Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 30
EINS og frá hefur verið skýrt fara þrír handknattleiksleikir fram í Laugardaishöllinni i kvöld, og verður ágóða af leikjum þessum varið tii styrktar íslenzku landsliðsmönnunum, sem taka þátt í lokakeppni heimsmeistara- keppninnar í Austur-Þýzkalandi, en hún hefst um næstu mánaða- mót. Fyrsti leikurinn hefst kl. 20.15, en frá kl. 19.45 mun Skóla- hijómsveit Kópavogs leika í Höll- inni og hún mun einnig leika á milli leikja. Hápunktur leikkvöldsins verð ur viðureign FH og landsliðs- ins og verður það síðasti leikur kvöldsins. Sem kunnugt er, á FH nú að baki óslitinn sigurferil f vetur, og verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu vegnar í baráttu sinni við landsliðið. Búast má við jöfnum og skemmtilegum leik alla vega, þar sem hvorugur aðil- inn lætur eftir fyrr en f fulla hnefana. Hinir leikirnir verða milli landsliðsins, sem lék f heims- meistarakeppninni 1964, og úrvalsliðs úr 2. deild og dómarar og íþróttafréttamenn leiða saman hesta sína, væntanlega í æsi- spennandi leik, eins og verið hef- ur þegar þessi „snjöllu“ lið hafa mætzt. Má geta þess, að dómarar í þeim leik verða Ragnheiður Lárusdóttir og Sigrún Guðmunds- dóttir, báðar leikkonur með 1. deildar liði Vals. Annars verða liðin, sem leika i Höllinni í kvöld, þannig skipuð: Landsliðið 1964: Þorsteinn Björnsson, Fram Guðmundur Gústafsson, Þrótti Sigurður Einarsson, Fram Örn Hallsteinsson, FH Birgir Björnsson, FH Guðjón Jónsson, Fram Ragnar Jónsson, FH Ingólfur Óskarsson, Fram Hörður Kristinsson, Ármanni Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram Karl Jóhannsson, KR Úrvalslið 2. deildar: ÍvarGissurarson, Gróttu Marteinn Árnason, UBK Árni Indriðason, Gróttu Björn Pétursson, Gróttu Halldór Bragason, Þróttur Sveinlaugur Kristins, Þrótti Trausti Þorgrímsson, Þrótti Haukur Ottesen, KR Einar Ágústsson, Fylki Hörður Harðarson, UBK Brynjólfur Markússon, KA Þorleifur Ananíasson, KA Ölíklegt er, að Akureyringarnir tveir', Brynjólfur og Þorleifur, komist suður til leiksins vegna verkfallsins og hafa því þeir Atli r Italska knattspyrnan URSLIT leikja í 1. deildar keppn- inni í knattspyrnu á ítaliu urðu þessi um s.l. helgi: Cesena—Milan 1—0 Fiorentina — Genoa 0—0 Inter — Verona 0—0 Juventus—Napoli 4—1 Vicenza—Bologna 2—1 Roma—Torino 0—0 Sampdoria — Lazio 1—0 Cagliari — Foggia 1—0 Lazio hefur forystu í deildinni með 25 stig, Juventus er með 23, Fiorentina og Napoli hafa 22 og Milan 20. Þór Héðinsson, Gróttu, og Björn Blöndal, KR, verið valdir í þeirra stað. Lið dðmara: Kristófer Magnússon Jón Friðsteinsson Karl Jóhannsson, Ingvar Viktorsson, Valur Benediktsson, Magnús Pétursson, Öli Olsen, Björn Kristjánsson, Sveinn Kristjánsson Gunnar Gunnarsson Ásgeir í leik með Standard, hart er sótt að honum og fjórir leikmenn reyna að stöðva hann. Asgeir settur við hlið snillingsins Van Himst Lið íþróttafréttamanna: Helgi Daníelsson (Mbl.) ÓmarRagnarsson (Sjónv.) Sigurdór Sigurdórss. (Þjóðv.) Steinar J. Lúðvíksson (Mbl.) Sigtryggur Sigtryggss. (Alþbl.) Hallur Símonarson, (Vísi) Ágúst I. Jónsson (Mbl.) Sigm. Ó. Steinarss. (Tímanurn) AlfreðÞórsteinsson (Tímanum) Ingvi Hrafn Jónsson (Mbl.) HM-Iandsliðið: Ólafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Gunnsteinn Skúlason, Val Gisli Blöndal, Val Ólafur H. Jónsson, Val Einar Magnússon, Víkingi Guðjón Magnússon, Víkingi Sigurbergur Sigst.s.,Fram Björgvin Björgvinss., Fram Axel Axelsson, Fram Hörður Kristinss., Armanni Geir Hallsteins., FH/Göppingen Lið FH: Hjalti Einarsson Birgir Finnbogason Birgir Björnsson Auðunn Óskarsson Viðar Símonarson GunnarEinarsson Árni Guðjónsson Ólafur Einarsson Gils Stefánsson Þórarinn Ragnarsson Jón Gestur Viggósson Örn Sigurðsson. Forsala: Forsala aðgöngumiða að leikj- unum hefst í Laugardalshöllinni kl. 17.15. Skal tekið fram, að sæti verða ónúmeruð. ÞEIR Ellert Schram og Bjarni Felixson stjórnarmenn f Knatt- sp.vrnusambandinu voru á ferð í Belgíu um síðustu helgi og var erindi þeirra að semja um leik- daga í Evrópukeppni iandsliða. 1 Brussel hittu þeir að máli forystumenn belgíska félagsins Anderlecht, en það félag er nú nær öruggt með sigur í 1. deild- inni belgísku. Höfðu þeir á orði, að Ásgeir Sigurvinsson væri orðinn stórsnjail leikmaður í belgísku knattspyrnunni og ef hann héldi áfram í atvinnu- mennskunni í 3—4 ár í viðbót yrði hann einn af aibeztu leik- mönnum I Belgíu. Ásgeir og lið hans Standard Liege hefur nú hlotið 20 stig í 1. deildinni og á tæplega lengur möguleika á sigri í deildinni, Ánderlecht er með titilinn innan seilingar. Hins vegar er hart barizt um næstu sæti og sex lið eiga möguleika á 2. sætinu. Ásgeiri hefur vegnað vel I síðustu leikjum sínum og skorað öll þau þrjú mörk, sem Standard hefur skorað í sfðustu leikjum. Asgeir fær undantekningarlaust góða dóma fyrir leiki sína og þessi næstyngsti leikmaður í belgisku 1. deildinni var um sfðustu helgi valinn einn af fjórum beztu leik- mönnum 1. deildarinnar. Þar var hann Settur við hliðina á fjórum belgfskum landsliðsmönnum, þeirra á meðal snillingnum Van Himst. I leik Standard Liege og Ander- lecht, sem fór fram á dögunum í Brússel að viðstöddum 40 þúsund manns, skoraði Ásgeir eina mark Standard, sem tapaði 1:3. 1 leiknum gerðist það, að Ásgeir hugðist skjóta á markið frá víta- teig, en Van Bernst — belgískur landsliðsmaður — var ekki á því að hleypa knettinum í gegn. Hann „tæklaði" af mikium krafti á móti Ásgeiri með þeim afleiðingum, að knötturinn hvellsprakk. Mörk Standard Liege hafa í vetur dreifzt mjög á leikmenn og er Ásgeir nú orðinn markahæsti leikmaður liðsins með 3 mörk. Lambrichs hefur skorað 4 mörk, en f mun fleiri leikjum. Standardliðið hefur átt við mikil meiðsli leikmanna að stríða f vet- ur og hefur liðið notað 24 Ieik- menn f aðalliðinu. Nú eru leik- menn liðs Asgeirs þó óðum að ná sér og í næsta leik verður Stand- ard með fulit lið í fyrsta skipti f langan tfma. Jafn leikur jafnra liða JAFNTEFLI varð í leik Ármanns og FH f 1. deild kvenna á mánu- dagskviildið, hvort lið skoraði 11 mörk. Jafntefli í leik þessara liða gefur góða mynd af því, hversu jöfn liðin eru, en þau gerðu einn- ig jafntefli í fyrri umferðinni. Leikurinn var hnifjafn framan af, en þegar 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum, náði FH tveggja marka forystu, sem Erla minnkaði þó fljótlega niður í eitt mark, 5:4. Guðrún skoraði síðasta mark hálfleiksins fyrir FH og staðan í leikhléi var því 6:4. Strax í síðari hálfleik jöfnuðu Armenn- ingar og hélzt leikurinn f jafn- vægi það sem eftir var. Ármannsstúlkurnar léku mjög vel i siðari hálfleiknum, en í þeirn fyrri áttu þær i erfiðleikum með að skora. Beztar Ármannsstúlkn- anna voru þær Erla Sverrisdóttir og Guðrún Sigþórsdóttir og skor- uðu þær 10 af 11 mörkum liðs síns. Alfheiður Emilsdóttir varði ágætlega í leiknum. Svanhvít Magnúsdóttir átti mjög góðan leik með FH i fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari var hún tekin úr umferð. Markvörður FH-liðsins varði mjög vel og Guð- rún skoraði dýrmæt mörk fyrir lið sitt. Mörk Armanns: Erla 6, Guðrún 4. Þórunn 1. Mörk FH: Svanhvít 5, Guðrún 3, Kristjana, Brynja og Gréta 1 hver. — PG. Ömar Ragnarsson — ein skærasta stjarnan í stjörnuliði fþróttafréttamanna hefur þarna komizt framhjá Val Benediktssyni og skorar framhjá Sveini Kristjánssyni í leik í fyrra. Barátta í Höll- ínní í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.