Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR 1974 Ragnhildur Helgadóttir: Sundurlyndi og ríkisstjórninni upplausn í UMR/EÐUR urðu enn utan dag- skrár á Alþingi í gær um ræðu þá, sem Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra flutti á fundi Norður- landaráðs sl. sunnudag. Þar sem Olafur Jóhannesson forsætisráð- herra var nú mættur á fund í þinginu, beindi Ragnhildur Helgadúttir til hans fyrirspurn um, hvort ræða iðnaðarráðherra hefði verið flutt með samþykki eða vitund íslenzku rfkisstjórnar- innar. Þá spurði hún, hver yrðu viðbrógð ríkisstjórnarinnar við ræðunni. Þá vakti hún einnig athygli á ósamræmi, sem verið hefði milli orða Einars Agústssonar utanrfk- isráðherra og frétta frá Noregi um, hvað yrði til umræðu á fundi utanríkisráðherra tslands og Nor- egs, sem nú stæði yfir. Hefði ver- ið ósamræmi um, hvort varnar- máiin yrðu rædd eða ekki. Ölafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að ræða Magnúsar Kjartanssonar hefði ekki á nokk- urn hátt verið flutt á vegum fs- len/ku rfkisstjórnarinnar. Ekki yrði um nein frekari viðbrögð í ríkisstjórninni að ræða við ræðu Magnúsar. Þá kvað forsætisráð- herra sér óhætt að fullyrða, að ekki yrði rætt um varnarmálin á f und i utanríkisráðherranna. Þá svaraði hann því til vegna orða Magnúsar um, að fslenzku rfkisstjórninni fyndist hún hafa haft lítinn stuðning frá ríkis- stjórnum annarra Norðurlanda f varnarmálunum, að íslen/ka rík- isstjórnin vænti sér ekki neins sérstaks stuðnings frá Norður- löndum í varnarmálunum. Hún færi ekki fram á slíkan stuðning og myndi ekki fara fram á hann. Verða nú reifaðar í stórum dráttum umræðurnar um þetta mál í þinginu í gær. Ragnhildur Helgadóttir (S) kvaðst vilja endurtaka spurning- ar sínar frá deginum áður, þar sem forsætisráðherra væri nú mættur á fund alþingis. „Voru ummæli Magnúsar Kjartanssonar sögð með samþykki íslenzku ríkis- stjórnarinnar? Ef svo var ekki, voru þau þá sögð með vitund hennar? Ef hvorugu var til að dreifa, hver verða þá viðbrögð ríkisstjórnarinnar við ummælum Magnúsar?" í annan stað kvaðst hún vilja benda á, að eftir utanríkisráð- herra Islands hefði verið haft í sjónvarpinu, að ekki yrði rætt neitt um öryggismál á fundi hans og utanrfkisráðherra Noregs, sem nú væri hér staddur i opinberri heimsókn. Hefðu fréttir, sem bor- izt hefðu frá Noregi um umræðu- efni fundanna, verið á annan veg. Væri gott að fá upplýsingar um, hvað rétt væri i því máli. Þá sagði Ragnhildur, að orðrétt stæði í ræðu Magnúsar Kjartans- sonar: „Hins erekki að dyljast, að ríkisstjórn íslands finnst hún hafa haft ákaflega lítinn stuðning frá ríkisstjórnum annarra Norð- urlanda i þessu örlagaríka máli (varnarmálunum).“ Kæmi þarna skýrt fram, að iðnaðarráðherrann hefði talið sig hafa haft umboð til að tala í nafni íslenzku rikis- stjórnarinnar. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra rakti nokkuð umræður þær, sem urðu á þingi Norður- landaráðs í tilefni af ræðu Magnúsar Kjartanssonar. Sagðist Ólafur hafa staðið þar upp, sum- part til að bera til baka túlkanir Gylfa Þ. Gíslasonar á ástandinu innan Framsóknarflokksins og sumpart vegna vissra ummæla Magnúsar Kjartanssonar, sem hefðu getað valdið misskilningi, ef þau hefðu ekki verið betur útskýrð. Rakti ráðherrann efni ræðu sinnar og sagðist m.a. hafa tekið fram, að hann hefði ekki litið á orðsendingu norsku rikis- stjórnarinnar sem afskipti af inn- anrikismálum íslendinga (en það hafði iðnaðarráðherra sagt í sinni ræðu). Skýrt hefði verið, að ræða Magnúsar Kjartanssonar hefði ekki á nokkurn hátt verið flutt á vegum ríkisstjórnarinnar. Hún hefði ekki verið samþykkt þar né samin. Hefði Magnús einungis lýst sinum eigin skoðunum. Ekki væri U'tt, að ráðherrar flyttu slik- ar ræður á fundum Norðurlanda- ráðs og ekki væri það heldur eins- dæmi. Forsætisráðhera sagði, að ekki yrði um frekari viðbrögð að ræða af hálfu rikisstjórnarinnar við ræðu Magnúsar. Þá kvaðst hann telja sér óhætt að fullyrða, að ekki yrði rætt um varnarmálin á fundum utanríkis- ráðherra Noregs og íslands, sem nú stæðu yfir i Reykjavik, enda vildu Norðmenn ekki skipta sér af varnarmálum Islendinga. Benedikt Gröndal (A) sagði at- hyglisvert, að forsætisráðherra hefði nú afneitað ræðu Magnúsar Kjartanssonar algjörlega. Hann hefði sagt, að hún hefði ekki verið flutt á vegum rikisstjórnarinnar og ekki verið samþykkt þar. Aðalatriði málsins væri, hvers konar stjórnarfar rikti á íslandi, þegar iðnaðarráðherra flytti ræðu um utanrikismál á fundi, sem for- sætisráðherra sæti, án þess að nokkur vissi fyrirfram um efni ræðunnar og síðan yrði forsætis- ráðherra að fara í ræðustól til að bera ummæli samráðherrans til baka. Spurning væri, hvers konar stjórnmálamaður hagaði sér eins og Magnús Kjartansson hefði gert þarna og hvort ríkisstjórnin á ís- landi væri starfhæf. Hversu oft ætlaði forsætisráðherra að lája niðurlægja sig opinberlega á er- lendum vettvangi með þessum hætti? Geir Hallgrímsson (S) sagði, að upplýst væri, að iðnaðarráðhera Lögð var fram á Alþingi í gær tillaga til þingsályktunar frá Friðjóni Þórðarsyni (S) ogGunn- ari Gíslasyni (S) um ráðstafanir til að sporna við raflínubilunum. Ertillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta kanna, með hvaða hætti unnt sé að draga úr eða koma í veg fyrir hinar alvar- legu bilanir, sem oft eiga sér stað á rafllnum víðs vegar um land f vetrarveðrum.“ í greinargerð segir: „í þeim veðraham, sem að und- anförnu hefur gengið yfir landið, hefur víða orðið stórtjón af völd- um rafmagnsbilana. Línur hafa slitnað og staurar brotnað í tuga- og hundraðatali. Mörg býli og byggðarlög hafa orðið rafmagns- laus með öllu, en önnur hafa raf- orku af mjög skornum skammti. Gengið hefur erfiðlega að kanna hefði ekki verið að blekkja, þegar hann sagði: „Hins er ekki að dylj- ast, að ríkisstjórn islands finnst hún hafa haft ákaflega litinn stuðning frá ríkisstjórnum ann- arra Norðurlanda í þessu örlaga- ríka máli.“ Þarna hefði hann sagzt tala fyrir munn ríkisstjórn- ar islands, en svo hefði forsætis- ráðherra upplýst, að svo hefði ekki verið. Síðan hefði forsætis- ráðherra sagt, að hann ætlaði ekk- ert að gera í málinu. Þetta væri lftilþægni. Geir kvaðst vilja spyrja, hvort forsætisráðherra væri sammála því, sem Magnús hefði sagt, að AlÞinCI rikisstjóninni fyndist hún hafa litinn stuðning frá öðrum Norður- löndum við stefnu sína i varnar- málum. Annars vegar kvartaði Magnús Kjartansson yfir því, að við fengj- um lítinn stuðning frá Norðmönn- um og hins vegar kvartaði hann yfir afskiptum þeirra. Þarna stangaðist hvað á annars horn. Urslitum réði hjá honum, hver skoðun Norðmanna væri. Þegar hún væri ekki í samræmi við skoðun Magnúsar sjálfs, þá væri talað um ihlutun, en um ónógan stuðning ef samræmi væri í skoð- unum. Slik væri siðfræði kommúnista. Þegar frjáls félagasamtök hefðu sent fulltrúa til að ræða varnarmálin við fulltrúa hlið- stæðra félagasamtaka hér á landi hefðu slík frjáls skoðanaskipti ekki heldur verið að skapi kommúríista, þar sem fulltrúarnir hefðu ekki sömu skoðanir og þeir. Hins vegar hefði um sama leyti verið auglýst með fyrirsögn yfir þvera forsíðu Þjóðviljans, að hing að væri kominn norskur stór- bilanir þessar til fulls vegna ófærðar og samgönguerfiðleika. Viðgerðarflokkar hafa ,þegar hafizt handa, en eiga vfða erfitt verk fyrir höndum. Ljóst er, að tjón hefur orðið gifurlegt, bæði beint og óbeint. Segja má að vísu, að óveður það, sem geisað hefur undanfarna daga um stóran hluta landsins, hafi verið óvenjulega hart. Sé því ekki nema eðlilegt, að það hafi valdið tilfinnanlegu tjóni. Við slíku megi alltaf búast hér á landi um hávetur. Við vonumst að sjálf- sögðu alltaf eftir góðu veðri og viljum ekki trúa spádómum um kólnandi veðurfar. Eigi að síður er nauðsynlegt að vera við öllu búinn. Hér er mikið í húfi, ef út af ber. Það er áreiðanlega hægara sagt en gert að búa svo um hnútana, að raflínur þær, sem lagðar eru um landið, verði svo úr garði gerðar, að þær geti til fulls staðið af sér þingsmaður til að mæla með stefnu Alþýðubandalagsins í varnarmálum. Niðurstaðan væri sú sama, skoðanaskiptin væru á- mælisverð að dómikommúnista ef skoðanirnar væru ekki þær sömu og þeirra. Sýndi þetta, hversu frjálsum skoðanaskiptum væri komið hér á landi, ef Alþýðu- bandalagið fengi að ráða. Þá spurði þingmaðurinn, hvort ríkisstjórnin hefði svarað orð- sendingu Norðmanna, sem send hefði verið til að kynna Islending- um, hver afstaða Norðmanna yrði á fundi Atlantshafsbandalagsins. Væri nú gott tækifæri til að svara henni, þar sem norski utanríkis- ráðherrann væri hér á landi. Geir Hallgrímsson sagði að lok- um, að ræða Magnúsar Kjartans- sonar gerði okkur mikinn skaða og nauðsynlegt væri, að forsætis- ráðherra tæki af öll tvímæli um, að hann afneitaði ummælum hans. Ólafur Jóhannesson svaraði spurningu Geirs þannig, að ís- lenzka ríkisstjórnin vænti sér ekki neins sérstaks stuðnings frá Norðurlöndunum í varnar- málunum. Hún færi ekki fram á slíkan stuðning og myndi ekki fara fram á hann. Ákvörðun yrði tekin í málinu út frá íslenzkum hagsmunum eingöngu. Ragnhildur Helgadóttir sagði forsætisráðherra sýna af sér mik- ið rólyndi að standa fyrir ríkis- stjórn, þar sem algjört sundur- lyndi og upplausn rfkti f mikils- verðustu málum. (Ólafur Jó- hannesson kallaði inn i: „Það hafa vfst aðrir af því meiri áhyggjur en ég“). Já, Ragnhildur taldi það vera svo, að fólkið í landinu hefði nú orðið af því miklar áhyggjur, hvernig stjórn íslands væri komið. Þá sagði Ragnhildur það at- hyglisvert, að Magnús Kjartans- son hefði í ræðu sinni staðhæft, að það væri stefna ríkisstjórn- arinnar, að varnarliðið færi skil- yrðislaust úr landi, eftir að utan- rfkisráðherra hefði sett fram til- lögur sinar um aðra lausn málsins og eftir að forsætisráðherra hefði lýst yfir þeim skilningi á stjórnar- sáttmálanum, að ekki fælist í honum slík stefna. Þetta sýndi betur en flest annað, hver sam- staða ríkti innan ríkisstjórn- arinnar í öryggismálum þjóð- arinnar. íslenzk vetrarveður. En sjálfsagt er að stefna að því með öllum ráðum, að sem mestu öryggi verði náðí þessum efnum. Um þessar mundir er mikið rætt um nauðsyn þess að gera stórátök í rafvæðingarmálum. Orkuþörfin vex hröðum skrefum um allt land. Þó er það svo, að orkuskömmtun er tíð hér og þar um landið og orkuskortur yfirvof- andi á stórum svæðum. Þörfin er brýn fyrir innlenda orkugjafa til húsahitunar, þar sem jarðhita er ekki að fá. Höfð eru uppi áform um að ljúka rafvæðingu hinna dreifðu byggða sem allra íyrst. Af þessu er ljóst, að landsmenn allir verða háðari rafmagninu svo að segja með hverjum deginum sem líður og geta ekki án þess verið stundinni lengur. Það skal tekið fram, að með þessum orðum er sizt af öllu verið að vega að þeim mönnum, sem á undanförnum árum hafa unnið að Jóhann Hafstein (S) kvaðst taka undir orð annarra ræðu- manna um, að stjórnarfar væri allt úr skorðum gengið undir stjórn þessarar rfkisstjórnar. Dyttu sér í hug orð Hávamála: „Haltur ríður hrossi — hjörð rek- ur handarvana". Þá sagði hann, að ekki væri sama, hvað kjörnir fulltrúar á fundum Norðurlandaráðs segðu i ræðum sínum þar annars vegar og ráðherrar hins vegar, sem mættu á fundina sem fulltrúar ríkis- stjórna si-nna. Hefði sér ekki komið á óvart, þó að forsætisráð- herra hefði komið með lausnar- beiðni Magnúsar Kjartanssonar með sér heim af fundinum. Bjarni Guðnason (F) sagði kjarría málsins vera, að ríkis- stjórnin gæti ekki komið sér saman um varnarmálin og ríkis- stjórnin væri að bila. Lúðvfk Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra sagði umræðurnar ein- kennast af því, að sjálfstæðis- menn hefðu enga sálarró, þar sem rikisstjórnin væri ekki fallin. Þá sagði Lúðvík, að óumdeilan- lega hefði nótusending Norð- manna til íslendinga verið bein afskipti af innanríkismálum okkar. Geir Hallgrímsson sagði nú ljóst, að iðnaðarráðherra hefði sagzt tala i nafni rikisstjórn- arinnar, án þess að hafa haft heimild til þess frá samráðherr- um sínum. Auðvitað hlytum við að taka ákvarðanir okkar í varnarmál- unum einir, en við þyrftum ekki að skammast okkar fyrir að hafa samráð við Dani og Norðmenn um öryggismálin. Ekki væri fyrir neðan virðingu okkar að taka við orðsendingu frá Norðmönnum um afstöðu þeirra til öryggismál- anna. Við ættum á hinn bóginn óhikað að setja fram okkar sjónar- mið einnig við þá og nota til þess það tækifæri, sem nú gæfisU þar sem norski utanrikisráðherrann væri hér staddur. Geir Hallgrímsson kvaðst geta staðfest orð Lúðviks um, að sjálf- stæðismenn væru ekki ánægðir með, að ríkisstjórnin segði ekki af sér. Það væri vegna þess, að hags- munir þjóðarinnar krefðust þess. Á hinn bóginn yrði það svo, að ef hún segði ekki fljótlega af sér, Framhald á bls. 18 raforkuframkvæmdum í landinu og stjórnað þeim. Framkvæmdir þessar eru mjög fjárfrekar. Vtr- asta hófs verður að gæta í með- ferð opinberra fjármuna. En jafn- framt verður að sjálfsögðu að hafa hagsmuni og öryggi allra landsmanna í huga. Raflinur verða að vera svo öflugar, að þær standist nokkur átök. Auknu öryggi í þessu efni fylgir vafa- laust aukinn kostnaður. Sums staðar getur reynzt óhjákvæmi- legt að leggja jarðstrengi, en að öðrum kosti að styrkja línur eftir föngum. Oft mun þetta velta á erfiðu mati, þar sem fé er að jafnaði af skornum skammti til framkvæmda. Hér er samt um svo mikilvægt mál að ræða, að rétt og skylt verður að teljast að vekja á því sérstaka athygli og kanna allar tiltækar leiðir til úrbóta, þar sem svo stórfelldir hagsmunir eru í húfi fyrir land og þjóð.“ Friðjón Þórðarson og Gunnar Gíslason: Spomað verði við raflínubilunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.