Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 66.tbl.61. árg. MIÐVIKUDAGUR20. MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. .. x>- Brynvarðir vagnar úr portúgalska hernum í viðbúnaðarstöðu í útjaðri Lissabon um helgina. Bretland: r Oánægja með Heath Moskva 19. marz NTB. SÍÖDEGIS I dag lauk viðræðum Trygve Brattelis, forsætisráð- herra Noregs, við Leonid Brezhnev, flokksleiðtoga í Sovét- ríkjunum, og hafði fundur þeirra þá staðið samfieytt f fimm stundir. Fyrr í dag hafði Bratteli hitt Kosygin að máli. I upphafi ferðar Brattelis var ekki vitað, hvort hann hitti Brezhnev að máli. Sameiginleg áhugamál Noregs Og Sovétríkjanna og sambiið þess- ara tveggja landa hefur verið aðalumræðuefnið á fundum Brattelis og sovézkra ráðamanna. Sagt er, að samræður allar hafi farið fram f vinsemd og hlýleika og að augljóst sé, að Sovétmenn eru staðráðoir i að ryðja úr vegi ýmsum málun., sem óttazt hafði verið, að kynnu að skapa spennu i samskiptum landanna. Fréttaritari NTB, sem hefur fylgzt með ferð Brattelis i Sovét- rikjunum, segir, að það sé öllum ljóst, að Noregur sem olfuþjóð sé að fá allt annan sess Sovétrikjun- um en áður, og stafi þetta ekki aðeins af því að löndin tvö eigi við sameiginleg vandamál að glíma vegna skiptingar Barentshafs, þar sem líkur eru til að olíu og gas sé að finna. Þeir Kosygin og Bratteli náðu samkomulagi um, að form- legar viðræður um þetta efni hæf- ust í október eða nóvember n.k. London 19. marz AP—NTB. IVIIKIL óánægja ríkir nú með Edward Heath leiðtoga Ihalds- flokksins, eftir að vantrauststil- laga flokksins á stjórn Wilsons var dregin til baka í þinginu f gærkvöldi. Mörg brezk blöð sögðu f morgun áð staða Heaths væri afar erfið eftir þau mistök, sem Bardagar í Kambódíu Phnom Penh, 19. marz, AP. NTB. UPPREISNARHERSVEITIR höfðu i dag umkringt 1200 manna stjórnarhersveit, sem hefur reynt að hörfa frá héraðshöfuðborg- inni Oudong, en sú borg féll i hendur uppreisnarsveitanna í gær, mánudag. Tilkynningar á vigstöðvunum benda til, að uppreisnarsveitirnar hafi sprengt brú á þjóðvegi númer 5, sem var eina sambandsleiðin, sem stjórnarhermennirnir höfðu við öflugri herdeild, sem ætlar að reyna að ná afturOudong. Talsmenn Kambódíuhers hafa greint frá því, að 20 manns að minnsta kosti hafi fallið og á ann- að hundrað særzt í umsátrinu um Oudong, en þar búa um 15 þúsund manns. Margir látinna eða særðra eru óbreyttir borgarar. honum urðu á f þinginu, eins og þau orða það. thaldsmenn og frjálslyndir höfðu f tvær vikur búið sig undir styrkleikabaráttu við stjórn Verkamannaflokksins. Sum blöð telja, að ákvörðunin um að draga vantrauststillöguna til baka, beri þess vitni, að ekki fari mikið fyrir pólitískri dóm- greind Heaths.Einn af þingmönn- um Ihaldsflokksins, Nicholas Winterton, tók svo djúpt í árinni, að hann sagði: „Það hefur sýnt sig, að Heath er algerlega sam- bandslaus við flokkinn og stuðn- ingsmenn hans.“ Krafðist hann þess, áð Heath gerði flokknum grein fyrir gerðum sínum. Tals- menn íhaldsflokksins segja, að ástæðan fyrir því, að vantrausts- tillagan var dregin til baka, hafi verið loforð Verkamannaflokks- ins um að halda enn um sinn lögunum um takmarkanir á launahækkunum. Aðrir segja, að hin raunverulega ástæða sé, að 40 þingmenn íhaldsflokksins hafi lýst því yfir, að þeir myndu ekki greiða tillögunni atkvæði, ef hún yrði borin fram. Brezk blöð eru ómyrk í máli í fyrirsögnum í morgun og t.d. seg- ir Guardian i forsíðufrétt: „Áhlaup reiðra íhaldsmanna koðnaði niður", Daily Express segir: „Reiðir þingmenn skella sökinni á Heath“, Daily Mirror segir: „Mikil handvömm fhalds- manna“ og The Sun segir: „Kmfunum mundað að Heath“. James Callaghan utanríkisráð- herra Breta-sagði i ræðu i þinginu í dag, að Bretar myndu beita sér af alefli fyrirfullri og náinni sam- vinnu EBE og Bandaríkjanna. Hann sagði, að Bretar myndu ekki taka þátt i frekari evrópsk- um sameiningaraðgerðum fyrr en samið hefði verið um ný skilyrði Framhald á bls. 20 Litvinov til USA? Vínarborg, 19. marz. AP. PAVEL Litvinov, sem kom ásamt fjölskyldu sinni til Vfnarborgar í gær, brottrækur frá Sovétríkjunum, mun ef til vill sækja um að flytjast til Bandarfkjanna. Sögðu tals- menn Gyðingasamtakanna f Austurrfki, að umsókn Lit- vinovs hefði verið send til við- komandi aðila í Austurrfki og myndi afgreiðslu hennar verða hraðað. Engir blaða- menn hafa enn fengið að ræða við Litvinov. Hefur hann beðið fyrir þau skilaboð til hlaða- manna, að undanfarið hafi hann gengið f gegnum hinar mestu þrengingar og þurfi nauðsynlega kyrrð og næði nú um sinn. Buckley vill afeögn Nixons Washington 19. marz,NTB. AP. Öldungadei Idarþingmaðurinn James Buekley, sem talinn hefui verið einn dyggasti stuðnings- maður Nixons Bandarfkjaforseta, hvatti í dag forsetann til að segja af sér. Þingmaðurinn — sem er úr flokki repúblikana — sagði á blaðamannafundi, að Nixon yrði ekki leiddur fyrir ríkisrétt ef hann segði af sér af fúsum vilja. Hann sagði, að færi svo, að forset- ísraelar hafa lagt fram áætlun um aðskilnað — Enn var barizt á Golanhæðum í gær Mujibur til lækn- inga í Moskvu Dacca, Moskva 19. marz. AP. MUJIBUR Rahman, þjóðhöfðingi Bangladesh, kom til Moskvu i dag og er haft efti'r áreiðanlegum heimildum, að hann sé þangað kominn til að leita sér lækninga. Ekkert hefur verið látið uppskátt um, hvaða sjúkleiki hrjái furst- ann og segja blaðamenn, að hann hafi virzt hinn hressasti við kom- una til Moskvu. Tel Aviv, Damaskus, Kairó, Beirut 19. marz. NTB.AP. TILKYNNT var I Washington I kvöld, að Israelssstjórn ætiaði að senda varnarmálaráðherra sinn, Moshe Dayan til Washington til að hefja samningaviðræður um aðskilnað herja á Golanhæðum. Munu þær viðræður fara fram undir handarjaðri Henry Kissing- er. Sagði utanrfkisráðherrann að hann vonaðist einnig eftir sendi- nefnd frá Sýrlandi sömu erinda. Fundir þessir hefjast 29. marz. ÁTTUNDA daginn í röð sló I bar- daga í Golanhæðum milli sýr- lenzkra og ísraelskra herflokka og var teflt fram stórskotaliði og brynvögnum. Tveir gæzlumenn frá Sameinuðu þjóðunum særð- ust, annar þeirra er frá Dan- mörku, hinn frá Finnlandi. Vitað er, að einn fsraelskur hermaður lét lífið og tveir særðust. Um manntjón f liði Sýrlendinga var ekki vitað. Gæzlumennirnir tveir urðu fyrir handsprengjum, sem varpað var á eftirlitsstöð við bæinn Derbel, sem er í 60 km fjarlægð frá Damaskus. Hvor aðili sakar hinn um að hafa átt upptökin. Hins vegar er ótvírætt, að barizt var á mjög stóru svæði, og aðalátökin stóðu í tæpa sex klukkutíma. Egypzka blaðið A1 Ahram segir i dag, að Israelar hafi lagt fram ákveðna áætlun fyrir Henry Kiss- inger, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, um aðskilnað herja ísra- ela og Sýrlendinga við Golan- hæðir. Samkvæmt A1 Ahram munu ísraelar fallast á að draga lið að hluta frá arabiskum svæð- um, sem voru hertekin I styrjöld- inni 1967. Hins vegar haldi þeir fast við það, að þeir séu ekki fáanlegir til að hopa frá þeim stöðvum, sem þeir álíti mikil- vægar hernaðarlega séð. Þá segir, að ísraelar hafi vísað á bug tillögu Kissingers um að svæði, sem isra- elar hafi hernumið i Sýrlandi, verði gerð að hlutlausum beltum. Framhald á bls. 20 inn yrði leiddur fyrir ríkisrétt, yrði það til þess eins að auka á þá kreppu, sem Watergatemálið hefði skapað. — É£ vona, að forsetinn geri sér ljóst, að mesti greiði, sem hann getur gert þjóð sinni, er að draga sig í hlé úr æðsta embætti heimsins, sagði Buckley, sem er í hagraarmi Repúblikanaflokksins. Sérfræðingar álíta, að orð og yfirlýsingar Buckleys séu mjög mikilvæg, vegna þess, að það er ákaflega mikilsvert fyrir forset- ann að geta treyst á stuðning hægri aflanna í flokki sínum. Margir repúblikanar hafa upp á síðkastið látið i ljós áhyggjur um, að stórkostlegt fylgistap flokksins sé yfirvofandi í kosningunum á Framhald á bls. 20 Afrýjun tefur Watergatemál VVashington 19. marzNTB. TÖF verður á því, að fulltrúa- deild Bandarfkjaþings komist að niðurstöðu um. hvort höfða eigi mál á hendur Nixons Bandaríkja- forseta, eftir að John Sirica dómari úrskurðaði í gær, að af- henda ætti innsiglaða skýrslu um aðild Nixons að Watergatemál- inu. Ástæðan fyrir þessari töf er, að verjandi þeirra Haldemanns og Ehrlichmans hefur tilkynnt, að hann ætli að áfrýja úrskurðin- um, þar sem skjólstæðingar hans muni ekki fá hlutkcga meðferð fvrir rétti, ef efni skýrslunnar berst út meðan á rannsókn full- trúadei Idarnefndarinnar stend- Noregur -\T*\ \ ^vétrVioræour um Barentshaf í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.