Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 15 Hljómeykið heldur sína fyrstu hljómleika Söngvararnir f Hljómeykinu, talið frá vinstri, efri röð: Ilafsteinn Ingvarsson, Rúnar Einarsson, Kristín Ölafsdóttir, Bjarki Sveinbjörnsson og Halldór Vilhelmsson. Neðri röð frá vinstri: Guðfinna Dóra Olafsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Aslaug Ölafsdóttir og Ruth Magnússon. A myndina vantar Guðmund Guðbrandsson og hljóðfæraleikarana þrjá. £ Næstkomandi laugardag verða hljómleikar f Norræna húsinu, þar sem flutt verða tón- verk eftir ýmsa hiifunda, eldri og yngri, og eru þau öll flutt hér á landi f fyrsta sinn. Flytj- endur eru nýstofnaður sam- starfshópur söngfólks og hljóð- færaleikara, sem nefnir sig „Hijómeykið". Hann stefnir að því að skapa nýjan vettvang fyrir tónlistarfólk, sem vegna daglegs brauðstrits hefur ekki tfma til að æfa og undirhiía heila hljómleika — m.a. fólk, sem iðkar tónlist eingöngu f frfstundum en með allgóðum árangri og gæti í samvinnu við aðra átt hlut að fjölbreyttu og skemmtilegu hljómleikahaldi og þannig komið oftar fram op- inberlega. 0 Flestir aðstandenda Hljóm- eyksins eru við nám og störf f tónlist en nokkrir stunda alls öskyld störf, svo sem trésmfðar, rafvirkjun, tannlækningar og heimilisstörf. Á blaðamannafundi, sem Hljómeykið hélt í vikunni, kom fram, að hugmyndin er að starfa sem nokkurs konar „kammerflokkur" og að þátt- takendur í hljómleikum hans í framtíðinni verði ýmist fleiri eða færri eftir atvikum og ekki endilega alltaf sama fólkið. Hópurinn hefur enga formlega stjórn né stjórnanda í músik- flutningi. „Við skiptum með okkur verkum og vinnum öll í sameiningu að hverju verkefni fyrir sig“ sögðu Hljómeykisfé- lagar. Söngvararnir f hópnum eru tíu: Áslaug Ólafsdóttir, Guð- finna Dóra Ölafsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Kristín Ólafs- dóttir, Ruth Magnússon, Bjarki Sveinbjörnsson, Guðmundur Guðbrandsson, Hafsteinn Ingvarsson, Halldór Vilhelms- son og Rúnar Einarsson — og hljóðfæraleikararnir þrir, flautuleikararnir Geir Illguth og Jósef Magnússon og Páll Halldórsson, cellóleikari, en þeir leika allir f Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Reyndastur söngvari í hópn- um er að sjálfsögðu hin kunna söngkona Ruth Magnússon og eru sumir hinna söngvaranna nemendur hennar. Þeir hafa jafnframt allir starfað lengi eða öðru hverju með Pólýfónkórn- um og halda því áfram, a.m.k. einhverjir þeirra. Stofnun Hljómeykisins kom til alvarlegrar umræðu í síðari hluta janúar sl. að sögn þeirra félaga, og hafa þeir síðan unnið að undirbúningi hljómleik- anna, komið saman til æfinga í frístundum, á heimilum hvers annars til skiptis. A hljómleikunum á laugar- daginn, — sem verða tvennir, kl. 3 og kl. 5 síðdegis — verða flutt verk eftir 16. og 17. aldar tónskáldin Thomas Morley, John Bennet, Tobias Hume, Or- lando di Lasso og Adriano Banchieri, 19. aldar tónskáldið Maurice Ravel og 20. aldar tón- skáld tvö, Tadeusz Baird (f. 1928) og Richard Rodney Benn- ett (f. 1936). Á næstu hljómleikum Hljóm- eykisins, sem fyrirhugað er að verði i júní nk., er ætlunin að taka fyrir íslenzk verkefni ein- göngu. Þess má að lokum geta, að nafnið Hljómeyki er sett saman úr orðunum „hljómur" og „eyki“ en að sögn þeirra félaga nefndist eyki sá hópur dráttar- dýra, stór eða smár eftir atvik- um, sem spenntur var fyrir vagn og dró hann áfram með sameiginlegu átaki. Hugsar þessi samstarfshópur sér að verða þess konar eyki, sem með sameiginlegu átaki stuðli að aukinni fjölbreytni i tónlistar- flutningi með kynningu ýmiss konar tónverka og hlutdeild ýmissa tónlistariðkenda, sem ella mundu koma sjaldnar fram opinberlega eða alls ekki, sök- um timaskorts og anna við önn- ur störf. Sinfóníutónleikar Athugasemd við um- mæli vegamálastjóra VEGNA ummæla vegamálastjóra í Morgunblaðinu föstudaginn 15. marz sl. vil ég undirritaður taka fram eftirfarandi: 1. Hinar röngu dagsetningar í frétt Mbl. 12. marz sl. af bilun brúarinnar á Andakílsá, vestan Skorradalsvatns, eru ekki frá mér komnar, heldur eiga þær að skrifast á reikning þrentvillu- púkans. Þetta hefði Mbl. væntan- lega getað upplýst, hefði vega- málastjóri leitað eftir þvi. 2. Föstudaginn 8. marz sl. var ein vika liðin frá því að e'g lét starfsmenn vegagerðarinnar í Borgarnesi vita um, að brúin væri farin að gefa sig, en þann dag sagði einn starfsmaður vega- gerðarinnar mér, að enn hefði ekkert heyrzt frá brúarverkfræð- ingnum, sem hefði með málið að gera, þrátt fyrir það, að hann fékk það til meðferðar strax og vitað var um skemmdirnar, 28. febrúar. Þessi viðkomandi starfsmaður lofaði að ýta enn við verkfræð- ingnum syðra, „hvað svo sem út úr því kynni að koma“, eins og það var orðað. 3. Hvað vatnavextina snertir, þá er það rétt, að þeir voru miklir, miðað við venjulegt vatnsmagn í ánni, en því fer þó fjarri, að ástandið hafi verið eins og vega- málastjóri lýsir því. (Segir dýpið hafa verið 2—3 metra, straum þungan og að mikils isreks hafi gætt á köflum). Sem dæmi um þessar ýkjur má nefna, að skömmu eftir að brúin bilaði ætl- aði jeppabifreið að fara yfir ána fyrir vestan brúarstæðið, en þar er mun dýpra en fyrir austan það. Bifreiðin stöðvaðist í miðri ánni og þurfti ökumaður að vaða i land til að sækja hjálp. Vatnið náði honum i mitti. 4. Ef mittishátt vatn var of mikið til að hægt væri að athafna sig við viðgerðina var auðvelt að ráða bót á þvi, og er raunar býsna undarlegt ef starfsmenn vega- gerðarinnar, sem vegamálastjóri segir, að hafi komið þrisvar sinn- um á staðinn, hafa ekki komið auga á það. Við vatnsósinn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsár- virkjun, svo sem flestir munu vita, er þarna hafa átt leið hjá. Þegar brúin brast var vatnsmiðl- unarskurðurinn alveg lokaður. Ekki er úr vegi að spyrja vega- málastjóra, hvort nokkurn tima hafi verið farið fram á það við starfsmenn Andakílsárvirkjunar, að þeir opnuðu skurðinn til að létta vatnsþunganum undan brúnni? Hafi starfsmennirnir ekki látið sér detta það í hug var önnur afar einföld leið til að leysa vandann, en hún var sú, aö rjúfa skarð í veginn fyrir sunnan brúna og hleypa vatninu þannig undan henni. Þegar á þetta er litið sér hver maður, hversu haldlaus rök vegamálastjóra eru til að hreinsa vegagerðina af ófyrirgefanlegu aðgerðaleysi hennar. 5. Að lokum mælist ég til þess við Sigurð Jóhannsson vegamála- stjóra, að hann komi sjálfur á staðinn og kynni sér staðreyndir málsins af eigin raun áður en hann öðru sinni kynni að gefa út athugasemdir, sem engan veginn fást staðizt. „Varnir“ þær, sem hann hefur viðhaft í máli þessu, eru hvorki honum né öðrum til gagns. Virðingarfyllst, Davfð Pétursson, Grund, Skorradal. Efnisskrá: Cershwiln — Kúbanskur forleikur Q Gottschalk — Nótt í hitabelt- inu □ Thomson — Land- brot [[] Gershwin — Svíta úr Porgy and Bess □ Einsöngvarar: Nancy Deering og Robert Mosley □ Stjórnandi: Richard Kapp □ Á aukatónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar var margt að sjá og heyra. Prúðbiiin og falleg börn úr Kópavogi, sem léku bæði vel og hreint, kvikmyndasýningu um skefjalausa grimmd og græðgi mannsins og hrollvekjandi dóm náttúrunnar og skemmtilega og vel flutta söngva úr óperunni Porgy and Bess. Það er ekki nóg að setja saman efnisskrá með léttri tónlist og auglýsa siðan, því ekki er vitað, að hve miklu leyti umtal manna og áhugi starfar af þörf fyrir létta tónlist eða er vegna þess, að hún er mest um hönd höfð. Vist er, að þeir, sem aðallega gera sér far um að stilla létri og alvarlegri tónlist upp sem andstæðum, hafa látið sig vanta á þá tónleika, sem helg- aðir voru létri tónlist. Nú bregð- ur svo við, að slíkir tónleikar eru vel sóttir og nýjum' andlitum bregður fyrir meðal hljómleika- gesta. Mér er ekki grunlaust, að börn i Kópavogi valdi hér nokkru „II ún er ekki fríð hún Árný, hún er stórfalleg," sagði meist- ari Kjarval um Árnýju Filipusdóttur. fyrrum skóla- stjóra Húsmæðraskólans í Hveragerði. Arný er áttræð í dag, eins og sagt er frá I Dag- bókinni. Arný hefur skrifað margt f Morgunblaðið og ávallt fengur að greinum hennar. Blaðið sendir henni beztu afmælis- kveðjur f tilefni dagsins og birtir þessa mynd af afmælis- barninu og málverki meistara Kjarvals. Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON og er það vel. Það sýnir, að börnin eru framtíðin og þau ein eru þess megnug að hafa menningarlega séð, vit fyrir foreldrum sínum. Það starf, sem Björn Guðjónsson og samstarfsmenn hans hafa unnið, verður ekki metið til fjár og mun um ókomin ár hafa happa- drjúg áhrif á hljóðfærakennslu í landinu. Fyrsta verkið á efnis- skránni, Kúbanskur forleikur eft- ir Gershwin, er óttaleg samsuða dægurhljóðfalls og stefja, án allrar þeirrar skerpu, sem stund- um heyrist í hinni svokölluðu suðuramerisku danstónlist. Ekki var hærra risið á næsta verki. Þátttaka barnanna úr Kópavogi lyfti verkinu upp úr drepandi til- breytingarleysi og satt að segja vonaði ég, að þau fengju að spila meira en raun varð á. Varðandi sýningu kvikmyndarinnar með fjörða verki þessara tónleika vil ég leyfa mér að varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki sé til ein- tak af myndinni með tónbandi. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, hafa tilraunir lista- manna til sameiningar listgreina nær ávalt misheppnazt. Kvikmyndin hefur ávallt ráðið, en tónlistin hlýtt. Ef tónlistin er sjálfstæð, myndast ekki tengsl milli myndar og tónlistar. Sterk myndgerð yfirtekur athygli manna, enda er það talin góð kvikmyndatónlist, sem enginn tekur eftir. Tónlist Thomsons við kvik- myndina er sviplftij, var i lla leikin og passaði ekki við kvikmyndina efnislega eða í tíma. Aftur á móti er kvikmyndin sjálf timabær að- vörun okkur íslendingum, sem nú erum að hefjast handa við að brjóta land. Svitan úr Porgy and Bess var eins og hressandi gustur i hitamollu. Sérstaklega var söng- ur Roberts Mosley skemmtilegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.