Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 31 Leeds úr leik Bristol City rauf ein- stæða sigurgöngu liðsins Sigurganga Leeds United er á enda. í gærkvöldi tapaði liðið fyr- ir 2. deildar liðinu Bristol City í ensku bikarkeppninni í knatt- spyrnu, en fyrri leik liðanna, sem fram fór sl. laugardag, hafði lykt- að með jafntefli 1:1. Leeds hafði UL í lyftingum Unglingameistaramót ís- lands í tvíþraut lyftinga fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 23, febrúar og hefst kl. 14.30. Kepp- endur eru beðnir að athuga, að þeir þurfa að mæta kl. 13.30 til vigtunar. Búast má við skemmti- legri keppni milli hinna ungu og efnilegu lyftinga- manna, og ekki er ólíklegt, að einhver íslandsmet falli. FRÍ-bingó FRJALSlÞRÓTTASAMBAND ls lands gengst fyrir „stórbingói" að Hótel Sögu I kvöld. Hefst það kl. 20.30. Stjórnandi hingósins verður Svavar Gests. Með þessu bingói er FRÍ að afla fjár til starfsemi sinnar. ekki tapað leik fyrir ensku liði síðan í apríl í fyrra, er það tapaði fyrir Manchester United, en þá skömmu áður hafði Leeds tapað fyrir 2. deildar liðinu Sunderland í úrsl italeik bikarkeppninnar. Leikur Leeds og Bristol City, sem fram fór á heimavelli Leeds í gærkvöldi, var geysilega spenn- andi. 47.000 áhorfendur fylgdust með leiknum og hvöttu heimalið- ið ákaft. Til að byrja með var jafnvægi í leiknum, en Bristol City átti þó öllu betri tækifæri. Um miðjan seinni hálfleik var pressa að marki Leeds. Einn leik- manna Bristol City, Keith Fear, átti þá stórkostlega góðasendingu á samherja sinn, Gillies, inn í vítateiginn, og áður en Leeds- vörnin fræga fékk vörnum við komið náði hann að skjóta þrumu- skoti, sem hafnaði i marki Leeds, án þess að hinn ágæti markvörður liðsins, David Harvey, fengi vörn- um við komið. Leeds sótti án afláts síðustu 20 mínúturnar, en hinir ungu og frísku leikmenn Bristol City náðu að hrinda öllum áhlaupunum og gengu með sigur af hólmi. Meðal- aldur leikmanna Bristol-liðsins er 23 ár og þóttu piltarnir sýna stór- kostlega góða og yfirvegaða knatt- spyrnu í þessum leik, og víst var, að þeir báru enga virðingu fyrir frægum mótherjum sínum. Þar með er draumur Leeds- manna um sigur í deildarkeppn- inni og bikarkeppninni, eða „the double“ eins og það er kallað í Englandi úr sögunni, en Bristol City mætir meisturum fyrra árs, Liverpool, í undanúrslitum bikar- keppninnar. Thomas Magnusson frá Svíþjóð sigraði í 30 km göngunni á sunnudaginn. Þá notaði hann nýja gerð skfða úr gerviefni, sem síðan hafa orðið miklar deilur um. Töldu sumir, að bannað væri að nota slík skfði. Norðmenn fengu upp- reisn með sigri Myrmo Fram í erfið- leikum með KR LEIK Fram og KR í 1. deild kvenna, sem fram fór í Laugar- dalshöllinni á mánudagskvöldið lauk með naumum sigri Fram. Hafa Framstúlkurnar unnið alla sína leiki I deildinni til þessa og allt bendir til þess að þær verði Islandsmeistarar íár. Það verður þó að segjast að sigurinn gegn KR var þeirra naumasti í deildinni til þessa og komu heilladísirnar og hagstæðir dómarar Framliðinu til hjálpar i leiknum. Fram byrjaði leikinn vel og komst í 4:0, þá vöknuðu KR-stúlk urnar af værum blundi og munur- inn jókst ekki það sem eftir var hálfleiksins. Staðan i leikhléi var 10:7 fyrir Fram. Sylvía Hall- steinsdóttir hafði verið tekin úr umferð í fyrri hálfleiknum, en það lamaði ekki verulega leik Framliðsins. í síðari hálfleiknum var Oddný Sigsteinsdóttir hins vegar tekin úr umferð og kom það öllum leik Framliðsins úr jafn- vægi. Arnþrúður Karlsdóttir var þá eina Framstúlkan sem náði að ógna og með krafti sínum hélt Arnþrúður Framliðinu á floti. Síðustu mfnúturnar voru KR-stúlkurnar mjög óheppnar og hefðu með smáheppni átt að hljóta annaðstigið— eða bæði. Beztar í Framliðinu voru Arn- þrúður, Oddný og Sylvía, einnig áttu Bergþóra og Jóhanna góðan leik. KR-liðið komst allt mjög vel frá leiknum, en Hansína og mark- vörðurinn stóðu sig þó öðrum bet- ur. Mörk KR: Hansína 7, Soffia 2, Hjördís 2, Hjálmfríður 1. Mörk Fram: Arnþrúður 6, Odd- ný 3, Bergþóra 2, Sylvía 1, Helga 1 og Þóra 1. — PG NORSKIR skíðagöngumenn fengu i gær uppreisn æru í heims- meistarakeppninni í Falun í Sví- þjóð, er Magne Myrmo sigraði i 15 kílómetra göngunni og tveir aðrir Norðmenn voru í sex efstu sætun- um. Keppnin um gullið var æsi- spennandi og að lokum skildi aðeins tæp sekúnda þrjá fyrstu menn. Magne Myrmo kom fyrstur í mark þessara keppenda og sagðist hann aldrei hafa upplifað aðra eins spennu og þegar beðið var eftir því, hvort keppinautum hans tækist að bæta tíma hans. A-Þjóðverjinn Gerhard Grimmer virtist eiga góða möguleika á því, en skammt frá markinu varð hann fyrir því óhappi að detta og við það minnkuðu möguleikar hans verulega. Þjóðverjinn gekk síðasta spölinn mjög rösklega, en það nægði ekki til. Var Myrmo fagnað gífurlega af löndum sín- um, sem voru fjölmennir i hinum 15 þúsund manna áhorfendahópi, þegar ljóst var orðið, að gullverð- launin voru hans. Eftir keppnina sagði Myrmo, að hann hefði ekki búizt við sigri, heldur hefði hann átt von á því, að baráttan stæði milli landa sinna Ivar Formo og Oddvar Braa. Halldór 66. Einn íslendingur keppti í göngunni, Halldór Matthíasson frá Akureyri. Varð hann 66., á 47:52,93 mín. Ekki hefur komið fram í fréttaskeytum hversu margir kepptu, en þeir munu hafa verið um eða liðlega 100 tals- ins. Úrslitin: mín. Magne Myrmo, Noregi 41:39,09 Gerhard Grimmer, A- Þýzl. 41:40,01 Vasily Rochev, Sov. 41:40,56 Juha Mieto, Finnl. 41:47,60 Oddvar Braa, Noregi 42:08,30 Ivar Formo, Noregi 42:10,49 Getrauna- tafla nr. 26 40 •H 40 cö rH & U o 2 Vxsir 40 •H 40 Ctí l—1 & 2 40 xx 1—( < Tíminn Ruöurnes.iatíðindi a G •H •r: rH •H > 40 *o •rz o Sunday Mirror News of the World Sunday People Sunday Express Sunday Teleftraph SAMTALS 1 X 2 Birminftham - Arsenal i 1 X X 1 2 X X 1 X X 4 6 1 Burnley - West Ham i 1 X X X X 2 4 0 Ghelsea - QPR X X X 2 X 2 1 X X X X ] 2 Everton - Goventr,/ 1 1 í 1 1 1 1 X 1 1 1 lo 1 0 Leicester - Sheffield Utd. i 1 í 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Manchester Utd. - Wolves í 1 í 1 2 1 X 2 1 2 X 6 2 5 Newcastle - Livernool 2 1 í 1 2 2 X 2 X 2 2 5 2 8 Norwich - Derbv 2 X X X X X X X 1 2 2 1 7 8 Southampton - Man. Citv 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 n 0 0 Stoke - Leeds 2 X X X 2 1 2 1 X 2 2 2 4 8 Tottenham - Ipswich 1 1 1 2 1 1 1 2 1 X 1 8 1 2 Millwall - Notthinfqham E. 1 X 1 1 2 X X X X X X •_Lj _2_ 1 Norræn tvíkeppni: Olympíumeistarinn frá leikun- um í Sapporo 1972, Ulrieb Wehling frá Austur-Þýzkalandi, bar nokkuð öruggan sigur úr být- um í norrænni tvíkeppni — göngu og stökki. Eftir keppnina í stökki hafði Stefan Hula frá Póllandi forystu og var með 215 stig. Hans Hartleb frá A-Þýzkalandi var annar með 213,7 stig og Rauno Miettinen frá Finnlandi þriðji með 211,5 stig. Wehling var í sjöunda sæti með 204,3 stig, og þar sem gangan hefur löngum verið hans sterka grein f tvíkeppninni mátti ljóst vera, að hann væri liklegur sigur- vegari. í göngunni náði svo Wehl- ing þriðja bezta tímanum, en helztu keppinautar hans voru mun aftar, t.d. varð Stefan Hula í 10. sæti. Hann hlaut þó bro'ns- verðlaunin í keppninni og munaði mjög litlu, að silfurverðlaunin yrðu hans, en þau hlaut Guenter Deckert frá Austur-Þýzkalandi. ÚRSLIT: stig. Ulrich Wehling, A-Þýzkl. 421,14 Guenter Deckert, A-Þýzkl. 420,28 Stefan Hula, Póllandi 417,93 Hans Hartleb, A-Þýzkl. 417,62 Arne Bystöl, Noregi 404,84 Rauno Miettieen, Finnl. 404,22 5 km ganga kvenna Sovézka stúlkan Galina Kula- kova, sem hlaut þrenn gullverð- laun á Olympiuleikunum f Sapporo, bætti enn dýrgrip i verð- launasafn sitt eftir 5 km gönguna í Falun, en þar varð hún sigur- vegari, þótt mjöu munaði. Ung tékknesk stúlka, Paulu að nafni, veitti henni övænt mjög harða keppni og leit lengi vel út fyrir sigur hennar. Timi göngu- kvennanna þykir frábær, ef miðað er við brautina, og fremur er fátítt, að þessi vegalengd sé gengin á svo skömmum tíma. ÚRSLIT: mín. Galina Kulakova, Sovétr. 15,17 Blana Paula, Tekkóslv. 15,19 Barbra Petzold, A-Þýzkal. 15,36 I. Balditsjeva, Sovétr. 15,39 Unna Fossen, Noregi 15.50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.