Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1974 Björn Ólafsson. LISTAHÁTÍÐ 1974 Fjögur íslenzk verk frumflutt á kammer- tónleikum listahátíðar Jón Leifs Hallgrfm Ifelgason Rut Ingólfsdóttir. Sigurður Ingvi Snorrason. Gfsli Magnússon. Kristján Þ. Stephensen. Gunnar Egilson. Stefán Þ. Stephensen. Listahátíð 1974 er í undirbún- ingi og á að hefjast 7. júnf f sumar. Þar leggja margir hönd á plóginn til að flytja okkur listir. Erlendir, frægir listamenn eru væntanlegir, en fslenzkir lista- menn leggja ekki síður sitt til þessarar listahátíðar. Þegar litið er á dagskrána, vekja athygli þrennir kammertón- leikar, þar sem flutt verða erlend og innlend verk og 4 íslenzk verk frumflutt. Tónleikarnir verða á Kjarvalsstöðum, þar sem þá stendur yfir mikil listasýning, er gefa á hugmynd um listir á Is- landi frá upphafi. I því andrúms- lofti munu hljóðfæraleikarar efna til tónleika þrisvar sinnum, laugardaginn 8. júní og sunnu- daginn 16. júní kl. 4 siðdegis og miðvikudagskvöldið 19. júní kl. 21. Tónskáldafélag íslands og Félag fslenzkra tónlistarmanna standa að dagskránni. Við leituð- um frétta af undirbúningnum hjá Kristni Gestssyni tónlistarkenn- ara, sem vinnur að því að undir- búa kammertónleikana. Hann sagði, að fjöldi manns væri að vinna að þessu og væri undir- búningurinn í fullum gangi. Þarna leika hljóðfæraleikarar samleik og einleik verk innlendra og erlendra höfunda. Og þegar slegið er tölu á þá, sem taka þátt i flutningnum, reynast þeir hvorki meira né minna en 15 talsins. Einkum hlýtur að vekja athygli, að frumflutt eru verk eftir íslenzka höfunda, Jón Leifs, Hallgrím Helgason, Fjölni Stefánsson og Skúla Halldórsson. En það er einmitt einn mesti kost- ur við að efna til listahátíðar, að FRUMFLUTT VERÐA VERK EFTIR ÞA Fjölni Stefánsson Skúla Halldórsson. hún gefur tækifæri til slíks frum- flutnings. Á fyrstu tónleikunum, Iaugar- daginn 8. júní, flytur Björn Ólafsson fiðluleikari Prelúdíu og Fúghettu eftir Jón Leifs og Sónötu fyrir einleiksfiðlu eftir Hallgrím Helgason, en hvorugt verkið hefur áður verið flutt á tónleikum. Þá verður flutt Sónata fyrir klarinett og píanó eftir Jón Þórarinsson, sem þeir flytja Sigurður Snorrason á klarinett og Gísli Magnússon á píanó. Og loks verða fluttar Andstæður eftir Bela Bartok. Auk þeirra sem fyrr eru nefndir leikur þar Rut Ingólfsdóttir á fiðlu. Á öðrum kammertónleikunum, Rögnvaldur Sigurjónsson. sunnudaginn 16. júní, verður fluttur Kvintett eftir Matyas Seiber, tvö píanólög eftir Stravinsky, og eitt verkið er enn óákveðið. Halldór Haraldsson píanóleikari leikur Circus polka og tango eftir Stravinsky. En Sextett eftir Pulinc flytur Halldór og blásarakvintett. í honum eru Jón H. Sigurbjörnsson með flautu, Kristján Þ. Stephensen með obo, Gunnar Egilsson með klarinett, Stefán Þ. Stephensen með horn og Sigurður Markússon með fagot. Þriðju tónleikarnir eru mið- vikudaginn 19. júní og þá frum- flutt tvö íslenzk verk, þ.e. Duo Framhald á bls.20 Guðný Guðmundsdóttir. Sigurður Markússon. Jón H. Sigurbjörnsson. Einar Jóhannesson. Pétur Þorvaldsson. Helga Ingólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.