Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 42. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Aþenu, 19. febrúar, AP. GRÍSKA stjórnin tilkynnti i dag, að handteknir hefðu verið 35 háttsettir mehn f kommúnista- flokki landsins, sem er bannaður. Tilkynning um þetta var lesin upp á fundi með fréttamönnum, sem hafði verið kallaður saman í skyndi. A fundinum, sakaði tals- maður stjórnarinnar kommúnista um að hafa í hyggju að steypa stjórninni með valdi og koma á einræðisstjórn kommúnista. Talsmaðurinn sagði einnig, að kommúnistar hefðu átt mikinn þátt í óeirðunum i Aþenu i nóvember síðastliðnum og svip- aðar aðgerðir hefðu verið fyrir- Framhald á bls. 18 Hvert stórmálið af öðru kemur fram í sviðsljósið almenningi sem mest til góða. Jeremy Thorpe formaður Frjálslynda flokksins sagði í dag, að flokkur hans óskaði hvorki eft- ir stjórnarsamstarfi við Verka- mannaflokkinn né íhaldsflokk- inn. Hann sagði, að flokkurinn myndi berjast einn og spáði þvi, að hann næði a.m.k. 60 sætum í neðri deildinni í kosningunum 28. Framhald á bls. 18 DAYAN vill ekki í nýja ríkisstjórn Jerúsalem, 19. febrúar,NTB. Golda IVIeir forsætisráðherra Israels mun á morgun eiga fund með Katzir forseta og verður þá tekin ákvörðun um, hvort hún biður um frest f þrjár vikur í viðbót til að reyna að mynda nýja rikisstjórn. Lft- ið hefur gengið í þeim málum síðan kosningarnar voru haldn- ar 30. desember sfðastliðinn, og fsraelska útvarpið sagði f dag, að IVloshe Dayan varnarmála- ráðherra vildi ekki vera með í myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaílokkur Goldu Meir er ennþá stærsti stjórn- málaflokkurinn í israel, þótt hann hafi misst sex þingsæti i kosningunum. Golda Meir hefur haldið marga fundi með formönnum þjóðlega trúar- flokksins og óháða frjálslynda flokksins, en hefur ekki tekizt að komast að samkomulagi, sem gæti verið grundvöllur fyrir stjórnarmyndun. Forsætisráðherrann vill ekki hafa neina samvinnu við hinn hægrisinnaða Likud og segir, að eigi hann aðild að stjórn ásamt Verkamannaflokknum, yrði sú stjórn óstarfhæf vegna sundrungar. Likud hefur lýst sig andstæðan því að nokkrum hluta herteknu svæðanna verði skilað aftur. ísraelska útvarpið segir, að Dayan hafi tekið ákvörðun um að halda sig utan stjórnarmyndunar vegna þeirr- ar hörðu gagnrýni, sem hann hefur orðið að þola eftir Yom Kippur-striðið. Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs ásamt fjölskyldu sinni og Einari Ágústssyni hlýða á Þór Magnússon þjóðminjavörð, er þau heimsóttu Þjóðminjasafnið nú um helgina. Sjá frásögn af fundi ráðherrans með fréttamönnum og ræðu hans í kvöldverðarboði Einars Agústssonar á bls. 19. Bretland: Wilson vill þjóðnýta Norðursjávarolíuna London, 19. febrúar, AP-NTB. Verkamannaf lokkurinn og Ihaldsflokkurinn eru nú farnir að rffast heiftarlcga um olíulindirn- ar f Norðursjó og er það enn einn liðurinn í kosningabaráttu, sem vekur upp hvert málið á fætur öðru. í upphafi stóð deilan ein- göngu um verkfall kolanáma- verkamanna, hvað hefði valdið EIGINKONA Alexanders Solzhenitsyn, Natalya, býr sig nú undir að flytjast frá Sovétríkjun- um ásamt börnum þeirra hjóna. Ekki er þó nákvæmlega vitað, hvenær hún getur farið á eftir manni sfnum, þvf að samkvæmt sovézkum lögum verður að gefa upp ákveðinn ákvörðunarstað ef fólk ætlar úr landi. Solzhenitsyn hefur ekki tekið ákvörðun um, hvar þau skuii setjast að. Mörg lönd hafa orðið til þess að bjóða skáldinu og fjölskyldu hans búsetu, en búizt er við, að hann verði fyrst um sinn kyrr i Sviss, því og orsakir þess, en síðan hef- ur Harold Wilson varpað hverri „pólitísku'* sprengjunni af ann- arri að stjórn Edwards Heath. Wilson krefst þess nú, að oliu- lindirnar í Norðursjó verði þjóð- nýttar hið bráðasta og kvað skattaívilnanir og önnur fríðindi, sem olíufélögin hefðu fengið, vera fyrir neðan allar hellur. Heath svaraði því til, að félögin meðan hann hugsar ráð sitt. Vinir hjónanna, sem hafa heimsótt Natalyu í Moskvu, segja, að þar séu nú bækur um allt gólf og heimilið beri öll merki brottflutn- ings. Ekki hefur enn verið skýrt frá því, hvort Solzhenitsyn fær skjalasafn sitt, sem er mikið að vöxtum, en hann hefur miklar áhyggjur af því að yfirvöld leggi hald á það. I því eru heimildir, sem hann hefur safnað á mörgum árum og byggt ýmis ritverk sin á. Á fundi með fréttamönnum sagði hann, að það væri andlegt morð ef yfirvöld legðu hald á skjölin. hefðu þegar varið rúmum milljarði sterlingspunda til leitar að olíu í Norðursjó, en ekki fengið eitt einasta pund í staðinn enn sem komið væri. Hann sagði tillögu Wilsons um að þjóðnýta lindirnar fáránlegar, en lofaði hins vegar, að þess yrði gætt, að tekjur þær, sem í fram- tíðinni fengjust af lindunum, yrðu nýttar þannig, að þær kæmu Sökuð um að hafa myrt 12 Dewsbury,'l9. febrúar, AP. TUTTUGU og fjögurra ára gömul stúlka, Judith Theresa Ward, hefur verið sökuð um morð, f sambandi við sprengingu í áætlunarbifreið, sem varð alls tólf manns að bana hinn 4. þessa mánaðar. í bifreiðinni voru brezkir her- menn og fjölskyldur þeirra. Ónafngreindur upphringjari sagði blaði á Norður-irlandi, að hryðjuverkasamtök, sem kölluðu sig rauðu hersveitina, hefðu komið sprengjunni fyrir. Brezka lögreglan hefur ekki gefið upp, hverrar þjóðar Judith Ward er. Natalya býst til flutnings Watergate: Opinberum yfir- heyrslum er lokið Washington, 19. febrúar, AP—NTB. WATERGATERANNSÓKNAR- NEFND öldungadeildar Banda- rfkjaþings ákvað f dag að hætta opinberum vitnaleiðslum og eru litlar líkur á, að þær verði hafnar að nýju. Sam Erwin formaður nefndarinnar sagði við frétta- menn, að hún hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki hefðist neitt upp úr frekari yfirheyrsl- um. Nefndin mun nú snúa sér að því að gera skýrslu um málið, en mun þó jafnframt halda áfram að viða að sér ýmsum gögnum. Hún hefur þó samþykkt dómsúrskurð um, að hún gæti ekki gert kröfu um að fá fleiri af segulbandsspólum Nixons forseta afhentar. Nefndin átti að skila skýrslu sinni 28. febrúar næstkomandi, en nú er ljóst, að það verður alls ekki mögulegt og því hefur hún farið fram á, að starfstími hennar verði Framhald á bls. 18 Fjöldahandtökur í Grikklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.