Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 félk f fréttum fólk í fjólmiélum Magnús í nýtt starf 1 kvöld kl. 20.55 er þáttur Magnúsar Bjarnfreðssonar, „Krunkað á skjáinn". Þar verð- ur rætt við Margréti frá Öxna- felli, en Margrét er kunnur lækningamiðill. Þá verður sýnt hvernig matreiða á kútmaga, myndagetraun lýkur og leið- beint veður um frágang í mið- stöðvarklefum. Þessi þáttur er hinn síðasti, sem Magnús stjórnar. Hann hefur verið dagskrármaður við sjónvarpið frá upphafi þess, en hefur nú fyrir nokkru tekið við öðrum störfum þar. Hann sér nú um skipulagningu verkefna og kostnaðaráætlanir vegna þeirra, auk þess sem hann hef- ur umsjón með endurhæfingu og menntun starfsfólks stofn- unarinnar. Magnús hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal sjónvarpsáhorfenda og er eftir- sjá að honum af skjánum, en við óskum honum góðs gengis í hinu nýja starfi. Þess cr vænzt, að þau Tord og Christina prinsessa gangi f hjónaband í júní. — En það verður ekki á sunnudegi, sagði Tord við blaðamenn, en vildi ekki útskýra hvers vegna. FJÖGURRA HÆÐA FALL 1 BIFREIÐ Hector Ruiz, 18 ára gamall New York-búi, var fluttur í sjúkrahús um daginn vegna þess, að hann hafði farið úr mjaðmarlið. Orsök þess, að hann fór úr liðnum, er í hæsta máta óvenjuleg og þegar Hect- or hefur fengið bót meina sinna og er kominn út í hringiðu borgarlífsins á ný, getur hann sagt vinum og kunningjum afar óvenjulega slysasögu. Hector var starfsmaður í bíla- geymslu, sem er á mörgum hæðum gamallar múrsteins- byggingar. Einn daginn var hann að bakka bifreið upp að vegg á fjórðu hæð geymslunn- ar, er bensíngjöfin festist í botni og bifreiðin flaug á fullri ferð á vegginn — og i gegnum hann. Féll hún síðan niður á draslhrúgu á lóðinni við hlið- ina. Lenti hún á þakinu og menn bjuggust við, að Hector væri ekki lengur í lifenda tölu. En hann reyndist hafa sloppið betur en svo. — A myndinni er slökkviliðsmenn að reyna að ná honum út úr bílflakinu. Útvarp Reykjavík § MIÐVIKUDAGUR 20. m a rz 7.00 Morgunúívarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. FVétti r kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag- bl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund bamanna kl. 8.45: Þor- leifur Hauksson heldur áfram að lesa söguna „Elsku Míó minn“ eftir Astrid Li ndgren (17). Morgunleikfóni kl. 9.20. Tilkynningar kl.9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt kjg ámilliliða. tJr játningum Agústínusar kirkjuföð- ur kL 10.25: Séra Bolli Gústafsson i Laufási Ies þýðingu Sigurbjörns Ein- arssonar biskups (16) Krikjutónlistki. 10.40. Tónlist eftir Igor Stravinský kL 11.00: Gold og Fizdale leika Sónötu fyrir tvö píanó. / Columbiu-hljómsveitin leikur ,, Kossálfkonunnar". 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.30 Meðsfnulagi Svavar Gests kynnir lög af hljómplöt- um. 14.30 Sfðdegissagan: ,JFöstuhakl rahbf- ans" efti rHarry Kamebnann Séra Rögnvaldur Finnbogason les (8). 15.00 Miðdegistónleikar Norræn tónlist Fflharmóníusveitin i Osló leikur Con- serto Grosso Norvegese op. 80 eftir Olab Kielland; Höfundur stjórnar. Eyvind Möíler leikur á píanó Chaeonnu op. 32 eftirCarl Nielsen. FTIha rmónísveitin f Oslóleikur Sinffin- iu nr. 2 Bjame Brustadt; Övind P'leld- stedt stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15Veður- f regnir. 16.25 Popphornið 17.10 Utvárpssaga harnanna: „Öli og Maggi meðgullleitarmönnum" eftir Ármann Kr. Einarsson. Höfund- urles (6). 17.30 Framburðarkennsla íspænsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál í umsjá Sveins H. Skúlasonar. 18.15 Tónleikar.Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.25 Orðaforði Hefur rikiætjórninþingstyrk til áfram- haldandi setu? Þorsteinn Pálsson stjórnar umræðum, en þátttakendur eru: Hjálma r Hannes- son, Jón Steinar Gunnlaugsson lög- fræðingur og Kjartan Ólafsson rit- stj óri. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur Jón Sigurbjörnsson syngur íslenzk lög; Ölafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. Söguslöðir Sigvaldi Jóhannesson bóndi í Enniskoti í Víðidal flytur erindi um landnám Ingimundar gamla; fyrri hluta. c Liðins tfma lýsigull Elin Guðjíwsdóttir flytur annan hluta hugk'iðingar Bjartmars Guðmundsson- ar frá Sandi um Þingeyskar stökur og höfunda þeirra. d. Æviminningar Eiríks Guðlaugsson- ar. Baldur Pálmason les fjórða hluta frá- sögu húnvetnskserfiðismanns. e. Um fslenzka þjóðhætti Árni Björnsson eand. mag talar. f. Kórsöngur Karlakór Akureyrar syngur; Áskell Jónsson stj. 21.30 Utvarpssagan: „Ditta mannsham" eftirMartin Anderson Nexö Einar Bragi skáld byrjar lestur sögunn- ar í þýðingu sinni. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passíusálma (33) 22.25 Framhaldsleikritið: „Hans há- gögi‘‘eftir Sigurð Róberfcson Fyrsti þáttur endurfluttur. Leikstjóri: Baldvin Halklórsson. 23.15 Nútímatónlist Halklór Haraldsson kynnir. 23.55 Fréttirí stuttu máli. Dagskrárlok. Á skjánum PRINSESSAN OG UNNUSTINN — Ég spuröi afa í fyrrasum- ar, hvort ég mætti trúlofast Tord, og hann varð afar glaður og gaf mér strax leyfi sitt. Það var ætlunin, að trúlofunin yrði opinberuð um haustið, en þá dó afi og þess vegna biðum við þar til nú. Svo mæltist Christinu Svía- prinsessu, stóru systur Karls XVI Gústafs Svíakonungs, er hún, fyrr á þessu ári, opinber- aði trúlofun sína og Tord Magn- usson, sænsks kaupsýslumanns. Hann er 33 ára, en hún 30 ára. Þau hafa þekkzt í nær 14 ár, kynntust á Skansinum, skemmtigarði Stokkhólms, árið 1960. Trúlofunin kom mönnum ekki beint á óvart, því að prins- essan og „Tosse“, eins og Tord er jafnan kallaður, hafa nánast verið óa ðskiljanleg frá því þau fyrst hittust. En menn bjuggust þó við, að prinsessan, sem hefur haft ýms- um skyldum að gegna opinber- lega eftir lát afa síns, myndi fresta trúlofun sinni fram yfir 30. april nk., en þá verður Karl XVI 28 ára gamall og menn Miðvikudagur 20. mars 1974 18.00 Skippí Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Svona eru börnin — f Tyrklandi Norskur f ræðslumyndaflokkur um börn i ýmsum heimshlutum. Þýðandi og þulur Elk*rt Sigurbjörns- son. 18.45 Gítarskólinn Gítarkennsla fyrir byrjendur. 7. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan mfn I næsta húsi Breskur gamanmyndaflokkur. Hjúskaparafmælið Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Krunkað á skjáinn Þáttur með blönduðu efni. Umsjónarmaður Magnús B/arnfreðs- son. 21.30 ,JMyllan“ Bandarísk ádeilumynd byggð á heim- ildum með léttu ívafl Myndina gerði Emil de Antonio um stjórnmálaferil Riehards Millhouse Nixons, Bandarikjaforseta allt fram til ársloka 1971. Þýðandi og þulur Þrándur Thorodd- sen. 23.10 Dagskrárlok Karl XVI Gústaf, Svlakonungur, systir hans Christina prinsessa og Tord Magnusson, tilvonandi eiginmaður hennar. búast almennt við því, að þá opinberi hann trúlofun sína. Ennþá hefur ekki verið ákveðið, hvenær prinsessan og kaupsýslumaðurinn ganga I hjónaband, en talið er líklegt, að það gerist í júní nk. og síðan flytji hjónin í tíu herbergja ein- býlishús í útjaðri Stokkhólms. — Ég vona, að ég geti sem frú Christina Magnusson haldið áfram starfi mínu í fjölmiðla- deild sænska utanríkisráðu- neytisins, sagði prinsessan og fitlaði við trúlofunarhring sinn, sem er úr gulli og skreyttur 12 demöntum. — En, hélt hún áfram, ég mun sem prinsessa Christina frú Magnusson eins og áður hafa ýmsum opinberum skyldum að gegna. A fréttamannafundinum lét Karl XVI lítið á sér bera. Hann vildi ekki segja neitt um orð- róminn um sina eigin trúlofun. — Ég er ánægður yfir, að systir min ætli að giftast Tord, sagði hann. — Hann er fínn náungi. Við vorum saman f skóla. Hann var frábær í gam- anleikriti i skólanum, er hann lék Línu Langsokk. Eirfkur Guðlaugsson. Eiríkur Guðlaugsson heitir húnvetnskur maður, sem nú stendur á áttræðu. Hann hefur margt reynt um dagana eins og heyra má í æviminningum hans, en Baldur Pálmason les nú úr þeim á kvöldvökunum á miðvikudögum. 1 kvöld er fjórði lesturinn, en minning- arnar eru í sjö hlutum. Eiríkur ólst upp á Sviðningi á Skagaströnd hjá ömmu sinni og föðurbróður, en eftir lát föður sins gerðist hann fyrirvinna móður sinnar. Eirikur varð snemma Jagvirkur og hændur til smíða, — bjó t.d. til kaup- skip með rá og reiða I hjáset- unni, en átti ekki kost á lær- dómi í smíðagreinum fyrr en löngu síðar. Hann gekk að bú- skaparstörfum til 17 ára aldurs, en þá réðst hann á bát frá Kálfshamarsvík. Síðar reri hann með Ólafi Ketilssyni út- vegsbónda á Kalmanstjörn í Höfnum og Einari í Garðshús- um í Grindavík, en einnig reri hann frá Vestmannaeyjum. Sið- ar gerðist hann bóndi og smiður í heimahéraði sínu og var bú- settur í mörg ár á Blönduósi. Hann dvelst nú hjá stjúpsyni sínum á Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.