Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐÍÐ, MlÐVíkUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Fa 71 i v 'AFVIi; 22*0*22- RAUDARÁRSTÍG 31 ’v' y BILALEIGA CAR RENTAL H 21190 21188 BÍLALEIGA CAR RENTALl OM - ItKNTU., Hverfisgötu 18 86060 'SKODA EYÐIR MINNA. ÉKODII • UIOAA AUÐBREKKU 44- 46. SIMI 42600 III! ÁLFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER 0 SAMVINNU BANKINN BILALEIGAN ISOIStt CAR RENTAL §i§ 24 700 BORCiARTÚNI 19 Bókhaldsaðstoð meðtékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN MQRGUNBLAÐSHUSINU Hjá einum sök, öðrum rök Nú hefur komið í ljós, að eitt megin inntakið í smekkleys- unni, sem Magnús Kjartansson flutti í Norðurlandaráði, var fordæming á þvf, að Norðmenn skyldu voga sér að hafa áhyggj- ur af óvissunni í öryggismálum Islands og einnig, að þeir skyldu dirfast að ræða um þær áhyggjur við Islendinga eða aðra. Þarna finnur Magnús Kjartansson að þvf, að Norður- landaþjóðirnar skuli segja hug sinn hver til annarrar í ýmsum málum á réttum vettvangi. Hér heima í sölum Alþingis reynir flokksbróðir Magnúsar, Lúðvík Jósepsson, hins vegar að breiða yfir skandal samráðherra síns með þeirri röksemd, að Norður landaþjóðirnar eigi að nota Norðurlandaráð til þess að tala „umbúðalaust“ um hin ýmsu mál. Annar ráðherrann ræðst á vinaþjöðir okkar með svívirði- legum hætti, f.vrir þá kurteisi að hafa látið okkur fyrirfram vita um hvaða afstöðu þær mvndu taka innan Atlantshafs- bandalagsins og hinn ráðherr- ann ver svívirðuna og segir, að Norðurlöndin eigi að segja „hug“ sinn hvert við annað!! Það var sannarlega lán í óláni, að Lúðvík skvldi ekki hafa ver ið með Magnúsi í Stokkhólmi, þyí þá hefði niðurlæging Olafs Jóhannessonar, íslenxku ríkis- stjórnarinnar og þjóðarinnar orðið enn meiri en var og þykir víst flestum nóg. Lúðvík 0g Gustavsen lásu - ekki Ólafur í umræðum á Alþingi sl. mánudag kom í Ijós að Lúðvík Jósepsson einn hafði lesiðræðu Magnúsar yfir, áður en hann hélt utan, og tók hann undir hvert orð hennar. Það vekur út af fyrir sig athygli, hvers konar vinnubrögðum Alþýðubanda- lagsráðherrarnir beita gagn- vart samráðherrum sfnum, þeg- ar þeir pukra sín á milli með þýðingarmiklar ræður, sem flytja á erlendis, án þess að láta aðra ráðherra vita hið minnsta um efni þeirra. Og meira að segja kemur ræðan sjálfum for- stæisráðherranum, sem situr fundinn, bersýnilega algjör- lega í opna skjöldu. Var Ólafur svo sannarlega ekki öfunds- verður af því að þurfa að sitja undir árásum Magnúsar á vini okkar á Norðurlöndum. Enda sá hann sig tilneyddan til að standa upp á eftir Magnúsi og bera til baka ummæli hans um „afskipti Norðmanna af innan- ríkismálum íslendinga?" A hinn bóginn virðast ekki allir vera jafn tortryggðir af þeim félögum Magnúsi og Lúð- vík og samráðherrar þeirra í fslenzku ríkisstjórninni. Finn Gustavsen nefnist foringi sósí- aliska þjóðarflokksins íNoregi, og situr hann fundi Norður- landaráðs, sem nú eru haldnir í Stokkhólmi. Svo virðist, sem ræða Magnúsar kæmi þessum norska flokkshróður hans, ekki ýkja mikið á óvart, því hann flutti langa ræðu við umræð- urnar, sem virtist vandlega undirbúin, og hrósaði Magnúsi Kjartanssyni í hástert fvrir frumhlaupið. Telja kunnugir fullvfst, að hann hafi verið bú- inn að lesa ræðuna, áður en hún var flutt. Gustavsen aðal fréttin Þá er það og furðulegt, hvernig ríkisútvarpið hefur sagt frá þeim umræðum, sem á sunnudaginn áttu sér stað á Norðurlandaráðsf undinum í tilefni af ræðu Magnúsar Kjart- anssonar. t seinni fréttum á sunnudag var eytt liingum tíma til að skýra frá innleggi komm- únistans Gustavsens, meðan einungis var sagt mjög stutt- lega frá ræðum annarra, þ.á.m. fyrrverandi og núverandi for- sætisráðherra Noregs, fyrrver- andi utanríkisráðherra Dana, forsætisráðherra tslands o.fl. Hefði nú einhver haldið að nóg væri að gert. En það var nú aldeilis ekki, þvf að í 7-fréttum útvarpsins á mánudag, var enn eytt löngum tíma í að skýra frá þessari lofræðu þingmannsins um Magnús Kjartansson. Var þá ekki minnzt á aðrar ræður við umræðurnar. þessi frétta- flutnigur er forkastanlegur og varpar algjörlega röngu Ijósi á þær umræður, sem þarna fóru fram. spurt og svarad 1 Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1 Hrmgið í síma 10100 kl 10- - 11 fr á márujftegi ti* ♦ostudags og biðj'ð um Les- endaþjónustu Morgunolaðs ms ] Hexaklórófen í húðkremi Þórður Gísli Ólafsson, Háaleitisbraut 44, Re.vkjavík, spyr: „Hvað er mikið hexaclórófen í Clerasil-húðkremi, og hversu mikið magn má vera í húð- kremi án þess að skaðlegt sé?“ Morgunblaðið sneri sér til Sigurðar Olafssonar lyfsala í Reykjavíkurapóteki og spurði hann um þessi atriði. Hann kvað engar upplýsingar um hexaclórófen-innihald að finna á Clerasilumbúðunum og taldi það geta bent til þess, að magn efnisins væri það lítið, að fram- leiðendur teldu ekki skipta máli að geta þess. Sigurður kvað Clearasil vera snyrtivöru og kæmi því lyfjaverzlurium einungis óbeint við. En lyfja- búðum hefði verið sett reglu- gerð, sem kvæði svo á um, að ef hexaclórófen færi yfir eitt prómille í lyfjum í fljótandi formi, bæri að setja sérstakan miða með aðvörun þar að lútandi utan á glasið. Nú er farið að síga á seinni hlutann í Reykjanesmótinu, en 10. og 11. umferð voru spilaðar sunnudaginn 10. febr. Úrslit 10. umferðar: Sveit. Sigurðar vann Hauks 11-9 Boggu vann Úlfars 19-1 Gests vann Gunnars 17-3 Guðmundar vann Bjarna 11-9 Ölafs vann Jóns G. 20-0 Vals vann Haralds 20-0 Kára vann Marons 20-4 Sigurhans vann Ágústs 18-2 Úrslit 11. umferðar: Sveit Marons og Sigurhans gerðu jafntefli 10-10 Úlfars ogGunnars gerðu jafntefli 10-10 Hauks vann Ágústs 11-9 Kára vann Boggu 15-5 Guðmundar vann Jóns G. 20-3 Ölafs vann Vals 20-0 Sigurðar vann Harálds 20-0 Staða efstu sveita er nú þessi: ÖlafsLáruss. 154 Sigurðar E mi lss. 154 Sigurhans Sigurhanss. 148 Ágústs Helgas. 136 Hauks Hanness. 131 Guðmundar Jakobss. 129 Haralds Brynjólfss. 125 Gunnars Sigurbjörnss. 106 Næst verður spilað sunnudag- inn 24. febrúar i Skiphól. — 0 — Bridgefélag Keflavíkur og ná- grennis. Eftir 17 umferðir í meistara- keppni B.K.N. í tvímenningi er staða efstu para þessi: Stig. Lárus og Þórir 218 Björgvin og Ingibergur 126 Gunnar og Birgir 101 Einar og Sumarliði 87 Valur og Runólfur 62 Gunnar og Sigurbjörn 56 Alfreð og G uðmundur 57 EinarogHelgi 49 Hjálmtýr og Jóhannes 49 Marteinn og Sigurður 42 Fjórar umferðir eru nú eftir og verða þær spilaðar fimmtud. 21. febr. n.k. — 0 — Þegar tveimur umferðum er ólokið í sveítakeppni Bridgedeild- ar Breiðfirðingafélagsins er staða efslu sveita þessi: Hans Nielsen 229 Ingibjargar Halldórsd. 204 Jóns Stefánss. 192 Esterar Þorfinnsd. 176 Sigurleifs G uðjónss. 171 Þórarins Alexanderss. 159 Elisar R. Helgas. 159 Kristjáns Jóhanness. 132 Guðlaugs Karlss. 121 Magnúsar Björnss. 107 — 0 — Nú er 5 umferðum lokið í aðal- sveitakeppni TBK en úrslitð. um- ferðar urðu þessi: Meistaraf lokkur: Sveit Tryggva vann Rafns 13-7 Þórhalls vann Sigríðar 18-2 Guðlaugs og Þóris gerðu jafntefli 10-10 Gests vann Jóns B. 15-5 Bernharðs vann Kristinar 19-1 Staðan í meistaraflokki: Sveit Þdrhalls Þorsteinss. Kristínar Þórðard. Bernharðs G uðmundss. Gests Jónss. Tryggva Gíslas. Þórarins Árnas. Rafns Kristjánss. Úrslit f 1. flokki: Þorsteins vann Gisla GuðmundarP. vann Guðmundíu Kristinar vann Erlu Birgis vann GuðmundarG. Hannesar vann Sigurjóns Staða efstu sveita: Birgis Isleifss. Þorsteins Erlingss. Erlu Eyjólfsd. Guðmundar Pálss. Kristínar Ólafsd. Sigurjóns Tryggvas. Hannesar Ingibergss. A.G 79 64 61 57 57 51 39 19- 1 18-2 11-9 20- 0 11-9 92 80 71 66 60 60 33 R. JLÖJ0JJJJ- ÍJJJlíJJJ Tíu vinsælustu lögin á Islandi þessa dagana samkvæmt útreikn- ingum þáttarins „Tíu á toppnuin": 1 (1) Ballroom blitz 2 (6) Tiger feet 3 (5) Teenage rampage 4 ( —) Goodbv mv love goodby Deinis Roussos 5 (4) TheJoker 6 (3) You won't find another fool like me Nevv Seekers 7 (7) The most beautiful girl Charlie Pride 8 ( —) Smokin' in the bovs' room .. Brownsville Station 9 (10). Radar love ........................... Golden Earring 10 (2) This flight tonight..........................Nazareth Af listanum féllu fimm lög: Band on the run — Wings (8), Showdown — Elictric Light Orchestra (9), The show must go on — Leo Saver (—), Show and tell — Al Wilson (—) og Living for the city — Stevie Wonder (—). Nýju lögin fimm eru: 11 My coo-ca-choo .............................Alvin Stardust 12 Who ever told you ...........................Chi Coltrane 13 Peacemaker ..............................Albert IIammond 14 Dark lady ...........................................Cher 15 KansasCity...........................Les Humhries Singers Um listann er það að segja, að Demis Roussos virðist helzt líklegur til að ógna veldi Sweet og Mud á toppnum — og ekki ætti það að spilla fyrir, að Örn Petersen náði í sfðustu viku viðtali við Demis í París og verður það flutt í þættinum á laugardaginn. Einnig náði Örn viðtali við Carpenters í Kaupmannahöfn, en það bíður þar til Carpenters gera nýja atlögu að listanum. Nýju lögin fimm eru öll ofarlega ádanska vinsældalistanum þessa dagana, þótt brezk og bandarísk séu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.