Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 25,00 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Reykjavíkurborg hef-
ur tekið miklum
stakkaskiptum á síðasta
áratug. Gatnagerðaráætlun
sú, sem Geir Hallgrímsson
kynnti f upphafi sjöunda
áratugarins og byggði á
því, að lokið yrði malbikun
allra gatna í borginni á 10
árum, gerbreytti svipmóti
höfuðborgarinnar. í kjöl-
far malbikunar gatnanna
fylgdi hellulagning gang-
stétta, sem ötullega hefui
verið unnið að og nú cr
komið að þvf, að endahnút
urinn verði rekinn á staif
þetta með áætlun um fulln-
aðarfrágang allra opinna
og ófrágenginna svæða f
borginni.
Á fyrsta degi starfs síns
sem borgarstjóri óskaði
Birgir ísl. Gunnarsson eft-
ir þvf við embættismenn
borgarinnar, að hafin yrði
áætlunargerð um frágang
allra opinna svæða í borg-
inni í því skyni að fegra
hana og skapa ánægjulegra
umhverfi fyrir borgarbúa
að lifa og starfa í.Þessi ósk
borgarstjóra var í eðlilegu
framhaldi af því mikla
starfi, sem unnið hafði ver-
ið við malbikun gatna og
gangstéttarlagningu. Ekki
þarf að efast um áhuga
borgarbúa á þessu við-
fangsefni. Athyglisvert
þótti áhverfafundumþeim,
sem fyrrverandi borgar-
stjóri efndi til á árunum
milli 1966 og 1970, hve
margar fyrirspurnir komu
næstu vikum og má gera
ráð fyrir, að hún verði sam-
þykkt þar. I sumar hef jast
framkvæmdir skv. þessari
áætlun, en framkvæmd
hennar á að verða lokið á
árinu 1977 og talið er, að
kostnaðurinn muni nema
um 650 milljónum króna.
Þegar þessum fram-
kvæmdum verður lokið
mun svipmót höfuðborgar-
innar ekki hafa tekið minni
breytingum en með fram-
kvæmd gatnagerðaráætl-
unarinnar. „Grænu bylt-
ingunni" má skipta í fjóra
þætti. í fyrsta lagi er ráð-
gert að ganga frá öllum
auðum svæðum í borginni.
Þar er um að ræða opin og
auð svæði inni í
íbúðahverfum og annars
staðar, sem ýmist eru í um-
sjón borgarinnar sjálfrar
eða annarra aðila, regluleg
hreinsun lóða með aðstoð
borgarinnar og hreinsun
strandlengjunnar með-
fram borgaþlandinu.
um kleift að fara í göngu-
ferðir um borgarlandið —
eða hjólreiðaferðir — án
truflunar frá bílaumferð. í
þessu sambandi er einnig
ráðgert að leggja reiðgötur
fyrir hestamenn um byggð
svæði og óbyggð í borgar-
landinu. Á það að auðvelda
fólki mjög að stunda hesta-
mennsku.
Þriðji þáttur „grænu
byltingarinnar" er frá-
gangur fjölbreytilegra úti-
vistarsvæða. Sem dæmi má
nefna, að Miklatún verður
almennt útivistarsvæði,
þar sem fyrir verður kom-
ið, auk myndlistarhússins,
malbikuðu samkomusvæði
og sleðabrekku, boltavelli,
leiktækjavelli, umferðar-
leikvelli, gæzluvelli, mini-
golfi, sérstökum garði fyrir
blinda og athafnasvæði fyr-
ir garðyrkjumenn. Enn-
fremur verður komið upp
golfvelli f Laugarnesi og
skrúðgarði við Landakot.
Skemmtilegt viðf angsefni
frá borgarbúum um frá-
gang opinna svæða í hinum
ýmsu hverfum. Var það
ákveðin vísbending um
áhuga borgarbúa á þessu
málefni.
Nú hefur hin svonefnda
„græna bylting" borgar-
stjórans séð dagsins Ijós.
Hún verður rædd í borgar-
stjórn Reykjavíkur á
I öðru lagi er stefnt að
þvf að leggja um 94 km af
göngu- og hjólreiðabraut-
um um borgina. Þessir stíg-
ar, sem verða fyrir umferð
gangandi vegfarenda og
hjólreiðafólks, verða að-
skildir frá umferð fyrir
vélknúin farartæki og
munu teygja sig um borg-
ina alla og út úr henni.
Þeir munu gera borgarbú-
Unnið er að skipulagningu
Bláfjallasvæðisins, en aug-
ljóst er að leggja verður
mikla áherzlu á skipulag
útivistarsvæða utan sjálfr-
ar byggðarinnar, þar sem
fólk getur stundað skfða-
íþrótt og fleiri tegundir
vetraríþrótta á fallegum
helgardögum, þannig að
þjónusta verði viðunandi
fyrir þann gífurlega fjölda,
sem leitar út úr borginni á
slíkumdögum.
I fjórða lagi má svo
nefna þann þátt „grænu
byltingarinnar", sem snýr
að Elliðaársvæðinu. Sér-
stök áherzla verður lögð á
skipulagningu útvistar-
svæðis við Elliðaár og Ár-
tún. Er þar kjörið tækifæri
til þess að veita íbúum
hinna fjölmennu borgar-
hverfa í Breiðholti og
Árbæ, og raunar annars
staðar einnig, kost á hollri
og skemmtilegri útiveru
alveg við bæjardyrnar. 1
því sambandi má nefna, að
stöðugt er unnið að upp-
byggingu Árbæjarsafns-
ins, skíðaland er í Ártúns-
brekkum og möguleiki er á
lax- og silungsveiði á þessu
svæði. Þá eru talin góð skil-
yrði til útilífsmiðstöðvar
austan við Blesugróf.
Hér hefur aðeins verið
drepið á það helzta í áætlun
borgarstjóra um fram-
kvæmdir f borginni á
næstu fjórum árum, sem
stuðlað geta að skemmti-
legra umhverfi fyrir
borgarbúa. Þessi áætlunar-
gerð og framkvæmd henn-
ar fer saman við vaxandi
áhuga fólks á fegrun um-
hverfis og aukinni útivist.
Hér er um að ræða nýtt
viðfangsefni fyrir Reykja-
vfkurborg og verður
skemmtilegt að fylgjast
með þeim breytingum, sem
verða f borginni á næstu
árum, eftir því sem fram-
kvæmdum miðar áfram.
Fyrstu skref í átt til minnkandi
misréttis kynþáttanna í S-Afríku
í fjorum helztu borgum
Suður-Afríku hafa yfirvöldin
nú byrjað að fjarlægja ýmis-
legt, sem minnir á hið lægsta og
jafnframt þýðingarminnsta f
kynþáttamisréttinu. Enn hefur
ekki verið hróflað við grund-
vallaratriðum aðskilnaðar kyn-
þáttanna, en dregið hefur verið
úr ýmsu, sem hefur valdið
blökkufólki vandræðum í dag-
legulífí.
J.F. Oberholzer formaður
borgarráðsins í Jóhannesar-
borg sagði fyrir skömmu: „Í
fyrsta skipti í sögu landsins
hefur nú verið byrjað að ryðja
úr vegi ýmsu því, sem hefur
aðgreint fólk af ólíkum litar-
háttum. Sumt af þessu hefur
sært blökkufólk djúpu sári. i
dag getum við hrósað okkur af
því, að við erum farnir að reyna
að ganga í takt við tuttugustu
öldina, við leitumst við að fjar-
lægja sumt hið versta og
smánarlegasta við aðskilnaðar-
stefnuna.“ Frumkvæðið að
þessari nýju stefnu kom frá
borgarráðum Jóhannesar-
borgar, Pietermaritzborgar,
Durban og Höfðaborgar, en
fulltrúar stjórnarandstöðunnar
f landinu hafa meirihluta f
borgarstjórnum allra þessara
borga. Lagasetningarvald
borgarráðanna er þó takmarkað
að því leyti, að þau mega ekki
taka fram fyrir hendurnar á
ríkisstjórninni.
Borgarráðsmennirnir fara
sér líka hægt i framkvæmdum
til þess að vekja ekki andstöðu
hvftra manna, en þaðgæti haft
þær afleiðingar, að ríkisstjórn-
in skærist í leikinn og skipaði
öllu í sama horf og áður. Þess
vegna nær andstaðan gegn kyn-
þáttamisréttinu aðeins til
ákveðinna sviða, en hún er
engu að síður afar athyglisverð.
Borgarráð J óhannesarborgar,
en þar búa 800 þúsund négrar,
hefur t.d. tekið þá ákvörðun, að
negrum skuli hér eftir heimilt
að nota bókasöfn, lystigarða,
söfn og dýragarðinn til jafns
við hvíta menn. Borgarráðið
hefur hótað að snúast gegn
þeim húseigendum, sem neita
að fjarlægja tilkynningar um
misrétti af lyftum í húsum sin-
um, borgarráðið hefur hvatt
veiúngahúsaeigendur til þess
að bæta aðstöðu svartra við-
skiptavina, og það hefur farið
þess á leit við forráðamenn
borgarleikhússins, að þeir
hleypi fölki inn á sýningar án
tillits til litarháttar, en stofni
til sérsýninga fyrir blökku-
menn ella. Nú er verið að mála
yfir skilti á strætisvagnabið-
skýlum, þar sem stendur:
„aðeins fyrir hvíta menn", en
hins vegar munu hvítir og
svartir verða að ferðast hvor
með sínum vögnum eins og
hingað til.
Borgarráðsmenn telja sig
ekki geta breytt út af því, sem
tiðkazt hefur hingað til, að því
er viðkemur strætisvögnum,
sjúkrabflum, almennings-
salernum og sundlaugum. „Það
gæti haft slæmar afleiðingar i
för með sér og við viljum ekki
láta eyðileggja það, sem við er-
um búnir að koma til leiðar og
níutíu og fimm af hundraði
þjóðarinnar hafa samþykkt,"
segirOberholzer.
I Höfðaborg er nú verið að
afnema allan kynþáttaað-
skilnað á gjaldheimtuskrif-
stofum borgarinnar. Borgar-
stjóri Höfðaborgar, David
Bloomberg, telur, að hvítir
íbúar borgarinnar óski einlæg-
lega eftir því, að allt það, sem
geti að nauðsynjalausu komið
af stað illindum, verði fjarlægt.
EFTIR STANLEY UYS
„Mörg fyrirtæki, bæði í eigu
opinberra og einkaaðila og
jafnvel ríkisfyrirtæki, hafa að
eigin frumkvæði fjarlægt að-
skilnaðartilkynningar, sem
ekki eru beinlínis fyrirskipaðar
með lögum,“ sagði Bloomberg
og hann bætti þvf við, að hann
hefði ekki farið neina herferð í
þeim tilgangi að fá lögum
landsins breytt.
Borgarráð Höfðaborgar hefur
fram til þessa farið að dæmi
borgarráða annarra áður-
nefndra borga og farið sér hægt
í framkvæmdum. Það vill ekki
styggja hvíta íbúa borgarinnar
og enn síður ríkisstjórnina
undir forystu John Vorsters.
Borgarráðsmenn geta sér
glögga grein fyrir því, að fari
þeir of geyst í sakirnar eiga
Afifc THE OBSERVER
\
þeir á hættu, að alltþeirra starf
verði ónýtt.
Borgarráðin geta engu ráðið
um grundvallaratriðin í að-
skilnaðarlögunum, en sem
dæmi um þau má nefna, að
aðeins hvítir menn hafa
kosningarétt. í Suður-Afríkn
búa fjórar milljónir hvítra
manna, sextán milljónir
Afríkunegra, tvær milljónir
múlatta og sjö hundruð þúsund
Indverjar. Enn má nefna hin
illræmdu vegabréfalög, sem
hafa valdið meira hatri en
nokkurt annað atriði f að-
skilnaðarstefnu stjórnarinnar,
en samkvæmt þeim er blökku-
mönnum bannað að koma inn í
borgirnar án sérstakra vega-
bréfa.
Borgarráðin geta ekki heldur
veitt negrum aðgang að ýmsum
þægindum svo sem hótelum,
veitingastöðum, kvikmynda-
húsum, lestum, baðströndum
eða hljómleikasölum. Rfkis-
stjórnin, eða þá lög viðkomandi
landshluta, hafa veitt hvítum
mönnum einkaafnot af slíkum
stöðum sem og mörgum bóka-
söfnum og sjúkrahúsum.
Flestar ríkisskrifstofur, sem
eru afgrei ðslustöðvar fyrir al-
menning, hafa tvo innganga
eða tvö afgreiðsluborð, annað
fyrir hvíta, hitt fyrir litaða.
Borgarráðin geta engu ráðið
um þessi mál né heldur um
flutningaþjónustu eða leigu-
bila.
Ríkisstjórnin gefur hinni
nýju stefnu og framvindu mála
nánar gætur, og hún hefur
varað borgarráðin við því, að
gangi þau of langt í mótsögn við
landslög eða anda Iaganna,
muni hún skerast í leikinn. Enn
hafa stjórnvöldin þó ekkert
gert í málinu og ef ekki kemur
til árekstra er eins víst, að þau
láti tilraunina afskiptalausa.
Ríkisstjórnin hefur að vísu
ekki alltaf fylgt anda hinnar
opinberu stefnu út í æsar. Hún
hefur gert undantekningar frá
aðskilnaðarreglunum, ekki
eingöngu að því er blökku-
mönnum af öðrum þjóðernum
viðkemur, heldur einnig að því
er viðkemur leiðtogum suður-
afrískra blökkumanna, til
dæmis ráðherrum Bantustana,
sem og gagnvart innlendum
svörtum íþróttamönnum, sem
tekið hafa þátt í alþjóðlegum
íþróttamótum f landinu. Þeim
hefur verið veittur aðgangur að
ákveðnum hótelum og veitinga-
stöðum. Reyndin er sú, að á
ákveðnum sviðum rikir meira
jafnrétti með svörtum mönnum
og hvítum í Suður-Afriku í dag
heldur en nokkru sinni fyrr
síðan þjóðernissinnar komust
til valda fyrir tuttugu og sex
árum síðan.
Ríkisstjórnin neitar að viður-
kenna, að nokkur munur sé á
aðskilnaðarstefnunni sjálfri og
lítilfjörlegum framkvæmda-
atriðum hennar. Gagnrýnendur
stjórnarinnar segja hins vegar,
að þar sé mikill munur á. Eitt
sé aðskilnaður kynþáttanna,
bæði Ifkamlega og stjórnmála-
lega sem heildarstefna —
annað Iftilfjörleg framkvæmda-
atriði, sem sífelldlega valdi
fólki leiðindum eins og til
dæmis veggspjöldin, sem
borgarráðin fjögur eru að
reyna að útrýma.
Ríkisstjórnin hefur rétt fyrir
sér, þegar hún segir, að ekkert
sé „Iftilfjörlegt“ við að-
skilnaðarstefnuna. Veggspjöld-
in, sem aðskilja fólk eingöngu
vegna litarháttar þess, eru
vissulega svo mikil móðgun
sem nokkuð getur verið.
An slíkra áminninga og þess
hugarfars, sem þær innræta
mönnum, gæti aðskilnaðar-
stefnan ekki þrifizt. Þess vegna
er barátta borgarráðs-
mannanna i sjálfu sér barátta
gegn aðskilnaðarstefnunni sem
slíkri. Aðskilnaður kynþátt-
anna og þær tilfinningar, sem
hann leiðir af sér, eru hins
vegar orðin svo djúpstæð í Suð-
ur-Afríku, að enn mun líða
langur tími unz nokkur grund-
vallarbreyting verður þar á. Sú
framþróun, sem nú er hafin, er
því ekki nema lítilsháttar til-
slökun enn sem komið er, en
einhvers staðar verður að byrja
og byrjunin lofar vissulega
góðu.