Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 29
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1974 29 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 36 Hana vantaði þrjár minútur í tólf. Tveimur mínútum síðar opnuð- ust dyrnar á skrifstofunni og há- vaxinn maður i dökkleitum frakka og með svartan hatt kom út. Kolberg lagði peninga fyrir kaffið á borðið, reis upp, tók hatt sinn og leit ekki af manninum, sem nú gekk yfir götuna og fram- hjá kaffistofunni. Þegar Kolberg kom út sá hann að maðurinn beygði fyrir hornið. Hann gekk í humátt á eftir honum. Rétt hjá var matstofa og maðurinn gekk inn. Það var biðröð við afgreiðslu- borðið og maðurinn beið þolin- móður. Þegar hann kom að borð- inu tók hann bakka, mjólkur- flösku, brauð og smjör, pantaði eitthvað við lúguna og svo settist hann við laust borð og sneri baki í Kolberg. Stúlkan við afgreiðsluborðið hrópaði „laxinn tilbúinn“og mað- urinn stóð upp og sótti diskinn sinn. Hann borðaði hægt og ein- beitti sér að máltiðinni. Hann leit aðeins upp frá diskinum, þegar hann rétti út höndina eftir mjólkurglasinu. Kolberg hafði náð í kaffi og komið sér þannig fyrir, að hann sá andlit mannsins. Ekki var langur tími liðinn unz hann var sannfærður um, að þarna væri kominn maðurinn sem þeir höfðu leitað að. Hann drakk ekki kaffi á eftir matnum og hann reykti ekki. Þeg- ar hann hafði lokið við að borða, þurrkaði hann sér um munninn tók hatt sinn, fór i frakkann og stóð upp. Kolberg elti hann til Hammgötunnar og þar sveigði hann yfir til Kungstradsgötu. Maðurinn gekk heldur greitt og Kolberg reyndi að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Við Molins gosbrunnim beygði hann til hægri, og hélt áfram eftir skógar- stígnum. Svo gekk hann áfram allmiklar krókaleiðir og virtist fyrst og fremst vera í þessari gönguferð sér til hressingar, því að hvergi stæðnæmdist hann fyrr en hann var aftur kominn að skrifstofu sinni. Ja, ekki vantar það, hugsaði Kolberg. Þetta er æsispennandi. Hann leit á úrið. Máltíðin og gönguferðin höfðu tekið nákvæm- lega þrjá stundarfjórðunga. Ekkert umtalsvert gerðist það sem eftir var dagsins. Bílarnir komu og fóru og klukkan fimm mínútur i fimm kom annar vöru- flutningabílstjóranna út ásamt feitlaginn, gráhærðri konu. Klukkan fimm kom annar bíl- stóri, sá þriðji var ekki kominn aftur með bílinn sinn. Hann sá þrjá menn til viðbótar ganga út úr portinu. Þeir komu inn á kaffi- stofuna, pöntuðu sér öl og drukku það þegjandalegir. Þegar klukkan var fimm mínút- ur yfir fimm kom hávaxni maður- inn út. Hann læsti útidyrunum. Svo setti hann lyklana í vasann, aðgætti hvort áreiðanlega væri læst og síðan kom hann yfir göt- una. Kolberg var að klæða sig í frakkann, þegar hann heyrði að einhver bilstjóranna sagði: — Þá fer Folke heim. Og annar bætti við: — Ekki skil ég hvað hann er alltaf að flýta sér heim, fyrst hann hefur ekki látið neinn kven- mann hanka sig. Maðurinn veit ekki hvað hann er mikill lukk- unnar pamfíll. Þið hefðuð átt að heyra öskrin í minni kerlingu í gær, þegar ég kom heim. . . djöf- uls gauragangur út af því einu, að maður fær sér fáeina bjóra eftir vinnu. .. Meira heyrði Kolberg ekki. Hávaxni maðurinn var horfinn úr augsýn. Hann vissi nú, að hann hét Folke Bengtsson. Hann kom aftur auga á hann á Norrlands- götu. Maðurinn stefndi í áttina til Hammgötu og gekk yfir að strætisvagnastöð. Hann fór úr vagninum við St. Erikstorgið. Hér var umferðin mikil og maðurinn var lengi að komast yfir á hinn hluta torgsins. Þar gekk hann inn i verzlun. Eftir að hafa gert innkaup ark aði hann áfram eftir Rörlands- götu, fór fram hjá Birkagötu og yfir götuna og inn í húsagang. Kolberg var ekki lengi að ganga úr skugga um, að Bengtsson bjó þarna á þriðju hæð. Hann kom sér fyrir úti fyrir og horfði upp I gluggana. Vegna um- mæla mannanna á veitingastof- unni vissi hann að Bengtsson var ókvæntur. Hann mændi upp í gluggana og stöku sinnum fannst honum manni bregða fyrir i eld- húsinu og það benti ýmislegt til að Bengtsson væri að koma vörun- um fyrir eða matbúa handa sér, því að tuttugu mínútum siðar var slökkt í eldhúsinu og kveikt í her- berginu við hliðina á. Svo sá hann Bentgsson koma út í glugga og galopnahann. Svodró hann rúllu- tjöldin niður. Þau voru gul að lit og Kolberg sá skuggann af honum fyrir innan gluggann. Kolberg hringdi til Stenströms. — Hann er heima núna. Ef ég hringi ekki fyrir níu kemur þú og leysir mig af. Klukkan átta mfnútur yfir niu kom Stenström. Ekki hafði þá borið annað til tíðinda en að ljósið í loftinu hafði verið slökkt klukk- an átta og siðan hafði aðeins glampinn frá sjónvarpinu borizt út gegnum rúllutjöldin. Stenström hafði blað í vásanum og þeir komust að þeirri niður- stöðu, að maðurinn væri að horfa á bandaríska biómynd í sjónvarp- inu. — Hún er ágæt, sagði Kolberg. — Eg sá þessa mynd fyrir einum tíu fimmtán árum. Endirinn er frábær, mig minnir allir láti lífið nema kvenhetjan. Eg fer núna, kannski ég nái að sjá hana heima. Ef þú hringir ekki fyrir sex kem égþá. Morgunninn var kaldur og bjart- ur. Stenström hafði staðið á sama stað alia nóttina og Kolberg öfundaði hann ekki af því hlut- skipti. Hann var feginn þegar maðurinn birtist í dyrunum og lagði af stað til vinnu sinnar, hina sömu leið. Dagurinn gekk fyrir sig eins og dagurinn áður. Hann brá sér inn í brauðbúðina og fékk sér kaffi og vínarbrauð. Um há- degið fór hann á sama veitinga- staðinn og klukkan fimm mínút- ur yfir fimm kom hann út úr skrifstofunni og læsti á eftir sér. Hann tók strætisvagninn heim, keypti inn og fór heim til sín. Klukkan tiu mínútur yfir sjö birtist hann aftur. Hún stikaði hann þangað sem yfir dyrunum stóð keiluspil. Kolberg fór inn líka og sá þar nokkra af mönnun um, sem unnu á flutningastöð- inni. Klukkan ellefu kom Bengts- son út aftur méð starfsfélögum sínum. Þeir skildust við hornið á St. Eriksgötu, Bengtsson hélt heim og klukkan tuttugu mínútur yfir ellefu var hann búinn að slökkva. En þá var Kolberg líka kominn heim til sín en Stenström gekk fram og aftur fyrir utan húsið og barði sér til hita. Hann hafði kvefast. Daginn eftir var miðvikudagur og fór öllu fram eins og venjulega að því undanskildu að um kvöldið fór Bengtsson í bíó. Kolberg sat fimm bekkjum fyrir aftan hann og þeir horfðu á amerískt vöðva- fjall ráða niðurlögum hvers and- stæðingsins, á fætur öðrum, fyrir- hafnarlaust að kalla. Næstu tveir dagar liðu og ekk- ert gerðist. Kolberg og Stenström skiptust á að fylgja manninum hvert fótmál og nú mátti heita að tekizt hefði að ganga úr skugga um, hversu fábrotnu lífi hann lifði, og í hve föstum skorðum það var. Kolberg fór aftur í keilúspils- húsið og komst þar að raun um að Bengtsson þótti ágætis spilari og að hann hafði komið á hverju þriðjudagskvöldi í langan tíma ásamt starfsfélögum sinum þrem- ur. Á sjöunda degi fóru þeir Bengtsson og Kolberg að sjá ís- knattleikslandsleik milli Svia og Tékkóslóvaka. Um kvöldið fór hann upp á skrifstouf sina og skoðaði myndirnar enn einu sinni. Hann skoðaði hverja mynd fyrir sig vel og lengi, en enda þótt hann ætti erfitt með að trúa því að þetta væri maðurinn, sem hann hafði nú fylgzt með í fjórtán daga og ekkert virtist gera af sér annað en lifa heldur leiðinlegu lífi, gat VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. £ Framhaldsþætt- irnir um Hammond- bræðurna St. Th. skrifar: ,,Er hér með tillögu viðvíkjandi framháldsþáttum sjónvarpsins, er ég hygg, að margur muni styðja: Tökum sem dæmi þáttinn um Hammond-bræðurna, sem ég tel vera geysivinsælan og vafalaust að flestir, sem fylgzt hafa með fyrri hluta, hafi einnig áhuga á að sjá þann síðari. Nú mun áformað, að síðari hluti hefjist um miðjan maí, en það þýðir, að honum lýkur ekki fyrr en um það leyti, sem sumarleyfis- tíminn er hálfnaður eða í enda hans. Væri ekki sanngjarnt gagnvart svo stórum hópi að breyta fyrir- komulaginu, þannig að þeir endi t.d. 15. maí eða byrji 15 septem- ber, en þá er sumarleyfi flestra lokið? Sé vilji til að hafa fram- haldsþáttinn yfir sumartímann sé ég ekkert því til fyrirstöðu, að nýr þáttur, er ekki væri eins borið í, væri látinn hefjast á nýbyrjuðu orlofsári, og væri þá fyrir þá mörgu er ekki komast i orlof. Sé erfitt að gera breytingu með Hammond-bræðurna, sem ég tel að eigi þurfi að vera, tel ég, að seinni hluti ætti ekki að hefjast fyrr en um miðjan september, en þá er sumarleyfi flestra lokið. Með þökk fyrir birtinguna. St. Th.“ • Hætt í miðjum klíðum Kona nokkur, mikill aðdáandi Hammond-fjölskyldunnar, hafði samband við Velvakanda og var mjög óánægð með að sýningum hefði verið hætt þegar spennan var sem mest. Hún sagðist efast um það, að blöðin kæmust upp með að hætta í miðri spennandi framhaldssögu, og sæi hún ekki hvers vegna sjónvarpið gæti fremur farið svo að ráði sínu. Enda þótt að sumu leyti væri eðli- legt, að gert yrði nokkurt hlé að svo viðamiklum og löngum fram- haldsmyndaflokki, sem hér væri um að ræða, væri nauðsynlegt að gera það þar sem raunveruleg þáttaskil væru, en ekki i miðju kafi. % Ættartengsl við Vestur-lslendinga Gfsli Guðmundsson skrifar: Kæri Velvakandi. „Nú að undanförnu hafa mér borizt mörg bréf frá Vestur-ís lendingum, sem eru væntanlegir hingað til landsins á komandi sumri. I sumum af þessum bréf- um eru fyrirspurnir um skyldfólk hér á landi, stundum er auðvelt að veita nokkrar upplýsingar en oftar þó er það erfitt, því að gefin eru upp nöfn á forfeðrum, sem voru á lífi fyrir siðustu aldamót. Nú datt mér í hug, hvort dálkarn- ir þínir væru ekki tilvalinn staður til að koma slikum fyrirspurnum á framfæri. Hvað segir þú um það að setja i þá smá klausu undir yfirskriftinni „Ættartengsl", þar sem ég kem á framfæri þessum fyrirspurnum og bið um upplýs- ingar. Sem dæmi er eftirfarandi: Mrs. Martha Callister, R.R.2, Port Alberni B.C. Canada skrifar: „Móðir mín var systir Kristins Jónssonar, klæðskera, sem dó fyrir um 10 árum siðan." Eru ein- hverjir afkomendur hans hér, sem hefðu áhuga fyrir að hafa samband við þessa konu? Mrs. Jóhanna Sigurgeirsson, 1120 — 4th Avenue, Richmond, B.c. „Maðurinn menn, Sigurgeir, er sonur Jakobs, sem var sonur séra Sigurgeirs Jakobssonar á Grund í Eyjafirði. Vilhjálmur sonur hans smiðaði orgel. sem var leikið á við messur í kirkjunni. Veit nokkur um þetta orgel eða hvað varð af því?“ Ég myndi ekki senda þér nema 2—3 fyrirspurmr í hvert sinn og svörin er hægt að senda til min eða beint til fyrirspyrjanda. 1 von um, að þú getir orðið við þessari bón minni, kveð ég að sinni. Þinn einlægur Gísli Guðmundsson.“ Velvakandi hefur ekkert á móti því að hafa milligöngu um það, að fólki takist að hafa upp á ættingj- um sínum, en vill jafnframt fá sinn skerf af fróðleiknum, og mun koma honum á franifæri eft- ir því sem tilefni gefst til. Það væri til dæmis gaman að vita hvað hefur orðið af orgelinu. 0 Kaffitería B.R. skrifar: „Velvakandi sæll. Mikið leiðist mér þetta orð, sem haft er í hámæli hér á íslandi. Lengi vel voru staðir þar, sem hægt var að fá keypt kaffi og aðrar veitingar, nefndar veitinga- stofur eða kaffistofur, og þá saknaði enginn útlendrar nafn- giftar í þessu sambandi. Nú bregður hins vegar svo við, a? farið er að kalla þessa staði kaffi- teríur, sem er ekki annað en óþarft orðskripi. Ég var nú svo barnalegur að halda, að við islendingar værum upp úr því vaxnir að þurfa endi- lega að hafa útlend orð yfir flesta hluti, eins og tiðkaðist hér áðui fyrr, en skánaði mikið við það, af ötulir málhreinsunarmenn hófu herferð. A.mk. tókst þeim ai konia því inn hjá þjóðinni, að það væri ófínt að sletta útlenzkunni en nú er ég hræddur um, að þessi heilbrigða stefna sé á undanhaldi Margt fleira mætti tína til en þetta eina orð, en mér leiðist þaf bara svo óumræðilega, að ég get ekki stillt min um að vekja athygli á því.. . I öllum bænum — látum okkur nægja að kalla þetta 'fyrirbrigð annað hvort veitingastofu eða kaffistofu, eða jafnvel greiðasölu ef hin orðin þykja ekki nógu spennandi. Mér datt aðeins í hug, að verit gæti, að þetta orðskripi vær notað til að þóknast ferðamönn um, þannig að þeim gengi betur að finna þessa staði, en þykir það heldur langsótt skýring. 79 ferðir til og frá r Islandi SUMARÁÆTLUN millilanda- flugs Flugfélags Islands og Loft- leiða hefst hinn 1. apríl n.k. og gildir til 31. október í haust. V'fir háannatímann verða alls 79 áætl- unarflugferðir á viku frá Íslandi til átta viðkomustaða í Evröpu og þriggja vestanhafs (aðGrænlandi meðtöldu). F'arkostir, nýttir til þessara flugfcrða, verða fjórar þotur af gerðinni I)C-8 með rými fyrir 249 farþega hver og tvær af gerðinni Boeing 727, sem taka 120 farþega hvor. Auk þess verða Friendship-skrúfuþotur nýttar til Færeyjaflugsins. Yfir háannatímann í sumar verður flugferðum hagað sem hér segir: Til Bandarfkjanna verða flogn- ar 24 ferðir á viku, þar af 19 til New York og fimm til Chieago. Þannig verða þrjár ferðir á dag til New York alla daga vikunnar nema þriðjudaga og sunnudaga, er þær verða tvær á dag. Til Chicago verður flogið mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga. Til borga i Evrópu verður flogið sem hér segir: Til Óslóar verður flogið fjórum sinnum á viku, þ.e. á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Til Stokkhólms verða þrjár ferðir á viku, þ.e. á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. 12 ferðir á viku verða til Kaupmannahafnar, þ.e. tvær daglega alla daga vikunnar nema mánudaga og föstudaga, þegar aðeins er'eitt flug. Til Glasgow verða alls fimm ferðir á viku, þar með talin tvö næturflug með brottför á mánu- dags- og laugardagskvöldum. Flogið verður á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Til London verður flogið fimm sinnum á viku, þ.e. á þriðjudög- um, fimmtudögum. laugardögum (tvær) og sunnudögum. Til Luxemborgar verða allt að 19 flug^á viku. Flognar verða þrjár ferðir alla daga vikunnar, nema miðvikudaga og laugar- daga, er þær verða tvær. Til Frankfurt am Main verður flogið tvisvar í viku, þ.e. á þriðjudögum og laugardögum. Til Færeyja verður flogið þrisvar á viku, þ.e. á sunnudög- um, þriðjudögum og fimmtu- dögum. Þess má geta, að 1 fyrsta sinn er Færeyjaflugið i beinu sambandi við áætlunarflug til Bandarikjanna — í báðar áttir. TilNarssarssuaq fljúga íslenzku flugfélögin áætlunarflug á mið- vikudögum og fimmtudögum. Auk þess annast Boeing þoturnar áætlunarflug fyrir SAS milli Kaupmannahafnar, Keflavíkur og Narssarssuaq á mánudögum og föstudögum. Til Grænlands verða því fjögur áætlunarflug á viku. Flæddi inn í 26 kjallara í Keflavík Keflavik 18. febrúar VATN komst inn í 26 kjallara- íbúðir í Keflavfk í flóðunum í gær og í nótt.Talsverðar skemmd- ir urðu af völdum vatnsagans, en þær eru ekki fullkannaðar ennþá. Vatn í kjöllurum komst víða í 40—50 sm hæð og kom það ýmist upp um niðurföll eða inn með hurðum. Lögreglan, slökkviliðið og bæjarstarfsmenn Keflavíkur- kaupstaðar höfðu ærinn starfa i gær við að hjálpa fólki að dæia vatni út úrkjöllurum. Fréttaritari B.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.