Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 20. FEBRUAR 1974 13 Þjóðleikhúsið: Dans- leikur Höfundur: Oddur Björnsson Leikstjóri: Sveinn Einarsson Leikmynd og bún.: Ivar Török Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Dansar: Alan Carter Sýning þessi hefst i firringar- stíl, persónurnar kynna sig og tala um að taka þátt í leik — hér er sem sagt á ferðinni leikhús, sem vill vera leikhús en engin þykjast eftirmynd raunveruleik- ans, heldur listræn tjáning orðs, tónlistar, myndar og dans. Þessi samvirkni listanna á að sýna okk- ur táknrænan leik um tilraunir liðinna manna til að komast skemmtilega frá verkefninu að vera maður og lifa lífinu og njóta þess — og hvernig þær tilraunir leiða til misnotkunar á öðrum, misbeitingar valds því græðgin og nautnin sitja einar í fyrirrúmi. Páfahirðin í valdatið Alexand- ers VI. af Borgiaætt var víst mik- ið spillingarbæli og sonur hans Sesar, að þvi sagt er, rakið fúl- menni en dóttirin Lúkrezia ómót- stæðileg kvenpersóna, en eitthvað munu ærlegar kenndir hafa verið að flækjast fyrir hinum syninum, Jóhanni, þvi náttúrulega sjálfsagt að hrinda honum fyrir ætternis- stapa af þeim miklu sökum. Dansleikur er eftirmynd at- burðarásar við þessa hirð, veislu i tilefni af brúkaupi þeirra Lúkrez- iu og furstans af Fernara. Leikur- inn fer fram i hlutlausum tjöld- um, sem geta verið hvað sem er, veislusalur, móttökusalur, garð- ur, ljósin breyta hugblæ umhverf- isins. Við sjáum lítið af veislunni sjálfri en gestir hennar eiga leið um sviðið, sumir til að tala, aðrir aðeins til að sýna sig. Oft er sviðið einhver staður þar sem páfi dvel- ur og er þá helsti viðmælandi hans huggun hins gamla manns, hnellin negrastúlka að nafni Sal- óme, sem honum þykir meira gaman að kalla Júlíettu. Róbert Arnfinnsson leikur páfa. Alex- ander er orðinn gamall, að minnsta kosti hagar hann sér oft- ast eins og hann sé farinn að gamlast mikið, samt getur hann brugðið fyrir sig betri fætinum og orðið reiður af reisn, gamla köngulóin látið glytta í rauðar glyrnurnar. Fyrir minn smekk hefði örlítið meira mátt vera af henni i hinum atriðunum lika. Huggunina leikur Sigriður Þor- valdsdóttir, hún er dyggt hjú og reynir að komast af við karlinn eins og best hún getur, þó þolir hún illa þegar hann fer að setningu sinni valið þann kostinn, sem er á margan hátt eðlilegt, að flytja dansleikinn úr sjónmiðju verksins og láta texta-atriðin bera nánast ein uppi sýninguna. Senni- lega átti hann ekki annars úr- kosti, ella hefði sýningin orðið of dýr og viðamikil. Þess verður lika að geta, að skáldinu hefur ekki verið sérlega sýnt um að tengja sýn sína af dansleiknum við verk- ið og dansleikurinn í þvi nánast án atburðarásar, þvi má segja að án breytinga á verkinu hefði ver- ið erfitt að gera því önnur skil. Samt er ekki þvi að neita að nokk- urrar vöntunar verður vart, sem á kannski rót sína að rekja til þess að hér ætti að vera dansleikur, sem atriðin vaxa út úr og hverfa inn í aftur, en hann er ekki til staðar í þeim mæli, sem skáldið sá hann fyrir sér. Tónlist Atla Heimis Sveinsson- ar er mjög falleg, með skemmti- legum endurreisnarblæ og lögin við söngljóðin falla mjög vel að þeim. Dansar Alan Carters eru ein- faldir en áhrifamiklir. Þorvarður Helgason. 300 þúsund farþeg- ar með Flugfélaginu FLUTNINGAR Flugfélags ís- lands árið 1973 gengu mjög vel og samanlagt urðu farþegar félags- ins um 300 þúsund á móti 250 þúsundum árið áður. Mest varð aukning félagsins í innanlands- flugi eða 21.8%, í utanlandsflugi varð aukningin einnig mikil eða 18.9%. Þá jukust vöru- og póst- flutningar einnig mikið. I fréttabréfi frá Flugfélaginu segir, að félagið hafi notað báðar Boeing 727 þoturnar i utanlands- flugið auk þess sem það hafi tekið DC-8 þotur á leigu yfir háanna- tímann í fyrrasumar. Farþegar fé- lagsins urðu í millilandaflugi 82.585, en voru 69.431 á árinu 1972, og aukningin hafi því orðið 18.9%. Vöruflutningar á milli- landaflugleiðum jukust um tæp 8%, en fluttar voru 1433 lestir á móti 1320 lestum árið áður. Mikil aukning varð i póstílutningum milli landa. Á árinu 1973 voru fluttar 270 lestir af pósti á móti 215 lestum árið áður, og hefur aukningin þvi orðið 25.5%. Enn meiri aukning varð á öllum sviðum innanlandsflugsins. Þar urðu farþegar 186.450 á móti 153.033 árið 1972, og hefur því aukningin orðið 21.8%. Vöru- flutningar námu 4605 lestum, en voru 4095 lestir árið áður. Aukn- ing varð því 12.4% Póstflutningar námu 571.6 lestum og varð aukn- ing rúm 2%. Segir í fréttabréfi Flugfélags- ins, að félagið hafi farið í margar leiguferðir fyrir ferðaskrifstofur og aðra aðila, en jafnframt haldið uppi eigin ferðum til Grænlands og Kanaríeyja. Einnig hafi félagið flogið margar áætlunarferðir milli landa fyrir skandinaviska flugfélagið S.A.S., og farþegW í þessum ferðum hafi verið 27.480. í leiguferðum voru fluttar 458 lestir af vörum og 30.4 lestir af pósti. Allsfluttu því flugvélar F.I. i áætlunarferðum og leiguferðum 296.515 farþega á móti 250.035 árið áður, og alls voru fluttar 6496 lestir af vörum með flugvélum félagsins og 872 lestir af pósti. eftir ÞORVARÐ HELGASON Að bjarga heiminum syngja, sem sýnir að hún hefur mjög alþýðlegan smekk því Alli syngur bara vel um sorgir hjarta síns. Henni fór hlutverkið vel úr hendi. Soninn Sesar leikur Guð- mundur Magnússon af mikilli prýði, ánægjulegt að sjá hve þeim unga manni hefur farið mikið fram, tal hans orðið þjált og lima- burður frjálslegur, förðun leikar- ans var einnig mjög góð og hann kunni að nota ljósið, Sesar Borgja varð ljóslifandi i túlkun hans þótt búninginn kynni ég ekki að meta. Jóhann leikur Sigmundur Örn Arngrímsson, hlutverkið er lítið en það fær skýran svip í túlkun leikarans. Lúkreziu leikur Helga Jónsdóttir, fyrir minn smekk nokkuð einfölduð mynd af þeirri dáindisdrós en leikkonan sýndi fegurð og reisn og mjög greini- lega þá kvöl sem hún fann til yfir þvi að vera leiksoppur fúlmenn- anna. Brúðgumann, furstann í Fernara leikur Bessi Bjarnason og gefur skemmtilega mynd af þeim kýrkæra kalli. Önnur hlut- verk, minni, 'eru einnig vel af hendi leyst. Sveinn Einarsson hefur i svið- Myndskreyting eftir Alfreð Flóka við ljóðið Vald eftir Pjetur Haf- stein Lárusson. Úr bökinni Faðir Vor kallar kútinn. 'iu. ff. Lelkiist Pjetur Hafstein Lárus- son: — □ — FAÐIR VOR KALLAR KtJTINN. — □ — Gefið út af höfundi í janúar 1974. FAÐIR VOR kallar kútinn mun vera önnur ljóðabók Pjeturs Haf- steins Lárussonar. Pjetur á margt eftir ólært, en bók hans er dæmi- gerð fyrir ljóðagerð ungs fólks. Áhugi Pjeturs á pólitík, náskyld- ur hinni gömlu kröfu að skáldið eigi að vera samviska heimsins, er áberandi i Faðir vor kallar kút- inn. Hann yrkir um stéttabaráttu, Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hagfræði og andlega og likamlega kúgun innanlands og utan. Hann ávarpar til dæmis skáldið Júri Galanskov, sem var sendur til Síberíu „fyrir að segja sannleik- ann“. I þessu ljóði leggur hann að jöfnu kristindóm og marxisma en því miður félagi galanskov stálu hugmyndabraskarar sósíalismanum og auðsafnarar kristindómnum. • Og skáldið hryggist vegna þess, að „göfgar hugsjónir hverfa í skugga djöfulóðra manna“. Stalin er dauður, en þvi miður lifir eðli hans áfram i Brésneff, segir skáldið. í Ungu Ameríku er Bandaríkjamönnum sagt til synd- anna og varla að ástæðulausu. I þvi ljóði er talað um „blóm hinnar frelsandi byltingar austur í rúss- landi“. Pjetur Hafstein Lárusson hugsar mikið um þjóðfélagsmál og reynir að gera þeim skil i ljóði. Þessi ljóð eru ekki nógu frumleg og skortir þar að auki listrænan búning. En á víð og dreif í þeim eru skemmtilegar hugdettur, sem benda tilþess, að Pjetur gæti náð betri árangri. En ung skáld eru ekki alltaf þrúguð af hinni al- ræmdu pólitík. í ljóðinu Leikur i kastala er ort um þrjú ung skáld- menni og fögnuð þeirra yfir vor- inu. A björtum vordegi gleymast þjáningar heimsins. Mörg ljóð í Faðir vor kallar kútinn lýsa svip- aðri tilfinningu. Bjartsýni skálds- ins fær útrás í litlu ljóði, sem nefnist Bjargráð: færið mér hundrað stúlkur i tenór til að syngja um vorið færið mér þúsund börn til leikja í sandkassa færið mér miljón hermenn til að eyðileggja vopn sin og ég litilmagninn skal bjarga fyrir ykkur heiminum. Faðir vor kallar kútinn er ríku- lega myndskreytt. Myndir eru eftir Ivan Török, Hallgerði Gísla- dóttur, Lilju Antonsdóttur, AI- freð Flóka, Þorbjörgu Höskulds- dóttur, Örn Karlsson, ókunnan ljósmyndara i vafasömu umhverfi og höfundinn sjálfan. Að sjálf- sögðu auka þessar myndskreyt- ingar gildi bókarinnar. Um leið og hún kynnir okkur ljóðagerð Pjeturs Hafsteins Lárussonar er hún dálítilmyndlistarsýning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.