Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20- FEBRUAR 1974 15 22. þingi Norður- landaráðs að ljúka Stokkhólmi, 19. febr., frá feirni Jóhannssyni, 22. ÞINGI Norðurlandaráös lýkur hér á morgun, en fáir eða engir tslendingar munu sækja fund ráðsins þá. Flestir fara árdegis áleiðis til Kaupmannahafnar til að ná sfðustu flugvélinni, sem fer heim vegna verkfallsins. Verkfall verzlunarfólks, sem stöðvar m.a. utanlandsflugið, hefur komið róti á Islendingana hér á þinginu og margir hafa orð- ið að breyta fyrirætlunum sfnum. Fregnir að heiman voru óljósar fyrst í stað, því að mjög erfiðlega gekk að ná símasambandi við Reykjavík. Þegar á daginn leið bárust nánari fréttir og flestir brugðu á það ráð að panta far með siðustu vélinni frá Kaupmanna- höfn, þar sem óvíst er, hve lengi utanlandsflugið liggur niðri. Ekki er ákveðið, hvar aukaþing Norðurlandaráðs verður haldið næsta haust, en forsætisnefnd ráðsins kemur saman 22. marz til að fjalla um það. Fulltrúi íslands i forsætisnefndinni er Matthias A. Mathiesen. Watergate: Svo sem frá hefur verið skýrt í fréttum tók tvítugur Bandaríkja- maður, Robert Preston að nafni, upp á því um helgina að stela þyrlu frá herflugvelli I Maryland og fljúga henni til Hvfta hússins, með viðkomu á nokkrum stöðum og uppátækjum ýmiss konar á leiðinni. Preston var neyddur til að lenda þyrlunni á flötinni rétt sunnan við Hvfta húsið og var hann sfðan handtekinn. Myndirnar sýna þyrluna, þar sem hún er lent rétt hjá forsetabústaðnum og Preston, er hann var fluttur í lögreglustöð í Wæshington. Þögnin á segulbands- spólunni eisn rannsökuð Herforingjastjórnin í Chile: New York, 19. febr., AP. BANDARÍSKUR rafeindasér fræðingur hefur afhent lögfræð- ingum Hvfta hússins fimm blað- sfðna skýrslu um hina alræmdu • • 011 stjórnmálastarf- semi bönnuð í 5 ár Santiago, Chile, 19. febr., AP-NTB. AUGUSTO Pinochet hers- höfðingi, leiðtogi herforingja- stjórnarinnar f Chile lýsti því yfir Verðlaun kennd við Xanþippu veitt í fyrsta sinn í Osló Osló, 19. febr., NTB. Á SJÖTÍU ára afmæli landsráðs norskra kvenna voru í fyrsta sinn veitt svokölluð Xanþippuverð- laun, sem ætlunin er að veita í framtfðinni karlmönnum, sem starfa f þágu jafnréttindabaráttu kvenna eða sýna jafnréttisafstöðu til kynjanna í starfi sínu. Verð- launin hlutu að þessu sinni Haag- en Ringnes dagskrárfulltrúi hjá norska sjónvarpinu fyrir mál- efnalega afstöðu til konunnar f Sjónvarpsdagskrám sfnum og fyrir að taka f ræðu og riti virka afstöðu gegn mismunun kynj- anna. Verðlaunin voru veitt við hátið- lega athöfn, þar sem meðal gesta voru Sonja krónprinsessa og full- trúar kvennasamtaka og ráða víðsvegar í Noregi. A sérstökum umræðufundi, sem haldinn var í Osló í tilefni afmælisins, var sér- staklega fjallað um stöðu kon- unnar i svæðauppbyggingu lands- byggðarinnar. Formaður landsráðsins, Anna Louise Beer dómari, sagði við verðlaunaafhendingu, að með því að veita verðlaunin eingöngu karlmanni beittu kvennasamtök- in misrétti kynjanna i fyrsta sinn, en þeim þætti ástæða til að verð- launa menn eins og Ringnes, sem í starfi sínu sýndu jafnréttisaf- stöðu, er mjög væri til fyrirmynd- ar og óskandi að sjá sem víðast. Xanþippu-verðlaunin eru kennd við konu heimspekingsins Sókratesar, sem uppi var fyrir 2300 árum og þótti skelegg mjög. Sagði Beer dómari, að líta mætti á Xanþippu sem fyrstu virku kven- réttindakonuna, því að það hefði verið fyrir réttláta reiði hennar sem hún hlaut sess i mannkyns- sögunni „sem ella fjallar ein- göngu um afrek karlmanna í sam- félögum karimanna", sagði dóm- arinn. Xanþippu-verðlaunin eru högg- mynd af konu gerð af mynd- höggvaranum Skule Waksvik. I gær, að öll stjórnmálastarfsemi yrði bönnuð í landinu næstu fimm árin að minnsta kosti og herinn mundi halda völdum þar jafnvel ennþá lengur. Pinochet sagði þetta i viðtali við fréttamann Reuters og bætti því við, að hinar ströngu öryggisráð- stafanir, sem stjórnvöld hefðu viðhaft frá því herinn steypti stjórn Salvadors Allendes, yrðu látnar gilda áfram og Chilebúar , mættu búast við erfiðum timum framundan vegna erfiðleika í efnahagslifi landsins. Pinochet staðhæfði, að meiri- hluti Chilebúa styddi stjórn sína, en hún mundi engu að síður við- halda öryggisráðstöfunum meðan nokkur hætta væri á valdbeitingu af hálfu marxískra afla. Því er haldið fram af stjórnarinnar hálfu, að stuðningsmenn Allend- es ráði enn yfir miklu magni vopna og skotfæra, sem þeir geymi á leyndum stöðum víða um landið. I AP-frétt frá Amsterdam segir, að Carlos Altimirano fyrrverandi aðalritari sósialistaflokksins í Chile hafi sagt í viðtali við hollenzka sjónvarpið, að enn væru 240 fyrrverandi stjórnmála- foringjar Chile í fangelsum, þar sem þeir biðu þess, að réttarhöld væru haldin í máli þeirra. Altimirano sagði, að mikilvæg- ustu stjórnmálafangarnir væru fluttir til Santiago og leiddir fyrir herrétt með leynd. Altimirano, sem nú kemur fram sem leiðtogi chileönsku stjórnar- andstöðunnar í útiegð, sagði enn- fremur, að enn væru þúsundir manna fangar herforingja- stjórnarinnar og pyntingar fanga væru daglegt brauð. Viðtalið við Altimirano var tekið í Sofiu, höfuðborg BÚlgariu, þar sem hann dvelst um þessar mundir. 13V4 minútu þögn á einni af segul- bandsspólum forsetaembættisins, að því er dagblaðið The New York Times skýrir frá í dag. í skýrslu sérfræðingsins segir, að þögnin kunni að stafa af mistökura eða bilun í sjálfu segulbandstækinu. Þessi umsögn brýtur í bága við skýrslu sex rafeindasérfræðinga, sem Hvíta húsið og Leon Jaworski rannsóknardómari dómsmála- ráðuneytisins fengu til að rann- saka böndin á dögunum, en þeir komust að þeirri niðurstöðu, að margsinnis hefði verið „spilað ofan 1“ þennan hluta spólunnar og undir mætti greina óm af sam- tali, sem sennilega væri hið upp- runalega samtal Nixons forseta við Robert Haldeman yfirmann starfsliðs Hvíta hússins. Samtal þetta fór fram skömmu eftir inn- brotið í aðalstöðvar Demókrata- flokksins i Watergate. Sex líflátnir Teheran, 19. febr., AP. I MORGUN voru teknir af lífi í Teheran sex menn, sem herdóm- stóll hafði dæmt til dauða fyrir skemmdarverk og morð. Voru menn þessir sekir fundnir um að kveikja I lögreglustöð, kvenna- klúbbi í borginni, kvikmyndahúsi og ökutækjum opinberra starfs- manna svo og að að hafa drepið sjö manneskjur, þar á meðal nokkra lögreglumenn. Fjórir menn aðrir, sem töldust meðsekir í þessum verkum, hlutu 5—15 ára fangelsisdóma. Fostervoll varnarmálaráðherra Noregs: Noregur er ekki veikur hlekkur í vömum NATO Osló, 19. febr., NTB. Landvarnaráðherra Noregs, Alv Jakob Fostervoll, vfsaði I dag á bug fréttum, sem nýlega birtust í brezka blaðinu Daily Express þess efnis, að herfor- ingjar og stjórnmálaleiðtogar I Vestur-Evrópu fjölluðu um þe ssar mundir um áætlanir, sem gengju út frá því, að Noregur yrði ekki þáttur I skipulagi varna Vesturveld- anna gegn hugsanlegri árás af hálfu Sovétríkjanna. Daily Express hafði sagt, að herforingjar I V-Evrópu væru þreyttir orðnir á tilraunum til að koma upp skynsamlegu varnarkerfi, þar sem Noregur, sem væri þó aðili að Atlants- hafsbandalaginu, neitaði í sí- fellu að leyfa vist erlendra her- sveita ánorsku landi. Blaðið gaf ekki upp heim- ildarmann þessara upplýsinga, en kvað þær hafðar eftir her- foringja nokkrum. Talsmaður NATO í Brússel hefur afdrátt- arlaust vfsað þeim á bug. Fostervoll landvarnaráð- herra sagði, að sér væri með öllu ókunnugt um það, hvaða umræðuvettvang herforingja Og stjórnmálaleiðtoga blaðið kynni að eiga við. Hann vissi heldur ekki til þess, að nein gagnrýni hefði verið borin fram á stefnu Norðmanna í her- stöðva- og varnarmálum; þvert á inóti hefði sú stefna verið viðurkennd innan NATO sem heppilegur þáttur í þeirri við- leitni bandalagsins að sýna Austur-Evrópu og sanna, að NATO væri varnarbandalag, en hefði ekki árás í huga. Að tala um Noreg sem veikan hlekk í varnarkeðju bandalagsins, væri því í algerri mótsögn við þá viðurkenningu, sem ráðherra- fundurinn i desember 1972 hefði látið í ljós um varnar- stefnu Noregs. I frétt Daily Express hafði sérstaklega verið rætt um samninga Norðmanna og Sovét- ríkjanna um afnot af flugvell- inum á Svalbarða og Norð- mönnum legið á hálsi fyrir að ætla að leyfa sovézka flugfé- laginu Aeroflot afnot þar af. Sagði Fostervoll þetta meiri háttar mistúlkun sannleikans, þvf að þessar viðræður um af- not af Svalbarðaflugvellinum hefðu staðið yfir árum saman og ekki verið neitt leyndarmál. Sovétríkin væru aðilar að Sval- barðasamningnum og hefðu þar af leiðandi rétt til að stunda þar ýmsa starfsemi, en jafn- framt væri öll hernaðarstarf-■ semi þar um slóðir bönnuð. „Þar sem Noregur og Sovétrik- in eru einu aðildarriki Sval- barðasamningsins, sem halda þarna uppi nokkurri umtals- verðri starfsemi, var eðlilegt, að fulltrúar stjórnanna ræddu sín i milli ýmsar hliðar sam- eiginlegrar notkunar flug- vallarins, sagði Fostervoll og bætti því við, að hann væri op- inn öllum löndum, sem þyrftu á aðstöðu þar að halda í sam- bandi við starfsemi á Sval- barða. Fostervoll sagði að lokum, að Norðmönnum væri algerlega ókunnugt um, að innan NATO væru uppi nokkurs konar um- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.