Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 19 Hagsmunir og stefna Islands og Nor- egs 1 alþjóðamálum fara mjög saman Sagði Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs á fundi með fréttamönnum í gær ,Tilfinningalega séð hafa íslendingar algera sérstöðu hjá norsku þjóðinni” Ræða Knut Frydenlunds í boði Einars Agústssonar Kæri herra utanríkisráð- herra Einar Agústsson og frú. Kæru íslenzku vinir. ífe hef þann heiður að þakka fyrir hönd norsku gestanna fyr- ir þessa veizlu og þann góða mat, sem við höfum snætt hér. I hinum vinsamlegu orðum, sem íslenzki utanríkisráðherra beindi til mín og föruneytis míns, fjallaði hann um ýmsar kenningar til skýringar á því, að Norðmenn fluttust á sinum tíma frá heimalandi sínu og tóku sér bólfestu á islandi. Ein skýringin var almenn óánægja með stjórn Haralds Hárfagra og önnur, að háir skattar í Noregi hefðu verið ástæðan. Skatta- álagið í Noregi hefur ekki minnkað með árunum. Það var hins vegar ekki ástæðan fyrir því, að ég sem utanríkisráð- herra ákvað, að Island skyldi verða fyrsta landið, sem ég færi i opinbera heimsókn til sem slíkur. Ástæðan eru hin sterku tengsl milli íslenzku og norsku þjóðanna, sem Einar Ágústsson lýsti svo vel. Norska þjóðin leggur mikla áherzlu á samstarf Norðurlandaþjóðanna, en ég held, að ég móðgi engan, er ég segi, að tilfinningalega séð hafi íslendingar algera sérstöðu hjá norsku þjóðinni. Við Norðmenn stöndum í þakklætisskuld við Islendinga. Það voru íslenzku sögurnar um hina gömlu, norsku konunga, sem áttu þátt i að vekja til lífsins meðvit- undina um sögu okkar eigin lands, sem var undanfari þess að vinna aftur eigin þjóðarvit- und eftir aldalöng erlend yfir- ráð. Þetta stóð okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, er við Norðmenn nú heimsóttum Handritastofnun jslands. En við Norðmenn getum líka lært af íslendingum í dag, hvernig við eigum að takast á við vandamál nútimans. Ég og Einar Ágústsson erum báðir ut- anrikisráðhexrar þjóða, sem á heimsmælikvarða eru litlar. Ég hef persónulega mjög mikinn áhuga á því, hvernig smáþjóðir geti varðveitt og þróað sin sér- einkenni og þjóðarverðmæti samfara þeirri alþjóðaþróun, sem nú á sér stað. Við verðum á öllum sviðum fyrir auknum á- hrifum frá umheiminum, menningarlegum, stjórnmála- legum, tæknilegum eða efna- hagslegum. Hin auknu sam- skipti þjóða eru sem slík já- kvæð, en fyrir minni þjóðirnar geta þau skapað vissa erfið- leika, sem ekki er hægt að mæta með aðgerðarleysi eða einangrun, heldur með því að vera vel undirbúinn út á við og inn á við. (Jt á við verða minni þjóðir að taka þátt í auknu al- þjóðlegu samstarfi og það er aðeins þannig, sem við getum tryggt eigin þjóðarhagsmuni. Innanlands verðum við að tryggja, að samfélag okkar geti varðveitt þjóðareinkennin og þau verðmæti, sem við byggjum á í hinum auknu samskiptum við umheiminn. Hvað hið síð- astnefnda snertir getum við Norðmenn lært mikið af islend- ingum. Þið eruð ákveðnir i að Knut Frydenlund á fundi með fréttamönnum á Hótel Sögu í gær. „VIÐ teljum ekki, að hinni stórauknu uppbyggingu sovézka flotans á Norðurslóð- um sé beint gegn Noregi, heldur sé hún liður f heims- stefnu Sovétrfkjanna í hermál- um,“ sagði Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs á fundi með fréttamönnum á Hótel Sögu í gær, er hann var spurður álits á þessu máli. Utanríkisráðherrann tók það fram í upphafi fundarins, að hann myndi ekki svara spurningum, er snertu íslenzkt innanríkismál og tók fram, að hann hefði ekki rætt varnar-' stöðina á Keflavíkurflugveili við íslenzka ráðamenn, það hefði verið ákveðið áður en hann lagði af stað hingað. Hann sagði, að hann hefði þegar hann tók við utanrfkis- ráðherraembættinu, ákveðið, að tsland skyldi verða fyrsta landið, sem hann færi í opin- bera heimsókn til, vegna náinna og sérstæðra tengsla ís- lenzku og norsku þjóðanna. Upphaflega hefði staðið til, að hann kæmi hingað sl. haust,en þvf hefði verið frestað, þar til viðræðum íslendinga við Bandaríkjamenn um varnar- stöðina á Keflavfkurflugvelli væri lokið. Þegar þessar við- ræður hefðu dregizt á langinn, hefði heimsóknin verið ákveðin nú. Ráðherrann lýsti mikilli ánægju sinni, fjölskyldu sinnar og fylgdarliðs með heimsókn- ina og sagði, að viðræður sínar við íslenzka ráðamenn hefðu verið vinsamlegar og gagn- legar. 1 viðræðum sínum við Einar Ágústsson hefði komið fram, að hagsmunir og stefna stjórna Noregs og islands færu mjög saman á alþjóðavettvangi. Ráðherrann var spurður, hvert væri helzta vandamálið, sem norska stjórnin ætti við að» glíma og svaraði hann því til, að það væri verðbólgan og bætti við, að Norðmenn ættu ekkert algilt svar við henni. Axðspurður um það, hvort ákvörðun Norðmanna um að ganga ekki í EBE hefði valdið þeim viðskiptaerfiðleikum sagði Frydenlund, að þeir væru hverfandi. Norðmenn hefðu frf- verzlunarsamning við EBE, sem væri hagstæður, og þeir, sem mest börðust gegn EBE- aðild fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna, teldu þróunina sanna, að þeir hefðu haft rétt fyrir sér. Frydenlund var að þvi spúrð- ur, hvort norska stjórnin hefði markað stefnu sína f olíumálum með það í huga, að innan fárra ára kæmu Norðmenn tilmeð að flytja út mikið magn oliu ár- lega. Hann sagði, að sú stefna hefði aðeins verið mörkuð i grófum dráttum. Mesta vanda- málið væri að koma í veg fyrir, að hinar miklu tekjur af oliu- sölunni kæmu ekki af stað of mikiili spennu í efnahagslifi landsins. Ilann sagði, að gert væri ráð fyrir, að innan nokkurra ára myndu fást um 40 milljónir lesta af olíu árlega frá Ekkosvæðinu. Af þeim myndu Norðmenn sjálfir nota um 9 milljónir lesta, en selja hitt úr landi. Hann taldi, að eðlilegasti markaðurinn fyrir þessa oliu væri á Norðurlöndum og í V- Evrópu. Þá var utanríkisráðherrann spurður um fjölda sovézkra kafbáta undan Noregsströnd- um, en hann visaði þeirri spurningu frá og kvaðst ekki um það vita. Aðspurður sagði ráðherrann það rétt, að aukinn þrýstingur væri nú í Noregi um að fisk- veiðilögsaga landsins yrði færð út, en hann sagði að norska stjórnin hefði ákveðið að bíða eftir niðurstiiðum hafréttar- ráðstefnunnar. Að lokum sagði ráðherrann, að Einari Ágústssyni hefði verið boðið að koma til Noregs í opinbera heimsókn einhvern tíma á næstunni, er hentaði og jafnfraxnt, að norska stjórnin hefði þegið boð um að senda hingað séi'stakan fulltrúa i tilefni hátíðarhaldanna vegna þjóðhátíðarinnar í sumar. Skákborðið fræga, þeirra Spasskys og Fischers, vakti mikla athygli norska utanríkisráðherrans og fjölskyldu hans.erþau heimsóttu Þjóðminjasafnið. varðveita þjóðareinkennin og verðmætin. Þrátt fyrir smæð sina býr island nútimans yfir irmri styrk og orkan geislar af því. Það urðum við Norðmenn mjög varir við í dag, er við heimsóttum Þjóðminjasafnið og hittum Halldór Laxness. Varðandi afstöðu þjóða okkar til umheimsins urðum við ráð- herrarnir sammála um í við- ræðum okkar í dag, að hags- munir okkar og skoðanir eru mjög á sama veg. Báðar þjóðir leggja mikla áherzlu á norræna samvinnu. Báðar þjóðir hafa mikinn áhuga, að ráðstefnan um evrópsk öryggismál og sam- vinnu beri varanlegan árangur. Báðar þjóðir eiga aðild að NATO, en hvorug er i Efna- hagsbandalagi Evrópu. Hags- munir okkar og stefna varðandi hafréttarráðstefnuna í Venezú- ela fara saman. Báðar þjóðir lita á aðild sína að Sameinuðu þjóðunum sem hornsteininn i utanríkismálum. Eins og ég hef áður sagt var tilgangurinn með þessari heim- sókn að leggja áherzlu á hin nánu tengsl þjóða okkar og af því hefur heimsóknin ein- kennzt. Það er tvöfaldur heiður að fá að koma hingað í opinbera heimsókn, er islendingar minn- ast 1100 ára afmælis islands- byggðar. Eg vil fyrir hönd s'ámstarfs- manna minna, minnar fjöl- mennu fjölskyldu og fyrir eigin hönd þakka hlýjar móttökur og þá frábæru gesti'isni, sem við höfum notið. Eg vil að lokum lyfta skál fyrir okkai’ kæru gestgjöfum, Einari Ágústssyni og frú og hinum sérstæðu og nánu tengslum þjóðaokkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.