Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐ VIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Hjörtur Hjartarson formaður Verzlunarráðsins: Skilyrði að kauphækk- anir fari út í verðlagið MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við Hjört Hjartarson formann Verzlunarráðs tslands og spurði hann um stöðu verzlunarinnar í þessari vinnudeilu og einnig hvaða augum verzlunin liti á verkfall verzlunarfólks. Hjörtur sagði, að það hefði komið fram hjá forystumönnum verzlunar- manna, að seinagangur hefði orðið á samningagerðinni og vildi hann f því sambandi taka fram, að samningar við verzlunarmenn hefðu gengið miklu betur en við aðra launþega, sem sæist af því, að allar sérkröfur væru af- greiddar. Hjörtur sagði, að um prósentu- hækkun á kaupi hefði verið haft samflot við aðra innan samtak- anna og yrði svo áfram. ,,Við treystum okkur ekki til að semja hærra en aðrir vinnuveitendur og bendi ég þar sérstaklega á þá staðreynd, að frá sfðustu kjara- samningum 1971 hefur verzlunin ekki fengið neina leiðréttingu á álagningu í heildsölu — aðeins örlitla lagfæringu sumarið 1972 í smásölu — og því hefur verzlunin ekki bolmagn til þess að veita miklar kauphækkanir, nema því aðeins að þær fái að renna inn I verðlagsgrundvöllinn. Hins vegar verð ég að benda á, að sú litla leiðrétting, sem smásöluverzlunin fékk 1972, var aftur tekin við gengisbreytingu skömmu síðar.“ Hjörtur sagði ennfremur: „Það er algjört skilyrði fyrir því að verzlunin geti veitt kauphækk- anir, að þær fái að fara út i verð- lagið og því hefur ríkisstjórnin raunar lofað okkur. En því loforði fylgja þó þau skilyrði, að kaup- hækkun verzlunarfólks verði ekki hærri en hjá öðrum laun- þegum. Verzlunarmannafélögin með VR í broddi fylkingar hafa lagt fram ákveðnar tillögur i skatta- málum og krafizt þess, að rfkis- sjóður taki á sig byrðar í því efni. Þeir telja nú, að stefna ASÍ í heild sé mjög íþyngjandi fyrir atvinnureksturinn i landinu og rikið haldi þannig sínu og þetta sé fráhvarf frá upphaflegu stefnu- máli. í þessum efnum er ég algjörlega sammála forystu- mönnum VR.“ „Hvað viltu segja um þetta verkfall?" „Í þessu verkfalli kemur greini- lega í ljós, hve verzlun er þjóð- félaginu mikilvæg. Strax eða mjög fljótlega stöðvast allur annar atvinnurekstur í þjóð- félaginu. Mjög fljótlega verður skortur á neyzluvarningi, þar sem kaupmenn, sem geta haft opið, bjuggust ekki við verkfalli og eru því vörubirgðir verzlana mjög takmarkaðar." „Hverju spáir þú um fram- vinduna?" „Ég spái því, að þessu ljúki innan fjögurra daga eða þess frests, sem verkalýðsfélögin gáfu. 3 Hjörtur Hjartarson formaður Verzlunarráðs Íslands. Þó gæti komið upp sú staða, að samningar við verzlunarfólk tækjust ekki. Vinnuveitendasam- bandið mun taka sameiginlega afstöðu til þess og það gæti þýtt, að neitað yrði að ganga frá samn- ingum við aðra.“ Guðmundur H. Garðarsson for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. hvers vegna VR hefði eitt gert verkfall nú: Iiann sagði: „Ef fólk, sem ekki er félagsfólk í VR, hirðir um að kynna sér taxta félagsins, mun það strax reka aug- un i það, að samkvæmt þeim er ætlazt til, að mikill hluti verzlun- ar- og skrifstofufólks lifi á mánaðarlaunum, sem eru ábilinu 26.700 krónur til 33.700 krónur. Því er oft haldið fram, að um lágmarkskaup sé að ræða og yfir- borganir tíðkist innan þessarar stéttar. Þessar staðhæfingar eru mikill misskilningur og fær þetta fólk ekki meiri laun en þessir flokkar gefa til kynna. Það er skylda þeirra, sem standa í forystu," sagði Guðmund- ur H. Garðarsson," — ekki hvað Nokkrir samninga- menn verzlunar- manna í hléi frá samningafundum í kaffistofu Loftleiða- hótelsins. — Ljósm.: Ól.K.M. takist og betri heildarárangur náist.“ „Sumir segja, að verkfallsákvörðun ykkar Sé pólitisk." „Morgunblaðið er ekki eini aðilinn," sagði Guðmundur H. Garðarsson, „sem spyr þessarar spurningar. Finnst mér það furðu gegna, að menn skuli álita, að þótt ýmsir ráðherrar og ráðamenn landsins séu fyrirferðarmiklir og ráðríkir í launa- og kjarabaráttu fölksins í landinu, þá skuli ekki vera hægt að gera ráð fyrir, að til séu forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni, sem vilja fyrst og fremst láta gott af sér leiða fyrir það fólk, sem hefur falið þeim að fara með trúnaði viðkvæmustu málum þess, sem eru launa- og kjaramálin. Innan vébanda VR og í forystu eru menn úr öllum stjórnmála- flokkum og mikill fjöldi fólks ó- flokksbundinn. Það lætur þvf ekki stjórnmálalegar skoðanir einstakara forystumenna ráða um sín mál. Ég get ekki varizt þvl að vekja athygli á, að í 17 ára sögu VR, sem nú er stærsta stéttar- félag landsins með um 6 þúsund félagsmenn, fer ekki mikið fyrir mörgum eða tíðum verkföllum. Verður hið sama ekki sagt um flest önnur stéttarfélög og er enn haft í minni, að vorið 1970, skömmu fyrir borgarstjórnar- kosningar, lá svo mikið á að fram- kvæma boðaða vinnustöðvun, að varla var vika liðin frá því að samningar runnu út þar til verk- fall var hafið. Slík hliðstæða þekkist ekki i félagsstarfi VR og þarf engan að undra, að þetta félag hefji verkfall eftir 4ra mán- aða samningsþóf.“ Guðmundur H. Garðars- 11 P “ ðkylda torystunnar að verja láglaunafólk áföllum MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær við Guðmund H. Garðarsson for- mann Verzlunarmannafélags Reykjavfkur, stærsta launþegafé- lags landsins, en eins og kunnugt er fór félagið í verkfall ásamt öðrum aði Idarfélögum Landssam- bands fslenzkra verzlunarmanna með örfáum undantekningum. Innar VR eru 6 þúsund félags- menn og er því verkfallið mjög víðtækt, en innan Landssam- bandsins eru um 8 þús. manns. Mbl. spurði Guðmund að þvf, sízt f forystu fyrir láglaunafólki að verja það fyrir áföllum, svo að ekki sé talað um að reyna að lyfta því upp í tekjustiga, sem gerir því kleift að lifa manneskjulegu lffi. Því fer vfðs fjarri, að það hafi tekizt á undanförnum árum með- al verzlunar- og skrifstofufólks. Sú óðaverðbólga, sem hefur geis- að og geisar enn, hefur gjörsam- lega tekið úr steininn. A siðastliðnu hausti ákvað VR og önnur félög innan Landssam- bands fslenzkra verzlunarmanna aðtakaþátt í samstöðumeð verka - lýðshreyfingunni um að ná fram bættum kjörum félaga sinna og þá alveg sérstaklega meðal svo- kallaðs láglaunafólks. Var þá tal- ið, að algjör lágmarkskrafa væri, að launafólk fengi að minnsta kosti 35 þúsund krónur í mánaðarlaun. Sem þátttakandi í samstöðu með ASÍ hefur verzlun- ar- og skrifstofufólk staðið í rúm- lega 4ra mánaða samningsþófi við vinnuveitendur auk margra mán- aða viðræðna við fulltrúa ríkis- stjórnarinnar um fullnægingu þessarar kröfu — að beinir skattar væru lækkaðirog skattpíningu aflétt. Hvorugt hefur enn tekizt. Skattkerfisbreyting rikisstjórnar- innar með nauðungarsamningun- um, er meirihluti 30 manna nefndar ASÍ undirgekkst með þvi að fallast á 5% söluskatt með við- eigandi skerðingu á vísitölu, mun ekki færa öllum almenningi þær kjarabætur, sem málsvarar ríkis- stjórnarinnar halda fram og þeir verkalýðsleiðtogar vænta, sem studdu þessa skattkerfisbreyt- ingu. Ég er þeirrar skoðunar, að beinar skattalækkanir séu allt of litlar. Þær hefðu hið minnsta átt að vera 600 þúsund krónur fyrir hjón og skattstigar hefðu þurft að vera á 100 þúsund króna bilum með lægri skattprósendu. Þá finnst mér það ósvinna, að heildarskattar séu hærri en nem- ur þriðjungi af launum.“ „Hvaða tilboð hafa verzlunar- menn fengið?“ „Hvað verzlunarmenn áhrærir má segja, að fyrir liggi tilboð, er felur í sér 3,7 til 5,1% hækkun á þeim lágu töxtum, er ég greindi frá áðan. Þá hafði og nokkuð þok- að í samkomulagsátt í viðræðum um sérkröfur.“ „Hvers vegna veittu verzlunar- menn ekki 4ra daga frest?“ „Þegar fjallað er um það, hvers vegna verzlunarmenn vildu ekki veita 4ra daga frestinn, ber að hafa það, sem ég áður hef sagt hér, í huga og þá staðreynd, að gerðir hafa verið heildarkjara- samningar við fjölmennar stéttir og launahópa, svo sem eins og opinbera starfsmenn, starfsfólk á veitingahúsum, starfsfólk hjá ál- félaginu i Straumsvík o.s.frv. Allir þessir samningar fela i sér verulegar kjarabætur og eru komnir til framkvæmda fyrir mörgum vikum. Það var því ein- róma skoðun stjórnar og trúnaðarmannaráðs VR, að þar sem ekkert boð lá fyrir frá vinnu- veitendum kvöldið áður en til verkfalls skyldi koma, er nálgað- ist viðunandi samningsgrundvöll, væri það röng stefna að fresta þegar boðaðri vinnustöðvun, slíkt myndi stórskaða verkalýðshreyf- inguna i samningsstöðunni. Með þessu erum við að skapa þrýsting á langdregnar samnigaviðræður, sem verða að taka enda hið fyrsta, ef ekki á illa að fara fyrir þúsund- um manna — þó svo að verzlunar fólk þurfi eitt, en það er 7 til 8 þúsund manns, að axla þá byrði, sem felst í því að standa við áður samþykkta vinnustöðvun, gerða í algjörri samstöðu félaga innan ASl. Við erum sannfærðir um, að þessi vinnustöðvun okkar mun flýta fyrir því, að samningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.