ekið á nýja, rauðbrúna Saab-bif- reið, R-5052, á Háteigsvegi gegnt húsi nr. 34 og hurðin vinstra meg- in dælduð og rispuð. — Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ákeyrslurnar, eru beðnir að láta lögregluna vita. JHóVtjmiWníriíi margfaldar markað yðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.