Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Tillaga um friðlýsingu NA-Atlantshafs felld Stokkhólmi, 19. febr., frá Birni Jóhannssyni. TILLAGA kommúnista og rót- tækra vinstrimanna í Norður- landráði um, að Norðaustur-Atl antshafið verði friðlýst svæði, var felld með miklum meirihluta á þingi ráðsins í dag, — með 46 atkvæðum gegn 11. Samkvæmt tillögunni skyldu rikisstjórnir Norðurlanda láta fulltrúa landanna hjá Sameinuðu þjóðunum leggja til, að Norð- austur-Atlantshafið yrði friðlýst i samræmi við hugmyndirnar um friðlýsingu Indlandshafs. Tillagan um friðlýsinguna var borin fram á aukaþingi Norður- landaráðs í Stokkhólmi i október- mánuði sl. Meðflutningsmaður að tillögunni var Gils Guðmundsson. SALT-viðræður eftir 3 mánaða hlé Genf, 19. febrúar, AP. FULLTRUAR Bandarfkjanna og Sovétrfkjanna hófu að nýju við- ræður um takmörkun kjarnorku- vfgbúnaðar (SALT-viðræðurnar) í dag, eftir þriggja mánaða hlé. Um leið hefur verið tilkynnt, að Sovétríkin séu byrjuð að reyna nýja tegund fullkominna eld- flauga. Þessar viðræður hafa verið harðlega gagnrýndar að undan- förnu og þykir mönnum, að þeir rúmlega fimmtíu fundir, sem þeg- ar hafa verið haldnir, hafi verið næsta árangurslitlir. Lítið gekk að ná samkomulagi á síðustu fundunum, sem haldnir voru fyr- ir þrem mánuðum, en lagt hefur verið hart að samningamönnun- um að ná nú einhvers konar sam- — Verkfalls- verðir Framhald af bls. 32 Loftleiðir í engu hafa farið inn á starfssvið VR eða VS í sambandi við þetta mál. Deildarstjóri í far- skrárdeild í Reykjavík hefði heimild til að starfa og hann hefði séð um afgreiðslu farþeganna í Reykjavík. Deildarstjóri farþega- deildar á Keflavíkurflugvelli hefði heimild til að starfa og hefði átt að sjá um farþegana þar suður frá. Ailt sýndist þvf vera þannig, að Loftleiðir gætu óáreittar haldið uppi flugi með viðkomu hér á landi. Þá kom einnig fram í samtölum Mbl. við félaga i VS, m.a. Gunnar Árnason, sem á sæti f nefnd þeirri, sem annast framkvæmd verkfallsvörzlu, að þeir teldu, að lögreglan á Keflavfkurflugvelli hefði aðstoðað Loftleiðir við verk- fallsbrot, en lögreglubifreið var skammt frá Loftleiðavélinni, er hún beið við flugstöðina, og settur lögreglustjóri og yfirlögreglu- þjónn fylgdust með framgangi mála í flugafgreiðslunni, þar sem félagar i VS héldu uppi verkfalls- vörzlu. Þorgeir Þorsteinsson sett- ur lögreglustjóri kvað lögregluna alls ekki hafa haft afskipti af mál- unum og lögreglubifreiðin hefði aðeins verið til taks hjá flugvél- inni, ef einhverjir áhorfendur hefðu ætlað sér út að vélinni. Lögreglan í bensínleit í húsum LÖGREGLAN f Kópavogi gerði í gær leit að bensíni í Viðlagasjóðshúsunum f Kópa- vogi, en henni höfðu horizt upplýsingar um að bensfn- birgðir væru geymdar í ein- hverjum húsanna, sem öll eru úr timhri. Að sögn lögreglu- varðstjóra í samtali við Mbl. í gær, fannst nokkuð magn af bensíni í þessari leit. Ekki kvað hann hafa verið gerða leit í öðrum Kðpavogshúsum, en ákaflega óvarlegt og raunar ólöglegt væri að geyma bensín f íbúðarhúsum. komulagi, þar sem Nixon forseti og Leonid Brezhnev samþykktu í júni síðastliðnum, að reynt skyldi að ná samkomulagi fyrir árslok 1974. I viðræðum þessum er ætlunin að ná samkomulagi um hámarks- fjölda kjarnorkuvopna, sem risa- veldin megi koma sér upp, en þótt þau hafi komið sér saman um ýmis atriði i því sambandi nú þeg- ar, þykir mörgum sem þau séu lítið farin að nálgast upphaflegt takmark. Allavega hafa kjarn- orkuvopnabúr þeirra beggja stækkað til muna siðan viðræð- urnar hófust og allar horfur á, að svo haldi áfram á næstunni. — Watergate Framhald af bis. 1 framlengdur til 28. maí næst- komandi. Undanfarna mánuði hefur athygli þjóðarinnar beinzt óskipt að opinberum yfirheyrsl- um Watergaterannsóknarnefnd- arinnar, enda hefur hver stór- fréttin af annarri komið fram í þeim. Bæði hefur verið sjónvarp- að og útvarpað frá yfirheyrsl- unum og ekki verið horft meira á annað efni. Vélknúin svifflugvél væntanleg Svifflugfélag tslands fær í vor nýja svifflugvél frá Þýzkalandi. Þessi svifflugvél verður mjög frá- brugðin eldri svifflugum félags- ins, því að í nýju vélinni verður lítil vél, sem nægir tii að koma vélinni á loft og knýja hana áfram i loftinu ef með þarf. Nýja vélin, sem.er tveggja sæta, er aðallega ætluð til æfingaflugs, og með tilkomu hennar segjast svifflugmenn geta flogið f mun verra veðri en hægt var með eldri gerðum véla, sem Svifflugfélagið átti. — Bretland Framhald af bls. 1 febrúar. Hann útilokaði þó ekki þann möguleika, að flokkur hans gæti frá máli tii máls unnið með minnihlutastjórn. Fróðir menn telja þó nokkuð víst, að Ihalds- flokkurinn myndi njóta meiri að- stoðar en Verkamannaflokkur- inn. Ekki vildi Thorpe alveg sam- þykkja tillögur Wilsons um að þjóðnýta olíulindirnar í Norður- sjó, en sagði, að þörf væri á nýrri og mikið breyttri löggjöf, sem tryggði þjóðinni sinn hluta af arð- inum. Hann kom m.a. fram með þá hugmynd að nota vissan hluta af tekjunum til einhvers konar uppbyggingar í iðnaði. Dansflokkurinn sýnir Boðorðin Næst síðasta sýning Islenzka dansflokksins á Etudes og Boðorð- unum verður í listdanssal Þjóðleikhússins n.k. fimmtudagskvöld kl. 21. Sfðasta sýningin verður n.k. mánudag, 25. febr. á sama tíma, en um miðjan marz er von á nýrri dagskrá hjá I.istdans- flokknum. Myndin er af nokkrum af stúlkunum f Islenzka dansflokknum. (Ljósm. Á.J.) kkert aðhafzt um bætt- ar og ódýrari ferðir Stokkhólmi, 19. febr., frá Birni Jóhannssyni. GILS Guðmundsson tók til máls f fyrirspurnartíma í morgun á 22. þingi Norðurlandaráðs og spurðist fyrir um framkvæmd tillögu, sem samþykkt var árið 1972 um könnun á bættum og ódýrari ferðum milli Færeyja, ís- lands, Grænlands og hinna Norðurlandanna. Gils kvaðst hafa borið fram fyrirspurnina, þar sem fram var komið, að ekkert hefði verið aðhafzt í málinu. Fyrirspurninni svaraði Damsgaard samgöngu- ráðherra Dana. Kvað hann ýmsa annmarka vera á fram- kvæmd tillögunnar, m.a. vegna þess, að í heinni væri ekki bent á nein atriði til lausnar málinu. Óskaði ráðherrann eftir því, að samgöngumálanefnd ráðsins tæki málið til athugunar á ný. Gils Guðmundsson tók aftur til máls og lýsti óánægju sinni með, — Fjöldahand- tökur Framhald af bls. 1 hugaðar seint í þessum mánuði. Stjórn sú, sem nú situr, tók völdin af George Papadopoulosi eftir óeirðirnar í nóvember. Það fylgdi þessari frétt, að leyniskýrslur kommúnistaflokks- ins hefðu fundizt og væru nú í höndum lögreglunnar. Eins hefði hún lagt hald á prentsmiðjur, sem hefðu verið notaðar til að prenta þúsundir áróðursplakata fyrir kommúnista. Talsmaðurinn sagði, að á síðustu 30 dögum hefðu kommúnistar varið um 37 þúsund dollurum til að undirbúa óeirðir við háskóla í Aþenu og víðar. Hann hélt því fram, að flestir hinna handteknu leiðtoga komm- únista hefðu komið til landsins á ólöglegan hátt, með hjálp falsaðra persónuskilríkja. Loks sagði hann, að búizt værí við frekari handtökum á næstunni. að ekkert hefði verið aðhafzt við framkvæmd tiliögunnar, en taldi vfst, að nefndin ræddi málið á ný. — 2600 millj. Framhald af bls. 2 lægri tekjuhópa, en útreikningar munu sýna, að hjá lægri tekju- hópum þyngist skattbyrðin mjög vegna þessarar breytingar. I tillögum ríkisstjórnarinnar segirm.a.: „Með tillögum sem lýst er hér að framan, er mikilvægt skref stigið í þá átt að lækka beina skatta og taka upp almennt skattaafsláttarkerfi. Við fram- haldsendurskoðun yrði unnið að þvf að einfalda tekjuskattinn og e.t.v. sameina algengustu bætur almannatryggingakerfisins (eink- um fjölskyldubætur), þeim vísi að skattafsláttarkerfi, sem hér er ráðgerður. Þar með væri stefnt að þvf að sameina og samræma tekjuskiptingarafskipti ríkisins í almennu tekjujöfnunarkerfi. Við þessa endurskoðun yrði tryggt, að byrði beinna skatta þyngdist ekki frá því, sem að er stefnt með tillögum í 1 og 2 hér að framan. Endurskoðun söluskatts með upp- töku virðisaukaskatts í hans stað á næstu árum fyrir augum, yrði einnig liður í þessu samráði. En með þeim breytingum yrði m.a. stefnt að því að létta óbeinum sköttum af framleiðslunauðsynj- um.“ Þá segir einnig í tillögum ríkis- stjórnarinnar, að „frekari viðræð- ur um K-vísitölukerfið og stöðu skattbreytinga í því verði teknar upp á öðrum vettvangi". LEIÐRÉTTING í gær birtist hér í blaðinu listi yfir frambjóðendur i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og féllþá niður heimilisfang eins frambjóðandans, Sigríðar Ás- geirsdóttur lögfræðings, en hún býr að Fjölnisvegi 16. Innbrot í Hagaskóla UM helgina var brotizt inn í Hagaskólann i Reykjavík og mikil spjöll unnin á hurðum, mikið rótað til, en engu stolið, að því er virtist. Ekið á kyrr- stæða bifreið Mánudaginn 18. febr. sl. kl. 21.15 var ekið á svarta Mercedes Benz-fólksbifreið, R-3347, þar sem hún stóð við bensínafgreiðslu Skeljungs við Hafnarfjarðar- veginn í Öskjuhlíð, og hægra frambretti hennar beyglað og luktin brotin. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta lög- regluna vita. — Noregur og NATO Framhald af bls. 15 ræður þess efnis að taka fyrir þátttöku Norðmanna í vörnun- um í norðri. Daily Express hafði sagt, að NATO æfingarn- ar „Absalon Express" bentu til þessa og að áætlanir um norð- urvarnir ættu einungis að byggja á Danmörku og V-Þýzka landi. Norski ráðherrann'sagði, að blaðið drægi þessa ályktun af því einu, að ofangreindar æfingar hefðu farið fram í Dan- mörku og án þátttöku norskra hersveita. Varðandi skrif brezka blaðs- ins um nýlega stóraukningu á uppbyggingu og starfsemi sovézka flotans á norðurslóðum sagði Fostervoll, að uppbygging hans hefði staðið yfir árum saman og Norðmenn litu á hana sem lið í heimsstefnu Sovét- manna í hermálum. Og upp á síðkastið hefði þessi starfsemi frekar beinzt að því að auka hæfni sovézka flotans en að fjölga skipum. — Lánin þurfa Framhald af bls. 2 6. Gert er ráð fyrir, að launaskatt- ur, sem rennur í Byggingasjóð rikisins, verði hækkaður í 2%. 7. Yfirlýsing þessi er gefin i trausti þess, að þátttaka líf- eyrissjóða stéttarfélaga í fjármögnun þessara »félagslegu bygginga verði 20% af árlegu ráðstöf- unarfé þeirra, frá og með þessu ári. Þátttaka lífeyris- sjóða í fjármögnun Húsnæðis- málastofnunar ríkisins er mið- uð við kaup verðtryggðra skuldabréfa með ríkisábyrgð og skulu verðtrygging og vext- ir jafngilda hagstæðustu á- vöxtunarkjörum, sem í gildi verða á hverjum tíma á verð- skuldabréfum, sem út eru gef- in á vegum ríkisins. — Sundurlyndi Framhald af bls. 14 mundu landsmenn fella hana í næstu almennu kosningum. Sverrir Hermannsson (S) sagði Lúðvík hafa svarað í umræðunum í gær og f dag með útúrsnún- ingum. Þetta mál snerist ekki um, hvort iðnaðarráðherra fengi að tjá persónulegar skoðanir sínar. Á Norðurlandaráðsfundinum hefði hann talað sem ráðherra í ríkisstjórn íslands og þá hefði hann orðið að tala sem slíkur. Framkoma hans hefði verið til háborinnar skammar. Lárus Jönsson (S) sagði, að iðnaðarráðherra hefði skv. upp- lýsingum ráðherranna talað sem einstaklingur á fundi Norður- landaráðs. Hins vegar hefði hann sagt í ræðu sinni: ríkisstjórnin vill þetta, ríkisstjórnin vill hitt. Svo virtist sem þessi ráðherra teldi sig vera ríkisstjórnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.