Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 32
lESIO JHofgttnfrli&ifr DnciEcn fHðrðttutHMfrifr RUGIVSHIGRR ^*-»22480 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Yerkfallsverðir stöðv- uðu Loftleiðafarþega Flugfreyja, flugstjóri og farþegi — einn þeirra þriggja, sem komust með vélinni — ganga upp í Loftleiðavélina á Keflavíkurflugvelli í gær. Ljósm. Mbl. Heimir Stígsson. Verkfall verzlunarfólks hefur lamandi áhrif VERKFALLSVERÐIR frá Verzl- unarmannafélagi Suðurnesja stöðvuðu í gær afgreiðslu 15—20 Loftleiðafarþega, sem komnir voru til Keflavíkurflugvallar og ætluðu með Loftleiðaflugvél til Bandarfkjanna. Hins vegar fóru þrír farþegar í vélina án þess að verkfallsverðir stöðvuðu þá, en þessir farþegar höfðu með ein- hverjum hætti fengið afhent svo- nefnd brottfararspjöld og var þvf af hálfu tollvarða hleypt f gegn- um útlendingaeftirlit og út í vél- ina. Hinir farþegarnir, sem ekki Undirskrifta- söfnuninni lýkur í kvöld I DAG eru síðustu forvöð að rita nafn sitt á undirskriftalista Var- ins lands. Söfnuninni lýkur í dag, enda mun að því stefnt að ganga frá gögnum um hana og afhenda þau forsætisráðherra og forseta sameinaðs alþingis um mánaða- mótin. Þegar blaðið hafði samband við talsmann Varins lands í gærdag, fengust þær upplýsingar, að þá þegar hefðu borizt um 47.000 und- irskriftir. Vitað væri þó, að mikið af listum hefði enn ekki borizt skrifstofunni, þannig að búast má við, að þessi tala eigi enn eftir að hækka verulega. Til gamans má geta þess, að tala þessi jafngildir því, að síðustu vikurnar hafi eitt nafn verið ritað undir listann á mínútu hverri, dag og nótt. Eindregið er hvatt til þess, að listum sé skilað nú þegar. Jafn- framt skal þess getið, að enn er þörf fyrir fé til að standa straum af kostnaði við undirskriftasöfnun ina, og er tekið við framlögum í skrifstofum Varins lands, sem flestar verða opnar til kl. 10 í kvöld. Skrá yfir skrifstofurnar er í Dagbók Morgunblaðsins á bls. 6. Concorde kom í gær HLJÓÐFRAA farþegaþotan Con- corde kom öðru sinni til Keflavfk- urflugvallar í gær, að þessu sinni á leið til baka til Frakklands frá ÖLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði á Alþingi f gær, að ræða sú, sem Magnús Kjartansson iðnaðarráðherra flutti á fundi Norðurlandaráðs sl. sunnudag, hefði hvorki verið samþykkt f rfkisstjórninni, samin þar né flutt á hennar vegum. Hefði ræða ráðherrans eingöngu lýst hans eigin skoðunum. Ekki væri tftt, að ráðherrar flyttu slfkar ræður á komust út í vélina, urðu að snúa aftur til höfuðborgarinnar. Félagar í Verzlunarmannafé- lagi Suðurnesja og Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur hafa lýst því yfir við Mbl., að þeir telji Loftleiðir hafa framið verkfalls- brot með ýmsum hætti, t.d. með því að boða farþegana til flugs, láta flytja þá út á Keflavíkurflug- völl, veita þremur þeirra brott- fararspjald og einnig með því að taka við og fylla út ýmis skjöl varðandi flugið, sem flugstjóri hefur jafnan með sér i hverju flugi. Félagsmenn í verzlunar- mannafélögunum vinna að jafn- aði ákveðin störf í sambandi við alla þessa þætti og telja þeir fé- lagsmenn, sem Mbl. talaði við, að af hálfu Loftleiða hafi verið farið inn á verksvið þeirra manna, sem í verkfalli eru, en slíkt flokkist undir verkfallsbrot. Finnbjörn Þorvaldsson, einn af yfirmönnum Loftleiða, sagði í samtali við Mbl., að hann teldi Framhald á bls. 18 VERKFALL Verzlunarmannafé- lags Reykjavfkur og flestra ann- arra verzlunarmannafélaga innan LlV kom til framkvæmda á mið- nætti í fyrrinótt. Samtökin hafa innan sinna vébanda á milli 7 og 8 þúsund manns, og hefur því verkfallið mjög lamandi áhrif á allt þjóðlíf. Stærsta félagið í LlV er Verzlunarmannafélag Reykja- vfkur, en félagssvæði þess er Reykjavík, Kópavogur, Seltjarn- arnes og Mosfellssveit. Sam- kvæmt upplýsingum Helga Guð- mundssonar skrifstofustjóra VR var fjöldi fólks við verkfalls- Alaska, þar sem hún hefur verið vegna flugrannsókna undanfarna daga. Vélin kom til flugval larins um kl. 13.40 og hafði tæpra tveggja stunda viðdvöl vegna eld- neytistöku. Hélt hún á brott á ný um kl. 15:30. Fátt var um fólk á vellinum að þessu sinni og vakti koma vélarinnar ekkert svipaða athygli og er hún kom hér fyrsta sinni fyrir nokkrum dögum, þá á leið tii Alaska. fundum Norðurlandaráðs, en þó væri það ekki einsdæmi. Sagði forsætisráðherra, að ekki yrði um frekari viðbrögð að ræða af sinni hálfu við ræðunni en fram hefðu komið í ræðu sinni á fundinum. Ragnhildur Helgadóttir og Geir Hallgrfmsson inntu forsætisráð- herra eftir afstöðu hans til eftir- farandi ummæla iðnaðarráðherra f ræðu hans: „Hins er ekki að vörzlu innan félagsins í gær, en Iítið sem ekkert var um verkfalls- brot utan meintrar tilraunar Loft- leiða til þess að afgreiða eina flugvéla sinna — svo sem getið er á öðrum stað hér á sfðunni. Allar stórverzlanir í Reykjavík og nágreni voru lokaðar í gær sökum verkfallsins, verzlanir Silla og Valda, Sláturfélagsins Sambandsins og KRON, en nokkr- ir kaupmenn, sem höfðu aðstöðu til þess að hafa opið sjálfir, af- greiddu vörur í verzlunum sfnum. Fæstir þeirra voru þó vel búnir undir verkfall og eiga litlar birgð- ir til vara — eins og kemur fram í viðtali vð Hjört Hjartarson for- mann Verzlunarráðsins á bls. 3 í blaðinu í dag. Verður því mjög fljótlega skortur á neyzluvörum f verzlunum og eins og Hjörtur seg- ir mun annar atvinnurekstur stöðvast fljótlega, ef verkfall heldur áfram. Segir Hjörtur, að nú komi greinilega i ljós, hve mik- ilvæg atvinnugrein verzlun sé. Þá ber þess og að geta, að öll trygg- ingafélög eru lokuð, skipafélög og flugfélög starfa ekki. dyljast, að rfkisstjórn tslands finnst hún hafa haft ákaflega lítinn stuðning frá rfkisstjórnum annarra Norðurlanda f þessu örlagarfka máli.“ (þ.e. varnar- málunum). Spurðu þau, hvort Magnús hefði talað þarna í nafni ríkisstjórnari nnar, eins og orð hans bentu til. Ölafur Jóhannesson sagði, að fslenzka rfkisstjórnin vænti sér Morgunblaðið fékk i gær þær upplýsingar hjá Gunnari Guð- jónssyni formanni stjórnar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna að verkfall verzlunarmanna lamaði HASETI á togaranum Karlsefni frá Reykjavfk féll fyrir borð og drukknaði föstudaginn 8. febr. sl., er skipið var að veiðum við Aasturland. Ilann hét Berg- mundur Bæring Jónsson, tví- tugur að aldri, til heimilis að Háa- leitisbraut 119 í Reykjavfk. Slysið varð, er verið var að hífa inn vörpuna um kl. 7 að morgni. Bergmundur stóð aftur á skipinu og var að fást við trollhlera, er alda reið undir skipið og hann missti jafnvægið. Féll hann i skut- ekki neins sérstaks stuðnings frá Norðurlöndunum f varnarmálun- um. Hún færi ekki fram á slfkan stuðning og mundi ekki fara fram á hann. Yrði ákvörðun í málinu tekin út frá fslenzkum hagsmun- um einvörðungu. Umræður þessar fóru fram utan dagskrár á Alþingi I gær og er sagt frá þeim á þingsfðu blaðs- ins, bls. 14. mjög útflutningsverzlun lands- manna og skapaði henni ýmsa erf- iðleika. Hann kvaðst þó vera bjartsýnn og vona hið bezta, en mörg vandamál væru enn óleyst. rennuna og rann síðan í sjóinn. Öflugum kösturum var sam- stundisbeint á þann stað, erBerg- mundur féll i sjóinn. Karlsefni og Bergmundur Bæring Jónsson 10 önnur skip, sem voru á veiðum þar nærri, leituðu Bergmundar lengi, en án árangurs. — Þess skal getið, að viku áður, í sömu veiðiferð, hvarf annar skipverji, Matthías Steingrímsson, af skipinu, er það var að veiðum við Austurland, og fannst ekki þrátt fyrir leit. Sjópróf vegna beggja slysanna fóru fram í Reykjavík í gærmorgun. Bergmundur Bæring Jónsson var sonur hjónanna Ingunnar Jónasdóttur og Jóns Magnús- sonar. Forsætisráðherra á Alþingi: Ræðan hvorki samin né flutt á vegum ríkisstjórnarinnar FÉLL ÚTBYRÐIS OG DRUKKNAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.