Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUK 20. FEBRUAR 1974 12 Um þessar mundir gefst lítið tækifæri til að ræða atvinnumál svo nokkur leggi hlustir við. Vinstri stjórnin hefur beitt því alkunna bragði óreiðustjórna og duglítilla að beina athygli þjóðarinnar að utan- ríkismálum og helzt viljað halda þjóðinni í styrjöld við þennan í dag, hinn á morgun. Litlar keinpur skríða í skjól, meðan skörungarnir berjast. .. Þeir, sem litlir eru fyrir sér og sjá kannski heldur ekki til- gang i styrjöldum, sem byggjast á einhliða þjóðarsamþykktum um sigur yfir óvinunum, halda sig sem mest utangátta meðan ósköpin ganga yfir inni i bæn- um. Linka slíkra manna kemur vitaskuld víðar fram en’í stór- styrjöldum. Það er ekki óeðli- legt, að þessum sömu mönnum vaxi í augum og þeir dragi verkið sem mest á langinn — að ganga fram fyrir skjöldu með úrtölur og hrakspár, þegar allt leggst á eitt, hinar góðu eigind- iiybjartsýni og stórhugur, bráð- drepandi, en virðingaverð ást á hefðbundnum atvinnuvegi og svo atvinnupólitik og henni samfara atkvæðapólitík stjórn- málamanna. Allt þetta stendur að baki þvi skipakaupaæði, sem gripið hefur þjóðina. Lengi vonaði ég, og aðrir álíka þenkjandi menn.aðekki væri fullt mark takandi á kosninga- bulli vinstri flokkanna og skipakaupunum yrði stillt i eitt- hvert hóf, þegar til stykkisins kæmi. Mönnum hefur þó ekki orðið að þessari von sinni, held- ur þvert á móti. í stað þess að vinstri stjórnin dragi eitthvað í land, missti hún þetta sem annað allt úr böndunum og nú er ringlureið framundan. Enn er hamazt við að bringja inn stórskipum úr öllum áttum, misjafnlega velheppnuðum, og jafnframt lögð nótt við dag í smíði smærri skipa innan Iands. Þeir, sem vilja, að sjávar- útvegur haldist við í landinu, geta ekki setið hjá hljóðir lengur. Stefnan leiðir óhjá- kvæmilega til þess, að í þessum atvinnuvegi drepi hver annan í baráttunni um of lítinn fisk til skiptanna. Hagkvæmnismörkin og óskhyggjan.... Sá vandi, sem við erum búnir að koma okkur í, er sá versti, sem hent getur fiskveiðiþjóð, en hann er sá, að við erum löngu komnir yfir hagkvæmnis- mörkin i sókninni. Aflinn fer síminnkandi á sóknareiningu samfara því, að sóknareiningin verður okkur sífellt dýrari og kostnaðarsamari. Rétt er að benda á það, að menn mega ekki, eins og hér er þó oftast gert, rugla saman líf- fræðilegum ofveiðimörkum og hagkvæmnismörkum. Sóknin getur löngu verið hætt að borga sig — orðin of dýr miðað við afla — áður en komið er að raunverulegum Iiffræðilegum hættumörkum fyrir fisk- stofnana. í stað þess nú að rífast sýknt og heilagt um líf- fræðilegu ofveiðimörkin, sem við i rauninni vitum of litið um til að geta rifizt um þau af viti, enda má nú segja að það þvælist ekki fyrir mönnum al- mennt í þeim umræðum — þá væri ráð að snúa sér með svipuðum krafti að hag- kvæmnismörkunum. Þar höf- um við fastara land undir fót- um. Þekkjum fleiri liði i dæminu, þó að því sé ekki að neita, að við getum ekki reiknað það til fulls nema þekkja nokkurn veginn líf- fræðilegu mörkin. Við þekkjum til dæmis áður nefnda stað- reynd, að afli fer minnkandi á sóknareiningu þrátt fyrir auk- inn tilkostnað, og við þekkjum einnig aðra hagræna staðreynd með vissu, sem sé þá, að það myndi borga sig að veiða fisk- inn fullvaxinn eða sem þyngstan í stað þéss að moka honum upp hálfvöxnum. Til þess að ná þessu, yrðum við náttúrlega um hríð að hægja á okkur í sókninni. Asgeir Jakobsson: t fl Kfimninum Fram að þessum tíma — og ekkert bendir til nema síður sé, að á því verði lát — hefur svar okkar við minnkandi afla verið aukin sókn með dýrari skipum og dýrari tækjum. Þar sem sjávaraflinn á sér náttúrleg tak- mörk, sem ekki verður komizt yfir, hvernig sem látið er, þá hlaut þessi stefna, ef henni væri skefjalaust fram haldið, að leiða til þess, að við færum yfir hagkvæmnismörkin. I raun og veru vildi þjóðin ekki þekkja þau. Staðreyndin kom ekki heim og saman við óskirn- ar. Það er rétt að taka um þetta hlutlægt dæmi. Við töldum víst, enda fyrir því reynsla annarra þjóða, að skuttogarar myndu veiða svo sem 20—25% meira en slðutogarar svipaðrar stærð- ar. Hins vegar lá það einnig fyrir, að stofnkostnaður hlyti að verða geysilega mikill og eins, að skipin hlytu að verða dyr í rekstri, bæði vegna hins dýra, erlenda stofnkostnaðar, mikillar olíueyðslu vegna mikils vélarafls og mjög liklega miklu veiðarfærafrekari en síðutogarar, sem nú er á daginn komið, allt saman. Öllum útreikningum um það, hvort þessi 20% hugsanlega aflaaukning borgaði sig var stungið undir stól, enda sýndu þeir al lir að hún gerðí það ekki. Skipin voru svo keypt og ekki bara til endurnýjunar á gamla flotanum heldur fjölgað stór- lega ogþá fór nú fyrst að syrta i álinn. Þar sem óhjákvæmilegt tap var á hverju skipi í meðal- aflaári, varð heildartapið auð- vitað þeim mun óviðráðanlegra sem skipin voru fleiri. En það bættist önnur vá við. Við vorum nefnilega ekki aðeins komnir yfir hagkvæmnissóknarmarkið á einingu heldur einnig heildarsóknarmarkið. Við náð- um ekki orðið meiri heildar- afla, hve miklu sem við bættum við af skipum og hversu full- komin sem þau voru. Þegar sóknin er komin í það öngþveiti gerist það, að hver fleyta, sem bætist ný í flotann, tekur afla sinn frá þeim, sem fyrir eru, og eykur bókstaflega ekkert við heildarmagnið. Utvegurinn sjálfur, svo og öll þjóðin, er farinn að tapa með hverju nýju skipi. Og það er hreint tap. Það kemur ekkert á móti. Við get- um tekið annað hlutlægt dæmi um það, að tapið hefur ekki aðeins aukizt á sóknareiningu og kostnaður aukizt við hvert veitt aflatonn, heldur ná dýru skipin jafnvel ekki eins mikl- um afla og síðutogararnir, sem við vorum að kasta, enda voru þeir ekki orðnir nema tæpir 20 að tölu — í sókninni. Hæsti skuttogarinn okkar sl. ár, nærri tvö hundruð milljón króna tækjakassi, var með 3000 tonna ársafla, sem er lægsti toppafli togara um áratugi. Nú eigum við náttúrlega okkar gamla og góða svar við þessu og það er að kaupa okkur nokkra upp á 400 milljónir. Þeir hlytu að ná meiri fiski segðu menn. Kostnaðardæminu styngjum við svo undirstól eins og i fyrra skiptið. Sjálfsmorð í veizlulok.... Það er þessi snjókúla glóru- lausrar bjartsýni á, að enda- laust sé hægt að ná fiski með bættum tækjum og þá skipti engu máli, hvað þau kosti í kaupum og rekstri — sem er nú að velta yfir okkur og það fólk, sem átti að bjarga. Min skoðun er sú, að það sé verið að leiða varanlegt atvinnuleysi og fjár- hagsvandræði yfir fólk í sjávar- plássunum með gýligjöfum, sem veita skammtima atvinnu, sem stjórnmálamenn vona að endist fram yfir næstu kosning ar og víxillinn verði þá ekki fallinn. Það ræðst ekkert við útgerð þessara skipa í mörgum sjávarplássanna, hvorki fjár- hagslega né tæknilega. Öllum er í fersku minni reynslan af nýsköpunartogurun um, sem sendir voru i sjávar- plássin til atvinnubóta. Fólkið fagnaði þessum skipum, en lenti fljótt í þrotlausu basli með þau og fáum árum síðar sigldu þau hvert af öðru gjaldþrota úr heimahöfnum sínum, og fólkið stóð eftir á ströndinni atvinnu- lausara en áður og margt með nokkurn skuldabagga. Nú er allt miklu stórfelldara i sniðun- um og það er ófyrirsjáanleg guðslukka, ef þetta endar ekki alltmeð skelfingu, bæði fyrr og tilfinnanlegar en með nýsköpunartogarana. Og þá sætum við uppi með svo lamaðan sjávarútveg, að þjóðin gæfist upp á honum og leitaði nýrra úrræða, og þessi hefð- bundni atvinnuvegur rétti aldrei við til fyrri reisnar. Það er hættulegt að kúvenda i miklum byr, en það verður þó tíðum að gerast, þegar dauða- boðar eru framundan. Máski gefst tækifæri síðar til að ræða itarlegar atvinnubóta- sjónarmiðið í sjávarútvegnum og pólitikina, sem þvi er sam- fara, en það tel ég þjóðhættu- lega meinloku að sjá engin önn- ur ráð til atvinnubóta hjá ört fjölgandi þjóð en að nota at- vinnuveg, sem á sér náttúrlegar takmarkanir og jafnframt vitandi sig vera kominn yfir þessar náttúrlegu takmarkanir. UflHORF UMS;ÓN ANDERS HANSEN Málefnalegt gjaldþrot íslenzkra kommúnista Segja má, að með hverjum deg- inum sem líður minnki líkurnar á því að varnarliðið hverfi af landi brott á yfirstandandi kjörtíma- bili. Kemur þar einkum tvennt til, öflug andmæli almennings og lofsverð varkárni utanríkisráð- herra. Nýjasta dæmið um and- stöðu almennings við uppsögn varnarsamningsins er hin mikla undirskriftaherferð „Varið land“, sem þegar hefur hlotið frábærar undirtektir. En um leið og likurn- ar á brottför hersins minnka eykst taugaveiklun íslenzkra kommúnista. Fyrst keyrði þó um þverbak eftir að undirskriftasöfn- unin hófst, og eiga viðbrögð kommúnista sér enga hliðstæðu í íslenzkri nútímapólitík. Um leið og á bjátar hjá kommúnistum, grípur um sig nokkurs konar sturlun eða móðursýki, þar sem engu er hlíft, heldur hamazt og bölsótazt þar hver sem betur má. Nægir í þessu sambandi að líta yfir skrif „Þjóðviljans" síðustu daga: Þar eru forstöðurnenn undirskriftasöfnunarinnar kall aðir öllum illum nöfnum s.s. „hundflatur skrælingjalýður," „rottulegur karakter" og „upp- vakningslegur stjörnufræðingur" svo eitthvað sé nefnt. Þá er ís- lenzkri borgarastétt í heild ekki heldur vandaðar kveðjurnar, því hún er ýmist nefnd „trúir rakk- ar“, „óþjóðleg að erfðavenju" eða jafnvel „flugumenn bandarísku leyniþjónustunnar“. — Mikil er vonzka heimsins, landráðamenn yfir og allt um kring. Allt ber þetta vott um ömurlegt dómgreindarleysi og algeran skort á málefnalegum rökum. Þegar rökin þrýtur er tekið til við að sjóða saman fáránlegan fúk- yrðaflaum, sem engum tilgangi þjónar nema ef vera skyldi til að lægja skapofsa höfundanna. Þetta minnir á löngu liðna tima í is- lenzkum stjórnmálum, þegar rök- in skiptu engu máli, heldur það hver gat valið andstæðingum sín- um svívirðilegust skammaryrði. En þarna hefur orðið á breyting, og því standa kommúnistar einir eins og tröll í heiðríkju, sjálfum sér til skammar og svivirðu. Kommúnistar eru á undan- haldi, og er málgagn þeirra glöggt merki þar að lútandi. Hinum yngri mönnum í þeirra röðum hefur ekki tekizt að halda hug- sjónum og eldmóði þeirra eldri á loft. Jafnvel hinum nýja ritstjóra „Þjóðviljans" hefur á skömmum tíma tekizt að breyta blaðinu úr tiltölulega virtu fréttablaði niður i sorprit af verstu tegund. Falsan- ir, níð og rógburður virðist nú vera það leiðarljós, sem haft skuli í hávegum. En allur þessi sori, öll þessi sorpblaðamennska verður ekki til þess að rýra álit lýðræðis- sinna hvar í flokki sem þeir standa. Þvert á móti mun þetta verða til að auka samstöðu þeirra og baráttuþrek. Það er þvi auð- velt að taka undir orð Jónatans Þórmundssonar í ávarpi hans á fundi samtakanna „Varins lands" á dögunum, en hann sagði m.a.: „Síðustu daga hafa dunið yfir forsvarsmenn undirskriftasöfn- unarinnar margvísleg skammar- yrði og brigzl um landráð. Við megum ekki láta slikt á okkur fá. Við vitum, að slíkur munnsöfnuð- ur og það hugarfar, er að baki býr, á sér fáa formælendur. Hitt er mikilvægara að hafa í huga, að allur þorri þess hóps, sem vill fara aðra leið en við í varnar- málunum, hefur sama takmark og við, að tryggja sem bezt farsæld og öryggi lands og þjóðar, þótt ágreiningur sé um heppilegustu Ieiðina til þess. Þetta fólk á sama rétt á þvi að hafa sína skoðun óáreitt eins og við viljum hafa okkar skoðun og koma henni á framfæri. Því er nauðsynlegt að minna stuðningsmenn úti um land allt á það, að í hita leiksins verður að gæta kurteisi og sæmd- ar við söfnunina. Viðmegum ekki láta stóryrði hafa áhrif á okkur í því efni. Að lokum þetta: Við höfum sannfæringu í þessu máli. Þótt á móti blási stundum, verðum við að berjast tii þrautar. Tökum höndum saman um að gera árangurinn af söfnuninni sem allra glæsilegastan." Svartir veskisþjófar Akureyri, 18. febrúar. ÞAÐ HEFUR lengi verið á orði haft, að hrafnar væru þjófgefnir í meira lagi, en hitt mun vera sjáldgæft, að þeir verði að skila þýfinu aftur orða- laust. Það gerðist þó í kvöld i Hliðar- fjalli, þegar Kristinn Kristinsson, 1 5 ára, var á leið heim til sin af skiða- æfingu. Hann hafði skilið skiðin eftir og var gangandi, en á leiðinni var svell og gífurleg hálka. svo að hann fór upp á snjóruðning á vegarbrún inni og ætlaði að ganga heim á leið eftir honum. Er hann kemur upp á ruðninginn sér hann tvo hrafna á flögri skammt frá sér og burðast þeir með eitthvað á milli sín, sem Kristinn taldi fyrst að væri hræ eða eitthvað þess háttar. Hann hljóp í átt til hrafnanna, sem þá misstu feng sinn og hrökkluðust burtu. Kristinn var ekki lítið undr- andi. þegar hann tók upp af fönninni stráheilt brúnt kvenveski. Hann gægðist I veskið til þess að aðgæta hvort hann sæi ekki eitthvað, sem benti til eiganda þess og rak strax augun i sjúkrasamlagsskirteini með nafni eigandans, kvittanir af ýmsu tagi og þar að auki rúmlega 3.200 krónur i peningum. Kristinn sneri nú upp á veginn aftur og hitti félaga sína og stúlka, sem var með i hópnum, kannaðist þá við nafn eigandans, sem reyndist vera þerna á strandferðaskipinu Esju. Þau flýttu sér nú i bæinn og niður að bryggju, en þá var Esja nýlega farin. Hins vegar vissi stúlkan hvar kunningjafólk eigandans átti heima og þangað var veskinu komið til skila í kvöld. Kristinn fékk þar mikið lof og bezta þakklæti fyrir skilvisina. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.