Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Friðrik bauð drottninguna en Bronstein hafnaði Magnús Sólmundarson hafði hvítt gegn Ögaard og kom upp vængtafl. Framan af tefldi Magnús mjög vel, hélt Norðmann- inum í heljargreipum og vann á endanum peð. Við það losnaði um stöðu Ögaards, hann náði mótspili og í tímahrakinu tapaði Magnús skiptamun. Þegar skákin fór i bið var staða Magnúsar töpuð og tókst honum ekki að bjarga henni þrátt fyrir hetjulegar tilraunir. Kristján fékk snemma góða stöðu gegn Velimirovic, sem fórn- aði skiptamun fyrir peð í miðtafl- inu. Lengi vel leit allt út fyrir sigur Kristjáns, en þegar töluvert var liðið á aðra setu urðu honum á mistök, semsennilega hafakostað hann skákina, a.m.k. verður ekki séð hvernig hann á að bjarga sér í endataflinu. Má fullyrða, að i þessari skák hafi reynsluleysið orðið Kristjáni að falli. Tringov vann snemma peð gegn Ingvari og er fátt um þá skák að segja, stórmeistarinn skipti upp eftir þvi sem færi gafst og í bið stöðunni virðist hann eiga flestra kosta völ, hefur fjögur peð og hrók gegn þrem peðum og hrók Ingvars. Jón Kristinsson vann nú sína fyrstu skák i mótinu og þótti ýms- um vonum seinna, a.m.k. ef miðað er við þær stöður, sem hann h?f- ur byggt upp. Við skulum lita á þessa skák, hún er feikispenn- andi, en þess skal getið, að síðustu tiu leikirnir voru leiknir í gífur- legu tímahraki. Hvftt: Jón Kristinsson. Svart: Freysteinn Þorbergsson. Kóngsindversk vörn. I. c4 — g6, 2. d4 — Rf6, 3. Rc3 — Bg7, 4. e4 — d6, 5. Be2 — 0-0, 6. Rf3 — e5, 7. Be3 — Rc6, 8. d5 — Re7, 9. Rd2 — Rd7, 10. b4 — f5, II. f3 — Rf6, 12. c5 — Rh5, 13. g3 — fxe4, 14. fxe4 — Bh3, 15. Rc4 — Dd7, 16. Dd2 — Rf6, 17. Bfl — Bxf 1, 18. Hxf 1 — Dh3, 19. 0-0-0 — Rg4, 20. De2 — Rxe3, 21. Rxe3 — Bh6, 22. Hxf8 — Hxf8, 23. Hd2 — Kh8, 24. Kb2 — Rg8, 25. Hc2 — Bxe3, 26. Dxe3 — a6, 27. Hf2 — Hxf2, 28. Dxf2 — Kg7, 29. cxd6 — cxd6, 30. Db6 — Dxh2, 31. Kb3 — h5, 32. Dxb7 — Kh8, 33. Dxa6 — Dxg3, 34. b5 — Rf6, 35. b6 — Rxe4, 36. Dc8 — Kg7, 37. b7 — Rc5, 38. Dxc5 — dxc5, 39. b8D — h4, 40. d6 — h3, 41. d7 — gefið. Jón Þ. Þór. Tíunda umferð var mun meira spennandi en sfðustu tvær eða þrjár umferðir svo nú hefur aftur glæðzt von með áhorfendum um að meiri spenningur muni færast í keppnina. Sú skák, sem mesta athygli vakti, var á milli þeirra Friðriks Ólafssonar og D. Bron- stein og fer hún hér á eftir: Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: D. Bronstein. Enskur leikur. I. c4 — c5, 2. Rf3 — c5, 3. g3 — d5, 4. cxd5 — R xd5, 5. Bg2 — Rc6, 6. Rc3 — Rc7, 7. d3 — e5, 8. Rd2 — Bd7, 9. Rc4 (?) (Þetta er lítið annan en tímatap. Betra var tvímælalaust að leika 9. 0—0 og ef t.d. 9 — Be7, þá 10. f4). 9. —b5, 10. Re3 — Hc8, (Til greina kom 10. — Rd4, eftir II. Bxa8 — Dxa8, 12. f3 er hvíta staðan varla skiptamunarins virði). 11. 0-0 — Rd4, 12. Bd2 — Be6, 13. a4 — a6, 14. axb5 — axb5, 15. Ha7 — Be7, 16. Rc2!? — 0-0, (Þegar Bronstein lék þessum leik fór kliður um salinn, hver spurði annan: hvers vegna lék maður inn ekki Bb3?). Friðrik hugðist fórna drottningunni og hafði í huga áframhaldið: 17. Rxd4 — Bxdl, 18. Rc6 — Dd6, 19. Hxdl og ef nú 19. — 0-0, þá 20. Rxe7+ — Dxe7, 21. Rxb5 — Dd8, 22. Rxc7 — Hxc7, 23. Hxc7 — Dxc7, 24. Hcl og hvítur þar a.m.k. varla að óttast tap). 17. Rxd4 — exd4, 18. Rbl — Rd5, 19. Ba5 — De8, 20. Ra3 (Einhvern tima hefði maður fengið orð í eyra fyrir að leika mönnunum svona út á endalínur, en í þessari skák eiga hvítu menn- irnir ekki um marga reiti að ræða og því verður að tjalda, sem til er). 20. — IIa8, 21. Hxa8 — Dxa8, 22. Bd2 — Da6, 23. Dc2 — Hc8, 24. Hcl — c4, 25. dxc4 — bxc4, 26. Rbl — I)a2, 27. Be4 (Friðrik var hér kominn í mikið tímahrak og það er næsta furðu- legt hvað honum tekst að ná miklu mótspili svo erfið sem stað- an var orðin). 27. —g6, 28. Bh6 — Rf6, 29. Rd2 — Da5 (?) (Bronstein fylgir frumkvæðinu heldur linlega eftir. Hér var vafa- Iaust betra að leika 29. — Hb8, og ef 30. Hbl þá Rxe4, 31. Rxe4 — c3). 30. Bb7 — Hb8, 31. Bf3 — Hb4, 32. Re4 — Rd7, 33. Dd2 (Hér gat hvítur unnið skiptamun með 33. Bd2, en það er hæpið að það sé honum mjög i hag. í svona stöðum eru léttu mennirnir engu lakari en hrókarnir). 33. — d3, 34. exd3 — Re5, 35. Bg2 — Rxd3, 36. Dc3 — De5, 37. Hal! (Hótar máti og tryggir sér a-línuna i leiðinni) 37. — Hb8, 38. Dxe5 — Rxe5, 39. Ha7 — Rc6, 40. Hc7 — Hc8, (Hér lauk æsilegu tímahraki, Friðrik lék biðleik). 41. Hxc8 — Bxc8, 42. Bf4 — Ba6, 43. Bfl — Rd4, (Bronstein ákveður að gefa peðið baráttulaust, en hér kom ekki síð- ur til álita að leika 43. — Rb4). 57. Bd4 — Be7, 58. Rel — Kd5, 59. Rf3 — Ke4, 60. Bd4 — Be2, 61. Re5 — Bh5, 62. Rd7 — Kd5, 63. Rb6+ — Ke4, 64. Rc8 — Bd8, 65. Rd6 — Rd5, 66. Be5 — Be7, 67. Re8 — g5, 68. Rc7+ — Ke4, 69. Re6 — Bf7, 70. Rd4 — gxf4, 71. Bxf4 — Bf8 og hér sömdu kepp- endur um jafntefli. Forystusauður mótsins, Smysl ov,, hafði svart og beitti Pirc-vörn gegn Ciocaltea. Skákin varð ákaf lega viðburðasnauð og var jafn- tefli samið eftir um það bil tut- tugu leiki. Forintos hafði hvítt gegn Júlí- usi, sem beitti Benónývörn. Eitt- hvað lék Júlíus ónákvæmt í byrj- uninni því eftir 22 leiki mátti hann gefast upp. Reykjavíkurskákmótið 44. Rd2 —c3, 45. bxc3 (Auðvitað ekki 45. Bxa6 — cxd2 og vinnur mann). 45. — Re2+, 46. Bxe2 — Bxe2, 47. Be3 — f6, 48. f3 — Kf 7, 49. Kf2 — Ba6, 50. Bd4 — Ke6, 51. Rfl — f5, (Blokkerar hvítu peðastöðuna kóngsmegin. Nú eru vinnings- möguleikar hvíts sem næst úr sög- unni þótt hann sé peði yfir. Biskupar svarts eru svo sterkir að hvíti kóngurinn getur ekki með góðu móti stutt framrás fríðpeðs- ins). 52. Re3 — h5, 53. f4 — h4, 54. Rg2 — hxg3, 55. Kxg3 (Hítur vill ekki gefa upp vonina um að geta myndað frípeð á h — línunni). 55. — Bd6, 56. Be3 — Be7. (Nú er skákin orðin jafntefli þótt hvítur leiti enn um hríð að vinn- ingsmöguleikum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.