Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 17 Blarna Benediktssanar Cató gamli, senatorinn í hinu forna Rómaveldi, er sagður hafa endað allar ræður sínar á þess- um orðum: „Etiam censeo Carthaginem esse delendam", — eða: „Auk þess legg ég til, að Karþagóborg verði lögð í eyði.“ Hjá mér hefur orðið æ ásæknari nauðsyn þess að þurrka kommún- ismann burt úr hugskoti íslend- inga. Af þeim sökum hefi ég ritað nokkrar greinar undanfarið í Morgunblaðið og bera þær þess merki. Ég fer nú að láta staðar numið f þeirri von jafnframt, að tilgangi mínum sé náð að því leyti, að kommúnistar verði rekn- ir úr ríkisstjórn íslands. Hvort forsætisráðherra mannar sig upp í slíkt fyrr eða síðar, skiptir ekki öllu máli. Tákn þess, sem verða vill, er þegar skrifað á vegginn. Mig langar nú til að rifja upp síðustu viðvaranir Bjarna heitins Benediktssonar frá árinu 1970, rétt áður en hann gekk örlögum sínum í móti i brunanum á Þing- völlum. Þessi aðvörunarorð áttu að birtast í grein í afmælishefti Stefnis, timariti ungra sjálf- stæðismanna, en komu síðar út í sérstökum bæklingi, sem nefndur var: „Þættir úrfjörutíu ára stjórn- málasögu“ og S.U.S. gaf úr. Þessi skrif voru m.a. viðvaranir gegn kommúnismanum sem helstefnu, íslandi stórháskalegri og til þess fallinni að tortíma frelsi okkar. Bjarni minnir þar m.a. á hina frægu ræðu Lenins, er hann hélt á alþjóðaþingi kommúnista 1920 „Um hernaðarlega afstöðu ís- lands í framtiðarstyrjöld, sérstak- lega með tilliti til flughernaðar og kafbáta". En frá þessu hafði Hendrik Otóson sagt i einu rita sinna, enda segir Bjarni hann hafa verið manna falslausan og opinskáan. Skoðanabræður hans hér hafa hins vegar talið hyggilegra að þegja um þetta ræðuhald og þar á meðal einn þeirra æðsti leiðtogi, Brynjólfur Bjarnason, sem var með Hendrik á þinginu. Bjarni minnir á eftirfarandi: „í fyrstu gerðu menn sér vonir um, að hér þyrfti ekki að hafa varnarlið á friðartímum, en árás kommúnista á Kóreu 1950 breytti viðhorfi manna í þessum efnum, enda höfðu skipaferðir Sovét- manna á norðurhöfum þá mjög farið vaxandi undanfarin misseri. Sú skipan, sem þá var ákveðin, hefur slðan haldizt imeginefnum. Á árinu 1956 sameinuðust þó Framsókn og Alþýðuflokkur kommúnistum í þvf, að heimta brottför varnarliðsins. Allir guggnuðu þeir á þeirri kröfu um sinn eftir kúgun Sovétmanna á Ungverjum haustið 1956. Þá liðu meira að segja margir mánuðir svo, að kommúnistar eða sósíalist- ar, Sameiningarflokksmenn al- þýðu, Alþýðubandalagsmenn, eða hvað þeir kölluðu sig á þvi skeiði, töldu sjálfum sérráðlegastaðhafa kyrrt um brottrekstrarkröfur sín- ar. Þeir hafa þó jafnharðan orðið háværari á ný, ef friðvænlegar hefur virzt i álfunni, um stund, en látið minna i sér heyra, þegar harðnað hefur á dalnum, svo seni við innrás Sovétmanna í Tékkó- slóvakíu haustið 1968.“ Þannig varð það, að eftir að vinstri stjórnin hafði tekið við völdum á miðju ári 1956, að ekkert varð úr því að láta varnar- liðið hverfa af landi brott og kommúnistarnir höfðu afar hægt um sig i stjórninni. t desember- mánuði gerði svo íslenzki utan- ríkisráðherrann eftirfarandi sam- komulag, sem staðfest var af ríkisstjórn Islands og Bandaríkj- anna: „Viðræðurnar hafa leitt til sam- komulags um, að vegna ástands þess, er skapazt hefur í alþjóða- málum undanfarið og áframhald- andi hættu, sem steðjar að öryggi íslands og Norður-Atlantshafsrikj anna, sé þörf varnarliðs á íslandi samkvæmt ákvæðum varnar- samningsins'L Eins síðustu aðvörunarorð Bjarna voru þessi: „Þrátt fyrir, og þó öllu fremur vegna þess, hversu vel hefur tek- izt með að halda friði í þessum heimshluta frá því, er Atlants- hafsbandalagið var stofnað, þá er um þessar mundir gerð hörð hríð að bandalaginu. Þeir, sem hafa hug á aukinni ásælni og vilja ryðja „sósfalfskri byltingu" braut, leggja sig fram um upplausn, eða að minnsta kosti lömun banda- lagsins. Þessir menn hyggjast skapa skilyrði í Vestur-Evrópu fyrir samskonar atburðum og urðu með valdatöku kommúnista á Tékkóslóvakíu á árinu 1948 og aftur með innrás þeirra 1968. Á meðan þessi hugsunarháttur er jafn magnaður og hann nú er, þá væri óðs manns æði fyrir íslend- inga að hverfa úr Atlantshafs- bandalaginu eða slaka á vörnum landsins. Ekkert bendir til þess, að á siðari árum hafi dregið úr þýð- ingu varna á íslandi fyrir ná- granna okkar. Þvert á móti hefur stóraukin sókn Sovétmanna á út- höfin aukið þýðingu íslands frá því, sem áður var. Fyrir island sjálft hafa varnir hér auðvitað úrslitaþýðingu. Eða hvi skyldi is- land eitt allra þjóðlanda geta leg- ið óvarið og opið fyriröllum þeim, er það vilja hremma? Ef menn vilja halda sjálfstæði, verða þeir nokkuð til þess að vinna. Öþæg- indi þau, sem af vörnunum leiða, eru og smáræði miðað við þær hættur, sem varnarleysi mundi samfara." Nú hefur nokkuð verið vikið að Atlantshafsbandalaginu og við- horfum Bjarna Benediktssonar til þess, en það eitt út af fyrir sig skýrir einkar vel stjórnmála- manninn Bjarna Benediktsson, skapfestu hans, staðfestu og glöggskyggni á þær hættur, sem ávallt eru varnarlausu íslandi búnar og reyndar eru ætíð fyrir hendi í hinum alþjóðlega heimi með þeirri valdabaráttu, sem reynslan staðfestir, að þar virðist óhjákvæmileg. Ég rifja upp þessa þætti af afskiptum Bjarna Benediktssonar af Atlantshafsbandalaginu aðeins til þess að gera tilraun til að varpa ljósi á þá sterku lyndis- einkunn hans, sem þar opinberar sig. Það, sem ég hefi sagt um Bjama Benediktsson og afstöðu hans til öryggis- og varnarmála landsins, minnir í raun og veru á ísjakann: aðeins tíundi hluti hans er ofansjávar en allt hitt, eða 9/10, eru i undirdjúpum. Ég hefi ekki rifjað upp einn tíunda ekki einn hundraðasta af aðvörunarorð- um, ábendingum og eggjunum Bjarna Benediktssonar. Níu tiundu eru ekki neðanjávar að því ieyti, að það sé gleymt eða afmáð í vitund almennings á íslandi, heldur mun það um aldur og ævi halda minningu hans á lofti og vera okkar tryggasta stoð i bar- áttunni fyrir sjálfstæði og frelsi. Þeir sem tekið hafa kommún- istasmitina, og hinir, sem illu heilli væflast með sakir þess, að þeir hafa ekki enn áttað sig á alvöru málsins, eru að síklifa á því, að sá fyrirvari hafi verið gerður við inngöngu Islands f Atlantshafsbandalagið 1949, að hér skyldi ekki vera her á friðar- timum. Bjarni Benediktsson var margoft búinn að gera grein fyrir hinum gjörbreyttu viðhorfum í alþjóðamálum eftir 1949. M.a. gerði hann glögga grein fyrir þessu í ræðu á fundi Heimdallar 14. april 1957, og birtist hún í Mbl. 17 apríl s. á. Allt er þetta kunnugt áður og hefur verið rak- ið, en ástæða er þó til að rifja það upp. Bjarni sagði þá m.a.: „Það er ekki einungis, að styrjöldin sjálf sé orðin miklu hættulegri og með hörmulegri af- leiðingum en nokkru sinni áður, heldur er nú, gagnstætt þvi sem áður var, nærri undirbúnigslaust hægt að hefja styrjöld. En þegar við vorum að semja um inngöngu i Atlantshafsbandalagið 1949, var því haldið fram, og með rökum, að hægt væri að sjá með nokkurra vikna fyrirvara, hvort styrjöld væri í aðsigi eða ekki. Herflutn- ingar og hin og þessi atvik til undirbúnings gæfu til kynna, að verið væri að efna til styrjaldar. Þetta var alveg rétt. Bæði 1914 og 1939 mátti næstu vikurnar á und- an sjá, að þá var farið að efna til styrjaldar. Það gat fram hjá eng- um farið. En nú er orðin á þessu breyting. Eftir að hin nýju ógur- legu vopn komu til sögunnar,flug- vélarnar, sem hægt er að senda frá flugvöllum innan úr miðjum lönd- um, eldflaugar, sem hægt er að skjóta frá eldflaugastæðum, sem eru fyrir hendi þegar í dag, þá er hægt að hefja styrjöld svo að segja gersamlega fyrirvaralaust. Þess vegna er sá fyrirvari, sem um var talað 1949, og við þá í góðri trú gerðum ráð fyrir, nú gersamlega úr sögunni." Ég tek að lokum undir hin siðustu aðvörunarorð Bjarna Benediktssonar og hinum rök- rétta skilningi hans á hinum gjör- breyttu viðhorfum frá 1949 varð- andi fyrirvarann „á friðartim- um“. Við þurfum að halda vöku okk- ar, Islendingar, og við munum gera það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.