Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1974 Gísii, Eiríkur 09 Helgl inglbjörgu JönsJóitur „Hamingjan hjálpi mér.“ sagði mamma hans Helga litla. „Það hlýtur að vera hræðileg veiki. í hverju lýsir hún sér?“ „Hlaupum og stökkum,“ svaraði Helgi litli. „Öskr- um og gólum.“ Hann andvarpaði svo mæðulega, að mamma hans sendi hann inn í rúm og lét hann mæla sig. Hún hélt, að hann hefði fengið þessa voðalegu hamstraveiki. Á starfsvellinum. „Við verðum að fara út á starfsvöll á morgun og byggja hús handa hamstrinum," sagði Helgi litli við þá Eirík og Gísla. „Þar er hægt að fá nóg af spýtum og svoleiðis drasli.“ „Borgarstjórnin lét flytja þessar spýtur þangað handa krökkunum," sagði Eiríkur. „Hamsturinn verður að fá hús. Það er ekki hægt að hafa hann í skókassa lengur.“ „Nei, það er sko alls ekki hægt,“ sagði Helgi litli og andvarpaði. „Það er ekki hægt, því að nú á mamma ekki fleiri skókassa og hamsturinn nagar gat á þá alla. Ég fann hann undir sjónvarpinu í morgun. Mamma segir, að ég verði að fara með hamsturinn í dýrabúðina, ef ég útvegi ekki búr handa honum. Mamma segir, að hún sé orðin leið á að rekast á loðna, gulskjöldótta rottu hingað og þangað um íbúðina. Mammasegir.. .“ Jólagetraun barnanna I síiUistu viku hcimsótti ukkur hér á ritstjórn Mbl. Eiríkur Lfil'ssun frá Illoininiskoiói á Skeiðuin. Ilann varð, sí>m kunnugt cr sá hcppni cr dregið var úr ölluin þeiin fjölda lausna sem hárust í Jólagctraun barnanna ug hlaut stóru verðlaunin, skauta að eigin vali. Kinn af blaðainönnum Mhl. ók ineð huntim milli spurtvuru- ver/lana. en livergi fékk Kiríkur aðalósk sína uppfvllta. ILuin óskaði sér ncfnilega fshukkískauta. Þeir revndust ófáanlegir. Kiríkur valdi sér því vandaða listhlaupsskauta, en svu að hann yrði fyllilega áriíegður var kumið í Goðaborg ug þar fékk hann að auki uppgerða íshukkfskauta, svu að hann fór ánægður heim á Skeið. Það kuin í Ijós, að Kiríkur hefur inikinn áhuga á Skautaferðum, svu að verðlaunin kuina sér vel fvrir hann. Annars er hann sveitadrengur, 11 ára gamall, og unir sveitalífinu vel. Af dýrum þykir hunuin vænst uin hestana, á einn sein Gráni lieitir. ug nutar hvert tækifæri sem gefst til hestainennsku. Lausnirnar f „jólagetrauninni“ vuru hátt á annað þiisund talsins. Vegna þessa inikla l'jölda var ákveðið að veita 25 auka- lerðlaun. sem vuru bæktir. 21. af vennendum þeirra hafa nú ýinist sótt þa'r eða fengið þær sendar. Fjórir aukavinningar eru ósóttir, en þá eiga Hjördís Ilarðardóttir, Ilraunbæ 156 Rvík, Sigrún Krlendsdóttir, Sólbergi Garðahreppi, Hrönn Pétursdóttir, Lauganesvegi 81 Rvík ug Sigurður Rafn A. Levý, Hrfsakuti \ .-II ún. Við vniiuinst til að sjá þau eða heyra frá þeim sem fyrst. Gísli og Eiríkur skelltu báðir upp úr. Það vissu allir í nágrenninu, að mamma hans Helga litla var fremur málglöð kona og sagði bæði eitt og annað. Aðallega annað. „Það verður nú skemmtilegt að byggja hamstra- hús,“ sagði Eiríkur. „Ég hef aldrei búið til hamstra- hús fyrir.“ „Ekki ég heldur,“ sagði Gísli. Drengirnir höfðu verið á starfsvellinum allir þrír, enda var hann skammt frá heimili þeirra. Þar var hægt að byggja hús, og Gísli, Eiríkur og Helgi áttu hús. Þrjú hús meira að segja með undirgangi á milli húsanna. Það voru glæsileg hús. Kiríkur Leifssnn ineð skaulana. sein hann valdi. £Nonni ogcTManni Jón Sveinsson ,.Jahá. Nú sé ég hann líka“, sagði ég. „En hvað get- ur þetta verið, Manni? Hvort skyldi það vera skepna eða maður?“ Bogga sá þetta nú líka og horfði á það með mestu athygli. „Hvað heldur þú, að það sé, Bogga?“ spurði óg. „Ég held helzt, að það sé hross“, svaraði hún. En Manni sá bezt af okkur öllum. Dg nú sagði hann: „Nei, hross er það ekki. Ég er nærri viss um ,að þetta er maður“. Við störðum á þetta stundarkorn. Svarti bletturinn var agnarlítill, en hann var alltaf á iði, þó að hanu færi ekki liart. Stundum færðist hann neðar, stundum til hægri og stundum til vinstri handar. Nú sagði Bogga: „Ég skil ekkert í því, hvað þessi maður getur verið að gera þarna uppi. ef þetta er þá maður. Það eru engir mannavegir þarna uppi“. Freysteinn Gunnarsson þýddi „Það segirðu satt, Bogga“, svaraði ég. „Það er und- arlegt ferðalag. Ég skil ekkert í því heldur“. „Og hann sýndist vera gangandi, svona um hásum- arið. Það er líka eitthvað bogið við það“. „Hesturinn hefur getað sloppið frá honum“, sagði ég- „Það gæti hugsazt“, sagði Bogga. Við hlupum nú öll að mosavöxnum steini, sem var skammt frá okkur, og settumst á steininn. Alltaf sáum við til mannsins, hvernig sem á honum stóð. Eftir því sem okkur sýndist, var hann á leið niður fjallið. „Hvert skyldi hann ætla?“ sagði Manni. „Ég hugsa, að hann ætli til okkar“, svaraði Bogga. „Og líklega verður hann hjá okkur í nótt“. „Það væri gaman“, sagði Manni. „Þá getum við spurt hann frétta og hvað hann hafi séð þarna uppi. Við höfum aldrei komizt svona hátt“. fflcb ígunkoffÍÁU — Hvaö á þetfa aö þýóa eigin- lega??? — Af hverju er sunur ininn kominn í öftustu röð??? — Jæja, ég verð að koma mér...og þú þarft líka að drífa þig ineð gatið á veggn- um . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.