Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Ekki ljóst hvernig íslenzk laxaseiði henta í löndum með hlýrra loftslag iRætt við ÞórGuðjónssonveiðimálastjóra UNDANFARIN ár hefur það nokk- uð færst í vöxt að islenzk laxa- hrogn og laxaseiði séu seld til útlanda og má þar nefna að Kolla- fjarðarstöðin hefur selt hrogn og seiði til Noregs og Bretlands og nú fyrir skömmu seldi Skúli Pálsson á Laxalóni um 70 þúsund laxaseiði til Spánar og fékk pöntun á 100 þúsund til viðbótar, sem hann átti ekki til. Af þessu tilefni snerum við okkur til Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra og ræddum við hann um þennan útflutning og möguleika íslendinga á að auka hann. — Hvenær var fyrst byrjað á þvi að flytja út hrogn og seiði? — Að þvi er ég bezt veit var það á árunum 1 947—48, að eldisstöð Rafmagnsveitunnar við Elliðaár seldi nokkurt magn af laxahrogn- um til Færeyja. Síðar voru seld þangað kviðpokaseiði og nú er nokkur laxastofn í Færeyjum kom- inn upp af þessum seiðum. þvi þarf miklu fyrr að byrja að fóðra þau. Þetta er hlutur, sem þarf að kanna mjög vel. — Er þá ekki vist að möguleiki sé á miklum hrogna- og seiðaút- flutningi? — Með auknu laxeldi i sjó er- lendis opnast okkur möguleikar á að selja seiði til slikra fyrirtækja. Eins og fram hefur komið benda rannsóknir til að aðstæður til lax eldis í sjó hér við land. séu fremur óhagstæðar vegna kulda sjávar, nema á einstaka stöðum við Suð- urströndina, þannig að það erekk- ert óeðlilegt þótt við seljum laxa- seiði til eldis i sjó erlendis. En slík seiði þurfa helzt að vera orðin vön sjó áður en þau eru seld úr landi. I sumar ætlum við að setja út flot- kvi i Kollafirði og gera tilraunir með seiði þar. Þetta hefur líka í för með sér, að seiði, sem þannig eru alin, er ekki verið að selja á milli landa, heldur má segja að þau séu flutt úr einum stað i Eftir Ingva Hrafn Jónsson. verið neitað um útflutning á regn- bogasilungi eða regnbogasilungs- hrognum og hefur því ekki verið hindraður i að „rækta" regnboga- silunginn til sölu á erlendum markaði eins og hann ráðgerði þegar hann sótti um innflutning regnbogasilungshrognanna sbr. bréf hans frá 10. apríl 1951." f yfirlýsingunni segir einnig að at- vinnumálaráðuneytið hafi gefið leyfi til innfiutnings regnboga- silungshrognanna með vissum skilyrðum, sem sé ákvæðum um sótthreinsun og einangrun, enda var mikill dauði i alifiski i Dan- mörku á þeim tima, sem Skúli keypti hrognin þaðan. Þótti eðli- legt að gera nefndar varúðarráð- stafanir til að forðast að fisksjúk- dómar, sem geta borist á milli með hrognum flyttust til landsins og dreifðust út til fiska innan- lands. Var þá sérstaklega höfð í huga kýlaveiki, sem er mjög skæður sjúkdómur i laxfiskum og veldur miklu tjóni árlega erlendis. í yfirlýsingunni segir einnig að áðurnefndum skilyrðum hafi ekki verið fullnægt að dómi þess og það hafi því verið af varúðar- ástæðum sem Skúla var neitað um leyfi til að selja seiði til Búðar- óss h/f 1964 og sem málaferlin spunnust út af en sem kunnugt er sýknaði hæstiréttur land- búnaðarráðuneytið. Það er almennt viðurkennt að strangar reglur séu nauðsynlegar Séð yfir Laxeldisstöðina í Kollafirði. í sumar verður gerð tilraun með að ala seiði í flotkví i sjónum. Við í Kollafirði höfum selt seiði og hrogn til Noregs og Bretlands og Skúli á Laxalóni til írlands og Spánar og einnig hafa verið seld laxahrogn til Danmerkur og ef til vill viðar. Við i Kollafirði seldum í fyrra 20 þúsund 1 árs seiði til fyrirtækis i Noregi, sem er með laxeldi í sjó. Hafa seiði þessi reynst mjög vel og við fengið fyrir- spurn frá fyrirtækinu um hvað mikið magn við getum selt þeim i ár. Ég veit ekki hvað úr verður. Það er alltaf talsverð eftirspurn eftir laxaseiðum og hrognum og virðist ekki nægilegt magn vera á markaðnum þótt það sé að visu mismunandi frá ári til árs. Þessi sala okkar til Noregs var nú að- eins í tilraunaskyni og auðvitað er fsland fyrst og fremst okkar starfssvið og að framleiða hrogn og seiði til að sleppa í islenzkar ár. — Hvernig eru islenzku hrognin og seiðin í samanburði t.d. við seiði i Bretlandi og Noregi? — íslenzku hrognin eru heldur smærri og forðanæringin hjá kvið- pokaseiðunum því minni. Það er þvi ekki Ijóst hvernig íslenzk seiði henta i löndum með hlýrra lofts- lag. f þvi kalda vatni, sem er á fslandi hreyfa þau sig minna og eru þvi lengi að eyða forðanæring- unni. f heitara vatni hreyfa þau sig meira og eyða forðanum hraðarog sjónum á annan. Vandamálið hér í sambandi við útflutning á seiðum og hrognum úr vatnafiski er, að reglur um slika flutninga erlendis hafa verið hertar mjög á undan- förnum 7—8 árum og er viðast krafist heilbrigðisvottorða, sem verða að vera byggð á mjög um- fangsmiklum rannsóknum. Verið er nú að undirbúa að fá fisksjúk- dómafræðing til starfa, en fisk- sjúkdómanefnd hefur til bráða- birgða fengið danskan veirusér- fræðing til að taka hér sýni úr fiski til rannsókna. Það er athyglisvert í þessu sambandi að Alþjóðahaf- rannsóknaráðið samþykkti nýlega á fundi tiliögu um, að settar verði reglur um flutning á fiski og lág- dýrum milli staða. Átaldi það hinar handahófskenndu aðferðir við flutninga slikra dýra milli staða og benti á að tjón hefði oft hlotizt af slíku m.a. hjá aðilum, sem ekki hafa átt hlut að flutningunum. — Nú hafa talsverðar deilur verið um regnbogasilungsstofninn á Laxalóni, og Skúli Pálsson segist ekki hafa fengið að flytja út eða selja innanlands hrogn og seiði. hvað er þar að baki? — Ég vil í þvi sambandi vísa til greinagerðar frá landbúnaðar- ráðuneytinu um það mál, sem birt var 14. mai 1972, en þar segir m.a.: „Skúla Pálssyni hefur aldrei til að koma i veg fyrir að gin- og klaufaveiki berist milli landa, en það er eins og menn átti sig ekki eins á hættunni á að fisksjúkdóm- ar geti borist milli landa og valdið tjóni. Við fslendingar höfum á undanförnum áratugum verið að byggja upp skipulag i veiðimálum og rækta ár og vötn með ærnum tilkostnaði og með góðum árangri. Miklir fjármunalegir hagsmunir eru þvi bundnir við heilbrigði fisks í veiðivötnum hér á landi og smá- vægilega hagsmuni má ekki láta sigja i fyrirrúmi fyrir þeim. Hvað mundi það kosta veiðieigendur og aðra, sem njóta góðs af komu og dvöl stangarveiðimanna við lax- veiðar við árnar okkar, ef upp kæmi kýlaveiki í laxi í ánum, sem leiddi af innflutningi á regnboga- silungshrognum 1951, en þau voru flutt inn i landið, að hluta að minnsta kosti, án þess. að þau væru sótthreinsuð á tilhlýðilegan hátt. Slíkur kýlaveikisfaraldur kom upp í laxi i brezkum ám fyrir um það bil hálfri öld og olli geysi- legu tjóni. Ég trúi, að enginn geti reiknað slik dæmi nákvæmlega eða kæri sig um að hugsa hugsun- ina til enda varðandi afleiðingarn- ar, sem slíkur faraldur getur haft á fjárhagslega afkomu veiðibænda og þeirra annarra, sem hafa beinar og óbeinar tekjur af laxveiðum. FIAT 1500ÁRG. 1968, er til sölu. Upplýsingar I sima 71452 eftir kl. 6 næstu daga. MOHAIR-GARN Saba-garnið er svissnesk gæða- vara og er einnig ódýrt Verzl. Hof Þingholtsstræti 1. VÖRUBÍLL TIL SÖLU. Man 650, árg. 1967, i góðu standi. Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar í slma 92-81 69. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði Staðgreiðsla. Nóa- tún 27, sími 25891. BRONCO 1 966 í sérflokki fallegur bílt. Til 'sýnis og sölu 1 dag Sam- komulag með greiðslu. Simi 16289 TILSÖLU er íbúðarhúsið Miðtún 2, Höfn, Hornafirði. Upplýsingar gefur Arnór Kristjánsson, í síma 8177, Hornafirði. fSmnRGFHLDRR 7f mDRKRfl VÐRR HLJÓMPLÖTUR Kaupum notaðar vel með farnar hljómplötur, einnig frimerki, kórónumynt, umslög og póst- kort. Myntir og frimerki. Óðinsgötu 3. Seljum l dag 20.2.1974 Fiat 1 25 Berlina 1 972 ekinn 32.000 km. Saab 96 1972 Saab96 1971 Saab 96 1 969 Saab 99 1972 Land Ftover henzin 1 970 Volkswagen 1 600 1 970 Datsun 100 A 1 972. BDORNSSONico. SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.