Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 21 Fyrirhugaður mæðragarður við Fagrabæ. Þarna er leiksvæði fyrir börnin með sandkassa og leiktækjum og grasfletir og hellulagðar stéttar með bekkjum fyrir fullorðna. Ellefu ný leiksvæði ráðgerð í sumar Leikvallanefnd hefur gert áætl- un um gerð leikvalla, gæzlu- valla, starfsvalla og leiksvæða á árinu 1974. Og hefur borgarráð samþykkt gerð eftirfarandi valla á árinu: gæzluvöll við Suðurhóla, opinn leikvöll og mæðragarð við Suðurháls, lokaframkvæmdir við sparkvöll og sleðabrekkur við Suðurhöla, hús og lokafram- kvæmdir á starfsvelli við Vestur- berg, byrjunarframkvæmdir á starfsvelli við Alfheima, leikvöll og mæðragarð við Garðsenda. Og fyrir borgarráði liggur til af- greiðslu tillaga um: gæzluvöll í Seljahverfi í Breiðholti II, starfs- völl í Breiðholti I (Blöndubakka) starfsföll t Árbæjarhverfi við Rofabæ, leikvöll og mæðragarð við Hlaðbæ 12 og leikvöll og mæðragarð við Fagrabæ 12. En 28 milljónum króna er í ár veitt tilþessara framkvæmda. Mæðragarðarnir í sambandi við leikvellina eru ein af skemmtileg- um nýjungum, en þar er hug- myndin að mæður komi með börn sín eða fjölskyldur saman. Áþeim völlum eru auk malbikaðs leik- svæðis fyrir börnin, grasfletir og hellulagt svæði með bekkjum fyr- ir fullorðna að sitja á og svæðin gerð meira aðlaðandi og skjól- betri með gróðurbeltum úr birki, ösp og vfði. Á völlunum eru leik- tæki, sandkassar og slíkt og einn- ig blómabeð. Slikir vellir eru áformaðir með mismunandi sniði eftir aðstæðum við Suðurhóla, við Garðsenda við Hlaðbæ og Fagra- bæ. Og birtum við hérmeð eina teikningu til fróðleiks, af fyrir- huguðum mæðragarði við Fagra- bæ. Matvörukaupmenn: Verðlagsákvæði verðbólgu- hvetjandi AÐALFUNDUR Félags matvöru- kaupmanna í Reykjavík var hald- inn að Marargötu 2, fimmtudag- inn 7. þ.m. Hreinn Sumarliðason var endur- kjörinn formaður félagsins fyrir næsta starfsár, en aðrir í stjórn félagsins eru: Birgir Guðbrands- son, Sveinn Guðlaugsson, Sigþór Sigþórsson og Torfi Torfason. Varamenn í stjórn eru: Helgi Viktorsson, Jón Þórarins- son og Hákon Sigurðsson. Fulltrúi í fulltrúaráði Kaup- mannasamtakanna, er Sigurður Matthíasson. Fundurinn var fjölsóttur og í skýrslu formanns kom fram, að unnið hefur verið ötullega að fjöl- mörgum hagsmunamálum félags- ins og kaupmanna. Fundurinn gerði einróma eftir- farandi ályktun: Núverandi verðlagningarkerfi, var ekki gott i upphafi, en nú er það orðið gamalt mjög og hefir ekki batnað við áratugalanga pólitiska togstreitu, ýmist i þessa átt eða hina. Engin skynsamleg rök eru til- færð fyrir því, hvers vegna hinum einstöku vöruflokkum er gert mishátt (lágt) undir höfði við ákvörðun verðs. Fundurinn vekur athygli á því, að hvergi í veröldinni hefir verð- lagningarkerfi það, sem hér er notað, verið talið veita neytandan- um þá tryggingu fyrir lægsta mögulega vöruverði, sem væntan- lega hefir átt að vera tilgangur- inn, þegar núgildandi kerfi var tekið upp. Þvert á móti verður að telja verðlagsákvæðin verðbólgu- hvetjandi. Á það skal jafnframt bent, að þar sem lík verðlagsákvæði hafa Hreinn Sumarliðason verið notuð erlendis, hefir það einungis verið gert um takmark- aðan tíma í senn og ávallt við mjög óvenjulegar aðstæður. Fundurinn telur brýna nauðsyn á að endurskoða gildandi reglu- gerð nú þegar, ef ekki er talið unnt að afnema hana með öllu. Þá átelur fundurinn harðlega þá málsmeðferð hjá hæstvirtu fjármálaráðuneyti að lækka sí- endurtekið sölulaun fyrir tóbak, jafnhliða og verð þess er hækkað í útsölu. Skal á það bent, að sölulaun fyrir tóbak voru 1967 20%, en hafa siðan lækkað jafnt ogþétt og lækkuðu síðast um áramótin sl. úr 11.30% i 10.6%, með sama áfram- haldi verða þau að fjórum árum liðnum komin niður i 0%. Þetta gerist um leið og allur verzlunar- kostnaður fer síhækkandi. Felur fundurinn nýkjörinni stjórn að leita leiðréttinga í mál- um þessum. Félagsblað sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri FÉLAG sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri hefur gefið út myndarlegt félagsblað. Þar er frá því skýrt, að fyrsti fundur hins nýja sjálfstæðis- félags 1 þessu hverfi verði hald- inn í Templarahöl linni við Eirfksgötu miðvikudaginn 20. febrúar n.k. kl. 20.30. Gestir fund- arins verða Ölafur B. Thors borgarráðsmaður og Hafliði Jóns- son, garðyrkjustjöri Reykjavfkur- borgar. í blaðið skrifar Ragnar Fjalar Lárusson grein undir fyrirsögn- inni Varin borg og segir þar m.a.: „Margir flokkar bjóða fram leiðsögn sína nú eins og áður. Allir vilja þeir eflaust vel hver á sinn hátt. Aðeins einn þeirra hefur þó inöguleika á að mynda þá styrku stjórn, sem hver borg og hvert land þarf ætíð á að halda. Veitum þvf þessum flokki, Sjálfstæðis- flokknum, brautargengi í kom- andi borgarstjórnarkosningum. Við vitum hvað við höfum og eig um, en við vitum ekki hvað við hreppum, ef hann missir meiri- hluta sinn. Ég vil hvetja Reykvík- inga til að fylkja sér um Sjálf- stæðisflokkinn og hinn unga og ágæta borgarstjóra, Birgi Isleif Gunnarsson. Reykjavik skal vera varin borg, varin gegn öflum flokkadrátta og sundurlyndis, borg lýðræðis og styrkrar stjórnar i framtiðinni." Kútter Sigurfari GETIÐ hefur verið um það í blöð- um, að sú hugmynd hafi skotið upp kollinum að fá hingað til landsins gamlan kútter frá Fær- eyjum, er var í eigu íslendínga á sfnum tima, og varðveita til minn- ingar um hið, merkilega tímabil í sögu okkar — skútuöldina. Hug- mynd þessi fékk góðan byr — og fyrir einhuga átak félaganna í Kiwanisklúbbnum á Almanesi — sérstaklega — hefur draumurinn orðið að veruleika. Gengið hefur verið frá kaupum á kútter Sigur- fara, og er hans von með vorinu til sinnar heimahafnar, á Akra- nesi. Sigurfari var um langt árabil í eigu Islendinga, smiðaður í Eng- landi árið 1885 og keyptur til landsins frá Hull 1897. Mörg fyrstu árin áttu Sigurfara og gerðu hann út Petur Sigurðsson útvegsbóndi á Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, faðir Sigurðar skipstjóra á Gullfossa (fyrsta) og afi Péturs Sigurðssonar forstjóra Landhelgisgæzlunnar og Gunn- steinn Einarsson skipstjóri í Skildinganesi. Átti Pétur hann að tveimur þriðju og Gunnsteinn að einum þriðja. Allmörg, síðustu árin hér heima var Sigurfari í eigu H. P. Duus-fyrirtækisins i Reykjavík og seldur Færeyingum i janúar'árið 1920, annar síðustu kútteranna, sem Færeyingar keyptu af okkur, að ég ætla. — Sigurfari var happaskip alla tíð og skipstjórar á honum aflamenn i fremstu röð. Eigendur hans í Færeyjum hafa jafnan verið hinir sömu og gert hann út á handfæra- veiðar ár hvert, þar til fyrir tveimur árum, eða svo. Sigurfari verður eign byggðasafnsins í Görðum á Akranesi og varðveitt- ur þar. Til eru myndir af mörgum, ef ekki öllum gömlu kútterunum og skipshöfnum þeirra. Erindið með þessum línum er að leita til fólks um fyrirgreiðslu varðandi þessar myndir. Þá, sem kynnu að eiga mynd af Sigurfara og myndir af skipshöfnum hans fyrr og sfðaf, svo og af skipstjórum hans, bið ég vinsamlegast að lána myndirnar til eftirtöku. Hugsað er, að mynd- unum verði komið fyrir á sérstök- um vegg í byggðasafninu og i nán- um tengslum við skipið. Æskilegt er, að myndunum fylgi skýringar, t.d. af hverjum þær eru (þar sem eru mannamyndir) og hvaðan og f 1., frá hvaða ári o.s.frv. Einnig óskar safnið etir mynd- um af öðrum kútterum og skips- höfnum þeirra, með það í huga meðfram, að Akurnesingar voru á sínum tíma fleiri eða færri á öll um kútterunum, sem gerðir voru út sunnanlands. Munu þessar myndir varðveittar i byggðasafni Akurnesinga og nærsveita sem hinar. — Ég treysti góðu fólki til hins bezta i þessu efni, og þvi lofa ég, að eigendur myndanna fá þær aftur hið bráðasta. Heimilisfang mitt er: Kirkjuhvoll, Akranesi. Sími: 1918. Með kveðju og góðum óskum til hinna mörgu. Jón M. Guðjónsson. Gunnar Finnbogason: Hver vill græða 50millj. á dag? Það er ánægjulegt að lesa blöð, þegar þau hafa eitthvað að flytja, sem vit er i. — Nú er ekki hér með sagt, að það þurfi endilega að vera svo viturlegt að græða meira og méira — heldur er hér átt við hitt — það að vinna og starfa er undirstaða þess brauðs, sem við öflum. — Við höfum á undanförn- um árum alltaf verið að bæta við fleiri og fleiri verkleysisdögum og skemmtunardögum, t.d., 1. maí, fridegi verzlunarmanna, að ógleymdum öllum laugardögun- um. Þetta þýðir auðveldlega, að við verðum að gæta þess vendi- lega að hrófla sem minnst við vikudögunum frá mánudegi til föstudags. Ég á við, að þá verðum við að vinna, harðbýlt land og velferðarþjóðfélag krefst vinnu okkar — og nú er ég kominn að aðlefni málsins: Hvers vegna er ennþá haldið þeirri gömlu venju að velja kjördag til sveitarstjórna og alþingis á sunnudegi? Má ekki alveg eins kjósa á laugardegi? Sunnudagurinn var valinn sem kjördagur við allt aðrar aðstæður i þjóðfélaginu, fólk mátti ekki fella niður vinnu til að kjósa. En gerum við það þá með okkar fyrir- komulagi i dag? I raun og veru er það svo. Og takið nú vel eftir: Menn kjósa á sunnudögum, síðan er farið að telja atkvæði næstu nótt, og þá vakir fólk lon og don, fær sér kannski smáblund í morgunsárið, drattast til vinnu til þess að stimpla sig inn (en ekki til að vinna), hefur pinu-útvörpin á borðinu, og einn gengur til annars til að masa og „ræða" úrslitin. Þannig liður dagurinn eftir kosningar hjá flestum rík isstarfsmönnum og skrifstofu mönnum annarra stofnana hér í Reykjavik. (Vilja ekki félags- fræðingarnir gera könnun á af- köstum sitjandafólks hér i Reykjavík á mánudegi eftir kosn- ingar?) Þeir, sem stýra einka- fyrirtækjum vita mætavel, að geysimargar vinnustundir fara hér i suginn — en rikið og bæir láta þetta viðgangast. — Hér er erfitt að rísa gegn stjórnleysinu nema sú breyting verði, sem allir sætti sig við og lausnin er fundin — hún er þessi: Við færum til kjördag, þannig að hann verði á iaugardegi. (Reyndar setti ég þessa hugmynd fram í Degi og vegi fyrir 12 árum, en þá þekkti þjóðin ekki sinn vitjunartima). Rökin fyrir breytingunni eru þessi: Laugardagur er ekki starfsdag- ur nema hjá litlum þorra fólks og þá oftast að hálfu leyti. Kjörstaðir eru nú miklu fleiri og samgöngur eru nú betri en fyrrum. og þess vegna er engum gert erfiðara fyrir, þótt kosning fari fram á laugardegi. Þá geta menn vakað áhyggjulausir næstu nótt og haft nokkra skemmtun af atkvæða- talningu á sunnudegi. Nú hef ég aðeins minnzt á hina hagrænu hlið þessa máls. Þá kem ég að hinni siðrænu hlið, sem er veigameiri en hin fyrri, en það er að margt fólk skuli leyfa sér að drattast á vinnustað litt sofið, hengslast þar, hlustandi á útvarp, masa, en koma engu i verk. Þannig er þetta hjá miklum þorra manna svo sem fyrr var sagt dag- inn eftir kosningar. Og enn eitt: Eg vil að kirkjan gangi fram fyrir skjöldu og krefjist þess, að kosn- ingar fari ekki fram á sunnudög- um, þvi að sannlega lýtur kristni- hald aldrei lægra en á kosninga- sunnudegi, og hef ég ekki fleiri orð um það. Nú liggur einmitt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breyting á lögum um kosningar til Alþingis, og þess vegna skýt ég þéssu máli til þingmanna nú, hvort eigi sé unnt að gera hið bráðasta þá breytingu að hafa kjördag vegna alþingis- og sveitarstjórnakosn- inga á laugardegi (en ekki sunnu- degi). Eg hirði ekki að nefna fleiri rök máli mínu til stuðnings, því að þau rök, sem þegar hafa verið nefnd, eru svo gild, og ég lít á það sem hreina og beina skyldu alþingismanna að losa þjóðina við hin óraunhæfu vinnulaunaút- gjöld daginn eftir kosningar. Þekkja þingmenn sinn vitjunar- tima? Reykjavik, 18. febrúar 1974. Gunnar Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.