Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Eisenstaedt keypti banana handa G.B. Shaw og fékk að launum að taka af honum þessa Einstein með augum Eisenstaedts. Maður er nefndur Alfred Eisen staedt, lágvaxinn maður og vel klæddur alla jafnan Ef einhver stað- hæfði, að hann væri hingað kominn með fljúgandi furðuhlut utan úr geimn- um, myndi tæpast nokkurbera brigður á það. Athyglisgáfa hans er næstum þvl ójarðnesk Þess vegna er hann snillingur á sviði Ijósmyndunar, svo að notuð séu orð Ed Thompson, sem starfaði með honum hjá LIFEtimarit- inu. Eisenstaedt fæddist í Vestur-Prúss landi, en ólst upp í Berlín, þar sem hann stundaði háskólanám. Hann hóf að taka Ijósmyndir 14 ára að aldri, en það var ekki fyrr en 1927, að hann gerðist atvinnumaður á þeim vettvangi. Hróður hans óx skjótt, og árið 1 935 fluttist hann til Bandaríkjanna, þar sem honum var boðinn starfi við LIFE, þá nýstofnað af Henry R. Luce. Hjá LIFE var hann I þrjátíu og sex ár, eða þar til útgáfu þess var hætt á síðasta ári. Nú er komin út bók með myndum hans og nefnist hún People. eða Fólk. Þar er að finna yfir 400 Ijós- myndir, sem spanna yfir öll svið mannlegra tilfinninga og samskipta. Ijóst. Hér er styrkur hans, hið ekta, hið viðfelldna I myndum hans." Maður verður jafnvel fróðari um töfra Marilyn Monroe með þvi að skoða myndir Eisenstaedts af henni en af þvi að lesa hina miklu ævisögu Norman Mailers um hana. „Einn merkilegasti eiginleiki Eisenstaedts." segir Ron Bailey, síðasti myndritstjóri LIFE, „er hversu létt honum reynist að fá frægt fólk til að gera hluti, sem það mundi venjulega ekki fást til að gera fyrir framan myndavélina." Hvernig fer hann að þessu? Eisenstaedt sjálfur hefur svar á reið- um höndum. „Með því að kunna að umgangast fólk, maður verður að yfir mig hafið. Þar hefur ætfð rfkt gagnkvæm virðing." En hvað um Hemingway? „Já, Hemingway var undarlegur maður. Hann var erfiðasti maður, sem ég hef nokkru sinni myndað. Honum gazt mjög vel að mér, en hann setti mig ætfð úr jafnvægi. Einu sinni kom ég í bústað hans og þá hittist þannig á, að hann var í stuttbuxum einum klæða, hárið úfið og allt eftir því. . . Ég hafði verið varaður við; maður yrði að gæta tungu sinnar, þegar maður ræddi við Hemingway. Þarna gleymdi ég mér og sagði: Papa, áttu ekki skyrtu til að fara f? Hann komst strax f uppnám og varð æfur. þessa heims að dreymnu, döpru og dálítið óttaslegnu barni. Annars eru til margar sögur af viðskiptum Eisenstaedts og fræga fólksins. Á fjórða áratugnum var hann eitt sinn ráðinn til að Ijós- mynda Rachmaninoff, tónskáldið og píanóleikarann heimsfræga. Eisenstaedt sagði við tónlistarmann- inn: „Leiktu." Svo að Rachmaninoff tók að leika. Eftir að hafa leikið góða stund sneri hann sér að Eisenstaedt og spurði: „En hvers vegna tekurðu ekki myndir?" „Ó," svaraði Eisenstaedt, sem er mikill tónlistarunnandi, „ég vildi aðeins komast í stemningu." Hann tók myndirnar slðar. myndarinn verði að geta séð. Þá svarar hann gjarnan með dæmisög- um, stundum óviðkomandi sjálfri spumingunni, og hér er eitt dæmi um það: „Á Chicago-sýningunni minni komu til mín maður og ungur drengur og maðurinn sagði: „Drengur minn, ég skal kaupa handa þér myndavél af sömu gerð, sams konar linsur og ég er viss um, að þú getur tekið sams konar myndir og herra Eisenstaedt." Ég vildi ekki gera lítið úr drengnum svo að ég sagði: „Auðvitað geturðu það — með tíð og tima, en þetta er ekki eins auðvelt og það virðist. Horfðu á mig (hann lyftir höndunum). Ég hef Sjálfsmynd. Eisenstaedt 09 listln að „sjá” Hin tvíræða mynd af Hem- ingway. Um leið er hún lífskrónika Eisenstaedts. Starfsferill hans hefur legið eftir sporbaug atburðanna, þannig að sumpart er bókin saga þessarar aldar — saga mannlegra tilfinninga fremur en saga at- vikanna. Stundum má þó finna þetta hvort tveggja í myndum hans, eins og I Ijósmyndinni, þar sem þeir Hitler og Mussolini sjást saman á gangi. Bókin er vitnisburður um hinn ein- staka hæfileika Eisenstaedts til að „sjá". Arthur Goldsmith ritstjóri fagrits- ins Photography segir á einum stað um myndir Eisenstaedts, „að þær hitta mann i hjartastað, snerta við tilfinningum manns, hitta naglann á höfuðið. Svona einfalt. Svona aug- vera háttvfs, maður verður að vera mannblendinn, maður verður að hafa kjaftavit. Það er galdurinn. En síðast en ekki sízt: Maður má ekki fyllast óttablandinni virðingu gagn- vart þessu fólki. Frægur Ijósmyndari sagði við mig árið 1 938. þegar ég fór til Hollywood: — Alfred, vertu ekki hræddur við stjörnurnar. Mundu, að þú ert konungur atvinnu þinnar. Og þessu hef ég aldrei gleymt. Maður má ekki hafa minnimáttarkennd gagnvart frægu fólki, það vill ekki. að maður beri óttablandna virðingu fyrir því. Þess vegna geng ég á fund forsetans á jafnréttisgrundvelii. Mér finnst ég ekki óæðri neinum. Og mér hefur aldrei fundizt, að þetta fræga fólk telji sig á einn eða neinn hátt „Konur vilja mig svona," sagði hann, „Greta Garbo, Dietrich, sjáðu þessa vöðva." Ég sagði þá: Ástæðan fyrir því, að ég spurði er aðeins sú, að þetta verður litmynd og gul skyrta kemur betur út en litur hörundsins. Þetta bætti ekki úr skák, og hann lét svivirðingarnar dynja á mér allan daginn, sem ég dvaldi hjá honum." Það er Ifka tvírapði f mynd Eisenstaedts af Hemingway — á ytra borði birtist okkur útilifsmaður, órakaðar kinnar, sólbakað andlit. stálgrátt yfirvararskegg og hár. fjarræn augu, en svolftið skeifulaga munnsvipur gefur henni dýpra gildi — við erum leidd inn f heim handan f annað skipti vildi Eisenstaedt fá að mynda brezka sérvitringinn og snillinginn George Bernhard Shaw, en ekki var vandræðalaust að koma því í kring. Shaw hafði óbeit á því að sitja fyrir og hafði neitað mörgum góðum Ijósmyridurum um að taka mynd af sér. Hins vegar hafði Eisenstaedt heyrt, að Shaw þættu góðir bananar, svo að hann fór og keypti kippu af beztu banönum, sem hann fann, og sendi þá síðan rit- höfundinum ásamt sýnishorni af myndum sínum. „Tálbeitan dugði," segir Eisenstaedt. Hann hefur oftar en einu sinni verið spurður að þvf við hvað hann eigi, þegar hann segir, að Ijós- tvær hendur, en samt get ég ekki leikið á pianó eins vel og Cliburn eða Rubinstein. Hvernig skyldi standa á þessu? Ekki er það vegna pianósins eða myndavélarinnar. En eitthvað hlýtur það að vera og það hlýtur að vera fólgið hérna,"" (og hann klapp- ar á kollinn á sér). Það verður ekki af Eisenstaedt skafið, að hann skortir ekki sjálfs- oryggi Fyrir bragðið telja margir hann afar hégómlegan mann og sjálfsagt er eitthvað til i þvf. „Ég hef aldrei hitt jafn hégómlegan mann, mann, sem er jafn upptekinn af sjálf- um sér," segir einn gagnrýnenda hans. „Þetta segi ég þó ekki til að kasta neinni rýrð á snilli hans af því að án þessa væri hann sennilega ekki þessi mikli listamaður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.